Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Væntingar um nýja ríkisstjórn í kjölfar kosninga

Danir gengu til þingkosninga þann 15. september sl. Niðurstöður kosninganna gefa til kynna að ný ríkisstjórn taki við völdum.

Formaður flokks Jafnaðarmanna, Helle Thorning-Schmidt hefur verið falið að leiða stjórnamyndunarviðræður. Þess er vænst að viðræðunum ljúki fyrir lok þessa mánaðar. 

Meira um niðurstöður kosninganna o g þá sem kosnir voru á þing á:
www.dr.dk/Nyheder/Temaer/2011/Valg/index.htm

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Kvöldskólarnir efla lýðræðið

Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var af fjórum fræðslusamböndum, sem eru virk um alla Danmörku  (AOF, NETOP, DOF og LOF), með styrk frá samtökum danskra alþýðufræðsluaðila (DFS), leggja fræðslusamböndin ríkulega af mörkum til þess að efla lýðræði á ýmsan hátt.  Meðal annars með því að miðla upplýsingum um réttindi og skyldur í lýðræðisríki ennfremur með fræðslu um lýðræði, tilfinningar og persónulegar ákvarðanir sem leiða til aukinnar þátttöku. Námsfyrirkomulagið „fyrirmynd um gott samfélag“ veita þátttakendum færni til þess að taka lýðræðislegar ákvarðanir.

Nánar um könnunina: www.lærerportalen.dk/medborgerskab

Lesið um grein um könnunina á Dfs.dk (pdf)

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Fræðsluspilið ”Benspænd” (Fæti brugðið fyrir) hámarkar lausn vandamála í byggingarferli

Fræðsluspilið ’Benspænd’ var samið með því markmiði að kenna arkitektum, verkfræðingum, byggingarstjórum og iðnaðarmönnum að meta mikilvægi góðra samskipta, skipulags og flækjustig byggingarferla.

Þróunarvinnan var undir stjórn Menntavísindasviðs háskólans í  Árósum og leikjafyrirtækinu WORKZ, sem hafa átt náið samstarf við fræðimenn frá rannsóknastofnun í stjórnun bygginga við viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn auk fjölmargra framkvæmdaaðila úr byggingargeiranum. 
Hægt er að nálgast leikinn án endurgjalds á Netinu, það er notkun þess einnig og reynt er að höfða til sem flestra sem hafa áhuga á eða reynslu af byggingum.

Nánar: www.benspaend.dk

Nánari upplýsingar á Dpu.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Bæta á ráðgjöf við upphaf aðlögunar innflytjenda

Ný lög um innflytjendur gengu í gildi í Finnlandi í byrjun september. Nýju lögunum er einkum ætlað að bæta ráðgjöf í upphafi aðlögunar til að auðvelda innflytjendum að fara fyrr út á vinnumarkaðinn.

Samkvæmt lögunum á einstaklingur sem flytur til Finnlands rétt á að njóta sérstakrar þjónustu og ráðgjafar fyrir innflytjendur. Um leið og einstaklingi er veitt dvalarleyfi í Finnlandi eða hann skráir lögheimili sitt þar ber að veita honum upplýsingar um finnskt samfélag, atvinnulífið sem og um réttindi og skyldur samfélagsþegnanna.
Nýju lögin eiga að svara þeim breytingum sem orðið hafa á innflutningi á síðustu árum. Fram til þessa hafa lögin byggst á því að innflytjendur væru flóttamenn eða væru að flytja tilbaka til Finnlands, en nú flytur fólk til landsins af ýmsum ástæðum.  Í nýju lögunum er tekið tillit til ýmissa aldurshópa innflytjenda og mismunandi bakgrunns.

Nánar: Intermin.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Mat á menntun endurnýjað með nýju afli

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur útnefnt nýja aðila í Ráðið fyrir mat á menntun fyrir tímabilið 1.9.2011–31.12.2013.

Ráðið fyrir mat á menntun er sjálfstæð fagstofnun um mat sem ætlað er að meta menntun og nám í leikskólum, á grunn- og framhaldsskólastigi auk framhaldsfræðslu. Skrifstofan undirbýr og framkvæmir samkvæmt ákvörðunum ráðsins og er sjálfstæð stofnun við háskólann í Jyväskylä.
Ný ríkisstjórn Finna óskar að styrkja mat á menntun með því að sameina fleiri matsaðila í eina Miðstöð fyrir mat á menntun. Þetta felur í sér ný viðfangsefni fyrir ráðið um mat á menntun. 

Nánar: www.edev.fi/portal/ruotsiksi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Norway

Innflytjendum sem standast prófin fjölgar

Sex af tíum fullorðnum innflytjendum sem tóku skriflegt próf í norsku í sumar sem leið stóðust það. Í þremur af fjórum fylkjum er árangurinn betri enn síðasta ár.
Árangurinn í prófunum er betri en í fyrra, þegar annarsvegar 53 og 57 prósent próftaka náðu prófunum. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vox, norsku færniþróunarstofnuninni.

Nánar: Vox.no 

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Fleiri en 400 fyrirtæki í Noregi njóta styrkja til fræðslu

415 fyrirtæki fá á yfirstandandi ári 81 milljónir norskra króna til námskeiðahalds í lestri, ritun, stærðfræði og upplýsingatækni fyrir starfsmenn sína. Aldrei áður hefur jafn miklum fjármunum verið úthlutað úr menntaáætlun norsku ríkisstjórnarinnar: Grunnfærni í atvinnulífinu.

Umsækjendur í ár voru einnig fleiri en nokkru sinni. 700 fyrirtæki sóttu samtals um 200 milljónir norskra króna.

Nanar: Vox no

Nánari upplýsingar um úthlutunina: www.vox.no/bka

Nánar um Grunnfærni í atvinnulífinu: www.vox.no/presserom_bka

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sweden

Mikil áhersla á menntun í frumvarpi til fjárlaga

Sænska ríkisstjórnin vill greiða ungu fólki leið til starfa

Sænska ríkisstjórnin vill greiða ungu fólki leið til starfa, meðal annars með því að lækka virðisaukaskattinn á veitingarekstri. Á sviði vinnumarkaðsmála eru lagðar fram margar tillögur með því markmiði að veita fleira ungu fólki sem ekki hefur lokið prófum frá grunnskóla eða framhaldsskóla til þess að snúa aftur til náms auk þess að auka gæði og fjölga tilboðum um virkni fyrir unga atvinnuleitendur.

Ennfremur er lagðar fram tillögur um aðgerðir innan formlega skólakerfisins eins og ný nemapláss í starfsmenntaskólum fyrir fullorðna og starfsmenntaháskólum. Kostnaður við framkvæmd tillagnanna er talinn verða u.þ.b. 7,5 milljarður sænskra króna sem gert er ráð fyrir í væntanlegu frumvarpi sænsku ríkisstjórnarinnar til fjárlaga.

Nánar á Regeringen.se

Mikil áhersla á menntun í frumvarpi til fjárlaga

Í fjárlagafrumvarpi sænsku ríkisstjórnarinnar koma fram fleiri mikilvægar áherslur innan menntamála. Gert er ráð fyrir grettistaki við eflingu símenntunar fyrir kennara, umbótum á kennarastarfinu þar sem góðum kennurum verður veitt tækifæri til starfsframa, gæðaumbótum innan hugvísinda og samfélagsfræða í háskólum auk þess sem gert er ráð fyrir fjölgun nema í læknisfræði, tannlækningum, hjúkrunarfræði og verkfræði. 

Kennaraátaki II verður hrint í framkvæmd og um leið verður lögð áhersla á símenntun þar sem kennurum með réttindi en sem skortir þekkingu á einhverjum sviðum eða vegna námskeiða sem þeir eiga að kenna gefst kostur á að nálgast þá þekkingu. Sérstakar fjárveitingar eru ætlaðar til starfsmenntakennara og fyrir kennara sem eru án réttinda.  

Nánar á Regeringen.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Þrjár stofnanir verða að tveimur

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera könnun á þeim stofunum sem starfa á sviði háskólamenntunar. Könnunin nær til Háskólastofnunarinnar, Þjónustustofnunar háskólanna og Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Í könnuninni er ætlast til að fram komi tillaga um hvaða endurskipulagning hentar best en ekki hvort af henni verður.

Sú starfsemi sem nú er rekin innan stofnananna þriggja mun verða fyrir hendi að endurskipulagningunni lokinni – en innann nýs ramma. Þó er greinilegt að markmiðið er að skilja að framkvæmd og eftirlit.

Nánar á Hsv.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Nýr rektor við Fræðasetur Færeyja, Háskólann í Færeyjum

Þann 1. september sl. urðu rektorsskipti við Háskólann í Færeyjum. Doktor Sigurður í Jákupsstovu, sem er nýr rektor, leggur áherslu á mikilvægi þess að allt ungt fólk á Færeyjum viti hvaða námstilboð eru í boði við háskólann.

Við núverandi aðstæður yfirgefa um það bil tveir þriðju hlutar alls ungs fólks, sem hefur lokið stúdentsprófi, eyjarnar til þess að mennta sig frekar.  Því er brýnt að markaðsfæra Háskólann í Færeyjum og námið sem þar er boðið upp á. Nýr rektor bendir ennfremur á að menntun er æviviðfang sem verður að aðlaga að þörfum samfélagsins. Námstilboð verða að vera sveigjanlegri, koma þarf á fleiri námsleiðum og leita samstarfs við atvinnulífið til þess að gera menntunina meira aðlaðandi og þannig að hún svari þörfum stúdentanna betur.

Nánari upplýsingar á færeysku: www.setur.fo

Elisabeth Holm
E-post: ElisabethH(ät)setur.fo

Grönland

Kennsla í dönsku aðlögum þörfum hvers Grænlendings í Óðinsvéum

Í Grænlendingahúsinu í Óðinsvéum fer fram ókeypis einstaklingsmiðuð kennsla í dönsku fyrir Grænlendinga sem búa í borginni, í samstarfi við færniþróunarmiðstöð fyrir dönskukennslu. Markmið kennslunnar er að bæta dönskukunnáttu Grænlendinga sem búa og nema í Óðinsvéum.

Grænlendingahúsin í Danmörku er hluti af grænlenska menntakerfinu. Húsin eru í Álaborg, Árósum, Óðinsvéum og Kaupmannahöfn og þau eru samkomustaður Grænlendinga og einnig vettvangur fyrir námsráðgjöf fyrir námsmenn á Grænlandi.

Umfjöllun um húsin er að finna á heimasíðu grænlenska fréttablaðsins Sermitsiaq:
http://sermitsiaq.ag/node/107903

Birgit Gedionsen
E-post: birgit(ät)suliplus.gl

Fljótandi kennsla meðfram ströndum Grænlands

Dagana 5. Til 10. september var sigldi skip meðfram ströndum Grænlands þar sem boðið var upp á námsráðgjöf fyrir þá sem hafa hug á að afla sér náms á Norður-Jótlandi. Skipið sigldi í höfn á Aasiaat, Sisimiut, Maniitsoq og Nuuk. Um borð voru auk kennara og námsráðgjafa fyrrverandi og núverandi nemendur sem sögðu frá Norður-Jótlandi sem stað til menntunar.

Verkefnið var á vegum grænlenska hússins í Álaborg og var ætlað að veita upplýsingar um nám og aðstæður á Norður-Jótlandi. Margir Grænlendingar fara til Danmerkur til náms sökum þess að ekki eru nægilega mörg nemapláss á Grænlandi.

Nánari upplýsingar frá Qanorooq frétta KNR-TV á: Dr.dk

Birgit Gedionsen
E-post: birgit(ät)suliplus.gl

NVL

Raddir notenda – Niðurstöður úr norrænni rannsókn í náms- og starfsráðgjöf

Niðurstöður norrænnar rannsóknar í náms- og starfsráðgjöf meðal fullorðinna hafa verið birtar í skýrslu sem ber heitið Voice of users: Promoting quality of guidance for adults in the Nordic countries.

Hugmyndin um að virkja notendur almannaþjónustu í uppbyggingu og skipan hennar hefur fengið aukinn hljómgrunn hin síðustu ár, þ.m.t. í náms- og starfsráðgjöf. Að baki liggur sú lýðræðislega sýn að notendur eigi rétt á að láta í ljós skoðanir og móta þá þjónustu sem þeir nýta sér. Litið er svo á virk þátttaka notenda náms- og starfsráðgjafar auki gæði hennar. Markmiðið með rannsókninni er m.a. að kanna að hvaða marki notendurnir eru virkir þátttakendur í þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna á Norðurlöndum. Í rannsókninni er einnig leitað svara við því hvaða áhrif ráðgjöfin hefur á þá sem notfæra sér hana, þ.e. hver er ávinningur hennar fyrir notendurna. Rannsóknin byggir á niðurstöðum úr rýnihópum meðal notenda, ráðgjafa og stjórnenda á sviði fullorðinsfræðslu og netkönnun meðal notenda á Norðurlöndum. Rannsókninni var stýrt frá Háskóla Íslands og hún var fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni.

Lestu um niðurstöður rannsóknarinnar: HTML

Andrea G. Dofradóttir
E-post: andread(ät)hi.is

Hvernig getur tæknistutt nám stuðlað að byggðaþróun?

Var yfirskriftin á málþingi sem Distans – norræna fjarkennslunetið – stóð fyrir í Norræna húsinu í Þórshöfn þann 21. september sl.

Nær 70 áhugasamir þátttakendur frá ýmsum menntastofnunum og fyrirtækjum mættu á málþing Distans í Þórshöfn, þar sem sjónum var beint að því hvernig hægt er að nýta fjarkennslu og beitingu tækni við nám, kennslu og þróun á dreifbýlissvæðum. Auk áhugaverðra og hvetjandi fyrirlestra um fjarkennslu í örðum dreifbýlissvæðum á Norðurlöndunum, var sjónum beint að reynslu og tækifærum sem blasa við á Færeyjum. Fyrirlestrar Færeyinganna sýndu fram á að það er talsverð reynsla fyrir hendi á mismunandi sviðum og miklu skiptir að vinna saman að og þróa hana áfram. Við verslunarskólann í Kambsdal, sem hefur um árabil boðið upp á fjarkennslu í grunnfögum í viðskiptagreinum, eru nemendur ekki aðeins nemar sem búa í strjálbýlum svæðum á Færeyjum, heldur einnig nemar af færeysku bergi brotnir um allan heim. Verslunarskólinn í Þórshöfn býður t.d. upp á stök fög í viðskiptagreinum í samstarfi við Háskólann í Árósum.  Á sama hátt er hægt að ljúka B.Sc. í hugbúnaðarverkfærði við háskólann í Færeyjum sem er skipulagt á þann hátt að deildin hefur samvinnu við Mittuniversitetet í Svíþjóð sem býður upp á sum námskeiðin í fjarkennslu fyrir stúdenta á Færeyjum. Fjórða og síðasta dæmið fjallaði um hvernig hægt er að skapa hvetjandi umhverfi við nám með námshermum í tengslum við olíuvinnslu. Það var fyrirtækið Simprentis, alþjóðlegt færeyskt fyrirtæki sem býður upp á námskeið víðsvegar um heiminn.

Nánar á heimasíðu Distans neti NVL:
http://distans.wetpaint.com/

Elisabeth Holm
E-post: ElisabethH(ät)setur.fo

Málstofa um nám/fræðslu sem leið til samfélagsbreytinga

Dagana 8. og 9. september stóð færniþróunarverkefni NVL 2009-2012 fyrir málstofu í Lundi í Svíþjóð. Markmiðið var að kynna og ræða greiningu hóps fræðimanna á fyrirmyndardæmum um hvernig námi hefur verið beitt til þess að mæta breytingum á vinnumarkaði eða í samfélaginu.

Allir þátttakendur höfðu með góðum fyrirvara fengið fyrsta uppkast að skýrslu hópsins með greiningu á dæmunum og fræðilega umfjöllun. Rúmlega 40 manns mættu til leiks og tóku afmiklum áhuga þátt í starfi vinnuhópa og hlustuðu á erindi fræðimannanna um starf hópsins við greininguna. Að málstofunni lokinni var öllum aðstandendum dæma einnig send skýrslan og þeir veitt tækifæri til þess að senda inn athugasemdir við greininguna eða framsetningu eigin dæma til 1. október nk.

Nánar: HTML

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(hja)frae.is

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 27.9.2011

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande