Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Mat og þróun hæfileikum og stefna

Vinnuhópur um þróun hæfileika í skólakerfinu hefur lagt fram stefnu um hvernig hægt er að rækta hæfileika nemenda í dönskum skólum, menntun og námi.

Síðan 2005 hefur menntamálráðuneytið í Danmörku veitt styrki til tilrauna- og þróunarverkefna í danska skólakerfinu. Árið 2010 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, vinnuhóp um þróun hæfileika, til þess að taka saman og meta reynsluna af verkefnum sem hrint hafði verið í framkvæmd. Vinnuhópurinn hefur nú lagt fram stefnu um hvernig hægt er að rækta hæfileika. Þar kemur meðal annars fram að frekari fjárframlög séu ekki nauðsynleg, heldur sé brýnt að núverandi nám verði sveigjanlegra og að komið verði á sterkari þverfaglegum tengingum, „þvers og kruss um menntakerfið, á milli rannsókna, þróunar, kennara-, og stjórnendamenntunar o.s.frv.

Stefnan um ræktun hæfileika tekur til allra skólastiga og sker sig þannig frá stefnu um úrval.  Í skýrslunni er m.a. lagt til:
• Að styrkja kennaramenntun og tækifæri til sí- og endurmenntunar kennara og á þann hátt styrkja kennslufræði sem miðar að því að þroska hæfileika nemenda í námi á öllum stigum
• Að starfsmenntaháskólar og háskólar þrói praktísk námskeið innan núverandi diplóma- og meistaranáms í skólastjórnun, í samvinnu við sveitarfélög og aðrar menntastofnanir
• Að innan starfsmenntakerfisins verði til a.m.k. tvær mismunandi námsleiðir, t.d. ein meginleið og önnur hæfileikaleið, þar sem brýnt er að hækka faglegt plan
• Að stór og háþróuð fyrirtæki leiki mun stærra hlutverk í menntun hæfileikaríks fólks.   

Skýrslan: Uvm.dk
Samantekt: Uvm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Samtök danskra alþýðufræðsluaðila héldu upp á 70 ára starfsafmæli

Á fundinum sem haldinn var í tilefni af afmælinu var litið um öxl, allt til stofnunar samtakanna (DFS) og ljósi varpað á þau gildi sem eru, enn sem fyrr, mikilvæg hverju lýðræðissamfélagi.

Vinna með gildi eins og t.d. heilindi, frelsi og einstaklinginn sem heild, einbeitingu og sjálfsstjórn innan alþýðufræðslunnar verður að sífellt að breytast og aðlagast til þess að vera í takti við tíðarandann.  Formaður stjórnar samtakanna, Per Paludan Hansen, fór á fundinum yfir mikilvægustu stefnumál samtakanna á síðustu árum, m.a. vinnu við ný lög um alþýðufræðslu sem áætlað er að taki gildi fyrir 1. maí n.k.

Meira: Dfs.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

„Með þekkingu skal land byggja, hugmyndir að vexti í Danmörku“

Í bæklingi frá Bandalagi háskólamanna í Danmörku eru lagðar fram tillögur um nýja vaxtarstefnu, með nokkrum raunverulegum uppástungum sem byggja á þeim áskorunum sem blasa við dönsku þjóðinni í hnattvæddum heimi.

Lagt er til að mikil áhersla verði lögð á þekkingu og menntun, stuðningur verið veittur til frumkvöðla og komið verði á norrænni áætlun um vöxt um norrænna fyrirmyndafyrirtækja, sem eiga margt sameiginlegt.  Þar að auki er lagt til að tengsl á milli þekkingarstofnana og fyrirtækja verði styrkt.

Bæklingurinn: www.ac.dk/files/pdf/Pjece25022011.pdf

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Þekkingarsetur þjóðlegra starfsgreinar

Í Danmörku hefur þekkingarsetur til þess að efla stuðning við þjóðlegar starfsgreinar verið stofnað

Þekkingarsetur þjóðlegra starfsgreina er árangur af frumkvæði ríkisins í samstarfi við sveitarfélögin í Kaupmannahöfn, Árósum, Óðinsvéum, Álaborg, auk landshlutanna Vejle og Slagelse, innflytjendaráðuneytisins, og viðskiptaskrifstofu efnahagsráðuneytisins. Þekkingarsetrið er samsett úr sex einingum í hverju sveitarfélagi og einu setri sem nær til alls landsins.  
Frumkvæði að setrinu var tekið í ágúst 2010 og hlutverk þess er m.a. að safna og miða reynslu, fyrirmyndardæmum og þekkingu um frumkvöðla á sviði þjóðlegra starfsgreina. Það er m.a. gert á vefgáttinni: www.startvaekst.dk/etniskerhvervsfremme.dk/ometniskerhvervsfremme

Meira um setrið og viðburði þess: www.startvaekst.dk/etniskerhvervsfremme.dk/forside/0/2

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Landslagið í stjórnmálum Finna breyttist

Flokkur Sannra Finna bar sögulegan sigur af hólmi í þingkosningunum í Finnlandi þann 17. apríl sl. Fylgi flokksins jókst úr 4,1 prósenti og 5 þingmönnum í 19 prósent og 39 þingmenn. Eftir sigurinn telst flokkurinn þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins

Miðflokkurinn galt afhroð tapaði 16 þingsætum. Að öðru leyti voru kosningarnar jafnar og munur á milli stærstu flokkanna afar lítill. Einingaflokknum tókst að verða fjölmennasti flokkurinn á þingi með 44 fulltrúa (-6)síðan koma Jafnaðarmenn með 42 fulltrúa (-3).  Miðflokkurinn verður fjórði stærsti flokkurinn með 35 fulltrúa (-16). Fimmti stærsti flokkurinn er með 14 fulltrúa  (-3), og flokkur græningja með 10 fulltrúa(-5).
Stjórnarmyndunarviðræður hefjast eftir páska og Einingaflokkurinn leiðir þær en flokkurinn hefur þegar hafið samræður við flokk Jafnaðarmanna og flokks Sannra Finna. Því er spáð að stjórnarmyndunarviðræðurnar verði  einstaklega erfiðar. 

Meira: http://svenska.yle.fi/nyheter/artikel.php?id=213809

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi
Mer om: democracy

Stefna um æviráðgjöf

Samstarfshópur um ævilanga ráðgjöf hefur skilað áfangaskýrslu til Henna Virkkunen, menntamálaráðherra. Í áfangaskýrslunni eru tillögur vinnuhópsins um fimm markmið sem hafa ber að leiðarljósi við þróun æviráðgjafar.

Vinnuhópurinn hefur greint þau viðfangsefni sem blasa við ef hrinda á áætlun um æviráðgjöf í framkvæmd og hver eru mest aðkallandi í þróunarferlinu. Á grundvelli þeirra hefur hópurinn lagt fram fimm markmið stefnu.  Þá kynnir vinnuhópurinn einnig aðgerðir til þess að ná markmiðunum.
Vinnuhópurinn telur að til þess að hægt verði að hrinda áformum um æviráðgjöf í framkvæmd þurfi að ná eftirtöldum fimm markmiðum:
1) Jafnræðis skal gætt við veitingu rágjafar og hún á að mæta þörfum einstaklingsins 
2) styrkja ber einstaklingsbundna færni til þess að fjalla um leiðir til starfsframa,
3) starfsfólkið sem veitir ráðgjöfina verður að búa yfir þeirri færni sem verkefnið krefst,
4) þróa verður gæðakerfi fyrir ráðgjöfina og
5) rágjöfin á að mynda samhæfða heild.

Nánar: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Nám er vinnandi vegur - Framhaldsskólarnir opnaðir og 1000 ný námstækifæri fyrir atvinnuleitendur

Öllum umsækjendum um nám í framhaldsskóla að 25 ára aldri sem uppfylla skilyrði verður tryggð skólavist í haust. Einnig verða sköpuð ný námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur haustið 2011 og næstu tvö skólaár þar á eftir.

Öllum umsækjendum um nám í framhaldsskóla að 25 ára aldri sem uppfylla skilyrði verður tryggð skólavist í haust. Einnig verða sköpuð ný námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur haustið 2011 og næstu tvö skólaár þar á eftir. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu velferðarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra  um þetta á fundi sínum í dag. Áætluð útgjöld ríkissjóðs og Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna átaksins nema tæpum 7 milljörðum króna á árunum 2011-2014.

Nánar: Menntamalaraduneyti.is

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Námskeið til að öðlast réttindi til að leggja fyrir tölvupróf

Tölvuprófið er gert til að greina styrkleika og veikleika á tölvufærni einstaklinga og hægt er að nota það til þess að kortleggja þörf fyrir kennslu og leggja mat á gagnsemi náms.

Prófið gerir ákveðnar kröfur um lestrarfærni og próftaki verður að hafa vald á lyklaborði, mús og stjórn tölvu. Frumkvæðið er af hálfu Vox en er áhugavert fyrir aðra.

Les mer på: Vox.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no
Mer om: basic skills

Mikil áhersla á tæknistutt nám

70 þúsund starfsmenn hjá Heilbrigðistofnun Suður-Austur í Noregi þurfa ekki að ferðast langar leiðir til þess að komast á námskeið. Þeir þurfa bara að skrá sig inn á næstu tölvu.

Námsgáttin er sú sama fyrir alla aðila innan heilbrigðiskerfisins á svæðinu en tilboðin eru aðlöguð að hverju svæði. Hægt er að ná til fjölmennra hópa starfsfólks með kennslu og spara bæði tíma og kostnað. Heilbrigðisstofnunin Suður-Austur opnaði námsgáttina árið 2008. Nú eru fleiri en 200 námskeið á lista yfir tilboð sem allir starfsmenn hafa aðgang að. Nálægt eitt hundrað þúsund námskeið hafa verið kennd.

Nánar: www.ledernett.no/id/47318

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Innflytjendur skyldugir til að taka próf

Ríkisstjórnin í Noregi hefur samþykkt að gera lokapróf í norsku og samfélagsfræði að skyldu fyrir þá sem sækja námið. Um leið verður kennslustundum, sem innflytjendur eiga rétt á og ber skylda til að sækja í norsku og samfélagsfræðum, fjölgað úr 300 í 600.

Það hefur í för með sér að til þess að fá dvalarleyfi í Noregi og norskan ríkisborgararétt verða innflytjendur að sækja helmingi fleiri tíma eða standast skyldupróf í norsku og samfélagsfræði. Fram til þessa hefur verið hægt að velja um próf í norsku en engin próf hafa verið í samfélagsfræði.

Nánar: Utdanningsnytt.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Á að tryggja starfsmenntun

Fagleg, pólitísk nefnd hefur skilað yfirgripsmiklum tillögum um hvernig hægt er að draga úr brottfalli, tryggja fleiri nemapláss og styrkja viðhorf til ævimenntunar. Hvort tillögur nefndarinnar hljóta hljómgrunn er enn ekki vitað.

Meira: www.frifagbevegelse.no/arbeidslivet/article5553818.ece

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sweden

Auðveldara að bæta við eldri kennarapróf

Frá og með 1 júlí n.k. verður kennurum skylt að bera kennaraskilríki í skólunum. Það hefur í för með sér að aðeins kennarar með réttindi og skilríki verða ráðnir. En marga starfandi kennarar hafa ekki lokið menntun sinni eða ekki tekið próf úr háskóla, sem leiðir til þess að þeir fá ekki kennaraskilríki. Til þess að auðvelda þessum kennurum að ljúka prófi mun ríkisstjórnin þurfa að grípa til aðgerða.

Fyrst og fremst verður hægt að fá eldri kennarapróf metin. Það leiðir til þess að þeir sem hafa lokið eldri kennaramenntun án þessa að taka próf fá kennarapróf. Í annan stað verður þeim kennurum sem hafa hafið kennaranám á þess að ljúka því, gert kleift að bæta við menntun sína og ljúka eldra prófi. Gert er ráð fyrir að ríkisstjórnin ákveði aðgerðir nú á vordögum til þess að hægt verði að hrinda breytingunum fljótlega í framkvæmd.

Meira:
www.regeringen.se/sb/d/14065/a/165307

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Almennum ráðleggingum og skýringum á náms- og starfsráðgjöf í Svíþjóð fylgt eftir

Sænska skólastofnunin gaf árið 2009 út almennar ráðleggingar og skýringar um náms- og starfsráðgjöf. Efnið kom út bæði á sænsku og ensku.

Ráðleggingarnar eru ætlaðar sem grundvöllur fyrir sveitarfélög við skipulag og framkvæmd náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum, framhaldsskólum og í fullorðinsfræðslu. Almennar ráðleggingar eru ætlaðar embættismönnum og stjórnmálamönnum í sveitarfélögunum, skólastjórnendum, kennurum og náms- og starfsráðgjöfum og öðru starfsfólki á öllum skólastigum þar sem gert er ráð fyrir náms- og starfsráðgjöf.
Ráðleggingarnar nýtast einnig sveitarfélögum og skólum sem vilja leggja mat gæði eigin náms- og starfsráðgjafar. Almennu ráðleggingarnar gilda fyrir alla opinbera starfsemi og skólum ber að fylgja nema þeir geti sýnt fram á að kennslunni sé hagað á annan hátt en standist samt kröfur.
Árið 2011 mun Skólastofnunin kanna hvernig sveitarfélög og skólar nýta almennu  ráðleggingarnar til þess að öðlast yfirsýn yfir hver staðan er í landinu. Meðal verkefna Skólastofnunarinnar er að fylgjast með og styðja við þróun náms- og starfráðgjafar í ævimenntun.

Meira um náms- og starfsráðgjöf  www.skolverket.se/sb/d/2353

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Kennsla í sænsku fyrir útlendinga ekki í forgangi hjá sveitarfélögunum

Niðurstöður á könnun Skólaeftirlitsins á gæðum og árangri sænskukennslu fyrir útlendinga sýna að þeir sem bera ábyrgð á kennslunni láta hana ekki njóta forgangs. Nokkuð skortir upp á skipulag, framkvæmd og eftirfylgni. Þá er kennslan heldur ekki aðlöguð að þörfum námsmanna.

Til þess að einstaklingur nái góðu sambandi við aðra, geti unnið og tekið virkan þátt í samfélaginu í landinu sem hann býr, verður hann að hafa vald á tungumálinu. Því gegnir sænskukennsla fyrir útlendinga lykilhlutverki. Að kenna útlendingum sænsku krefst sérstakrar færni og aðlögunarhæfileika, en kennararnir fá sjaldan að tilheyrandi stuðning eða hjálpargögn. Því getur farið illa fyrir námsmönnunum, er haft eftir Agneta Kristensson, matsaðila hjá Skólaeftirlitinu. Í skýrslunni má lesa meira um niðurstöður Skólaeftirlitsins auk er þar að finna nokkur fyrirmyndar dæmi.  

Nánar: Skolinspektionen.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Stjórnmálin fyrir samfélagsborgara – frá sjónarhóli samfélagsborgara

Alþýðufræðsluráðinu var falið að boða til og stýra sameiginlegum fundi með samræðum og samstarfi á milli ríkisstjórnarinnar og félagasamtaka borgaranna. Í nýútkominni skýrslu er árangrinum lýst.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir skilningi á stjórnmálum ríkisins eins og þau birtast í svörum félagasamtaka við könnun, í viðtölum og frá ráðstefnunni sem Alþýðufræðsluráðið hélt í desember 2010 undir yfirskriftinni, Samræður samfélagsborgara.  Í sérstökum kafla eru samantekt með þörfum fyrir og tillögum um úrbætur og breytingar. 

Nánar: Folkbildning.se (pdf) 

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Skipsstjórnar- og vélstjóranám færist upp á háskólastig

Mennta- og menningarmálaráðherra, Helena Dam á Neystabø, hefur sett á laggirnar vinnuhóp, sem á að breyta og uppfæra núverandi skipsstjórnar- og vélstjóranámi sem nú fer fram við ”Vinnuháskúlin” í þriggja ára nám á háskólastigi.
Á árinu 2012 verður  ”Vinnuháskúlin” hluti af Fræðasetri Færeyja, (Háskóla Færeyja) og markmiðið er nýir nemendur sem sækja um nám á þessum námsbrautum á háskólastigi innritist samkvæmt nýju skipulagi í ágúst 2012.
 
Meira: www.mmr.fo/Default.asp?sida=432&TidindiID=731
Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

Grönland

Menntakerfið á Grænlandi búið undir að uppfylla kröfur olíu- og gasvinnslugeirans

Hráefniskólinn er ný menntastofnun sem kemur í stað fyrirverandi námu- og frumkvöðlamenntunar við Bygginga- og mannvirkjaskólann í Sisimut. Hráefnisskólinn var stofnaður 1. janúar 2011.

Í vor hafa fleiri fagskólar boðið upp á námskeið, sem veita fullorðnum færni til þess að vinna við olíu- og gasvinnslu sem þegar er hafin. Í Málmiðnaðarskólanum er t.d. boðið upp á röð námskeiða fyrirstarfsfólk á endastöðum, í Matvælaskólanum eru námskeið fyrir starfsfólk um borð í  birgðaskipum. Námskeiðin eru ætluð einstaklingum sem þegar uppfylla ákveðin skilyrði. Til dæmis eru kröfur um að starfsfólk á birgðaskipum skilji og tali ensku. Hráefnisskólinn stendur ásamt fleirum fyrir ráðstefnu dagana 30. apríl-1.maí í Sisimut, um olíuleit á Grænlandi. Samstarfsaðilar Hráefnisskólans eru Nunaoil A/S, ARTEK, Nutaaliorfik, Viðskiptaráð Qeqqata og sveitarfélagið Qeqqata.

Bygginga- og Mannvirkjaskólinn i Sisimiut: www.sanilin.gl/index.asp?lang=dk&num=2
Námskeið við Málmiðnaðarskólann: Jernmetalskole.gl (pdf)  
Meira um námskeið: http://inuili.com/olieindusrtiendk.html 
Ráðstefna um olíuleit á Grænlandi: http://sermitsiaq.ag/indland/article139679.ece

Birgit Gedionsen
E-post: birgit(ät)suliplus.gl

NMR

PISA kemur í veg fyrir nýsköpun í menntakerfinu

Þetta er ein af niðurstöðunum í nýrri, umfangsmikilli rannsókn á sköpunargáfu, nýsköpun og frumkvöðlastarfi í norrænum menntakerfum. Kennslufræði sem byggir á frumkvöðlahugsun getur dregið úr brottfalli en það er vandamál sem nokkrar norrænu þjóðanna kljást við.

Rannsóknin, sem gerð var af hópi fræðimanna við Háskólann í Norður-Noregi fyrir Norrænu ráðherranefndina, sýnir að fyrir hendi liggja skýr pólitísk stefna um að efla sköpunargáfu og nýskapandi hugsun unga fólksins. Það sem stendur í vegi fyrir því að hrinda stefnunni í framkvæmd í skólakerfinu eru ríkjandi skipulag og viðhorf. 

Nánar: Norden.org

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

NVL

Lifir svo lengi sem lærir!

Var ein af niðurstöðum úr hópavinnu á morgunverðarfundi FA og NVL um stöðu og stefnu í málefnum eldri í atvinnulífinu sem haldinn var miðvikudaginn 27. apríl.

Á fundinn sem haldinn var til þess að kynna niðurstöður úr annarri könnun starfshóps Eldri starfsfólks  á Norðurlöndum(ESN), mættu á fjórða tug fólks á öllum aldri, fulltrúar aðila atvinnulífsins, fyrirtækja, stofnana og fræðsluaðila. Kristrún Ísaksdóttir, nýr íslenskur aðili að SVL, stýrihópi Norrænu ráðherranefndarinnar um nám fullorðinna, opnaði fundinn. Bernharður Guðmundsson, fulltrúi Íslands í starfshópnum kynnti niðurstöður könnunarinnar og Sigrún Jóhannesdóttir flutti hugleiðingar um kennslufræði og líf þeirra sem telst til eldra starfsfólks. Að erindum loknum unnu þátttakendur í hópum að gerð tillagna um hvernig hægt væri að halda starfinu áfram, bæta stefnumörkun og auðvelda fólki að menntast og vinna á síðari hluta starfsævinnar.

Meira: www.frae.is/frettir/nr/347/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norræn ráðstefna um raunfærnimat á Færeyjum

Menntamálaráðið, mennta- og menningarmálaráðuneyti Færeyinga býður, í samstarfi við SVL og NVL til norrænnar ráðstefnu um raunfærnimat. Ráðstefnan verður haldin í Kennaraháskóla Færeyja í Þórshöfn þann 16. Maí 2011.

Meginþema ráðstefnunnar er að deila reynslu af raunfærnimati á Norðurlöndunum: Hvað getum við lært hvert af öðru? Hvaða tól eru tiltæk? Hvað blasir við og hvernig þarf að bregðast við?
Ráðstefnan beinist að aðilum á vinnumarkaði, vinnumiðlunum, stjórnendum fræðslustofnana auk stjórnenda og náms- og starfsráðgjöfum í heilbrigðis-, starfsmennta- og framhaldsskólum. 
Þátttaka í ráðstefnunni er að kostnaðarlausu, en þátttakendur verða sjálfir að greiða fyrir ferðir og uppihald.

Frekari upplýsingar og dagskrá eru á dönsku: old.nordvux.net/object/28412/event.htm
Frekari upplýsingar og dagskrá á færeysku: www.mmr.fo

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

Norden

’Early bird’ skráning á norrænu ráðstefnuna: ”Mindst 4 sprog til alle:

Fremtidens sprogpolitiske udfordringer”, sem haldin verður í Norræna húsinu í Færeyjum dagana 22.-24. ágúst, er til 30. apríl 2011.
Hægt er að skrá þátttöku á ráðstefnuna og tilheyrandi viðburði á heimasíðu ráðstefnunnar:
www.socdev.fo/malpolitikk
Nánari upplýsingar og dagskrá er einnig á heimasíðu ráðstefnunnar eða: old.nordvux.net/object/24952/event.htm
Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo
Mer om: languages

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 28.4.2011

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande