Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Niðurskurður og fækkun úrræða á sviði framhalds- og símenntunar

Sparnaður dönsku ríkistjórnarinnar samkvæmt endurreisnarpakkanum 2010 og fjárlögunum 2011 á sviði framhaldsfræðslu veldur 23-30 % samdrætti á starfsemi símenntunar- og starfsmenntunarmiðstöðva.

Meðal aðgerða til sparnaðar er að setja þak á verð starfsmenntunar óháð því hvaða áhrif hún hefur á tækifæri til atvinnu, mikla hækkun á þátttökugjöldum, þeirra sem hafa lokið framhaldsmenntun, sem þýðir m.a. að útlendingar sem vilja læra dönsku eða eldra fólk sem vil tileinka sér tölvufærni. Samtímis sýna greiningar á áhrifum símenntunar  fyrir faglærða og ófaglærða hvað varðar hreyfanleika, sem framkvæmdar voru af Rannsóknaþjónustu sveitarfélaganna,  fram á jákvæð áhrif námskeiða til þess að halda faglærðum innan síns geira og tækifæri ófaglærðra til þess að færa sig á milli geira.  
Í nýlegri skýrslu frá Dönsku námsmatsstofnunarinnar er bent á jákvæð áhrif þess að fyrirtæki nýti sér starfsmenntun. 

Nánar:
Tímarit samtaka menntastofnana: HTML

Ársskýrsla framhaldsfræðsluaðila (VUC): HTML

Skýrsla Rannsóknaþjónustu sveitarfélaganna: HTML

Lesið skýrslu Námsmatsstofnunarinnar EVA: HTML

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Ný gátt um aðlögun

Innflytjendaráðuneytið hefur opnað nýja þekkingargátt: Innflytjendaþekking, þekking sem virkar". 
Gáttin er aðgengileg og er hluti;  Ný í Danmörku - Opna nýja gátt  www.nyidanmark.dk/
þar er þekkingu á sviði innflytjenda samansöfnuð og flokkuð.
M.a. er hægt að nálgast útgefin rit, regluverk, varðandi atvinnumál og athafnasemi útlendinga. Ný þekking og afar mikilvæg fyrir þá sem starfa við framhaldsfræðslu.
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: immigrants

Nám fullorðinna

Kennarar sem námsmenn" Er titill 6. tölublaða tímaritsins Cursiv.  Þema ritsins er Nám fullorðinna. Kennarar sem námsmenn"  Þar er sjónum beint að fagmennsku og færniþróun þeirra sem starfa við fræðslu fullorðinna.
Sækið ritið og lesið:   Cursiv nr. 6. "Nám fullorðinna.  Kennarar sem námsmenn" og eldri tölublöð á slóðinni  www.dpu.dk/omdpu/institutfordidaktik/cursivskriftserie/
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Nýi menntamálaráðherrann hefur þekkingu á framhaldsfræðslu og alþýðufræðslu

Menntamálráðherra í nýrri ríkisstjórn Finna er Jukka Gustafsson. Hann hefur sinnt ótal mismunandi verkefnum innan framhaldsfræðslu og alþýðufræðslu á starfsferli síum. Útnefningu hans hefur verið vel tekið af þeim sem starfa á sviðinu.

Jukka Gustafson (64) er reyndur stjórnmálamaður sem hefur setið á þingi fyrir Jafnaðarmenn frá árinu 1987. Á þingmannaferli síunm gegndi hann embætti varformanns vinnuhóps þingsins um full-orðins- og alþýðufræðslu. Tillögur hópsins liggja til grundvallar umbótum sem gerðar hafa verið á sviðinu á undanförnum árum. Hann átti sæti í fullorðinsfræðsluráðinu og stýrði menningar- og vísindasendinefnd þingsins. Áður en hann hóf feril sinn sem stjórnmálamaður var hann rektor lýðskólans Murikka í grennd við Tampere.

Menntamálaráðherra ber ábyrgð á verkefnum á sviði menntamála og rannsókna.

Nánar: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Stofnun karla komið á laggirnar í Helsinki

Stofnunin opnar í september og starfsemin snýst eingöngu um karla. Hugmyndin er að þegar karlmaður hefur nám gerir hann það oftast í hópi vina.

Nýju stofnuninni er ætlað að lokka karla í gegnum námskeið, þar sem áhersla verður lögð á virkni og þátttöku. Í áætlunum haustsins eru m.a. námskeið í kórsöng, matargerð, gönguferðum og täljning.
Um það bil 70 prósent þátttakenda í alþýðufræðslu í Finnlandi eru konur. Að takast á við þetta hlutfall er einnig viðfangsefni nýju stofnunarinnar.

Nánar: www.miessakit.fi/fi/pa_svenska

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Þróunarsjóður framhaldsfræðslu

Í framhaldi af nýjum lögum um framhaldsfræðslu sem tóku gildi árið 2010 var Þróunarsjóði framhaldsfræðslu komið á laggirnar tók við hlutverki sem fram til þess hafði verið sinnt af Starfsmenntaráði á grundvelli laga um starfsmenntun í atvinnulífinu sem samtímis voru felld úr gildi. Í maí sl. var í fyrsta skipti auglýst eftir umsóknum um styrki vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu. Forgangssvið við úthlutun árið 2011 voru þrjú:
Námsefnisgerð í framhaldsfræðslu, nýsköpunarverkefni í framhaldsfræðslu og undirbúningur/grunnvinna fyrir rannsóknir.
Þróunarsjóði framhaldsfræðslu bárust alls 64 umsóknir um styrki. Alls var úthlutað var til 18 fjölbreyttra verkefna að þessu sinni.

Nánar: www.frae.is/frettir/nr/349/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Brautskráningarhlutfall og brottfall af framhaldsskólastigi

Haustið 2002 voru 3.982 nýnemar í dagskóla á framhaldsskólastigi á Íslandi. Fjórum árum síðar höfðu 45% nýnemanna verið brautskráðir úr námi á framhaldsskólastigi sem var að minnsta kosti tvö ár að lengd. Um 29% nýnemanna höfðu þá hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé án þess að vera brautskráðir en 26% voru enn í námi án þess að hafa brautskráðst.

Árið 2009, sjö árum eftir upphaf náms, hafði hlutfall brautskráðra hækkað í 61% en 28% voru brottfallnir. Það er athyglisvert að stærð þess hóps sem hér er skilgreindur sem brottfallinn úr námi minnkaði aðeins um eitt prósentustig þótt svigrúm til að ljúka námi hafi aukist úr fjórum árum í sjö. Hlutfall þeirra sem voru brautskráðir óx úr 45% í 61% og hlutfall þeirra sem voru enn í námi minnkaði að sama skapi.

Nánar: www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=5981

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Mer om: drop-outs

Septembermánuður tileinkaður menntavísindum á afmælisári Háskóla Íslands

Menntavísindasvið stendur fyrir fjölmörgum spennandi viðburðum og fyrirlestrum í mánuðinum. Dagskráin hefst þann 1. september með öndvegisfyrirlestri Dr. Lindu Darling-Hammond prófessors við Stanford háskóla. Fjölmargir fyrirlestrar verða í boði í mánuðinum með fyrirlesurum víðsvegar úr heiminum.

Ráðstefna ENIRDELM (European Network for Improving Research and Development in Educational Leadership and Management) verður haldin dagana 22.-24. september. ENIRDELM eru evrópsk samtök fræðimanna og starfenda á sviði stjórnunar og forystu í menntamálum. Dagskrá Menntavísindasviðs í septembermánuði lýkur svo með Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs, þann 30. september. Megintilgangur ráðstefnunnar er að skapa mennta- og uppeldisstéttum vettvang til að kynnast nýbreytni í rannsókna- og þróunarstarfi sem unnið er í skólum landsins og innan háskólaumhverfisins.

Nánar: www.hi.is/frettir/menntavisindi_i_september

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Vantrú á úrvalsbekkjum í skólunum í Osló

Hvort setja eigi á sérbekki fyrir úrvals nemendur á unglingastiginu hefur verið umdeilt í Noregi. Þau 10 prósent nemenda sem hafa bestu einkunnir í tungumálum og raungreinum á unglingastiginu eiga að geta fengið kennslu í framhaldsskólum. Svo jafnræðis sé gætt eiga þeir bestu á framhaldsskólastiginu að geta sótt nám við háskóla.

Nánar: Vg.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Fjarkennsla í norskum fangelsum

Norska ríkisstjórnin hefur látið í ljósi ósk um að auka fjarkennslu og vefnám til þess að auðvelda föngum að leggja stund á nám við æðri menntastofnanir. Nokkrum verkefnum á þessu sviði hefur þegar verið hrint í framkvæmd.

Nánar: Issuu.com

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Menntun gegn hati og fordómum

Tora Aasland ráðherra rannsókna og æðri menntunar hélt ræðu fyrir nýnema í háskólanum í Lillehammer þann 17. ágúst sl.Hún valdi að gera orð Hákonar Prins á Ráðhústorginu í Osló þann 25. júlí, eftir fjöldamorðið á Útey að sínum:

"Kæra unga fólk. Þið eruð tækifæri okkar til leiðréttingar, og vonar. Það eruð þið sem eigið að forma og ákveða hverskonar Noregi við eigum að byggja til framtíðar (. . .) Við höfum val. Við getum ekki látið eins og ekkert hafi gerst. En það er okkar að velja hvaða áhrif við viljum að atburðirnir hafa bæði á samfélag okkar og okkur sem einstaklinga.

Nánar: www.hil.no/hil/hil/nyheter/les_aaslands_tale_til_studentene

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sweden

Nýjar aðgerðir til þess að auðvelda aðlögun

Atvinnuþátttaka í Svíþjóð er minni meðal þeirra sem fæddir eru utan Sviðþjóðar en hinna sem fæddir eru í landinu. Hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði er einnig mismunandi eftir þjóðerni innflytjenda – t.d. er atvinnuleysi meðal flóttamanna og aðstandenda þeirra einnig algengara en meðal annarra hópa útlendinga.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu ESOs (Sérfræðingahópur í fjármálum hins opinbera í Svíþjóð) sem ber heitið „Atvinnuþátttaka innflytjenda – ESO skýrsla um aðlögun á vinnumarkaði“. Í skýrslunni er greining á þeirri þekkingu sem liggur fyrir sem og þeirri pólitísku stefnu sem mörkuð hefur verið til þess að auka þátttöku innflytjenda á vinnumarkaði í Svþjóð. Höfundar skýrslunnar komast að þeirri niðurstöðu að stefna Svía í málefnum innflytjenda grundvallist á nýlegum rannsóknum, könnunum og alþjóðlegri reynslu. En alltaf má gera betur. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur um aðgerðir til þess að auðvelda aðlögun t.d. Að koma á auðskiljanlegu, aðgengilegu og virku kerfi til þess að viðurkenna færni og greina þarfir fyrir viðbótarmenntun. Fram til þessa hafa margir aðilar borið ábyrgð á raunfærnimati og að greina þarfir fyrir viðbótarmenntun. Fyrir þá sem eru fæddir utan Svíþjóðar getur reynst torvelt og stundum ógerlegt að rata til viðeigandi yfirvalda. Kerfið virkar heldur ekki alltaf sem skyldi þótt þeir rambi á réttan stað. 

Fréttatilkynning: PDF
Skýrslan: PDF
Krækja í vef ESO: HTML

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se
Mer om: immigrants

Sérstakt sjónarhorn á æðri menntun?

Annelie Andersén, fil.dr.,varði doktorsritgerð sína: „Sérstakt sjónarhorn á æðri menntun? Félagsfræðilegar framsetningar nema í lýðskólum á háskólum“.

Ritgerðin fjallar um breytingar sem verða á högum námsmanna við það að yfirgefa lýðskóla og hefja nám í háskóla. Niðurstöðurnar sýna að forsvarsmenn lýðskólanna hafa haft tvær megin hugmyndir um sérstöðu lýðskólanna og um að lýðskólarnir séu stofnanir sem aðlagast kringumstæðum í samfélaginu og kröfunum sem því fylgja.
Báðar þessar hugmyndir útskýra hvers vegna mismunandi félagsleg samsemd og félagslegar framsetningar viðgangast meðal námsmanna í lýðskólum.  Ein meginhugmyndin um að lýðskólinn njóti sérstöðu sem leiði til félagslegrar framsetningar um lýðskóla sem sérstakt tækifæri til menntunar og að háskólar séu allt öðruvísi en lýðskólar. Hin  meginhugmyndin um lýðskólann er um þá sem stofnanir sem aðlagist, leiðir til framsetningar um að lýðskólinn bjóði upp á sérstakt tækifæri en háskólinn sé markmið.

Nánar: HTML

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Åland

Ný stofnun á Álandseyjum

Nýrri stofnun hefur verið komið á laggirnar á Álandseyjum, Menntaskóla Álandseyja. Stjórnandi stofnunarinnar hóf störf í mars sl. Í vor hefur verið unnið að því að velja fólk í stöður þeirra stjórnenda sem til þarf.

Hinni nýju stofnun hefur verið falin ábyrgð á þremur sviðum, þar af er framhaldsfræðsla eitt. Hin fela í sér nám til stúdentsprófs, og nám á starfsmenntabrautum. Kennslustjóri framhaldsfræðslu- og upplýsingadeildarinnar er Viveca Häggblom. Fyrsta verkefnið sem snýr að framhaldsfræðslu er að móta starfsemina, sem felst m.a. í að samhæfa verkefni á sviðinu (ráðgjöf, aðlögun og viðeigandi námskeið og brautir) auk þess, í samstarfi við önnur svið Menntaskóla Álandseyja, að þróa ákveðin viðfangsefni, þar með talið gæðastarf.

Hægt er að fylgjast með þróuninni á: www.gymnasium.ax
Tengiliður: viveca.haggblom(ät)gymnasium.ax

E-post: Vivve.Lindberg(ät)living.ax

Nýr verkefnastjóri fyrir álenskt raunfærnimatsverkefni

Peter Strandvik hefur verið valinn nýr verkefnastjóri af Evrópska félagsmálasjóðnum og fyrir raunfærnimatsverkefni sem heimastjórnin á Álandeyjum fjármagnar. Honum er falið að ljúka verkefninu sem hófst árið 2008.

Upphaflega átti verkefninu að ljúka árið 2010 en nú hefur því verið framlengt til 31.12.2012. Peter hefur reynslu sem kennari og námsráðgjafi á námsbraut fyrir verslun og stjórnun, þá hefur hann frá árinu 2008 verið viðloðandi ýmiss námskeið í framhaldsfræðslu. Ennfremur hefur hann tekið þátt í þróun fjarkennslu og setið í stýrihópi verkefnastjórnar fyrir verkefnið
FlexLearn.

Netfang: peter.strandvik(ät)handels.ax

E-post: Vivve.Lindberg(ät)living.ax

Europe

Þróun skapandi aðferða til þess að þjálfa þjálfarana

Á árunum 2011 og 2012 er unnið að alþjóðlegu Grundtvig verkefni sem ber heitið „Development of Innovative methods of training the trainers“.

Markmið verkefnisins er að þróa nýja aðferð í endurmenntun leiðbeinenda í framhaldsfræðslu. Ætlunin er að gera leiðbeinendurna færa um að hrinda í framkvæmd námskeiðseiningum sem byggja á því að gaumgæfa og vinna úr áhrifum lista, til þess að þroska gagnrýna hugsun og efla sköpunarkraft þátttakenda. Í fyrsta hluta verkefnisins fólst könnun í öllum löndunum sem standa að verkefninu (í Danmörku, Grikklandi, Rúmeníu og Svíþjóð) til þess að varpa ljósi á að hve miklu leiti leiðbeinendur í framhaldsfræðslu og þátttakendur telja að listræn skynjun og umræða um hana eigi þátt í að auðvelda nám. Ennfremur var gerð könnun á bókmenntum enskumælandi þjóða um efnið“creativity and art as educational tools in adult education”. Niðurstöður þessara kannana koma fram í sameinaðri skýrslu.

Hægt er að kynna sér efni skýrslunnar og verkefnisins á: www.artit.eu

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: innovation

NVL

Alþjóðleg ráðstefna um raunfærnimat

Dagana 5. -7. mars 2012 mun NVL í samstarfi við margar norrænar og evrópskar stofnanir, standa fyrir ráðstefnu um raunfærnimat undir heitinu: „To implement a high quality validation process – a challenge!“

Markmið ráðstefnunnar er m.a. að varpa ljósi á rannsóknir um raunfærnimat og góð/lærdómsrík dæmi um mat á raunfærni frá norrænu löndunum og frá öðrum löndum í Evrópu. Meðal fyrirlesara má nefna Mrs Martina Ni Cheallaigh, frá mennta- og menningarsviði Evrópusambandsins, Ms Maria Francisca Simoes, National Agency for Qualification (ANQ), Portúgal, Parick Werquin, hagfræðing, Stofnun um æðri menntun, Frakklandi og Per Andersson, Háskólanum í Linköping, Svíþjóð.
Staður: Osló, Noregur.

Nánar: HTML 
Dagskrá: PDF
Skráning: HTML

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Hvaða nám um sjálfbæra þróun stendur fullorðnum til boða?

7. október, Kaupmannahöfn

NVL býður til norrænnar málstofu 
7. október kl 1000 - 1600
Grundtvigsk Forum, Vartov,
Farvergade 27, 1463 Kaupmannahöfn
Þátttaka í málstofunni er ókeypis. Frestur til þess að skrá þátttöku á netfangið ellen.stavlund(ät)vofo.no rennur út 15. September.

Hversvegna ættir þú að taka þátt? Vegna þess að þar með gefst þér tækifæri til þess að hafa áhrif..

Nánar: HTML

E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Verkfærin eru fyrir hendi, notið þau!

Norræna Ráðherranefndin og Stýrihópurinn fyrir fullorðinsfræðslu óskuðu eftir að fá innsýn í hve miklum mæli fullorðnir njóta tækifæra til þess að afla sér aukinnar þekkingar og færni til þess að stuðla að sjálfbærri þróun. Hvaða námsmöguleika er boðið upp á í norrænu löndunum á sviði loftlagsbreytinga og umhverfismála?

Samtök fullorðinsfræðsluaðila í Noregi (VOFO)  var falið að kortleggja möguleikana á árunum 2010 og 2011. Í samræmi við ferli Sameinuðu þjóðanna valdi VOFO að nota sjálfbæra þróun sem yfirhugtak í samhengi við þau vandamál sem blasa við á sviði loftslagsbreytinga og umhverfismála.  
Í skýrslunni er stutt yfirlit frá hverju af norrænu löndunum fimm, yfir framboð fyrir fullorðna, sem varða stefnu um sjálfbæra þróun,  virk námstilboð og framtak. Rannsóknir og þekking eru undirstaða undir starfinu í átt að sjálfbærri þróun, sviðin þarf að styrkja, stjórna og þróa, eins og fram kemur í stefnu og áætlunum og auk þess verður að gera þekkinguna aðlaðandi og aðgengilega. Jafnframt er nauðsynlegt að samfélögin hvetji íbúa til þess að breyta viðhorfum og framferði og að hvert smátt skref er jafn mikilvægt stjórnvöldum eins og stórar og sýnilegar aðgerðir. 
Skýrslan sýnir að verkfærin eru til staðar, það þarf að nota þau
Skýrsluna gerði VOFO í samstarfi við vinnuhóp NVL um sjálfbæra þróun að frumkvæði frá SVL.

Skýrslan ber heitið: Kunnskap for Bærekraftig utvikling
- en oversikt over tilbud til voksne i Norden. NMR, Vofo, NVL 2011,  hún er aðgengileg á: HTML 

E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 6.9.2011

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande