Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Styðjið frumkvöðla af erlendu bergi brotna

Innblástur til þess að leiðbeina nýbúum í Danmörku um stofnun fyrirtækis

Samtök um eflingu nýsköpunar meðal íbúa af erlendu bergi brotnu í Danmörku hefur gefið út hugmyndabæklinginn  „BestPraxis“. Bæklingurinn er ætlaður ráðgjöfum í leit að hugmyndum og hollráðum um hvernig best er að hrinda í framkvæmd eða efla ráðgjöf fyrir nýbúa í Danmörku sem vilja stofna eða reka fyrirtæki. Í bæklingnum eru hugmyndir um ráðgjöf og aðgerðir til þess að styðja við og efla frumkvöðulshátt. 

Meira: www.startvaekst.dk/file/158099/bestpraxis.pdf

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Rannsóknaáætlun hefur áhrif á störf ráðgjafa með sjúklingum

Lærum geðsjúkdómafræði er þriggja ára rannsóknaáætlun með því markmiði að þróa færni ráðgjafa og námsumhverfi hjúkrunarfræðinga á meðan á námi þeirra í geðsjúkdómafræði stendur.
Það felur í sér beitingu sérstaks námslíkans, „Vindmyllulíkansins“ sem útskýrir námsferli og bendir á hugsanleg námstækifæri sem felast i hversdagslegri virkni.  Mat á verkefninu sýnir að leiðbeinendur í sjúkdómafræði hafa með íhugun og sjálfs-íhugun þroskað færni sína bæði faglega og persónulega. Ef til vill sýna fræðin fram á aðferðafræðin gangist einnig sjúklingunum. 
Lesa má 4. hluta skýrslunnar "At være klinisk vejleder i LIP-projektet – i et indefra, udefra og deltage perspektiv" á slóðinni: PDF
LIP-áætluninni lýkur með ráðstefnunni  ”Store læremuligheder i det små”, sem haldin verður þann 22. september 2011.
Síða ráðstefnunnar: HTML
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: projects

Ný lög um alþýðufræðslu samþykkt

Þann 1. júlí sl. voru samþykktar ýmsar breytingar á lögum um alþýðufræðslu á þjóðþingi Dana. Breytingarnar byggja á meðmælum frá alþýðufræðsluráðinu sem skilaði skýrslu í nóvember 2010.

Veigamesta breytingin skyldar sveitarfélög til þess að koma á laggirnar nefndum, sem eiga að tryggja að alþýðufræðsluaðilar fái tækifæri til þess að hafa áhrif á þróun sviðsins. Samtök danskra alþýðufræðsluaðila hafa staðfest að þar ríki almenn ánægja með nýju lögin þrátt fyrir að þau uppfylli ekki allar væntingar m.a. varðandi fjárframlög til alþýðufræðslunnar. Þess vegna eru samtökin einnig ánægð með að útlit er fyrir frekari breytingar á lögunum á næsta ári.  

Nýju alþýðufræðslulögin: HTML
Skýrsla alþýðufræðsluráðsins: HTML
Umsögn og mat á nýju lögunum á heimasíðu Samtaka danskra alþýðufræðsluaðila

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Leyfi til reksturs lýðskóla endurnýjuð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið ætlar að breyta leyfum til reksturs allra lýðskóla fyrir ársbyrjun 2012. Til þess að fá endurnýjað leyfi verða skólarnir að gera betur grein fyrir menntaverkefnum sínum í samræmi við lög um alþýðufræðslu og því menntahlutverki sem lýðskólum ber skylda til að sinna.

Samhliða endurnýjun leyfanna fer fram þróun á skipulagi lýðskólanna. Í Finnlandi eru 89 lýðskólar. Þar af eru 29 skólar afar fámennir eða bjóða einungis upp á starfmiðaða menntun.  Þessir skólar voru metnir af sérstökum matsaðila, tilnefndum af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Í skýrslu matsaðilans eru lagðar fram tillögur um ýmsar aðgerðir sem þessir skólar geta gripið til, til þess að styrkja starfsemi sína, m.a. með samstarfi við aðra lýðskóla. Einstaka skólum er bent á  sameiningu við starfsmenntaskóla.  

Meira: Minedu.fi (pdf)

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Þörf er fyrir meira samstarf og umræðum um sameiginleg markmið á framhaldsskólastiginu

Gera ætti almenn markmið framhaldsskólans sýnilegri sem og starfi hvers kennara á kerfisbundnari hátt en nú. Almenn menntun á framhaldsskólastigi er of nátengd innihaldi kennsluefnisins í kennslustundum. Efla ber tækifæri nemenda til þess að hafa áhrif og samband skólanna við samfélagið.

Þetta er meðal niðurstaðna og ályktana sem koma fram í mati á námsskrá og tímaskiptingu á framhaldsskólastig sem gerð var af matshópi skipuðum af Matsráði menntamála og gerð var á árunum  2009-2010. Við matið, sem fór fram um allt Finnland, var upplýsingum safnað frá aðilum framhalsskólanna, skólameisturum, kennurum og prófdómurum í stúdentsprófsnefndunum. Þá voru námsskrár framhaldsskólanna einnig greindar.

Meira: www.edev.fi/portal/ruotsiksi/gymnasiets_laroplan

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Drög að reglugerð um framhaldsfræðslu

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um framhaldsfræðslu á vefsvæði sínu.

Drög að reglugerð um framhaldsfræðslu hafa verið undirbúin á grundvelli ákvæða laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu. Fjórir vinnuhópar skipaðir starfsfólki mennta- og menningarmálaráðuneytisins og sérfræðingum utan ráðuneytis unnu að undirbúningi reglugerðarinnar síðari hluta árs 2010 og voru meginniðurstöður þeirra kynntar og ræddar á ráðstefnu ráðuneytisins um innleiðingu laga um framhaldsfræðslu 19. nóvember 2010. Starfsmenn ráðuneytisins hafa síðan dregið efni starfshópanna sama í heildstæð reglugerðardrög sem voru kynnt og rædd í vinnuhópum á samráðsfundi ráðuneytisins og fræðsluaðila í framhaldsfræðslu 24. mars 2011. Ráðuneytið telur mikilvægt að fá viðbrögð hagsmunaaðila við þessum drögum áður en gengið verður frá þeim til útgáfu.

Drög að reglugerð: PDF

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Tony Bates á ráðstefnu um stöðu tölvunotkunar 2011

Noregsháskólinn hefur gert könnun um gervallan Noreg á  upplýsingatækni í háskólakennslu undir heitinu  Digital tilstand 2011. Áætlað er að halda ráðstefnu um könnunina dagana 17. og 18. október á Grand Hótel í Osló. Tony Bates er kunnur fyrir störf sín á sviði upplýsingatækni og sveigjanlegrar kennslu og hann er formaður stjórnar Tony Bates Association. Áður starfaði hann um árabil við Háskólann í Bresku Kólumbíu og hefur m.a. gefið út bókina "Managing technological change" sem oft er vitnað í.

Meira: http://norgesuniversitetet.no/ikt/tony-bates-til-digital-tilstand-2011

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Háskólinn í Tromsø með nýja áherslu á nám á netinu

UiT hefur áform um að verða leiðandi háskóli í Noregi á sviði netnáms sem ekki er miðstýrt. Meginmarkmiðið er að viðhalda og þróa færni íbúa í Norður-Noregi og tryggja fleirum Norðmönnum námstilboð sem hentar þeim.

Meira: http://norgesuniversitetet.no/artikler/fleksibelt-fokus-pa-universitetet-i-tromso

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Fullorðinsfræðsla

Í Tölfræðibankanum, (Statistikkbanken) má finna ýmsa tölfræði um fullorðinsfræðslu á einum stað. Þar er að finna upplýsingar um formlega og formlausa fræðslu, nám í atvinnulífinu, raunfærnimat og norskukennslu fyrir innflytjendur. Tölfræðin byggir á tölum frá opinberum skrám og könnunum sem Vox og aðrir hafa framkvæmt. 

Nánar um tölurnar í Tölfræðibankanum: http://status.vox.no/webview/

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Borgaryfirvöld í Osló og Samtök byggingariðnaðarins gera samstarfssamning

Landssamtök byggingariðnaðarins og menntayfirvöld í Osló hafa gert með sér samning um að vinna að nánara samstarfi skóla og atvinnulífs á sviði starfsmenntunar í byggingariðnaði.

Hornsteinninn að færnimiðstöðinni Teningnum hefur verið lagður og gert er ráð fyrir að miðstöðin opni árið 2013. Aðgerðum til þess að bæta menntun og hvetja til samstarfs á milli skóla, geira og fyrirtækja verður einnig hrint í framkvæmd. Aukin áhersla verður lögð á að bæta aðgengi að námi, fjölga nemaplássum og finna nýjar leiðir til að samstarfs við kennslu, færniþróun kennara og leiðbeinenda auk þess að alþjóðavæða fag- og starfsmenntunina.

Meira: Byggmesteren.as

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sweden

Háskólamenntun fyrir einstaklinga með skertan þroska

Haustið 2011 mun háskólinn í Gävle hrinda af stað námi sem einstakt í Svíþjóð.

Þá hefst nám á háskólastigi sem er aðlagað að þörfum nema með  þroskabrest og sem undirbúa sig undir að störf á heilbrigðissviði. Gert er ráð fyrir átta nemendum í allt að 120 eininga, þriggja ára námi.   Markmiðið er að gera stúdentunum kleift a' hefja störf t.d. við dagvistun, á sambýlum og umönnun eldri og vinna að heilsueflingu.

Nánar:  Mynewsdesk.com

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Digidel 2013 - átaksverkefni til þess að gera Svía að virkum notendum Internetsins

Markmiðið átaksins Digidel 2013 er að fjölga Svíum sem nýta Internetið um að minnsta kosti 500 þúsund frá 31. desember 2011 til loka árs 2013.

Í alþjóðlegum samanburði kemur fram að umtalsvert lægra hlutfall Svía nýtir sér Internetið. Nánast allir íbúar Svíþjóðar hafa aðgang að Netinu vegna þess að uppbyggingin hefur verið hröð.  Þrátt fyrir það eru ennþá um ein og hálf milljón Svía sem ekki notfæra sér Netið.  Þar af eru 1,3 milljón 50 ára og eldri. Til þess að ná markmiðinu verður að koma á öflugu samstarfi og aukinni fræðslu. Þess vegna hvetja aðstandendur átaksins alla til þess að taka þátt. 

Nánar: Mynewsdesk.com 
www.digidel.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se
Mer om: ICT skills

Skilríki fyrir kennara og leikskólakennara

Nú verða kröfur um menntun kennara auknar. Kennaraskilríki verða innleidd í upphafi ársins 2012 og það hefur í för með sér að aðeins kennarar með full réttindi verða fastráðnir og þeir einir mega gefa einnkunn.

Í sérstakri reglugerð er kveðið á um hæfniskröfur og réttindi kennara og leikskólakennara.  Reglugerðin tekur gildi þann 1. júlí 2011.  Hægt er að nálgast reglugerðina: Riksdagen.se

Á vef ríkisstjórnarinnar er að finna algengar spurningar um færni kennara og skilríki og svör við þeim.
Nánar: http://regeringen.se/sb/d/13737

Skólamálastofnuninni hefur verið falið að framkvæma samkvæmt reglugerðinni og nýlega hefur verið ákveðið hvaða færni ný menntaðir kennarar og leikskólakennarar verða að búa yfir til þess að fá réttindi sem kennarar.  Í leiðbeiningum kemur fram hvaða færni er ætlast til að þeir sem ljúka námi sem kennarar sýni fram á á eins árs reynslu tímabili.  
Nánar: http://www.skolverket.se/sb/d/4387/a/25084

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Europe

Portal on European Qualifications Framework

The EQF portal provides the results of the national process for relating national qualifications levels to the levels of the EQF.

In "Compare Qualifications Frameworks" page, it is possible to compare how national qualifications levels of countries that have already finalised their referencing process are been linked to the EQF.
The European Qualifications Framework for lifelong learning (EQF) provides a common reference framework which assists in comparing the national qualifications systems, frameworks and their levels. It serves as a translation device to make qualifications more readable and understandable across different countries and systems in Europe, and thus promote lifelong and life-wide learning, and the mobility of European citizens whether for studying or working abroad.
In order to make the EQF work, European countries participating in "Education and Training 2020" are invited to relate their national qualifications levels to the appropriate levels of the EQF and to indicate in all new qualification certificates, diplomas and Europass documents the relevant EQF level.

http://ec.europa.eu/eqf/home_en.htm

NMR

”Den nordiske voksenlærer”

Kortlagning á formlegum kröfum til þeirra sem kenna fullorðnum og tækifæri þeirra til endurmenntunar

Miðstöð færniþróunar í Danmörku, NCK hefur í samstarfi við NVL, Norræna tengslanetið um nám fullorðinna staðið að kortlagningu á færnikröfum sem gerðar eru til þeirra sem kenna fullorðnum í norrænu löndunum og tækifærum þeirra til endurmenntunar. Það var stýrihópur Norrænu ráðherranefndarinnar um fullorðinsfræðslu (SVL), sem átti frumkvæðið að kortlagningunni  og um leið þátt í að safna saman norrænni þekkingu á þessu sviði. Þar með verður einnig til grundvöllur fyrir frekari aðgerðir til þess að efla fagmennsku kennara sem kenna fullorðnum.
Í niðurstöðum skýrslunnar er m.a. bent á að þótt gerðar séu strangar kröfur um fag-faglega og almenna kennslufræðilega færni þá séu nánast engar kröfur um að kennarar búi yfir sérstakri kennslufræði fyrir fullorðna, ekki í almennu námi, starfsmenntun né heldur innan alþýðufræðslunnar.  Á grundvelli skýrslunnar er mælt með að víka út og styrkja tækifæri kennara sem kenna fullorðnum til náms bæði í grunnnámi og endur- og símenntun. Auk þess er lagt til að að kennurum í hlutastarfi verði veitt sérstök þjálfun og námstækifæri.

Skýrslan er til á dönsku en unnið er að þýðingu yfir á finnsku og samantekt á ensku. Hægt er að hala skýrslunni niður á www.ncfk.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Mat á Nordplus menntaáætluninni

Norræna ráðherranefndin hefur falið NIFU (Nordisk institutt for studier av innovasjon, forskning og utdanning) að meta menntaáætlunina Nordplus rammáætlunina og Nordplus Norrænu tungumála- og menningaráætlunina á árunum 2008-2011.

Markmið matsins var að skapa grundvöll fyrir áframhaldandi starfi Nordplus menntaáætlananna að loknu árinu 2011. Enn fremur að meta hvort þörf sé fyrir breytingar á áætluninni. Fræðimennirnir sem standa fyrir matinu benda á þrenns konar möguleika til þess að þróa Nordplus áætlunina og leggja fram tillögur um aðgerðir í samræmi við þá.

Meira á Norden.org

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: mobility

NVL

Vinnunámskeið um fagmennsku meðal norrænna fullorðinsfræðslu kennara

Námskeiðið verður haldið í Osló þann 7.september í samstarfi við herinn, alþýðufræðsluna og NVL.

Til þess að fylgja eftir starfsemi NVL og kortlagningu SVL á kröfum og tækifærum til kennara fullorðinna, stendur NVL í samstarvið við norræna samstarfsaðila og stofnanir þrjú námskeið í Svíþjóð, Noregi og Danmörku með því sjónarmiði að hefja umræður um þörf fyrir fagmennsku kennara í fullorðinsfræðslu. Ennfremur er ætlunin að skapa tækifæri fyrir nýskölun og hugmyndir sem hægt væri að nýta við frekara starf á norrænum vettvangi.

Nálgast má kortlagninguna á www.ncfk.dk og old.nordvux.net

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Norrænt færniþróunarverkefni

NVL stendur fyrir miðannanámsstefnu fyrir færniþróunarverkefnið dagana 8. og 9. september 2011 í Lundi, Svíþjóð.

Þátttakendur fá fyrstu drög af skýrslu um verkefnið, sem snýst um hvernig hægt er að beita menntun til þess að mæta breytingum á samfélaginu og á vinnumarkaði, senda fyrir námsstefnuna. Á henni munu fræðimenn kynna niðurstöður sínar og ræða um þær við þátttakendur sem á þann hátt gefst tækifæri til þess að hafa áhrif á endanlegar niðurstöður.

Meira: HTML

Krækja fyrir skráningu: HTML 

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Dönsk ráðstefna um mikilvægi kennslufræði fullorðinna

Tími: 28. september 2011. Staður: Vartov, Farvergade 27, 1463 København. Tækifæri og vandamál í kennslufræði fullorðinna í framtíðinni

Kennslufræði fullorðinna skiptir miklu fyrir færniþróun fullorðinna á Norðurlöndunum sem og annarsstaðar  í Evrópu. Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL),Tengslanet um fullorðinsfræðslu  (NVU), Samtök kennara í fullorðinsfræðslu (FLVUU) og Færniþróunarmiðstöðin í Danmörku (NCK)standa að hausti 2011 fyrir fundi þar sem sjónum verður beint að því sem efst er á baugi í færniþróun á sviði fullorðinsfræðslu. Tungumál á fundinum verður danska/enska. 

Þátttökuskráning: HTML  
Þátttaka er að kostnaðarlausu en , nauðsynlegt er að tilkynna um þátttöku. Frestur til að tilkynna um þátttöku er 21. september 2011.
Foreløbigt program kan downloades her: PDF

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Ný skýrsla

Í skýrslu sem ber heitið: Aðilar atvinnulífsins: fækkar þeim sem hætta snemma og fjölgar þeim sem kjósa ævimenntun og starfsþróun? (“Social Partners: out with early exit – in with lifelong learning and career development?”) er gerð grein fyrir því að hvað marki aðilar atvinnulífsins í norrænu löndunum hafa mótað stefnu og gert áætlanir til þess að efla tækifæri eldri starfsmanna til ævimenntunar og starfsframa.

Skýrslan byggir á könnun sem 31 fulltrúar launþega- og atvinnurekendasamtaka svöruðu. Skýrslan var unnin af NVL tengslanetinu Eldri á vinnumarkaði.

Skýrsla: PDF

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Vísar um fullorðinsfræðslu

Skýrsla frá NVL, 2011

Árið 2010 skipaði NVL í vinnuhóp til þess að gera samanburð á norrænni tölfræði á sviði fullorðinsfræðslu. Hópurinn skilaði inn skýrslu í janúar 2011. Meðal þeirra viðfangsefna sem blasa við er þörf fyrir yfirlit yfir skipulag fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum. Slíkt yfirlit er nauðsynlegt til þess að unnt sé að gera sér grein fyrir á hvaða grundvelli tölurnar um þátttöku frá mismunandi löndum byggja. Í skýrslu hópsins ”Indikatorer for voksnes læring” (13 blaðsíður) er að finna niðurstöður hópsins, íhuganir og  tillögur um næstu skref að norrænu samstarfi á sviðinu. Formaður vinnuhópsins var Lene Guthu frá Vox í Noregi.

Skýrsla: PDF

E-post: Albert.Einarsson(ät)vox.no

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 23.6.2011

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande