Förstora eller Förminska
Nyckelord/Keywords
Nyckelordsök
Fritext/Free text
Sök/Search:
Norden

Kortlagning á lestrarkennslu á Norðurlöndunum (KAN)

Þúsundir manna og kvenna, af ólíkum uppruna en búsett á Norðurlöndunum taka þátt í námstilboði sem á að veita þeim grunnþekkingu og færni til þess að sækja sér menntun og taka virkan þátt í atvinnulífi og samfélagi á Norðurlöndunum. Til þess að öðlast þekkingu á skipulagi, skilyrðum og aðgengi að námi fyrir þennan hóp fullorðinna var norrænt tengslanet um læsi fullorðinna sett af stað, Alfaráðið.
Alfaráðið hefur lokið kortlagningu á lestrarnámi og -kennslu á Norðurlöndunum en til verkefnisins fékkst styrkur frá Nordplus fullorðnir tímabilið 2006 – 2007.
Markmiðið var að öðlast dýpri þekkingu á menntunarúrræðum fyrir þennan hóp innflytjenda sem er án formlegrar skólagöngu eða hefur mjög stutta skólagöngu að baki. Samanburður á gögnum varðandi þetta í mismunandi löndum varpar ljósi á skipulag og umfang ásamt því hvar ábyrgð þessa málaflokks liggur innan Norðurlandanna en sýnir um leið hvaða áhrif stjórmálalegar ákvarðanir hafa á framboð og aðgengi þessa hóps til menntunar.
Megintilgangur skýrslunnar er að niðurstöðurnar, þ.e.a.s. þekking á menntunarúrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við lestararerfiðleika og/eða hafa stutt nám að baki, nýtist sem framlag í sameiginlegan reynslu- og þekkingarbanka sem er mikilvægur fyrir menntun og lýðræði á Norðurlöndunum. 
Skýrsluna má lesa á old.nordvux.net/page/406/alfabetiseringinorden.htm
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se

Kommentera

 Välkommen att diskutera artikeln på vår Facebook-sida!