Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Menntun í þróun

Danska menntamálaráðuneytið hefur í samstarfi við landsvæðin, gefið út bækling með lýsingu á 22 þróunarverkefnum í fullorðinsfræðslu innan 10 sviða sem njóta forgangs, m.a. þróun og útbreiðslu sveigjanlegs námsfyrirkomulags, aðgerðir til að hamla gegn brottfalli, þroska hæfileika og sveigjanlegar leiðir á milli námsleiða.  

Meira á: Uvm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Nýr stjórnandi fyrir stofnun UNESCO’s fyrir ævimenntun

Arne Carlsen, sem hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra alþjóðasviðs DPU, Háskólans í Árósum, verður frá 1. júní nk. forstjóri stofnunar UNESCO fyrir ævimenntun í Hamborg.

Þann 1. júní nk. tekur framkvæmdastjóri alþjóðasviðs DPU Arne Carlsen við stöðu forstjóra fyrir stofnun UNESCO fyrir ævimenntun í Hamborg. Stofnunin er alþjóðlega rannsókna- og menntastofnun og þar starfa 35 manns sem þjóna 193 aðildarlöndum í nánu samstarfi við aðalstöðvar UNESCO í París.

Meira á: Dpu.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Fleiri sækja um framhaldsnám

Umsækjendum um framhaldsnám hefur fjölgað í ár og karlar skipa nú meirihluta umsækjanda. Það eru einkum umönnunargreinar, nám fyrir kennara, leikskólakennara, hjúkrunarfræðinga sem njóta mikilla vinsælda en það eru einnig fleiri sem sækja um annað háskólanám, t.d. í hagfræði og upplýsingatækni.

Meira á  Uvm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

"Ný þekking í minni fyrirtækjum – þannig bætum við um betur"

Hópur sérfræðinga sem skipaður er af ráðherra vísindamála hefur í nýútkominni skýrslu lagt fram tillögur um hvernig lítil og meðalstór fyrirtæki geta betur nýtt sér nýja þekkingu.  
M.a. eru gefin dæmi um stefnu og aðgerðaáætlanir til þess að efla samstarf og miðlun þekkingar á milli aðila á vísindasviði og einkafyrirtækja, markvissari miðlun þekkingar og að hluti af starfsmenntun fagfólks verði fólgin í leit að og nýtingu á nýrri þekkingu. 

Hægt er að nálgast skýrsluna á: Vtu.dk (pdf)

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Fjölmenning styrkt

Mennta- og menningarmálaráðuneytið í Finnlandi úthlutaði 650 000 evrum, ríkisstyrkjum til þess að auka á menningarlega fjölbreytni og vinna gegn kynþáttamisréttir auk þess að aðlaga innflytjendur með aðstoð lista og menningar.

Það eru einkum minnihlutahópar tungumála- eða menningarhópar eins og t.d. innflytjenda og róma-fólk sem njóta styrkjanna.  Hæstu styrkina hljóta félög rússneskumælandi og Kassandra r.f., fyrirtæki sem skipuleggur fjölmenningarlega listastarfsemi. Auk minnihlutahópanna hlutu finnskir alþýðufræðsluaðilar sem vinna gegn kynþáttamisrétti og umburðarlyndi styrki.
Menningarstarfsemi á samísku á vegum samískra félagasamtaka fá árlega sérstaka styrki frá menntamálaráðuneytinu. Samaþingið úthlutar styrktarfénu.

Meira á: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Auki fjölbreytni í menntun á félags- og heilbrigðissviði

Vinnuhópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur lagt fram tillögur um námsframboð fram til ársins 2016. Einkum bætist við framboð náms á sviði félags- og heilbrigðimála og dregið verður úr framboði náms í listum. Árangursins mun gæta á vinnumarkaði 2020. Markmiðið er að ná jafnvægi á milli mismunandi sviða þegar einstaklingum sem fara á vinnumarkað fækkar.

– Nauðsynlegt er að skipuleggja framboð á námi til þess að ungt fólk fái vinnu að loknu námi. Fyrir utan að bæta námsframboð verður einnig að auka gæði náms: samskipti við atvinnulífið verður að verða nánara á öllum skólastigum. Til þess að ná því markmiði er gert ráð fyrir að atvinnuþátttaka að loknu námi verði einn þeirra þátta sem hafa áhrif á fjármögnun háskóla, segir menntamálráðherra Henna Virkkunen.
Ný ríkisstjórn í Finnlandi mun taka endanlega ákvörðun um markmið námsframboðs þegar endanleg þróunaráætlun fyrir menntun og rannsóknir liggur fyrir í desember.

Meira å: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Nýjar námsskrár

Mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þann 16. maí nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Í þeim birtist ný menntastefna sem hefur það meginmarkmið að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Kjarni menntastefnunnar er settur saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Námskrárnar eru aðgengilegar á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins en fyrirhugað er að gefa þær út á prenti í haust. Námskrárnar taka gildi frá og með næsta skólaári og verða innleiddar á þremur árum.

Hægt er að nálgast námskrárnar á www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Skólinn opnar dyr!

Var yfirskrift námsmessu sem haldin var þann 12. maí í Reykjavík og fimm þúsund manns sóttu. Þar fór fram kynning á nýjum námsmöguleikum í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og fullorðinsfræðslu.
Ráðgjafar frá Vinnumálastofnun og skólunum aðstoðuðu gesti við að finna heppilegustu leiðirnar til að bæta menntun, auka hæfni og fjölga atvinnumöguleikum. Kynningin er hluti af átakinu; Nám er vinnandi vegur og miðar að því að auðvelda aðgengi að framhaldsskóla eftir námshlé. Haustið 2011 munu skólarnir taka inn alla umsækjendur undir 25 ára aldri sem uppfylla skilyrði, ásamt eldri umsækjendum sem hafa lokið raunfærnimati vorið 2011. Sambærilegar kynningar verða einnig haldnar á Suðurnesjum og Akureyri.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Starfsemi fræðslusambanda í Noregi eflist!

Árið 2010 tóku rúmlega hálf milljón manna þátt í námskeiðum fræðslusambandanna. Eftir tíu ára fækkun, fjölgaði þátttakendum árið 2010. Þá voru haldin 40 234 námskeið, fjölgaði um 12% prósent frá fyrra ári. Þátttakendur voru samtals 504 236, eða 9% fleiri en 2009 og heildarfjöldi nemendastunda varð 1 210 534 sem er 3,5% fjölgun.

Meira: http://vofo.no/nb/content/hipp-hurra-vekst

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Aukin áhersla á endur- og símenntun í Noregi

Vox veitir styrki til kennara sem vilja bæta við sig menntun til þess að kenna fullorðnum grundvallarfærni. Námstilboðið er í samstarfi á milli Vox, Háskólans í Stafangri og Háskólans í Vestfold. Námið tekur tvær annir og í því felast bæði staðarlotur og fjarnám. Það er opið fyrir þátttakendur hvaðanæva í Noregi.

Meira: www.vox.no/no/Aktuelt/Satser-pa-videreutdanning/

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Umsækjendum um háskólanám með raunfærnimat fjölgar

6 600 stúdentar sóttu um nám í háskólum grundvallað á mati á raunfærni árið 2009. Það er næstum því 2000 fleiri en árið 2007. Þetta sýnir að fleiri vita um þetta fyrirkomulag, þ.e. að hægt sé að sækja um háskólanám að loknu mati á raunfærni.
Tölurnar eru úr Vox-speglinum (Vox-speilet), skýrsla um þátttöku fullorðinna í námi sem gefin er út á hverju ári.

Meira: PDF

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sweden

Aukin áhersla á vinnuumhverfi kvenna

Stofnunin fyrir vinnuumhverfi í Svíþjóð hefur fengið tuttugu og hálfa milljón sænskra króna til þess að þróa og hrinda í framkvæmd aðgerðum sem hamla gegn því að konur hverfi af vinnumarkaði sökum vandamála sem tengjast vinnuumhverfi þeirra. Í verkefninu felst að afla aukinnar þekkingar á vinnuumhverfi kvenna og bæta aðferðir við eftirlit og finna hvað valdið gæti álagsskaða.

Við vitum að fleiri konur en karlar draga sig í hlé frá vinnu vegna heilsuvandkvæða. Það hefur í för með sér að konurnar fá lægri lífeyri og eiga erfiðara með að sjá fyrir sér sjálfar, er haft eftir atvinnumálaráðherra Svía, Hillevi Engström og ráðherra jafnréttismála Nyamko Sabuni segir: Konur bíða fjárhagslegt tjón af því að geta ekki sinnt vinnu eins lengi og þær vilja. Betra vinnuumhverfi í störfum þar sem konur eru í meirihluta er mikilvægt til þess að efla jafnrétti á vinnumarkaði.

Meira: www.regeringen.se/sb/d/14063/a/168291

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

As valid as it can be?: The assessment of prior learning in higher education

Tova Stenlund ver doktorsritgerð sína við háskólann í Umeå þann 1 júní nk. Hún hefur með fjórum hlutarannsóknum kannað hvernig mat á raunfærni er nýtt í æðri menntun, meðal annars hefur hún gert vísindalega könnun á sænskri aðferð sem beitt er við mat á raunfærni. Aðferðin sem hún rannsakaði er meðal annars notuð til þess að meta fyrra nám og reynslu umsækjenda og um nám fyrir starfsmenntakennara sem byggir á raunfærnimati.

Í sænsku samantekt ritgerðarinnar kemur fram að: Almennar niðurstöður þessarar ritgerðar sýna fram á að það eru vankantar á raunfærnimati innan æðri menntunar og það er ekki eins réttmætt og það gæti verið. Það er mikilvægt að standa vörð um gæði sem varða hugtök eins og réttmæti þegar í tengslum við þessa tegund mats. Ennfremur er nauðsynlegt að gera frekari rannsóknir á sviðinu og matið hefur alla burði til þess að skila betri árangri verði ákveðnar umbætur gerðar.

Meira: Umu.diva-portal.org

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Ungir leiðbeinendur innan alþýðufræðslunnar

Í nýútkomnu riti frá sænsku Alþýðufræðslusamtökunum: Ungir leiðbeinendur í alþýðufræðslusamböndum hafa ekki aðgang að stjórnarherbergjunum. En það eru þeir sem eiga að standa vörð um hugmyndafræði alþýðufræðslunnar í framtíðinni og þróa hana.

Í ritinu eru settar fram hugsanir og hugmyndir tíu ungra starfsmanna, einum frá hverju fræðslusambandi.

Meira: www.studieforbunden.se/Pages/unga_folkbildare.html

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Persónulegt námssnið á færeysku

NOVA - ”Nordic Tools for Learning Validation” er rafrænt tól sem gerir þeim sem óska, kleift að fá lýsingu á námi sínu og óformlegri færni á færeysku.

Það er Kvöld-, unglinga- og listaskólinn í Þórshöfn (Tórshavnar Kvøld-, Ungdóms- og Listaskúli) sem rekinn er af sveitarfélaginu Þórshöfn, sem í samstarfi við fleiri norræna aðila hefur þróað þessar nýju aðferðir og verkfæri, ætlað til þess að leggja mat á formlaust og óformlegt nám sem aflað hefur verið innan alþýðufræðslunnar og á vinnumarkaði.  Aðferðirnar byggja á breiðari sýn á nám, þar sem ekki gerður greinarmunur á almennri menntun, þekkingu og færni.  ”Nordic Tools for Learning Validation” er þróunarverkefni innan Nordplus Voksen áætlunarinnar á árunum 2009 – 2011sem er hluti af Nordplus menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar.

Meira um verkefnið og tækifæri til þess að gera eigið námssnið á krækjunni: Kanna tín læriprofil på www.kvoldskulin.fo.
Nánari upplýsingar á heimasíðu verkefnisins: www.interfolk.dk/nova

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

Grönland

Margskonar framtak víðsvegar um Grænland að lokinni ráðstefnu um lestrar- og ritunarfærni fullorðinna

Í kjölfar norrænu ráðstefnunnar um lestrar- og ritunarfærni fullorðinna í Nuuk í mars beinast sjónir að sviðinu um landið gervallt.
Í Sisimiut hefur r verið settur á laggirnar  vinnuhópur sem á að vinna staðbundið að aðgerðum fyrir þá sem eiga við lestrar- eða skriftarörðugleika að etja.  I Ilulissat er einnig tilsvarandi vinnuhópur.  Að hálfu Sulisartut Højskoli  í Qaqortoq hefur verið sótt um styrk til þess að gera einum af kennurunum kleift að leggja stund á nám fyrir kennara fyrir lesblinda.
Fyrir var lögð áhersla á lesblindu í tengslum við stofnun eftirskóla i Maniitsoq.  Á ráðstefnunni var stofnað félag til þess að efla tækifæri þeirra sem eiga við lestrar- eða ritunarörðugleika að stríða á Grænlandi.
Formlegar ályktanir frá ráðstefnunni voru afhentar tveimur fulltrúum landstjórnarinnar, annars vegar á sviði menntamála og hinsvegar vinnumarkaðar Palle Christiansen og Ove Karl Berthelsen. Þau tóku ályktunum vel og nú er unnið að því að hrinda af stað framkvæmdum samkvæmt ályktununum.
Birgit Gedionsen
E-post: birgit(ät)suliplus.gl

Nám fyrir hóp af mentorum í sveitarfélaginu Sermersooq

Ungir atvinnuleitendur í Nuuk geta nú notið góðs af því að velferðarstjórnin hefur í samstarfi við ýmis fyrirtæki menntað 47 mentora. Verkefni þeirra er að undirbúa ungt fólk án atvinnu fyrir, en einnig á meðan á námstímanum stendur, upplýsir sveitarfélagið Sermersooq á heimasíðu sinni.
- Sveitarfélagið hefur boðið upp á námskeið og tengslanet fyrir mentorana, og einnig skipað Pernille Bengtson sem samhæfingaraðila fyrir þá. Hún á að vera tengill mentoranna í sveitarfélaginu Sermersooq, seigir Aaja Chemnitz Larsen.
Jafnframt hefur verið lögð áhersla á leita eftir nemaplássum fyrir unga atvinnuleitendur og jafnframt að þjálfa mentorana. Það hefði ekki verið framkvæmanlegt án stuðnings ótal  fyrirtækja sem hefur lagt fram vinnu starfsfólks við verkefnið. 
Líta má á þjálfun mentoranna sem nokkurskonar „tvöfalda“ fullorðinsfræðslu, vegna þess að þeir beita þekkingu sinni ekki aðeins til framdráttar ungum atvinnuleitendum heldur einnig þeirra sem fyrir eru í starfsþjálfun hjá fyrirtækjunum.
Birgit Gedionsen
E-post: birgit(ät)suliplus.gl

NVL

Áskoranir og tækifæri með breyttri aldurssamsetningu íbúanna

Hvernig verður unnt að viðhalda norræna velferðarlíkaninu þegar þrýstingur eykst á sameiginlegar samfélagslegar bjargir vegna þróunar á aldurssamsetningu íbúa á Norðurlöndunum?
Samband Norrænu félaganna hefur í samstarfi við NVL beint sjónum að þremur sviðum þar sem þörf verður fyrir viðtækar aðgerðir. Sviðin þrjú eru færniþróun eldri, yngri, og  hamla gegn jaðarhópum, með aðlögun og úrræðum fyrir innflytjendur.
Í hugmynda – heftinu: Áskoranir vegna aldursdreifingar – Góð dæmi (Demografiske udfordringer – Gode eksampler) eru lýsing á nokkrum úrræðum sem hrint hefur verið í framkvæmd af atvinnulífinu og fullorðinsfræðsluaðilum á Norðurlöndunum. Sækið innblástur og sendið gjarnan inn dæmi um nýjar lausnir til þess að skapa lagtíma sjálfbærni á Norðurlöndunum!
E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

Norrænt færniþróunarverkefni

NVL stendur fyrir miðannanámsstefnu fyrir færniþróunarverkefnið dagana 8. og 9. september 2011 í Lundi, Svíþjóð.
Þátttakendur fá fyrstu drög af skýrslu um verkefnið, sem snýst um hvernig hægt er að beita menntun til þess að mæta breytingum á samfélaginu og á vinnumarkaði, senda fyrir námsstefnuna. Á henni munu fræðimenn kynna niðurstöður sínar og ræða um þær við þátttakendur sem á þann hátt gefst tækifæri til þess að hafa áhrif á endanlegar niðurstöður.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 26.5.2011

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande