Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Fullorðnir Danir mennta sig

Danmörk er það land í Evrópuþjóða þar sem flestir fullorðnir taka þátt í fræðslu.

Það sýnar tölur úr samantektinni: „Markmið fyrir fullorðins – og símenntun, framkvæmd og áhrif“  ("Mål for voksen- og efteruddannelserne – aktivitet og effect") sem danska menntamálaráðuneytið hefur gefið út. Þar kemur meðal annars fram að fullorðnum á aldrinum 25 til 64 ára sem leita sér menntunar fjölgaði stöðugt á árunum 2004-2009. Samtímis hefur hlutfall námsskeiðsgjalda, greitt af þátttakendum, einkum í framhaldsmenntun, hækkað. Af svörunum má meðal annars lesa; fjölgun einstaklinga sem fá mat á raunfærni, menntun veitir fleirum tækifæri til þess að skipta um vinnu og að helstu hindranir eru vaxandi vinnuálag, og að vinnuveitandinn hefur ekki skilning á þörf fyrir menntun og skortur er námskeiðum við hæfi.

Skýrsluna er hægt að nálgast á vef ráðuneytisins; Uvm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Námsmenn fá viðurkenningu

Næstum allir námsmenn sem sækja um mat á fyrra námi við starfsmenntaháskóla fá það viðurkennt.

Niðurstöður könnunar sem danska námsmatsstofnunin, EVA, sýna að 95 % námsmanna sem sækja um viðurkenningu á þekkingu og reynslu fá hana metna. Þar með komast námsmennirnir hjá því að nema í tvígang og samfélag og vinnumarkaður njóta aukins sveigjanleika menntakerfisins. Bent er á að enn sé þörf fyrir að þróa aðferðir við málsmeðferð auk grundvallarins í lögum með tilliti til túlkunar og mats.

Niðstöður könnunarinnar: Eva.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Menntamalaráðherra í samráði um skýrslu alþýðufræðslunefndarinnar

Menntamálaráðherra Dana, Tine Nedergård var ánægð með skýrslu alþýðufræðslunefndarinnar.

Ríkisstjórnin mun leggja fram lagafrumvarp sem byggir á niðurstöðum skýrslunnar. Eitt helsta viðfangsefni nefndarinnar var  umtalsverður niðurskurður til alþýðufræðslunnar og áhrif þeirra i sveitarfélögunum. Af svörum ráðherrans kom fram að framlögin verða ekki aukin og hún vísaði til sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaganna. Ríkisstjórnin mun hvorki, eins og alþýðufræðslunefndin óskaði eftir auka framlögin né færa fjármuni frá forlegri fullorðinsfræðslu yfir til alþýðufræðslunnar.

Meira á heimasíðu ráðuneytisins: Uvm.dk

Og á heimasíðu samtaka danskra fullorðinsfræðsluaðila: Dfs.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Lyfseðlar að velheppnuðu menningarári

Listir og menning auka velferð er meginþema höfuðborgarársins í Turku. Borgin mun á árinu 2011 sýna fram á að menning eykur velferð fólks á margan hátt.

– Aðalboðskapurinn í  Turku er: Menning bætir mannlífið. Menning bætir ekki aðeins sálarlíf men einnig líkamlega líðan fólks, segir Cay Sevón, framkvæmdastjóri Turku stofnunarinnar sem sér um undirbúning menningarhöfuðborgarársins 2011.
Samband menningar og velferðar verður einkum sýnilegt  í einum þriðja hluta dagskrárinnar 2011 og nær til menningardagskrár á elliheimilum, skólum, leikskólum og fangelsum. Þar að auki úthluta læknar á heilsugæslustöðvum í Turku á árinu 2011 5.500 lyfseðlum sem gilda sem aðgöngumiðar að viðburðum á menningardagskránni.
Turku og Tallinn eru menningarhöfuðborgir Evrópu árið 2011.

Nánar: www.turku2011.fi/sv och www.tallinn2011.ee/eng
Heimild: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi
Mer om: culture

Skapið góða vinnustaði

Gæði vinnustaðar felast í einföldum hversdagslegum hlutum sem varðar fólk í fyrirtækinu. Ef gæði vinnustaðarins eru bætt, eyst framleiðslan. Þróunin hefur ennfremur jákvæð áhrif á líðan starfsfólksins.

Atvinnu- og efnahagsmálaráðuneytið í Finnlandi hefur opnað nýja heimasíðu um gæði í atvinnulífinu. Hún er einkum ætluð litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Á síðuna er hægt að sækja upplýsingar um mismunandi þjónustu og verkfæri sem leiða til aukinna gæða og afkasta á vinnustað með því að þróa færni, störfin og ferlin sem þau fela í sér, stjórnun og heilsu.

Nánar: Tem.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Kennsla i fangelsum

Fjöldi þeirra fanga sem stundar nám meðfram afplánun hefur aldrei verið meiri en í ár. Alls eru 42 fangar á Litla-Hrauni skráðir til náms við Fjölbrautaskóla Suðurlands og 16 fangar af 18 á Bitru hafa innritað sig til náms. Þá eru nokkrir fangar á Kvíabryggju skráðir í fjarnám.
Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni, segir menn sem ljúka námi í afplánun horfa öðruvísi til framtíðar. „Menn sjá að þeir hafa möguleika til að breyta um umhverfi og ég tel að skóli sé eitt besta ráðið til að hjálpa þeim að snúa af braut afbrota og draga úr endurkomum."
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Framhaldsskólanemum fækkar

Nemendur í framhaldsskólum voru 7,9% færri haustið 2010 en ári áður. Hins vegar fjölgaði háskólastúdentum um 4,3%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.
Rúmlega 27.300 voru skráðir í framhaldsskóla, en tæplega 19.900 í háskóla. Fækkun framhaldsskólanema skýrist fyrst og fremst af samdrætti í fjarnámi og öldungadeildum. Konur eru fleiri en karlar í framhaldsskólum og háskólum. Hlutfallið er tæplega 56 á móti rúmlega 44. Bóknámið er sem fyrr vinsælla en starfsnámið í framhaldsskólum. Tveir af hverjum þremur nemendum velja bóknámið.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Ráðstefna um menntamál í Noregi: „Starfsmenn framtíðar í heilbrigðisgeira norðursins“

Helse Nord RHF og Háskólinn í Tromsø standa fyrir svæðisbundinni ráðstefnu um menntun dagana 6.-7. apríl 2011.

Meðal málefna sem fjallað verður um, er hvernig unnt verður að tryggja nægt starfsfólk í heilbrigðisgeirann, auk þess hvernig beri að mennta hæft starfsfólk til þess að mæta kröfum heilbrigðisþjónustunnar og sjúklinganna. Þemun á dagskránni er meðal annars þörf fyrir færni í heilbrigðisgeira Noregs í framtíðinni, starfsmenntun heilbrigðisstarfsmanna auk öryggis sjúklinga og úrbætur. 
Markhópur ráðstefnunnar eru faglegir stjórnendur, starfsfólk sem fæst við menntun, kennslu, leiðsögn við starfsþjálfun auk annarra áhugasamra. 

Nánar: Uit.no 

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

23 norsk fyrirtæki taka þátt í nemaáætluninni 2011

Ríkið hefur hrint í framkvæmd nýrri nemaáætlun fyrir fólk sem lokið hefur framhaldsmenntun en er með skerta starfsgetu. Markmiðið með áætluninni er að ná í hæft starfsfólk og veita opinberum stofnunum reynslu til þess að ráða starfsfólk með skerta starfgetu en framhaldsmenntun og aðlaga störfin að þörfum þeirra.

Reynslan af fyrri áætlunum hefur leitt í ljós að þau fyrirtæki sem ráða til sín nema með skerta starfsgetu en framhaldsmenntun njóta ýmissa kosta. Auk þess að leysa tifallandi verkefni í deildinni hefur neminn með færni sinni og lífsreynslu jákvæð áhrif á vinnuumhverfið. Og síðast en ekki síst fá stjórnendur praktíska  reynslu, nýja þekkingu og færni til þess að stýra fjölbreytileika á vinnustað.

Nánar: Difi.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Miklar væntingar til menntunar stjórnenda leikskóla.

Vorið 2011 verður boðið upp á nýja menntun í Noregi fyrir stjórnendur leikskóla.

Í mars verða veittar nánari upplýsingar um hvaða stofnanir munu bjóða upp á menntunina og hvernig á að bera sig að við umsóknir. Menntunin er til 30 eininga og er í boði sem nám með starfi fyrir stjórnendur. Ætlunin er að hægt verði að taka menntunina sem hluta af mastersnámi í stjórnun.

Nánar: Utdanning.ws

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Norsk ráðstefna um söfnun starfskrafta í raungreinar 28. mars 2011 í Osló

Of fáir hafa lagt stund á nám í eðlisfræði, stærðfræði, efnafræði og tæknigreinum til þess að mæta þörfum atvinnulífsins, opinbera geirans og menntastofnananna. Enn fremur bendir ýmislegt til þess að þörf fyrir raungreinamenntun aukist í framtíðinni.

Með viðmið af þessum kringumstæðum hafa fjöldi stofnana hafið rannsóknir á vali unglinga og hvers vegna þeir velja raungreinarnar frá. Rannsóknirnar eiga að leggja grunn að frekari aðgerðum til þess að safna kröftum í raungreinarnar. Á ráðstefnunni verða helstu niðurstöður rannsóknanna kynntar auk þess mun fara fram umræður um aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til og sem verið er að skipuleggja.  
Öllum er heimill aðgangur að ráðstefnunni og þátttaka er að kostnaðarlausu.

Nánar: Naturfag.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Reynsla veitir tækifæri til menntunar

Til þess að efla færni þeirra sem starfa í umönnunargeiranum fær starfsfólk sem ekki hefur lokið stúdentsprófi tækifæri til þess að mennta sig til starfa með þroskaheftum við háskólann í Þelamörk (HiT).

Í samstarfi sveitarfélaganna í Skien og Porsgrun hefur starfsfólki sveitarfélaganna sem hefur unnið við umönnun þroskaheftra, en skort formlega menntun, verið greidd leið til þess að sækja um nám í faginu. Háskólinn staðfestir að þeim sem hófu nám með starfi haustið 2009 hafi miðað afar vel í náminu. 

Nánar: Porsgrunn.kommune.no 

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sweden

Tengslanet auðveldar einstaklingum aðgang

Fólk sem tekur þátt í skipulögðum tengslanetum finnst þau oft vera mikil uppspretta sjálfstrausts, nýrra hugmynda og þekkingar. En hins vegar eiga vinnuveitendur og fyrirtæki oft örðugt með að tileinka sér þá þekkingu sem einstaklingarnir hafa í farteskinu.

Þetta er meðal niðurstaðna í nýju lokaverkefni vinnufræðum sem Mats Holmquist hefur ritað og ber heitið  ”Lärande nätverk – en social oas i utvecklingsprocess” (Námsfús tengslanet – félagsleg vin í þróunarferli) og lagði fram við Tækniháskólann í  Luleå.
Í atvinnulífinu er áhugi á tengslanetum á milli fyrirtækja vaxandi. Sífellt fleiri stjórnendur, leiðtogar og aðrir í  ábyrgðastöðum innan fyrirtækja gerast aðilar að tengslanetum í leit að stuðningi við þróunarstarfsemi. Mats Holmquist hefur fylgst með starfsemi fimm skipulagðra tengslaneta í Halland í Svíþjóð þar sem aðilar hittast reglulega yfir tímabil sem  spannar eitt til tíu ár. Tengslanetin eru meðal annars samsett af verkefnastjórum, kvenstjórnendum og framkvæmdastjórum.
Í könnuninni kemur fram að hið fullkomna tengslanet er fámennt, telur 5 til 10 persónur. Að aðilar í tengslanetin ættu að hittast reglulega, helst einu sinni í mánuði í að minnsta kosti eitt ár. Það er forsenda þess að byggja upp það traust sem er helsti styrkur tengslanetanna.

Nánar: http://libris.kb.se/bib/11937374

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Nýjar tillögur: Réttur til að endurmeta einkunnir

Fram til þessa hafa nemendur ekki átt kost á því að fá einkunnir endurmetnar ef þeir hafa verið óánægðir með mat kennara. Í nýju skólalögunum er ákvæði sem gerir kennurum skylt að breyta einkunnum ef þær eru greinlega ekki réttar og það þarf ekki að taka langan tíma. . Í skýrslunni Réttar einkunnir eru betri en háar einkunnir – Tillögur um endurmat á einkunnum (SOU 2010:96) er lagt til að nemandi sem ekki fær einkunn sem fær einkunn endurmetna af kennara getur fengið hana endurmetna af rektor.

Komist rektor að þeirri niðurstöðu að einkunnin sér ekki rétt skal henni verða breitt. Nær allar einkunnir á öllum skólastigum á að vera hægt að endurmeta. Skilyrðin eru að rektor leiti aðstoðar viðurkenndra og reyndra kennara. Skilyrði fyrir endurmati á einkunn er að fyrir liggi staðfesting á þekkingu nemandans sem hægt er að byggja á.

Läs mer: Regeringen.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Aðgerðir til að auðvelda leið þroskaheftra til starfa

Unglingar sem útskrifast úr framhaldsskóla – af sérstökum námsbrautum fyrir þroskahefta nemendur – öðlast ekki rétt til áframhaldandi náms. Að komast út á vinnumarkaðinn er ekki auðvelt fyrir unglinga almennt og það reynist þroskaheftum sérstaklega örðugt.

Til þess að auðvelda þessum einstaklingum leið til starfa hefur sænska ríkisstjórnin ákveðið að opna nemendum úr framhaldsskólum leið að framlögum ríkisstjórnarinnar til lærlinga, fullorðinsfræðslu á framhaldsskólastigi og í starfsmenntaháskólum.
- Framlög til fullorðinsfræðslu á framhaldsskólastigi eiga einnig að standa nemendum úr sérskólum á framhaldsskóastigi til boða. Það á að vera mögulegt að verða lærlingur í sérskólum fyrir fullorðna. 50.000 manns hafa þegar lokið námi í gegnum átak í starfsmenntun fyrir fullorðna og frá og með komandi vori eiga þeir sem hafa verið í framhaldsskóla eða tilheyrt þeim nemahópi einnig að hafa tækifæri til þess að sækja þannig menntun.

Nánar: Regeringen.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Mikið skortir á jafnræði í háskólum: Þörf er á öflugum pólitískum aðgerðum

Jafnréttisbónus til kennslustofnana að upphæð samtals 50 milljónum sænskra króna á ári, sérstakt verkefni vísindaráðs og Vinnova til þess að tryggja að fjárveitingar til öflugs rannsóknaumhverfis verði konum ekki í óhag, er meðal tillagna sem lagðar eru fram í skýrslunni Svart á hvítu – um jafnrétti í vísindafélaginu (SOU 2011:1).

Um tveggja ára skeið hefur sérstök unnið að tillögum til þess að auka jafnrétti innan háskólanna. Í verkefninu fólst að átta sig á ástandinu og leggja fram tillögur sem taldar eru líklega til úrbóta á sviðinu. 
Nefndin hefur staðfest að enn skorti umtalsvert á jafnrétti innan háskólanna og þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til hafi ekki virkað sem skyldi. Ekki er talið að verkefni eða tímabundnar aðgerðir dugi til lausna á vandamálinu,  framundan sé frekar þörf fyrir betur skipulagða og skýrari stefnu til langs tíma.

Nánar: Regeringen.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Nýr sænskur háskóli

Þann 1. janúar sl. hóf stærsti háskólinn á sviði kvikmynda, hljóð- og sjónvarps og leikhúsa í Svíþjóð, Leiklistarháskólinn í Stokkhólmi starfsemi sína. Nýi háskólinn varð til við samruna Dramatiska institutet og Leiklistarháskólans i Stokkhólmi og þar með eru allar greinarnar komnar undir sama þak.

Hugmyndin er einfaldlega súa; að tengja starfsgreinarnar nánari böndum og skapa þannig andrúmsloft sem örvar skapandi samstarf. Nemendur af mismunandi sviðum skólans takast á við sameiginleg verkefni og vinna að undir sömu merkjum og í atvinnulífinu..

Läs mer: Mynewsdesk.com

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Getur fjarkennsla átt þátt í að draga úr „spekileka“ frá Færeyjum?

Nýlega kom út skýrsla um ýmis tækifæri sem felast í fjarkennslu og hvernig fjarkennsla getur verið tækifæri fyrir þá sem leita sér menntunar á Færeyjum. Auk þess að veita ný, örðuvísi og fjölbreyttari tækifæri til náms getur fjarkennsla einkum hentað þeim sem búa á dreifbýlli svæðum til sí- og endurmenntunar.

Þegar menntamálaráðherra Færeyinga, Helena Dam á Neystabø var afhent skýrslan þann 18. janúar sl. sagði hún m.a. að í skýrslunni væru margar tillögur sem hún myndi taka upp á pólitískum vettvangi. Hún sagði einnig að ein stærsta áskorun sem Færeyingar stæðu frammi fyrir væri að yfir 60 % þeirra sem hæfu framhaldsnám færu frá Færeyjum og aðeins helmingur þess hóps snéri tilbaka eftir að hafa lokið menntun sinni. Fjarkennsla gæti verið möguleiki og tæki til þess að stemma stigu við gríðarlegum spekileka sem hefði stórkostleg samfélagsleg áhrif á eyjunum.

Nánar: Mmr.fo

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

Grönland

Ráðstefna um menntaáætlun: sköpum framtíð

Ráðuneyti menningar-, menntamála, vísinda og kirkjumála stóð fyrir ráðstefnu í Ilulissat dagane 25. og 26. janúar 2011

Næstum 100 þátttakendur frá skólum, stofnunum og fyrirtækjum lögðu fram hugmyndir sínar um menntun til framtíðar.
Fram til 2012 er megináherslan á skilin á milli grunnskóla og áframhaldandi menntunar auk þess að  laða ófaglærða inn í færniþróunarferli.
Meðal þeirra aðgerða sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd, eru færniþróunarnámskeið fyrir ófaglærða einkum í bygginga- og mannvirkjageiranum. 
Árið 2010 var tilraunaverkefni um mat á raunfærni á Suður-Grænlandi, með því markmiði að veita ófaglærðum tækifæri til færniþróunar. 
Eftir 2013 verður sjónum beint að framhaldsmenntun, hún felld að skipulaginu, en ætlunin er að þau verkefnum  sem hefur verið hrint í framkvæmd verði viðvarandi.  Samkvæmt menntaáætluninni á að leggja grunn að menntastefnu, sem hluta af byggðaþróun, til þess að endurmennta vinuaflið og gera það hæft til að mæta þörfum atvinnulífsins í framtíðinni. Meðal annars á að tryggja vinnuafl í geirum þar sem vöxturinn er mikill, eins og í heilbrigðis- og félagsmálum eða byggingar- og mannvirkjageirunum auk vaxtasprota eins og hráefna geirans. Hugsanleg bygging álvers í  Maniitsoq krefst faglærðs starfsfólks.
Gert er ráð fyrir að skýrslur um framgang áætlunarinnar verði lagðar fram tvisvar á ári.

Haustskýrslan 2010 er aðgengileg á slóðinni: Nanoq.gl 
Grein um ráðgsefnuna er: Sermitsiaq.ag

Birgit Gedionsen
E-post: birgit(ät)suliplus.gl

NMR

Norðurlandaþjóðirnar fjölmenningarlegar, alþjóðlegar og fjölfróðar

Með þessum orðum opnaði mennta- og menningarmálaráðherra Finna formennskuáætlun þeirra fyrir Norðurlandasamstarfið þann 24. janúar sl.

Á sviði mennta og vísinda verður m.a. leitast við finna og upplýsa um árangursríkt norrænt starf sem stuðlar að menningarlegri fjölbreytni og betri tækifærum fyrir innflytjendur til þess að mennta sig. Þá er einnig stefnt að því að styrkja fjölmenningarlega færni kennara og þróa námsaðstæður. 
Í ljósi þess að menntaáætlunin Nordplus er metin og skipulögð á þriggja ára fresti verður áhersla á þessu ári einkum lögð á hreyfanleika, tungumálakunnáttu og norræna sjálfssemd. Ráðstefna um þessi þemu verður haldin í maí.

Nánari upplýsingar um formennskuáætlun Finna: Minedu.fi og Formin.finland.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Norden

Danir í formennsku fyrir Norðurlandaráði 2011

Nýr forseti Norðurlandaráðs, Henrik Dam Kristensen vill styrkja stöðu Norðurlandanna í Evrópu, beina sjónum að Norðurskautssvæðinu og færa norrænt samstarf nær borgurunum.

Nánar:
Forgangaröð forsetans árið 2011
Rammaáætlunin

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

NVL

Námsstefna: "Menntun kveikir þróun"

Árið2011 hefur farkennslunet NVL Distans skipulagt röð námsstefna sem fjalla um hvernig hægt er að beita upplýsingatækni og sveigjanlegt nám til þess að hvetja til náms, opna ný tækifæri til náms og hækka menntunarstigið í dreifbýlli byggðum. Fyrsta námsstefnan í röðinni verður haldin í  Rudkøbing þann 8. mars 2011 undir yfirskriftinni: " Menntun kveikir þróun"

Dagskrá námsstefnunnar

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

"Nám og fjölmenningarlegir fundir"

24.-25. mars 2011, í Eskilstuna, Svíþjóð

Ráðstefnan er skipulögð í samstarfi verkefnis Norrænu ráðherranefndarinnar ”Aðlögun með fullorðins- og símenntun“ ("Integration gennem voksen og efteruddannelse" – IVEU), sem stýrt er af Miðstöð færniþróunar í Danmörku, verkefni  Mälardalens háskólans „Jafnbúin“ ("Jämbredd") og NVL i Danmörku og Svíþjóð. Ráðstefnan er skipulögð sem fundur fræða og framkvæmdaaðila.

Nánar: WWW

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 3.2.2011

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande