Förstora eller Förminska
Nyckelord/Keywords
Nyckelordsök
Fritext/Free text
Sök/Search:

Best Praksis i undervisning av annetspråk for innvandrere i Norden

Nordisk Ministerråd

Best praksis í kennslu annars tungumáls fyrir nýbúa

På vegne av Nordisk Ministerråd satte man igang et prosjekt i år 2004 for å finne Best Praksis i undervisning av annetspråk for innvandrere i Norden. På innvandrerområdet kan landene i Norden deles i to. På den ene side de ”gamle” innvandrerlandene Danmark, Norge og Sverige hvor tradisjonen for innvandring strekker seg helt tilbake til midten av siste århundrede. Og på den andre siden Finland og Island hvor innvandringen har stort sett foregått under de siste to årtier. I de sistnevnte landene er der også forholdsvis få innvandrere sammenlignet med situasjonen i Danmark. Norge og Sverige. I Island er det ikke spørsmål om arbeidsløse innvandrere fordi for å få lov til å bosette seg der må alle utlendinger ha jobb før de kommer til landet.
På dette grunnlag ble det besluttet at hovedmomentet i bestemmelsene for best praksis skulle være mobilitet. Man gik ut i fra at undervisningstilbudene som ble valgt var tilrettelagt for innvandrere i arbeide og at studiene førte til økt mobilitet.
Prosjektet ble avsluttet med en rapport hvor eksempler på slike undervisningstilbud er beskrevet. To fra hvert av de nordiske landene. Tilbudene er vidt forskjellige, men de har et fellestrekk, språkstudiene er tilknyttet praksis, de er spesielt tilrettelagt for voksne innvandrere i arbeide, eller de har som mål at kursdeltakerne kommer i arbeide igjennom deltakelsen og blir aktive medborgere i de demokratiske samfunn.

Árið 2004 var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar hrint af stað verkefni til þess að finna Best praksis í kennslu annars tungumáls fyrir nýbúa á Norðurlöndunum. Norðurlönd skiptast í tvennt hvað varðar innflytjendur. Annars vegar ”gamalgrónu” innflytjendalöndin Danmörk, Noregur og Svíþjóð þar sem margra áratuga hefð er fyrir flutningi fólks af erlendu bergi brotnu til landanna. Hinsvegar Finnland og Ísland þar sem innflyjendur hafa aðallega komið á síðustu tuttugu árum. Þar eru einnig, í samanburði við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, tiltölulega fáir innflytjendur. Á Íslandi er ekki um að ræða atvinnulausa innflytjendur vegna þess að til þess að innflytjendur megi setjast að á Íslandi verða þeir að hafa atvinnu áður en þeir koma til landsins.
Á grundvelli þessa var ákveðið að miðað skyldi við hreyfanleika þegar námsleiðirnar væru valdar. Gengið var út frá að námsleiðir sem valið yrði úr væru fyrir nýbúa í starfi og að námið hefði í för með sér aukna möguleika á hreyfanleika. Nýbúar sem hefðu lokið því hefðu fengið framgang í starfi, farið í frekara nám eða orðið virkari samfélagsþegnar.
Verkefninu lauk með skýrslu þar sem slíkum tilboðum var lýst. Tveimur frá hverju Norðurlandanna. Afar mismunandi námsleiðir en sammerkt þeim öllum er að þau eru fyrir starfandi fólk eða eru sérstaklega miðuð að því að koma fólki í störf og gera það að virkari þátttakendum í samfélaginu.