Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Nýr menntamálaráðherra í Danmörku

Fyrrverandi menntamálaráðherra Tina Nedergaard kaus að láta af embætti þann 8.mars sl.
Troels Lund Poulsen tók við sem ráðherra menntamála. Troels Lund Poulsen gengdi áður embætti skattamála og hann hefur einnig verið umhverfisráðherra.

Nánar: www.uvm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Nýtt skipulag menntamálaráðuneytisins

Þann 1.mars sl. tók nýtt skipulag gildi í menntamálaráðuneytinu. Það hefur m.a. í för með sér að ýmis þverfagleg verkefni verða færð verða héðan í frá leyst á aðalskrifstofu ráðuneytisins.

„Skrifstofa ævimenntunar“ hefur verið lögð niður og verkefnin færð til deildarinnar fyrir almenna menntun og starfsmenntadeildarinnar. Fráfarandi skrifstofustjóri Kirsten Overgaard Bach var fulltrúi Dana í SVL, en í hennar stað tekur Lisbeth Bang Thorsen, skrifstofustjóri sæti í SVL.

Nánar:  Uvm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Róttækar breytingar nauðsynlegar

- umræðuhefti frá Sambandi danskra alþýðufræðsluaðila

Vinnuhópur á vegum Sambands danskra alþýðufræðsluaðila hefur gefið út hefti með umfjöllun um framtíð alþýðufræðslunnar. Annarsvegar  nýtur alþýðufræðslan lítilla vinsælda um þessar mundir en hins vegar leiða ýmsar líkur að því að hún hafi aldrei verið jafn mikilvæg. Markmiðið með heftinu er að koma af stað umræðum sem gætu orðið kveikjan að framtíðarstefnu sambandsins og skapað umræður aðildarstofnananna. Spurningarnar sem varpað er fram í heftinu eiga erindi til allra alþýðufræðsluaðila í norrænu löndunum.

Lesið heftið á Dfs.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Kynslóð Z, nýju unglingarnir

Í nýlegri þjóðfræðikönnun sem framkvæmd var af af People Group er greining á því hvað einkennir ungu kynslóðina, þá sem fæddir eru eftir 1990, könnunin byggir á viðtölum við átta unglinga. Í heftinu er einnig að finna lýsingu á fyrri kynslóð, þeirra sem fæddir voru á árunum 1960- 1990, x og y.

Greiningin tengir kynslóðirnar við þau tækifæri og sögulegu kringumstæður sem leiða til ákveðinna einkenna hverrar kynslóðar. Kynslóð z er m.a. lýst sem  heimakærri, með hugarfar sem sér heiminn í jákvæðri þróun og fullana af tækifærum, hefur mikla þörf fyrir náið samband við fjölskyldu og vini og ein helsta áskorunin er að þau bera sjálf 100 prósent ábyrgð á að þeim farnist vel. Greiningarnar gætu nýst þeim miðlurum sem ná bæði til eldri og yngri markhópa.   

Nálgast má heftið á slóðinni 
http://issuu.com/insidepeople/docs/insidepeoplegenerationz

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: culture

Finland

Kennurum með réttindi fjölgar

Hátt menntunarstig finnskra kennara tryggir góðan námsárangur. Hlutfall kennara sem hafa formleg réttindi til að kenna sínar kennslugreinar er hátt á fyrstu skólastigunum og það hefur hækkað talsvert síðan árið 2008.

Vormisserið 2010 höfðu meira en 95 prósent fag- og bekkjarkennara á grunnskólastigi formleg réttindi til kennslu. Meðal sérkennara var hlutfallið 76 prósent. Meðal allra kennara á fyrstu skólastigunum var 88,9 prósent með formleg réttindi.

Hlutfall kennara með réttindi á framhaldsskólastigi var einnig hátt, eða 93 prósent höfðu  formleg réttindi til að kenna þær greinar sem þeim hafði verið falið. Í starfsmenntaskólum var hlutfallið 72,6 prósent og í alþýðufræðslunni 74,4 prósent.

Upplýsingarnar eru úr könnun Lärarna i Finland 2010 (Kennarar í Finnlandi 2010) sem gefin er út af yfirvöldum menntamála. Í ritinu eru einnig upplýsingar um aldursdreifingu, kyn og þátttöku kennara í símenntun, tímabil starfmenntakennara í vinnu, og fjölda nemenda í hópum.

Meira: www.oph.fi/julkaisut/2011/opettajat_suomessa_2010

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Próf fyrir frambjóðendur í veftímaritinu Sivistys

Veftímaritið Sivistys, (Bildningen, Menntun) hefur opnað próf fyrir frambjóðendur til þingkosninga. Prófið beinist að því að sýna hver stefna frambjóðendanna er í mennta- og menningarmálum.

Aðalritstjórinn Pekka Sallila segir að frambjóðendaprófið gefi betur til kynna, en kosningaumræður, hver áhersla flokkanna er í menningarmálum. Samkvæmt honum er það stefna Sivistys að fá kjósendur einnig til þess að velta fyrir sér stefnunni í menningarmálum og þau tækifæri sem felast í menntun. 

Þingkosningar í Finnlandi munu fara fram sunnudaginn17. apríl 2011.

Länken till testet på svenska:
http://vaalit.twinkle.fi/vaalikone/kvs11/index.php?emp=l-2.s-1

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Starfsemi Fræðslusjóðs hefst

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins annast umsýslu með Fræðslusjóði og fjárreiðum hans, sbr. 10 gr. laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu. Hlutverk Fræðslusjóðs er að stuðla að því að til séu viðeigandi námstækifæri fyrir einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og að taka þátt í að skapa skilyrði fyrir því að einstaklingar geti nýtt sér slík námstækifæri.

Fræðslusjóður ráðstafar þeim framlögum sem Alþingi ákveður í fjárlögum hverju sinni. Úthlutanir Fræðslusjóðs greinast í meginatriðum í þrennt:
   a. framlög til fræðsluaðila til að mæta kostnaði við kennslu og námskeiðahald,
   b. framlög til að mæta kostnaði við raunfærnimat og náms- og starfsráðgjöf,
   c. styrkveitingar til nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu.
Stjórn Fræðslusjóðs ber ábyrgð á ráðstöfun fjár úr Fræðslusjóði. Auglýsa skal eftir umsóknum frá fræðsluaðilum um framlög og stuðning til að mæta kostnaði við kennslu og námskeiðahald.

Meira:
old.nordvux.net/page/812/nordiskarbetsgruppforkompetensutveckling.htm

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Fullorðnum í námi fjölgar

Haustið 2010 voru skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi 47.240. Skráðum nemendum í skólum fækkaði um 3,1% frá fyrra ári en það er í fyrsta skipti sem nemendum fækkar milli ára síðan Hagstofa Íslands hóf að birta tölur um skráða nemendur haustið 1997.

Fækkun nemenda milli ára var öll á framhaldsskólastigi en þar fækkaði skráðum nemendum um 7,9%. Nokkur fjölgun var hins vegar á háskólastigi eða um 4,3%. (Hagstofa Íslands). Tölur frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sýna að þátttakendum í vottuðum námsleiðum FA, fjölgaði hins vegar umtalsvert á sama tíma eða um 25 %. Tölur yfir fjölda viðtala hjá náms- og starfsráðgjöfum í fullorðinsfræðslu meðal samstarfaðila Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sýna einnig fjölgun sem nemur 20 % frá hausti 2009 og  frá hausti 2010.

Meira: www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=5641

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Umfangsmikið færniþróunarverkefni í fangelsunum

Það er mikil áhersla á símenntun í Noregi. Nú eiga fangaverðir, verkstjórar, félagsliðar og félagsráðgjafar að fara á námskeið hjá KRUS (Kriminalomsorgens utdanningssenter, símenntunarmiðstöð fangelsismála).

2000 þátttakendur eiga að læra meira hver af öðrum á þriggja daga símenntunarátaki. Þessu færniþróunarverkefni á að ljúka árið 2015

Nánar: www.aktuell.no/NFF-magasinet/article5532994.ece

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

HIPPO – Einstaklingsmiðuð fræðsla fyrir fanga í norskum fangelsum

HIPPO er skammstöfun sem táknar «How Individual Learning Pathways are Possible for Offenders».

Markmiðið með verkefninu er að auðvelda föngum að fara aftur út í samfélagið og á vinnumarkaðinn með einstaklingsmiðuðum námstilboðum. Þar að auki er kannað hvernig bæta megi samband milli kennara, leiðbeinenda og annars starfólks í fangelsum, stjórnenda og utanaðkomandi stofnana 

Meira á Vox.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Ný norskupróf og endurskoðaðar námsskrár

Nú er verið að semja ný lokapróf í norsku og samfélagsfræði fyrir fullorðna innflytjendur.

Prófin eiga að lýsa færni í norsku. Hvað varðar samfélagsfræðina verða prófin lögð fyrir á tungumáli sem viðkomandi hefur gott vald á. Lagt er til að endurskoðuð námskrá spanni víðara svið. 

Meira á Vox.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Geta lýðskólar orðið til þess að draga úr brottfalli úr framhaldsskóla?

Nú er ástandið þannig að þriðji hver nemandi rýfur námsferil sinn í framhaldsskóla.

Nú eru margir lýðskólar tilbúnir til þess að leggja yfirvöldum lið í baráttu þeirra við að fá fleiri nemendur til þess að ljúka framhaldsskólanámi. Tore Seierstad rektor  Danvik Lýðskólans í Drammen hefur heitið skipulagi sem gerir fleirum kleift að ljúka námi í framhaldsskóla. 

Meira á Dagenmagazinet.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Nám við garðyrkjuskólann meðfram starfi við nýtur vinsælda

Þegar hafa fleiri sótt um grunnnámið við norska garðyrkjuskólan er hægt er að taka inn.

Námið hófst haustið 2011. Margir skólar bjóða upp á grunnnám í garðyrkju, en fáir sem nám meðfram starfi fyrir fullorðna. Ef til vill er það þessi námsaðferð sem freistar fullorðinna til að sækja um. Námið tekur tvö ár og byggir á stðbundnum lotum.

Nánar: Bygg.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Nýtt GIV fyrir að ljúka framhaldsskóla

Nýtt GIV er þriggja ára verkefni með því markmiði að koma á varanlegu sambandi á milli ríkisins, fylkja og sveitarfélaga til þess að bæta tækifæri nemenda til þess að ljúka námi og útskrifast úr framhaldsskóla.

Meginmarkmið samstarfsins er:
• Sameiginleg markið til þess að fjölga þeim sem ljúka framhaldsskóla – sameiginlegur gagnagrunnir og tölfræði til þess að meta að hve miklu leiti markmiðin nást.
• Kerfisbundið samstarf á milli sveitarfélaga og fylkja til þess að fylgja eftir nemendum með námsörðugleika og með tækifærum til þess að ljúka framhaldsskólanámi.
• Bæta samstarf fylkjanna og norsku vinnumálastofnunarinnar um unglinga sem hafa á tímabili hvorki verið í vinnu né námi. Styrkja eftirfylgni í fylkjunum. 

Nánar: Regjeringen.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Meira fé til fræðslu

415 fyrirtæki fá á þessu ári 81 milljónir norskra króna til þess að halda námskeið í lestri, ritun, stærðfræði og tölvum fyrir starfsfólk sitt.
Þetta er hæsta upphæð sem hefur verið úthlutað úr verkefnasjóð norsku ríkisstjórnarinnar Áætlun um  grundvallarfærni í atvinnulífinu (Program for basiskompetanse i arbeidslivet (BKA). Alls sóttu 700 fyrirtæki um samtals 200 milljónir norskra króna.
 
Nánar: Vox.no
Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no
Mer om: basic skills

Sweden

Fjölga þarf námsmönnum af erlendu bergi brotnu í starfsmenntaháskólunum

Í starfsmenntaháskólunum eru of fáir námsmenn af erlendu bergi brotnir. Nýlega aðfluttir hafa ekki verið hvattir nægilega mikið til þess að sækja sér starfsmenntun. Þrátt fyrir að 80 prósent þeirra sem ljúka prófi frá starfsmenntaháskóla fái vinnu eða stofni eigið fyrirtæki.

Stofnun starfsmenntaháskóla hefur nú verið falið það verkefni að hrinda í framkvæmd sérstakri upplýsingaherferð til þess að miðla upplýsingum um starfsmenntaháskóla með það að markmiði að fjölga námsmönnum sem eru af erlendi bergi brotnir.

Meira: www.regeringen.se/sb/d/14065/a/161977

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

200 nýir lektorar í skóla og leikskóla

Lektorum í sænskum skólum hefur fækkað umtalsvert á síðustu áratugum. Árið 1898 voru rúmlega 1700 lektorar starfandi en árið 2008 voru þeir aðeins tæplega 200.

- Við  verðum að auka gæði í sænskum skólum og því er nauðsynlegt að fjölga vel menntuðum kennurum. Þar að auki skapar staða lektora leið til starfsframa. Eins og er liggur leiðin oftar en ekki úr kennslustofunni og inn á skrifstofu. Það er nauðsynlegt að kennarar hafi tækifæri til starfsframa sem tengist kennarahlutverkinu, segir Jan Björklund, menntamálaráðherra. Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 251 milljón sænskra króna til leikskóla sem gerir um það bil 200 kennurum  í leik- og grunnskólum kleift að afla sér aukinnar menntunar.

Með fjárveitingunni er hægt að veita kennurum menntun til lísensíatprófs í greinum sem þeir eru menntaðir til að kenn, eða kennslufræði þeirra greina. Leikskólakennarar fá tækifæri til þess að taka lísensíatpróf í greinum sem tengjast þroska barna einkum varðandi málþroska og stærðfræðiþroska.  

Meira: www.regeringen.se/sb/d/14065/a/162007

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Hugmyndir erlendis frá geta virkjað fleira ungt fólk til starfa

Meira en fimmti hver unglingur í ESB er atvinnulaus – í Svíþjóð er hlutfallið fjórði hver. En í sumum löndum hefur tekist að virkja umtalsvert fleiri til starfa einkum með því að leggja áherslu á skóla og menntun.

Í nýútkominni skýrslu frá SKL (Sambandi sænskra sveitarfélaga) er greint frá þeim aðgerðum sem hefur verið beitt  í þessum löndum og hvaða lærdóm Svíar geta dregið af þeim. Í Danmörku, Austurríki og Hollandi eru fleiri unglingar í vinnu. Í skýrslunni Kynslóð tækifæranna eru þessi lönd borin saman við Svíþjóð.

– Með aukinni áherslu á menntun, einkum þeirri sem felur í sér starfsþjálfum nema, og einföldum staðbundnum kerfum til þess að sækja um störf, auk þess að sýna skjót viðbrögð við atvinnuleysi meðal unglinga, eru allt úrræði sem hafa haft jákvæð áhrif í löndum þar sem atvinnuleysi meðal unglinga er algegnt, segir Per-Arne Andersson, sem stýrir deildinni fyrir nám og vinnumarkað.

Nánar á Skl.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Tillaga að tengingu á milli opinbera menntakerfisins og NQF

Stofnun um starfsmenntaháskóla hefur tilnefnt hóp sérfræðinga sem hafa lagt fram tillögu um hvernig unnt væri að tengja sænska skólakerfið við evrópska færniviðmiðarammann.

Í tillögunni að sænskum færniviðmiðaramma er lagt til að mótun hans fylgi í öllum megin þa´ttum evrópska viðmiðarammanum. Hann felur í sér átta stig og í vinnunni við mótun hans hefur verið lögð áhersa að fylgja, í svo miklum mæli sem unnt er lýsingu evrópska rammans. Í umræðunni í Svíþjóð hafa vaknað áleitnar spurningar sem snerta samband annarra menntakerfa við EQF.  Mikilvægur þáttur í skipulagi sænsks viðmiðaramma er hvaða hlutverk færni sem aflað hefur verið á með óformlegu eða formlausu námi.   

Tillagan er nú til umsagnar. Eftir að umsagnir liggja fyrir og hugsanlegar breytingar hafa verið gerðar verður það hún lögð fyrir sænsku ríkisstjórnina þann 7. júní nk.
 
Meira: Yhmyndigheten.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Åland

Endurskipulagning framhaldsskólastigsins

Endurskipulagning framhaldsskólastigsins (menntaskóli / 2 skólastig / framhaldsskóli) stendur yfir.

Eldra skipulag með mörgum litlum skólum hefur verið lagt niður og þess í stað hefur stofnun Framhaldsskóla Álandseyja verið sett á laggirnar  með tveimur skólum, Iðnskóla Álandseyja og Menntaskóli Álandseyja. Stofnunin mun einnig bera ábyrgð á starfsmenntun og almennri menntun fyrir fullorðna en skipulag þess hluta starfseminnar liggur enn ekki fyrir. Nýlega var yfirstjórnandi stofnunarinnar ráðinn en það er Gyrid Högman, fyrrverandi rektor Ålands lyceum. 

Nánar: www.gymnasium.ax

E-post: Vivve.Lindberg(ät)living.ax

Mikael Johansson stýrir raunfærnimatsverkefninu

Mikael Johansson er verkefnastjóri fyrir raunfærnimatsverkefnið á Álandseyjum sem hófst árið 2008 og á að ljúka á árinu 2011.

Um þessar mundir eru í tvö verkefni í gangi. Annað er raunfærnimat fyrir starfsmenntun sem þróa á í samstarf við Iðnskóla Álandseyja. Hitt verkefnið felur í sér raunfærnimat fyrir og í háskóla. Núverandi verkefnastjóri mun innan skamms taka við nýju starfi og þess vegna verður staða verkefnastjóra auglýst á næstunni.

Meira: www.regeringen.ax/validering

E-post: Vivve.Lindberg(ät)living.ax

NVL

Norræn málstofa– hluti af heimsráðstefnu

A World Worth Living in – ICAE VIII World Assembly Malmö 14-17 júní 2011

Í júní 2011 standa alþjóðlegu fullorðins- og alþýðufræðslusamtökin, International Council for Adult Education (ICAE) fyrir heimsráðstefnu sinni í Svíþjóð. Meginumfjöllunin verður um hlutverk fullorðins- og alþýðufræðslu í heiminum, gert er ráð fyrir allt að 800 þátttakendum.

Í tengslum við heimsráðstefnuna eru skipulagðir mismunandi fundarstaðir: Alþýðufræðsluráðið i Svíþjóð stendur fyrir alþýðufræðsluráðstefnu, evrópsku samtökin EAEA bjóða meðlimum sínum til Evrópufundar og aðalfundar og ráðgjafahópur Norrænuráðherranefndarinnar um fullorðinsfræðslu   (SVL) og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) standa fyrir norrænni málstofu.

Norræna málstofan tengist þemum heimsráðstefnunnar og þar verða niðurstöður frá Confintea VI  um Norðurlöndin sem þekkingarsvæði teknar fyrir. Þátttöku í norrænu málstofunni er hægt að gera í tengslum við skráningu á heimsráðstefnuna. Boð á hana og dagskrá hennar er að finna á heimasíðu NVL á síðunni með dagatali. Einnig er tengill í upplýsingar á heimasíðu ráðstefnunnar.

Nánari upplýsingar um Heimsráðstefnuna, boð og skráning: WWW

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

Distans netið stendur fyrir vefnámskeiðum og málþingum árið i 2011

Árið 2011 hefur Distans, þemabundið tengslanet NVL, um upplýsingatækni skipulagt röð fimm vefnámskeiða sem öll hefjast kl. 13:00 á CET, eða kl. 11:00 á íslenskum tíma  18. dag mánaðarins, frá því í janúar og til maí. Í apríl og maí eru vefnámskeiðin skipulögð í samstarfi við Nordinfo hópinn með þemanu samfélagsmiðlar. Þann 18. apríl undir yfirskriftinni: How to make social media social? og 18. maí: How to make a strategy to survive in social media?

Meira: Distans tengslanet

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Takið dagana frá!

Dagana 8. og 9. september verður haldið áfangamálþing um  færniþróunarverkefni NVL á Skáni. Þar gefst þátttakendum tækifæri til  þess að kynnast greiningum fræðimanna á fyrirmyndardæmum frá öllum  norrænu löndunum og hafa áhrif á endanlegar niðurstöður verkefnisins.

Länk till Nordisk arbeidsgruppe for kompetanseutvikling samt forskerteam: WWW

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 29.3.2011

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande