Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Breytingar og ráðuneytum á sviði fullorðinsfræðslu eftir stjórnarskipti

Danir hafa fengið nýja minnihlutastjórn með Jafnaðarmannaflokknum, De Radikale venstre og Sósíalíska þjóðarflokksins Helle Thorning Schmidt er er fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra þar í landi.

Eftir myndun nýju ríkisstjórnarinnar hafa orðið breytingar sem snerta svið fullorðinsfræðslu, meðal annars hefur menntamálaráðuneytinu verið breytt í ráðuneyti barna og menntunar. Christine Antorini úr flokki jafnaðarmanna er nýr ráðherra fyrir ráðuneyti barna og menntunar og undir það fellur almenn starfsmenntun fullorðinna. Alþýðufræðslan heyrir nú undir menningarmálaráðuneytið en þar er Uffe Elbæk úr flokki De Radikale venstre. Akademísk menntun og starfsmenntun á háskólastigi heyrir nú undir ráðuneyti, vísinda, nýsköpunar og framhaldsmenntunar sem  mun ganga undir nafninu menntamálaráðuneytið og ráðherrann sem svarar fyrir það er Morten Østergaard einnig úr flokki De Radikale venstre.

Nánar um nýju ráðherrana og ráðuneytin: http://fivu.dk og www.uvm.dk
Nánar um flutning alþýðufræðslunnar á slóðinni www.dfs.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Jákvæð efnahagsleg áhrif á rannsóknum í samstarfi atvinnulífsins og opinberra vísindastofnana

Niðurstöður nýlegrar og umfangsmikilla greiningar á efnahagslegum áhrifum af samstarfi fyrirtækja við rannsóknastofnanir benda til þess að samstarf um rannsóknir og þróun auki framlegð starfsfólksins og leiði þar með til verðmætaaukningar í fyrirtækjunum.

Í ritinu er einnig greint frá markmiði greiningarinnar, grundvelli hennar og niðurstöðum.  Í lok greiningarinnar er yfirlit yfir alþjóðlegar kannanir um áhrif vísindasamstarfs. Greiningin er gerð af samstarfi vísinda- og nýsköpunarráðsins við Damvad auk fræðimanna frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.

Hægt er að nálgast greininguna á slóðinni: Fi.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Sjónum beint að innflytjendum af erlendum uppruna

Frumkvöðlar af erlendu bergi brotnir hafa nú tækifæri til þess að fá mentor í lið með sér.

Mentorinn getur komið úr röðum stjórnenda eða starfmanna í dönskum fyrirækjum. Á þann hátt geta frumkvöðlarnir fengið mótleikara við stofnun fyrirtækis, meðal annars leiðsögn um hvert hægt er að leita í danska kerfinu og einnig við að þróa öfluga viðskiptaáætlun. Þá geta þeir einnig komist í samband við sérstaka viðskiptavini og komið sér upp netverki í viðeigandi atvinnugeirum. Það er viðskiptaráð innflytjenda og viðskiptaráð Kaupmannahafnar sem hafa gert samning við félag Nýdana og ætlunin er að beita viðskiptamentorum úr þeirra hópi til þess að mynda pör, einn þeirra á móti einum alþjóðlegum frumkvöðli. 

Nánar á slóðinni: Startvaekst.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Alþýðufræðslan byggir brú í menntun

Er neitið á nýjum bæklingi sem samtök alþýðufræðsluskóla hefur gefið út í samstarfi við danska alþýðufræðslusambandið, DFS.

Í bæklingnum er frásögn sex ungra þátttakenda sem lýsa því hvernig þátttakan í alþýðufræðslu örvaði þau til frekara náms. Í alþýðufræðslunni er áhersla lögð á séreinkenni kennslufræði alþýðufræðslunnar, m.a. hvetjandi kennslufræði, hvetjandi og rúmt umhverfi, samhengis á milli faglegs, og persónulegs náms sem og á milli náms og ráðgjafar.

Hægt er að hlaða bæklingnum niður frá heimasíðu Dfs.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Þekking og atvinna fyrir ungt fólk

Í nýjum ríkisstjórnarsáttmála Finna er lögð er mikil áhersla á verkefni til þess að hindra að ungt fólk verði utan veltu á vinnumarkaði og í þar meðtali er einnig menntatrygging.

Með henni á að tryggja að allt ungt fólk undir 25 ára aldri og ungir stúdentar, sem nýlega hafa brautskrást  og ekki hafa náð 30 ára aldri, eiga að fá tilboð um vinnu, starfsþjálfun, nám, vinnustofu eða endurhæfingarpláss áður en innan þriggja mánaða frá því að þeir hófu atvinnuleit.
Af tölum um atvinnuástandið má sjá að það voru samtals 54.600 atvinnuleitendur undir 29 ára aldri í ágúst síðastliðnum. Þar af voru 30.300 yngri en 25 ára. Um það bil þriðjungur þeirra höfðu einungis lokið námi úr grunnskóla. Nær helmingur atvinnuleitenda hafa lokið starfsmenntun en eru samt á vinnu.

Nánar: Tem.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Virðing fyrir starfsmenntun eykst í Finnlandi

Miðað við meðaltal íbúa í Evrópu kunna Finnar betur að meta starfsmenntun en aðrir. Samkvæmt nýjustu mælingum Evrópubarómetersins telja 71 % íbúa Evrópu að starfsmenntun njóti virðingar í heimalandi þeirra. Á Möltu eru 92 % íbúanna sama sinnis í Finnlandi 90 % en hlutfallið í Litháen er aðeins 61 %.

Evrópubarómeterinn var gefinn út þann 7. október sl. og þar er skoðunum íbúa í aðildarlöndunum á starfsmenntun lýst og hver staða hennar og mikilvægi eru. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar sýna að almennt nýtur starfsmenntun minni virðingar en akademískt nám. Virðingin er samt talsvert ólík í löndunum og hið sama á við um skoðanir á gæðum starfsmenntunar í eigin landi.
Í þeim löndum sem starfmenntun nýtur hvað mestrar virðingar, eins í á Möltu, í Austurrík og Finnlandi treysta íbúarnir því einnig að menntunin sé vel við hæfi. Í löndum eins og Lettlandi, Litháen og Slóveníu, þar sem virðingin er minnst efast íbúarnir einnig mest um gæði menntunarinnar.

Nánar: Oph.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins flutt í nýtt húsnæði

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, FA hefur flutt starfsemi sína í Ofanleiti 2, í Reykjavík.
Þar deilir miðstöðin húsnæði með Starfsmennt fræðslusetri og fræðslusjóðunum Landsmennt, Sveitamennt og Ríkismennt. Allir þessir aðilar bjóða til opnunar  fimmtudaginn  3. nóvember nk. Í Ofanleiti 2 er Mímir-símenntun einnig til húsa auk fjölda fyrirtækja á sviði fræðslu og nýsköpunar.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Gæðamál háskóla á Íslandi

Ráðstefna um gæðamál háskóla verður haldin í Reykjavík þriðjudaginn 18. október en þar verður nýtt gæðakerfi fyrir íslenska háskóla formlega kynnt. Ráðstefnan er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, Rannís og gæðaráðs háskólanna, sem stofnað var á síðasta ári.

Gæðaráðið starfar í anda þeirra stofnana sem fara með skipulag gæðaeftirlits. Í því eiga einvörðungu sæti erlendir sérfræðingar. Formaður þess er Norman Sharp, fyrrverandi yfirmaður gæðaeftirlits með skoskum háskólum. Meðlimir gæðaráðsins munu sjálfir ekki taka beinan þátt í úttektum á háskólum hér á landi nema á þeim sviðum þar sem sérhæfing þeirra nýtist en eftir sem áður verða fengnir færustu fagsérfræðingar á hverju sviði til að annast þær.
Gæðaráðið mótar aðferðafræði fyrir mat á gæðum í kennslu og rannsóknum og mun gera tillögu til ráðherra um þriggja ára áætlun um eftirlit með kennslu og rannsóknum við íslenska háskóla. Það hefur mótað skýra stefnu um gæðaeftirlit á háskólastigi, sem m.a. gerir kröfur um að skólarnir viðhaldi ábyrgu innra gæðaeftirliti og felur í sér áætlun um ytra eftirlit.

Nánar: www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/6267

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Ráðstefna og bók um tölvuleikjanám

Samband norskra fjarkennsluaðila (NFF) er þátttakandi í Leonardó verkefni um nám sem byggir á tölvuleikjum. Þann 13. október síðastliðinn stóð verkefnið fyrir ráðstefnu í Kaupmannahöfn í tilefni af útgáfu bókarinnar "The GAMEiT handbook", sem getur verið inngangur á sviðið.

Á ráðstefnunni var fjallað um efni eins og til dæmis: Hvernig geta leikir átt þátt í að bæta kennslu? og Hvað lærir maður af því að vinna með leiki? Hægt er að kaupa bókin, sem er í takmörkuðu upplagi með því að senda tölvupóst á netfangið: kjendlie(ät)nade-nff.no

Nánar: www.projectgameit.eu

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Vilja fá fyrirlestra í hlaðvarpi

Í upplýsingatæknivöktun Noregsháskólans, (IKT-monitor) kemur fram að stúdentar óska eftir því að notfæra sér framsæknari námsgögn. Samhliða því að margir þeirra óska eftir að fyrirlestrar verði aðgengilegir í hlaðvarpi hafa kennarar og fræðimenn í háskólunum áhyggjur af því að það muni draga úr mætingu á sjálfa fyrirlestrana.

Ráðstefna um stöðu upplýsingatækni 2011 var haldin í Osló dagana 17. og 18. október. Á ráðstefnunni voru niðurstöður könnunarinnar (IKT- monitor) kynntar. Könnunin er viðhorfskönnun sem tekur yfir allan Noreg og lýsir stöðu og þróun í notkun á stafrænum verkfærum og miðlum í námi á háskólastigi. Síðasta og jafnframt fyrsta könnunin var gerð árið 2008. Niðurstöðurnar verða aðgengilegar á slóðinni: http://norgesuniversitetet.no/ 
Í könnuninni kemur fram að nánast allir stúdentar notfæra sér stafræn verkfæri og miðla í tengslum við nám sitt. Fræðimenn og kennarar við háskóla notfæra sér stafræn verkfæri og miðla í auknum mæli og á fjölbreyttari máta en þeir gerðu árið 2008.

Nánar á slóðinni Regjeringen.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sweden

Veftímaritið re:flex kemur út á nýjan leik

Nú er aftur hafin útgáfa á veftímaritinu Re:flex með nýju útliti og nýjum greinum. Í samstarfi við Alþýðufræðslunetið er ætlunin að veftímaritið auki færni í fjarkennslu og sveigjanlegu námi fyrir kennara innan alþýðufræðslunnar.
Í veftímaritinu re:flex er úrval efnis til þess að örva þróun aðferða og fræða um vefkennslu ásamt því að miðla reynslu af sveigjanlegu námi.
 
Hægt er að nálgast veftímaritið re:flex á slóðinni: www.reflex.folkbildning.net
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Frumkvöðla nám leiðir til aukinnar innri hvatningar nema

Fredrik Åberg, hefur í vinnu við lokaverkefni sitt á starfsmenntakennarasviði Linné-háskólans, kannað hvað það er sem iðnnemar telja að einkenni innri hvatningu þeirra. Meðal þátta sem fram koma eru þekking kennara á efninu, hæfileikar til að útskýra og veita viðurkenningu auk þess að vera réttlátir. Aðrir afgerandi þættir eru þátttaka nemanna og tækifæri til þess að hafa áhrif.

Fjölmargir þættir sem hafa áhrif á innri hvatningu nemanna eiga margt sameiginlegt með starfsháttum frumkvöðla og Frederik Åberg telur að starfsmenntakennarar notfæri sér þetta án þess að vera meðvitaðir um það. 

Nánar: Svensktnaringsliv.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Ný tækifæri til menntunar fyrir atvinnuleitendur

Samstarf á milli færeysku vinnumálastofnunarinnar, menntamálaráðuneytisins og kvöld- og unglingaskólans í Þórshöfn opnar atvinnuleitendum ný tækifæri.

Fjórir af hverjum fimm atvinnuleitendum á Færeyjum hefur ekki lokið námi frá framhaldsskóla. Til þess að komast inn í framhaldsskóla verður að hafa góðar einkunnir úr grunnskóla (9. klasse) eða af almennri braut (10. klasse, eins árs nám að loknum grunnskóla). Þessar kröfur uppfylla margir þeirra sem eru án atvinnu ekki. Þess vegna hefur færeyski atvinnuleysistryggingasjóðurinn átt frumkvæði að því að atvinnuleitendur fái tækifæri til þess að ná sér í réttindi til þess að komast inn í framhaldsskóla. Í samstarfi aðilanna þriggja felst að kvöldskólinn í Þórshöfn bjóði upp á undirbúningsnám í þeim almennu greinum sem samsvara 10. bekk. Menntamálráðuneytið ábyrgist viðurkenningu á námskeiðunum og atvinnuleysistryggingasjóður fjarmögnunina. Fyrstu námskeiðin hefjast 1. nóvember og hægt verður að ljúka prófi í febrúar 2012. 

Nánar á færeysku: Als.fo

Elisabeth Holm
E-post: elisabeth(ät)setur.fo

Frumkvöðulsháttur hluti af kennslu í grunnskóla

Mánudaginn 26. september sl. undirrituðu Helena Dam á Neystabø, menntamálaráðherra og Rani Nolsøe, framkvæmdastjóri Frumkvöðlasetursins, þriggja ára samstarfssamning í því skini að þróa frumkvöðulshátt í grunnskólanum.

Í nýrri námsskrá fyrir grunnskóla, sem tók gildi í ágúst á þessu ári, er mikil áhersla lögð á frumkvöðulshátt, einkum í sambandi við grunnleikni í öllum námsgreinum. Undir þá leikni falla meðal annars samskipti og sköpun, sem eiga að örva forvitni nemendanna, löngun og hvatningu til þess að þroska með sér sköpunarmátt sinn. Vegna þess hve Frumkvöðlasetrið hefur langa reynslu af frumkvöðulshætti, einkum í samstarfi við atvinnulífið, er nú lagður grundvöllur fyrir skipulagt samstarf á milli setursins og grunnskólans.

Nánar: Mmr.fo & på Is.fo

Elisabeth Holm
E-post: elisabeth(ät)setur.fo

Grönland

Skóli fyrir leiðsögumenn í Ittoqqortoormiit

Einstakt nám í leiðsögn fyrir ferðamenn hefur verið í boði fyrir íbúa í Ittoqqortoormiit. Námið er þróað og kennt í Piareersarfik, staðbundnu fræðslu- og ráðgjafmiðstöðinni í bæ með tæplega 500 íbúum.
Námið er aðlagað þörfum og færni sem var til staðar í Ittoqqortoormiit, þar sem gengið var út frá námi sem hafði þýðingu og svaraði þörfum námsmannanna. Svo þýðingarmikið að, námsmönnunum fannst sumu ofaukið, vegna þess að þeir þekktu það á eigin skinni, bjuggu yfir færni og leikni af eigin reynslu sem íbúar í veiðimannasamfélagi. 
Hugmyndin að leiðsöguskólanum kviknaði í samstarfi við ferðaskrifstofuna Nanu-Travel. Öll námsskráin, sem tekur yfir kennslu í heilt ár, þar sem nálgunin er hvoru tveggja í senn fræðileg og praktísk. Mest áhersla er lögð á hið síðarnefnda, vegna þess að þeir sem hafa verið valdir sem leiðbeinendur, eru veiðimenn úr byggðinni með reynslu af leiðsögn fyrir ferðamenn. Fyrir liggja einnig námsskrár fyrir nám sem tekur yfir 2 eða 3 ár.
Þá er á áætlun að fylgja náminu eftir með tilboði um nám fyrir „veiðikonur“ svo einnig verði hægt að nýta færni þeirra í þróun ferðamennskunnar.
Piareersarfiit eru staðbundin fræðslu- og ráðgjafamiðstöðvar. Það eru  Piareersarfik í hverjum bæ og í nokkrum byggðarlögum.
Birgit Gedionsen
E-post: birgit(ät)suliplus.gl

Námskeið fyrir starfsmenn á söfnum í Nuuk

Dagana 26. til 30. september var haldið í Nuuk námskeið fyrir starfsfólk í söfunum. Hugmyndin að námskeiðinu er að sögn formanns safnanefndarinnar, Aviaaja Rosing Jakobsen, var að veita starfsfólki í byggðasöfnum á Grænlandi innsýn í safnaheiminn og skapa framtíðarsýn samhliða því sem starfsfólkið öðlaðist þekkingu á grænlenskri menningu.

Hve brýnt það er að þróa færni starfsfólks í söfnum staðfestir Aviaaja: „Það er liður í því að miðla menningararfinum til íbúa í byggðunum og utanaðkomaandi. Flestir voru á einu máli um að það væri þörf fyrir að starfsfólk á söfunum á Grænlandi kæmi saman og fengi kynningu á helstu þáttum í sögu Grænlands og daglegri starfsemi safna. Það er afar mikilvægt að þeir sem eru til staðar úti í byggðunum séu meðvitaðir um menningararfinn, sem þeir eiga að vinna við og miðla til annarra íbúa.“  Aðspurð hvernig þeir líti á hlutverk sitt sem framhaldsfræðsluaðilar svarar hún: „Hlutverk okkar í fullorðinsfræðslu er að miðla menningararfinum á Grænlandi í gegnum mismunandi sýningar. Við viljum gjarnan í samstarfi við Naalakkersuisut koma á laggirnar menntun fyrir starfsfólk á söfnum, til þess að uppfæra þekkingu ófaglærðra starfsmanna.“

Nánar í fréttablaðinu Sermitsiaq:
”Museer på seminar” http://sermitsiaq.ag/node/108290

Birgit Gedionsen
E-post: birgit(ät)suliplus.gl

NMR

Þátttaka í fjölmenningarlegu samfélagi á Norðurlöndunum – vinnuþing um stefnu í menntamálaum

1. og 2. 12. Vasa í Finnlandi

Vinnuþingið er hluti af formennskuári Finna fyrir Norrænu ráðherranefndina 2011 og er haldið í samstarfi á milli ráðgjafahópsins um norrænt skólasamstarf, starfsmenntahópsins, stýrihópsins fyrir nám fullorðinna og ráðgjafahópsins um norrænt samstarf um æðri menntun. Markmiðið er að:
- skapa nánara norrænt samstarf á milli þverfaglegra norrænna netverka
- huga að þemum sem vert er að rannsaka
- veita nýjar hugmyndir um sameiginleg frumkvæði/aðgerðir til dæmis í gegnum Nordplus HORISONTAL
Stjórnendur í ráðum og hópum hér að ofan bjóða lykilpersónum frá sínum löndum á þingið. Þingið er einkum ætlað viðeigandi embættismönnum úr ráðuneytum, menntayfirvöldum og annarra á sviði menntamála auk vísindamanna. Enn er rými á dagskránni fyrir erindi, áhugasömum er bent á að hafa samband við Ulla-Jill Karlsson, ulla-jill.karlsson(ät)minedu.fi

Tilkynningar um þátttöku og aðrar fyrirspurnir skal senda á netfangið sini.keinonen(ät)minedu.fi

Dagskrá: PDF


RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 25.10.2011

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande