Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Danski færniviðmiðaramminn er kominn á Netið

Danski færniviðmiðaramminn fyrir nám fullorðinna er heildstætt, kerfisbundið og þrepaskipt yfirlit yfir viðurkenndar prófgráður og skírteini sem hægt er að öðlast í danska menntakerfinu – allt frá grunnskólastigi til háskólastigs auk fullorðins- og endurmenntunarsviði.

Viðmiðaramminn tekur yfir átta stig. Gráðurnar og skírteinin eru felld inn í eitt af þessum átta stigum allt eftir því hvaða ávinning menntunin veitir, í formi, þekkingar, leikni og færni. Hvert stig er tilsvarandi stigunum í Evrópska viðmiðarammanum.
Færniviðmiðaramminn fyrir ævinám styður gagnsæi menntakerfisins og eykur tækifæri til hreyfanleika og ævinámi.

Um danska við miðarammann www.iu.dk/dokumentation/kvalifikationsrammer

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Alþýðufræðsla og óformleg menntun er ekki með í viðmiðarammanum

Danska alþýðufræðslan og önnur óformleg kennsla er ekki felld inn að viðmiðrammann. Þar með skilur Danmörk sig, samkvæmt skýrslunni ”A survey on the EQF/NQF work in the Nordic and Baltic countries with special focus on non-formal learning” frá öðrum norrænum löndum.

Skýrslan var lögð fram á ráðstefnu í Brüssel í nóvember 2010. Á ráðstefnunni kom einnig fram að það ríkir mismunandi skilningur á hvort það myndi gagnast óformlegu námi að vera fellt að evrópska við miðrammanum. Flemming Gjedde mælti með því um leið og hann kynnti skýrsluna að fella ætti óformlega geirann að viðmiðarammanum vegna þess að hann væri grundvallaður á árangri af náminu en ekki námsskrám og námsefni.  

Nánar: Dfs.dk
Skýrslan: PDF

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Tilrauna- og þróunarstarfsemi innan iðnmenntunar

Tilrauna- og þróunarstarfsemi á sviði iðn- og starfsmenntunar var kynnt á Rannsókna og þróunar- (FoU) rástefnunni sem haldin var í DGI-Byen í Kaupmannahöfn dagana 7. og 8. febrúar 2011.
Á ráðstefnunni kynntu þátttakendur niðurstöður og skiptust á reynslu af tilrauna- og þróunarverkefnum á sviði iðnmenntunar, starfsmenntaháskólum og grunnmenntun í starfsnámi. Fyrirlestrar, vinnustofur og skólaheimsóknir veittu þátttakendum  innblástur um íþróttir, nýsköpun og aðgerðum til þess að halda nemendum við efnið og síðast en ekki síst mikilvægi starfsmenntunar til þess að tryggja viðvarandi hagvöxt í Danmörku.
Fyrirlestra, lýsingar á tilrauna- og þróunarverkefnum, rannsóknum og greinar um efnið frá þessari ráðstefnu og fyrri má nálgast á heimasíðu danska menntamálaráðuneytisins: Uvm.dk
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Finnar þarfnast málstefnu

Henna Virkkunen, menntamálaráðherra Finna óskar eftir að lögð verði drög að opinberri mástefnu samhliða næsta stjórnarsamkomulagi, til þess að styrkja stöðu þjóðarmálanna og tungumála minnihlutahópa í Finnlandi. Málstefnan ætti einnig að fela í sér markmið og tillögur um aðgerðir til þess að efla kennslu í erlendum tungumálum.

Mástefna fyrir Finnland myndi styrkja stöðu þjóðartungumálanna, tungumál upprunalegu íbúanna, samanna auk annarra hópa sem getið er um í stjórnarskránni, þ.e.a.s. rómana og táknmálsins auk annarra tungumálahópa í Finnlandi, sagði Virkkunen á málþingi sem Háskólinn í Jyväskylä stóð fyrir í febrúar.
– Fjöldi grunnskólanema sem leggja stund á erlend tungumál hefur hreinlega hrunið á tuttugustu og fyrstu öldinni. Í framtíðinni munum við hafa þörf fyrir fólk með tungumálakunnáttu. Í málstefnu er mikilvægt að rannsaka þróun tungumálakennslunnar í heild, staðfesti Virkkunen.
Hlutfall finnskumælandi fólks á meðal íbúanna var 90,7 %, sænskumælandi voru 5,4 % og þeir sem hafa samísku að móðurmáli var 0,03 % árið 2009. Um það bil 4 % íbúanna hefur önnur tungumál sem móðurmál.

Nánar á sænsku: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Fjáröflunarherferðir háskólanna báru góðan árangur

Ríkisháskólarnir fá 175 milljónir evra frá ríkinu þökk sé fjáröflunarherferð þeirra á síðasta ári. Háskólarnir höfðu í lok síðasta árs safnað 70 milljónum evra með fjáröflun sinni og það veitir þeim rétt á mótframlögum frá ríkinu.

Ríkið ber einnig ábyrgð á áframhaldandi fjármögnun háskólanna, en framlög frá einkaaðilum í samblandi við fjárframlög frá ríkinu eykur á fjárhagslegt sjálfstæði háskólanna. 
Samkvæmt nýjum lögum um háskóla er ríkinu skylt að leggja fram 2,5 sinnum þá upphæð sem háskólarnir afla með einkaframlögum.

Nánar á sænsku: www.minedu.fi/OPM/?lang=sv

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Fjölmenni á "Degi menntunar í ferðaþjónustu"

Um 130 mættu á Dag menntunar sem Samtök ferðaþjónustunnar héldu þann 18. febrúar sl.

Að loknu ávarpi Árni Gunnarsson, formanns SAF voru tvö erindi flutt um mikilvægi starfsmenntunar í ferðaþjónustu.  Því næst voru flutt erindi um þá menntun og þjálfun sem í boði er í ferðaþjónustu  á Íslandi, auk þess sem fjallað var um þróun námsleiða fyrir ófaglærða í ferðaþjónustu.  Að lokum var tilkynnt um handhafa starfmenntaviðurkenningar SAF 2011; en það voru Kynnisferðir sem hlutu viðurkenninguna að þessu sinni. Katrín Júlíusdóttir, ferðamálaráðherra afhenti viðurkenninguna.

Nánar: Saf.fi

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Um velferðarráðuneytið

Velferðarráðuneytið tók formlega til starfa 1. janúar 2011 samkvæmt lögum um breytingu á Stjórnarráð Íslands sem samþykkt voru á Alþingi 9. september 2010.

Með lagabreytingunni voru heilbrigðisráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið sameinuð og var velferðarráðuneytið stofnað á grunni þeirra. Verkefni velferðarráðuneytisins varða velferðar- og fjölskyldumál, heilbrigðisþjónustu, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál, jafnréttismál auk málefni innflytjenda. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er aðili að samningi við Vinnumálastofnun um náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnuleitendur.

Meira: Velferdarraduneyti.is

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Háskóli Íslands hundrað ára

Hundrað ár eru liðin síðan Háskóli Íslands var stofnaður þann 17. júní 1911 í Alþingishúsinu við Austurvöll.

Á afmælisvef háskólans er meðal annars hægt að skoða vörður úr sögu skólans, lesa viðtöl við áhugaverða einstaklinga er tengjast HÍ og skoða myndbönd og ljósmyndir úr starfi skólans. Hvert hinna fimm fræðasviða háskólans verður í sviðsljósinu í einn mánuð og þá munu deildir fræðasviðanna standa fyrir metnaðarfullri dagskrá. Á þessum vef verður fjölbreyttri dagskrá Háskóla Íslands á afmælisárinu gerð ítarleg skil.

www.hi.is/afmaeli

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Tæknistutt nám hvað sem það kostar?

Á sviði öryggismála fyrir þá sem starfa á olíuborpöllum er æ algengara að tæknistudd námskeið leysi staðbundin af hólmi.

Aðaltrúnaðarmaður hjá Seadrill, Arild Berntsen er ekki viss um gæði sumra þessara námskeiða og hefur áhyggjur af að mannskapnum á borpöllunum fari aftur. Er það aðeins til þess að draga úr kostnaði að tæknistudd námskeið eru valin fram fyrir önnur, og geta þau komið algerlega í stað þeirra staðbundnu?

Aðaltrúnaðarmaður hjá Seadrill hefur velt spurningunni upp í félaginu sem mun taka það upp við stjórnvöld
Nánari upplýsingar á: Industrienergi.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Fyrsta meistaragráðan í fullorðinsfræðslu

Í nýliðinni viku varð Sidsel Wiken fyrst allra til þess að ljúka meistaraprófi frá deildinni fyrir fræðslu og ráðgjöf fullorðinna við Tækniháskólann í Noregi /NTNU.

Meistaraverkefnið fjallaði um kennara og skóla í þróun. Þar er lýst hvernig skólar geta skapað umhverfi þar sem nám og þróun er eðlilegur hluti af starfi kennara. Verkefnið byggir á fyrirbærafræðilegri könnun meðal fjögurra kennara á unglingastigi í skóla í Þrándheimi.  

Nánar: Universitetsavisa.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Árangursrík úrræði

Háskólinn í Osló hefur sýnt fram á fleiri dæmi um árangursrík námsúrræði fyrir nemendur með sérþarfir.

Fjöldi nema hefur lokið námi þrátt fyrir að glíma við tap á heyrn eða sjón, félagsfælni eða aðra námsörðugleika.Úrræðin geta falist í  fjölbreyttum valkostum á prófum og námsmati fyrir stúdenta með greiningu á skertri starfsgetu eða færni til þess að tjá sig munnlega. Til þess að ná árangri með slíkum úrræðum er mikilvægt að skólinn sýni aðlögun og sveigjanleika.

Nánar: Hio.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Tölvuleikur fyrir bekkjakennara

Háskólinn á Norðurlandi (UiN) hefur nýverið kynnt tölvuleikinn Sýndar bekkjarstjórn.

Leikurinn veitir þátttakendum tækifæri til þess að æfa sig í að mæta nemendum áður en haldið er út í æfingakennslu. Markmið verkefnisins er að auðvelda kennaranemum skrefið út í kennslustofuna og um leið þróa færa bekkjarkennara. 

Nánar: Norgesuniversitetet.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sweden

Samfélags miðlar gætu leyst vandamál innflytjenda í Svíþjóð

Rannsóknarverkefni sem fjármagnað er frá ESB í fjölmiðlatækni við Södertörns háskólann sýnir fram á að hægt er að nýta samfélags miðla til þess að auka þátttöku innflytjenda í sænsku samfélagi.

Fleiri tilraunir hafa verið gerðar af hálfu hins opinbera til þess að á mismunandi hátt að hvetja fólk sem á rætur að rekja til annarra landa en Svíþjóðar til þess að bæta líðan sína og taka meiri þátt í sænsku samfélagi. Með rannsóknarverkefni sem ber heitið t ”Immigrant Inclusion by eParticipation” sem er fjármagnað af ESB, er kannað á hvaða hátt hægt væri að beita samfélags miðlum til þess að hvetja til þátttöku og hvernig tæknin ætti að vera upp byggð. Fyrstu niðurstöður sýna að samfélags miðlar geta leitt til aukinnar þátttöku innflytjenda í samfélaginu.

Nánar á: Mynewsdesk.com

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Sænskukennsla tengd störfum greiðir veg til vinnu

Einstaklingar sem enn hafa ekki náð fullu valdi á sænsku eiga nú að fá tækifæri til þess að lesa starfatengda sænsku samtímis því sem þeir leggja stund á nám við starfsmenntaháskóla. Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að Stofnun starfsmenntaháskóla sem miðlar opinberum fjármunum til sænskukennslu fyrir innflytjendur eigi að taka sérstakt tillit til hvort hægt er að sameina nám við starfmenntaháskóla námi í starfatengdri sænsku.

Að hafa ekki náð fullu valdi á sænskri tungu á ekki að hindra fólk í að sækja sér starfsmenntun. Fullorðið fólk sem þegar er í vinnu á ekki að sitja fast á fræðilegum tungumálanámskeiðum, er haft eftir aðstoðarmanni menntamálaráðhnerra Nyamko Sabuni.

Nánar: www.regeringen.se/sb/d/14066/a/161050

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

”Þekking & Vöxtur” (Viden & Vækst)

er titill rannsóknarstefnu Færeyinga sem samþykkt var af Rannsóknarráði þann 28. Janúar 2011

Markmið með útgáfu Þekkingar & Vaxtar er að beina sjónum að rannsóknum, þróun og nýsköpun. Forsendan er að þekking og vöxtur fylgjast að í þróun samfélagsins.Vísindastefnan er árangur af starfi Rannsóknaráðsins sem hófst 2008 og forgangsröðunin nær yfir tímabilið frá 2011 til 2015. Verkefnið fólst í að móta opinbera stefnu fyrir rannsóknir með sameiginlegri sýn, forgangsröðun og römmum. Þetta er í fyrsta skipti sem Færeyingar móta eigin stefnu á sviði rannsókna og vísinda.  

Hægt er að nálgast ritið Viden & Vækst og fá nánari upplýsingar um vísindastefnuna á:
Gransking.fo

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

Europe

Grundtvig Award

Each year, the European Association for the Education of Adults celebrates innovation and excellence in adult education. The Grundtvig Award highlights project results that produce new ideas, new partnerships, new methodologies and a new understanding how we can work in adult learning.

In 2011, EAEA is looking for projects that tackle Learning Experiences through Volunteering. Projects can but need not be supported by the European Commission. The project must clearly demonstrate the teaching and/or learning and/or material of the volunteering or for the volunteers. It must have evidence of outcomes, such as a report, DVD, or any form of verification.
Entries must be received until Monday, 4 April 2011.

For more information about EAEA and the Award, please visit
www.eaea.org/news.php?k=17811&aid=17811

E-post: Antra.Carslen(ät)vox.no

NMR

Hreyfanleiki, tungumál og Nordplus – ráðstefna

24.05.2011, kl 09:00 - 16:00, Paasitorni, Helsinki.

Á ráðstefnunni um hreyfanleika á milli norrænu landanna og um norðurlandamálin, verður nýútkomin skýrsla með mati á Nordplus-menntaáætluninni kynnt sem og áætlanir fyrir næsta tímabil  Hvaða tækifæri opnast í norrænu löndunum og fyrir norðurlandamálin fyrir nemendur, stúdenta, kennurum og fræðimönnum? Dæmi um norrænt samstarf í skólum og öðrum fræðslustofnunum.

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

NVL

A World Worth Living in – ICAE VIII World Assembly

Norrænt málþing – hluti af Heimsráðstefnu um alþýðufræðsluna í Málmey dagana 14.-17. júní 2011

I júní 2011 stendur alþjóðlega fullorðinsfræðslu- og alþýðufræðslustofnunin International Council for Adult Education (ICAE) fyrir heimsráðstefnu í Svíþjóð. Umfjöllunarefnið verður hlutverk fullorðins- og alþýðufræðslu í heiminum og gert er ráð fyrir um það bil 800 þátttakendum.
Í tengslum við heimsráðstefnuna verða ýmsir viðburðir, sænska Alþýðufræðsluráðið stendur fyrir ráðstefnu, Evrópsku fullorðinsfræðslusamtökin, EAEA bjóða aðilum sínum að taka þátt í evrópskum fundi og aðalfundur ráðgjafahóps Norrænu ráðherranefndarinnar um fræðslu fullorðinna (SVL) verður haldinn auk þess sem Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL) stendur fyrir norrænu málþingi.
Norræna málþingið verður haldið þriðjudaginn14.júní kl. 16.30 – 18.00 og fimmtudaginn 16. júní kl. 14.00 – 15.30. Fulltrúi Finna í SVL á formennskutímabili þeirra opnar málþingið. Fyrri hluti dagskrárinnar er helgaður árangri á Confintea, niðurstöður með Norrænu löndin sem þekkingarsvæði í brennidepli og síðari hlutinn þemum á heimsráðstefnunni og norrænar aðgerðir í framtíðinni.

Dagskrá norræna málþingsins verður tengt heimasíðu ráðstefnunnar og á dagatali NVL 
Þátttakendur í norræna málþinginu geta einnig tekið þátt í dagskrá heimsráðstefnunnar.
Nánari upplýsingar um heimsráðstefnuna: WWW  
Boð á málþingið: PDF   
Skráning þátttöku: WWW

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

Samstarf um þróun les- og skriffærni fullorðinna

SVL og NVL halda í samstarfi við heimastjórn Grænlands ráðstefnu um les- og ritunarfærni fullorðinna í Nuuk 22.-23.mars 9-16.

Ráðstefnan er ætluð þeim aðilum á fræðslusviðinu og á vinnustöðum sem sjá um færniþróun fullorðinna. Kynntur verður árangur með nýjum kennsluaðferðum fyrir fullorðna sem kljást við lestar- og skriförðugleika, nýjum rannsóknum á sviðinu og hvað einstaklingarnir sjálfir geta gert til þess að hvetja til aðgerða. Fyrir þá sem áhuga hafa á að heimsækja háskólann eða aðrar fræðslustofnanir utan þess tíma sem ráðstefna fer fram verða heimsóknir skipulagðar auk annarra tækifæra til þess að kynnast  Nuuk.

Nánar á dagatali NVL

Birgit Gedionsen
E-post: birgit(ät)suliplus.gl

Nám og fjölmenningarlegir fundir

24.-25. mars 2011, Eskilstuna, Svíþjóð

Ráðstefnan er skipulögð í samstarfi verkefnis Norrænu ráðherranefndarinnar ”Aðlögun með fullorðins- og símenntun“ ("Integration gennem voksen og efteruddannelse" – IVEU), sem stýrt er af Miðstöð færniþróunar í Danmörku, verkefni  Mälardalens háskólans „Jafnbúin“ ("Jämbredd") og NVL i Danmörku og Svíþjóð. Ráðstefnan er skipulögð sem fundur fræða og framkvæmdaaðila sem vonandi leiðir til nýrrar sameiginlegrar þekkingar. Nú liggja frekari upplýsingar fyrir um þátttakendur, aðal fyrirlesara, samhliða vinnustofur auk þess hvar hægt er að skrá þátttöku. Enn eru örfá laus pláss.

Nánar: Nordvux.net

E-post: Asta.Modig@skolverket.se

Er þörf á kennslufræði fullorðinna?

NVL og Norræni lýðskólinn á Biskops Arnö standa fyrir norrænni málstofu á Biskops Arnö fimmtudaginn 5. maí 2011 kl. 09.00-17.30. Taktu daginn frá!

Mástofan er einkum ætluð þeim sem fást við fræðslu fullorðinna á Norðurlöndunum, í alþýðufræðslu, hjá einkaaðilum í fræðslu, hjá sveitarfélögum eða ríki. Í málstofunni verður lögð áhersla á að svara spurningunni um hvort þörf sé fyrir sérstaka færni á svið kennslufræði fullorðinna og ef svo er hvernig hún er.  

Nánar á dagatali NVL

E-post: AstaModig(ät)skolverket.se

NVL sýnir góðan árangur: Ársskýrsla NVL er komin út

Í inngangi að ársskýrslu NVL skrifar Jan Ellertsen, framkvæmdastjóri Vox, sem hýsir aðalskrifstofu NVL í Noregi: „Vísbendingar um dreifingu sýna jákvæða aukningu á milli áranna 2009 til 2011. Fjölgun þátttakenda ber að þakka virkni tengslanetanna.“

Auk þess sem gerð er grein fyrir umfangsmikilli starfsemi NVL segja fulltrúar landanna frá starfseminni í löndunum og á sjálfstjórnarsvæðunum. Í viðauka með ársskýrslunni fylgir greinargott yfirlit yfir öll tengslanet á vegum NVL og samstarfsaðila.
Ársskýrslan 2010 sýnir að NVL hefur tekist að ná markmiðum sínum eins og þeim er lýst í starfsáætlun tengslanetsins. Með því „leggur NVL grundvöll að því að skila vel undirbúnum tillögum að stefnu um nám fullorðinna í Norðurlandasamstarfið  og í Norrænu löndunum“, telur Jan Ellertsen, framkvæmdastjóri.

Nánar á heimasíðu NVL

E-post: Albert.Einrasson(ät)vox.no

Norden

Stærðfræðinám fullorðinna byggt á rannsóknum

Norrænt málþing í Stokkhólmi 7.-8. apríl 2011.

Máþingið er ætlað stærðfræðikennurum, fræðimönnum og öðrum sem hafa áhuga á allskyns fræðslu fullorðinna í Norrænu löndunum.

Netfang: Nánar á www.cormea.org

Hans Melén
E-post: hans.melen(ät)stockholm.se

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 1.3.2011

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande