Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Ekki dugar að beita fjárhagslegum refsingum til þess að koma atvinnulausum í vinnu

Sýnir ný könnun frá rannsóknastofnum sveitarfélaganna (d.Anvendt kommunal forskning).

Refsiaðgerðir sveitarfélaganna eru mismunandi, en þeim fjölgar stöðugt sem beita refsingum á einn eða annan hátt.  Í könnuninni kemur fram að það ber ekki árangur að hætta að greiða bætur til atvinnulausra í þeim tilgangi að þeir fái sér vinnu. Margir þeirra sem njóta atvinnuleysisbóta geta leyst úr fjárhagsvandræðum sínum um tíma en fara síðan aftur á bætur. Í skýrslunni er mismunandi aðgerðum lýst, beiting fjárhagslegra refsinga og markhópurinn er greindur. Hlutfall ungs fólks undir 25 ára aldri er 42% og af þeim eru karlar í meirihluta.

Hægt er að nálgast skýrsluna á slóðinni: www.akf.dk/udgivelser/container/2011/udgivelse_1165/

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Tæknistutt nám og sveigjanlegt veitir fleirum tækifæri til menntunar

- Sýnir könnun sem danska matsstofnunin EVA hefur framkvæmt.

Könnunin varpar ljósi á útbreiðslu af tæknistuddu námi og blönduðum námsleiðum í grunn- og framhaldsnámi í Danmörku. Meðal þeirra fræðslutilboða sem könnunin tekur til eru símenntunarmiðstöðvar fyrir fullorðna, nám fyrir fullorðna á grunn- og framhaldsskólastigi  auk námsleiða til diplóma í verslunarháskólum og starfsmenntaháskólum. Í könnuninni er litið til ástæðunnar að baki því að beita tæknistuddri kennslu og/eða blöndu af hefðbundnu og tæknistuddu námi fyrir sérstaka markhópa og hvaða tækifæri eru til að nota slíkar aðferðir og hvað getur komið í veg fyrir að þeim sé beitt. Sveigjanleiki veitir fullorðnum sem búa langt frá kennslustað, eða eru í fullu starfi tækifæri til náms og börn geta einnig tekið þátt í kennslunni. Hindranir sem getið er um felast m. a. Í takmarkaðri þekkingu námsmanna á þeim  tækifærum sem eru í boði auk þess sem skortur er á getu og færni bæði meðal námsmanna og leiðbeinenda.

Hægt er að nálgast skýrsluna á slóðinni: HTML

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Vísindamaður að láni – gott tækifæri fyrir bæði lítil og meðalstór fyrirtæki

Verkefni sem ber heitið „ Styttri leið til nýrrar þekkingar“ er tilboð til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Mið-Jótlandi, sem skortir ákveðna þekkingu til nýsköpunar og þróun viðskiptatækifæra. Fyrirtækin geta sótt um að fá vísindamann að láni án endurgjalds til þess að ræða um þróun sem tekur mið af þörfum fyrirtækisins.

Markmiðið er að efla nýsköpun með því að styrkja samstarf á milli þekkingarstofnanna og fyrirtækja. 75 fyrirtæki hafa þegar sótt um vísindamann.  Verkefnið greiðir laun vísindamannanna, það er fjármagnað af Mið-Jótlandi  og byggðaþróunarsjóði ESB. Allir háskólar í Danmörku og stofnanir viðurkenndar tækni þjónustu eru meðal þátttakenda í verkefninu.

Meira: Serviceplatform.dk 
Eða: http://genvejtilnyviden.au.dk/

Marias Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Færsla fullorðinsfræðslu á milli ráðuneyta eftir stjórnarskipti – framahald

Í síðasta fréttabréfi var vegna mistaka, ekki nefnt að ráðuneyti innflytjendamálefna, hefur verið lagt niður og verksvið þess verið flutt til annarra ráðuneyta. Á sviði fullorðinsfræðslu hefur þetta í för með sér að málefni tungumálamiðstöðva þar sem útlendingum er kennd dansk,a hafa verið fluttar til ráðuneytis fyrir börn og menntun(sem áður hét menntamálaráðuneytið).
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: integration

Finland

Félagsmiðlar mikilvægir fyrir samheldni í sveitarfélögum

Sveitarfélögin nýta sér félagsmiðla einkum til þess að auka samheldni og til markaðssetningar. Stór hluti þeirra eða 67 % þeirra sem tóku þátt í könnun sambands finnskra sveitarfélaga taldi að félagslegir miðlar væru mikilvægir eða afar mikilvægir fyrir samheldni. Alls töldu 73 prósent þessara sveitarfélaga að félagslegir miðlar væru mikilvæg verkfæri til markaðssetningar.

Þær stofnanir hjá sveitarfélögunum sem oftast notfæra sér félagsmiðla eru félagsmiðstöðvar (73 %) bókasöfn (67 %) og stjórnsýslan (37 %) auk þess sem skólarnir nota þá í (32 %) tilfella og ferðaþjónustan í (30 %).
- Sveitarfélögin nota bæði sérsniðnar lausnir og þekktari kerfi eins Facebook, YouTube og Twitter, segir vefstjóri Sambands finnskra sveitarfélaga Pi Krogell-Magni.
Könnun á notkun félagsmiðla í finnskum sveitarfélögunum í fór í fyrsta skipti fram í september 2011. Svarhlutfallið var 40 prósent.

Meira: Kommunerna.net

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Umbótum á starfsmenntaháskólum hrint í framkvæmd

Umbæturnar eiga að bæta forsendur starfsmenntaháskólanna til aukins sjálfstæðis og sveigjanleika við að mæta breytilegum þörfum atvinnulífsins, samfélagsins og landshlutanna. Umbæturnar eiga að taka gildi í byrjun árs 2014.

Í tengslum við umbæturnar verður fjármögnun starfsmenntaháskólanna endurskoðuð. Fjárveitingar til grundvallarstarfsemi verða algerlega á höndum ríkisins og starfsmenntaskólarnir verða sjálfstæðir lögaðila.
Í Finnlandi eru 25 starfsmenntaháskólar með 118.000 nemendum sem ljúka námi með prófgráðu og 6.500 sem ljúka æðri gráðum til starfsmenntunar. Í fjárlögum ársins 2011 er gert ráð fyrir að það muni kosta 897 milljónir evra að reka starfsmenntaháskólana þar af greiðir ríkið 409 milljónir en sveitarfélögin það sem út af stendur.

Meira: Minedu.fi (1) og Minedu.fi (2)

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Íslensk-skandinavísk veforðabók opnuð

Íslenska-skandínavíska veforðabókin ISLEX verður opnuð við hátíðlega athöfn á degi íslenskrar tungu 16. nóvember í Norræna húsinu í Reykjavík.

ISLEX er orðabókarverk sem er unnið á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (áður Orðabókar Háskólans) í samstarfi við háskóla- og rannsóknarstofnanir á Norðurlöndum: Det Danske Sprog- og Litteraturselskab í Kaupmannahöfn, Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier (LLE) við háskólann í Bergen og Institutionen för svenska språket við Gautaborgarháskóla. Ritstjórn og þróun ISLEX hefur verið á höndum Íslendinga.

Meira: www.arnastofnun.is/page/arnastofnun_ord_islex

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Rúmlega 70 þúsund manns stunduðu símenntun árið 2010

Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að árið 2010 sóttu um 70.200 manns á aldrinum 16-74 sér einhvers konar fræðslu, annað hvort í skóla eða aðra fræðslu með leiðbeinanda, 31,4% landsmanna.
Frá árinu 2003 hefur hlutfall landsmanna á aldrinum 16-74 sem stundar einhvers konar menntun heldur farið hækkandi. Hlutfall kvenna sem sækir sér fræðslu er hærra en hlutfall karla. Þannig sóttu 35,1% kvenna á aldrinum 16-74 ára eins hvers konar fræðslu, þar með taldar þær sem stunduðu nám í skóla árið 2010, en 27,8% karla. Konur eru fleiri en karlar meðal þeirra sem sækja námskeið, stunda nám í skóla og sækja sér annars konar fræðslu. Lítill munur er á þátttöku kynjanna í símenntun meðal þeirra sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun en konur sem hafa lokið framhaldsskóla eða háskóla stunda símenntun í mun meira mæli en karlar með sambærilega menntun.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Fyrirmynd í námi fullorðinna tekur þriðja sveinsprófið í fangelsi

Rolf Sagstad er um það bil að ljúka þriðja sveinsprófinu sín í fangelsinu í Bergen. Þegar hann verður laus á næsta ári bíður hans föst vinna.

Sagstad sem afplánar tíu ára dóm, fékk í síðustu viku viðurkenningu sem fyrirmynd í námi fullorðinna. Viðurkenningin er veitt af samtökum fullorðinsfræðsluaðila til einstaklinga sem hafa yfirstigið ýmsar hindranir sem fullorðnir og lokið námi sem hefur í för með sér breytingar á aðstæðum þeirra.

Meira: Vox.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Nýtt fræðslusamband – Fræðslusamband um næringu og samfélag hefur verið stofnað

7. nóvember er sögulegur dagur. Alþýðufræðslusambandið Populus og Fræðslusamband landsbyggðafólks hafa samþykkt að leggja niður starfsemi sína og frá og með nýju ári mynda hið nýja Fræðslusamband um næringu og samfélag. Velmannaður árfundur samþykkti nýtt nafn, stofnsamþykktir, stefnu og fjárhagsáætlun. Þá var Steinar Klev valinn til þess að stýra starfinu þar til nýja fræðslusambandið tekur til starfa.

Meira: Vofo.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Starfsfólk í hlutastarfi án þess að óska þess fær tækifæri til færniþróunar

Vox norska stofnunin um færniþróun hefur veitt stuðning til ellefu tilraunaverkefna sem eiga að draga úr því að starfmenn þurfi að vinna hlutastarf með því að efla færni þeirra.

Verkefnið er undir umsjón norsku vinnumálastofnunarinnar og Vox. Vox veitir styrk til starfsemi sem miðar að því að efla hæfni starfsfólks. Vinnumálastofnunin veitir styrk til þess að breyta skipulagi vinnunnar og breyta vinnustaðnum. Umsóknir um óúthlutaða fjármuni verða auglýstar á fyrsta árshelmingi 2012. Rúmlega 160 fyrirtæki og stofnanir sóttu um styrk til vinnumálastofnunar og Vox áður en umsóknarfrestur rann út þann 15. ágúst sl. 

Meira: Vox.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sweden

Nýtt mat á framlagi ríkisins til alþýðufræðslunnar

Sænska ríkisstjórnin hefur látið gera mat á fjárframlögum ríkisins til alþýðufræðslu. Líta má á matið sem lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til þess að tryggja áframhaldandi gæði alþýðufræðslunnar.

Sögulega hefur alþýðufræðslan gegnt því hlutverki að uppfylla væntingar ólíkra hópa við að gæta eigin stöðu eða annarra í samfélaginu. Stuðningur við alþýðufræðsluna hefur þróast og breyst í tímanna rás. Þess vegna telur ríkisstjórnin þörf á að endurskoða framlag ríkisins til alþýðufræðslu og sviðanna sem tilheyra henni, og til að ganga úr skugga um að þau séu hæfileg og beri árangur. Þess er vænst að skýrsla með niðurstöðum matsins liggi fyrir eigi síðar en þann 31. október 2012.

Meira: Regeringen.se 

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Lærlingar í menntaskóla – sjónum beint að gæðum!

Meginhlutverk sænsku nefndarinnar um málefni lærlinga hefur snúist um að fylgja eftir, meta og og yfirfæra reynslu að tilraunaverkefni um lærlinga í menntaskólum út frá sjónarhóli atvinnulífsins. Að mörgu leiti er talið að tilraunaverkefnið hafi tekist vel.

Áhugi nemenda, meistara og vinnustaða á þessu verkefni hefur verið meiri en á fyrri tilraunum til þess að koma á laggirnar lærlinganámi. Talið er að mörg sóknarfæri felist í menntun lærlinga, en þó er ýmsum  þáttum ólokið við þróun verkefnisins til dæmis að tryggja gæði menntunarinnar.
Nefndin leggur til að áherslan verði færð af magni, eða fjölda nemenda, að innra starfi og gæðum náms lærlinga í menntaskóla. En til þess að tryggja megi áframhaldandi vinsældir námsins er nauðsynlegt að stöðugt verði leitað nýrra miða á óhefðbundnum sviðum.

Meira: www.regeringen.se/sb/d/14057/a/179965

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Gæðamál fræðsluaðila í brennidepli hjá stofnun um starfsmenntaháskóla

Stofnun um starfsmenntaháskóla hefur kannað hvernig fræðsluaðilar vinna að því að mæta gæðaviðmiðum sem lögð voru til grundvallar umbótum á starfsmenntun á háskólastigi.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir mismunandi vinnulagi og gefin eru dæmi um hvernig fræðsluaðilar setja sér markmið um gæði. Öðruvísi var staðið að umbótunum á þessu sviði vegna þess að regluverkið var takmarkað. Ekki voru sett nákvæmar  samræmdar reglugerðir til þess að tryggja gæði heldur var lagt upp með að allir aðilar sem að menntuninni standa, starfsmenntaháskólar, ríkið, fræðsluaðilar, atvinnulífið og nemendur legðust á eitt við skilgreiningu á því hvað til þarf til þess að ná nægum gæðum hverrar námsbrautar.    

Þrjú svið sem talin eru mikilvæg til þess að uppfylla gæðaviðmið hafa verið könnuð og þeim er lýst í skýrslunni:
Stjórnun: Að skipting ábyrgðar sé greinileg og starfseminni sér stýrt af styrk og árangur náist.
Skjalfesting: Að lýst sé skriflega hvernig stefna skuli að auknum gæðum er fyrsta skrefið í öllu gæðastarfi.
Þátttaka: Að nýta alla þekkingu og reynslu allra hagsmunaaðila, einnig eftir að menntuninni lýkur.

Meira: Yhmyndigheten.se

Färöarna

iNova á frumkvæði að vísindagarði

Þann 31. október 2011 var félagið iNOVA stofnað með markmiði að reka vísidnagarða í Þórshöfn, í Færeyjum. Nafn félagsins iNOVA stendur fyrir nýja hugsun og nýsköpun. Það er fyrirtækið P/F “Fiskaaling” – fyrirtæki sem rekur fiskeldi auk þess að sinna þróun og rannsóknum á sviði fiskiræktar – sem átti frumkvæðið.

Atvinnulífið hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og mörg fyrirtæki hafa fjárfest í iNOVA. Markmiðið er að koma á vettvangi fyrir rannsóknir sem tengjast  rekstri fyrirtækja á sviðinu og aukins samstarfs á milli opinberra stofnana eins og háskóla og fyrirtækja.

Meira á færeysku á: PDF

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Nám í kennslufræði á Netinu nýtur vinsælda meðal kvenna

Í byrjun nóvember gekk hópur undir lokapróf frá Háskólanum í Færeyjum.

Kennsla hópsins hefur farið fram í samstarfi við Starfsmenntaháskólann í i Hillerød i Danmörku, en námið fór mestmegnis fram á Internetinu. Flestir í hópnum voru konur á aldrinum  25 – 55 ára. Þær eru hvaðanæva Færeyja – bæði úr dreifbýli og byggðakjörnum, hafa flestar talsverða starfsreynslu og líta á fjarnám sem kærkomið tækifæri til þess að auka færni sína og bæta formlega menntun óháð búsetu.

Meira á færeysku: Setur.fo

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Matreiðslumenn sækja innblástur í slowfood-hátíð

Í næstu viku verður haldið árleg hátíð í slowfood í Frakklandi (18.-20. nóvember) og þá munu tveir matreiðslumenn sækja sér innblástur til þess að auðga úrval matvöru í grænlenskum matvöruverslunum.

Það eru 24 ára Inunnguaq Hegelund og 22-ára Aage Lennert Olsen, sem hafa hug á því að skipta út skandinavísku og útlendu kjöti í Grænlandi fyrir grænlenskum vörum, aðallega hvað varðar tilbúna rétti.

Nánari umfjöllun má heyra í grænlenska útvarpinu á slóðinni: Knr.gl

Birgit Gedionsen
E-post: birgit(ät)suliplus.gl

Yfirfærsla af þekkingu à hefðbundnum veiðilendum

Grænlenski starfsmenntaskólinn „Sulisartut Højskoliat“ á Suður-Grænlandi stóð á dögunum fyrir viðburði til þess að miðla þekkingu um hefðbundnar veiðislóðin á ystu eyjum.

Eldri veiðimenn sögðu frá hefðbundnum aðferðum til þess að undirbúa, vinna og varðveita vetrarforða, sem er til þess fallinn að geyma og almenningur sem tók þátt í viðburðinum fékk tækifærði til þess að leggja þekkingu  sem er til þess fallin að miðla áfram af mörkum. 
Það var stjórnandinn  Kaj Lybert sem stóð fyrir viðburðinum, og markmiðið er að varðveita þekkingu um hefðbundnar veiðislóðir og til stendur að vinna áfarm með efnið í skólanum.   

Hægt er að nálgast frétt frá viðburðinum af heimasíðu grænlenska útvarpsins, KNR þann 27. október á slóðinni (05:26): www.knr.gl/da/tv/qanorooq-27102011

Birgit Gedionsen
E-post: birgit(ät)suliplus.gl

NMR

Greinar um Nordplus Voksen

Ef þú ætlar að hefja samstarf í gegnum Nordplus Voksen – þá geturðu sótt innblástur í greinar um reynslu úr 4 Nordplus Vuksen verkefnum.

Beinum sjónum út í heim

Christoph Schepers dreymir um að allir tungumálaskólar í þriðja geiranum taki upp samstarf og beini sjónum þar að auki í átt að öðrum löndum í Evrópu.
„Fyrir mig er evrópski viðmiðaramminn, ljósið í myrkrinu hvað varðar tungumálakennslu, en í norrænu löndunum er honum allt of sjaldan beitt til þess að staðfesta tungumálakunnáttu.“.
Í slíkum tilfellum getur verið gott að hefjast handa á Norðurlöndunum, inna vébanda Nordplus voksen. Verkefni sem hefur snúist um að þróa verkfæri með afar víðtækum heimaprófum á Internetinu sem falla að viðmiðarammanum sem áður er getið. Samstarfsaðilar Studieskólans eru Folkeuniversitet i Noregi og  Folkuniversitetet i Svíþjóð. Þessi aðilar eru að takast á við annað Nordplus verkefni sitt, til þess að þróa, prófa, meta og nota verkfæri til að staðfesta raunfærni í tungumálum. „Þetta snýst um tilraun til þess að sameina stöðupróf,námsefni, námsskrá, og staðfestingu að loknu námskeiði í rökræna heild, segir Christoph Schepers.

Clara Henriksdotter er höfundur greinanna, þær eru skrifaðar og birtar 2011. Þær hafa einnig verið þýddar á finnsku.
Slóðin að greinunum: HTML

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

NVL

Norræn ráðstefna um nýsköpun 2012

4. -5. júní, Osló, Noregi

Ráðstefnan á að vera vettvangur allra sem koma að ævinámi og er ætlað að vera vettvangur fyrir samræður á milli stefnumótunaraðila, stofnana á sviði fullorðinsfræðslu og aðila atvinnulífsins.

Á ráðstefnunni verður fjallað um nýsköpun og sköpun frá sjónarhóli ævimenntunar í norrænu velferðarmódelinu. Þekking á sviðinu og fyrirmyndaraðferðir á sviðinu verða kynntar og leitast verður við að svara spurningum eins og til dæmis:
• Nýsköpun í kerfum og skipulagi
• Nýsköpun í námsferlum
• Þverfaglegt og annarskonar samstarf
• Ný form og vettvangur náms
• Þróun nýskapandi færni – hvar og hvernig?

Nýútkomin bæklingur Norrænu ráðherranefndarinnar um sköpun og nýsköpun (d. Kreativitet og innovation, Udfordringer og muligheter for voksen- og efteruddannelser i Norden)  verður grundvöllur fyrir umræður á ráðstefnunni.

Takið daginn frá og nálgist uppfærðar upplýsingar á dagbókarsíðum NVL

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no
Mer om: innovation

Norden

Rými fyrir menntun

Norræn ráðstefna um samstarf bókasafna og fullorðinsfræðslu 12. og 13. janúar 2012 Farris Bad, Larvik, Norge

Rými fyrir menntun-  Rom for dannelse – Rum för bildning er verkefni styrkt af Menntaáætluninni  Nordplus Horisontal  með samstarfsaðilum frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Verkefnið byggir á miðlun hugmynda og reynslu, en markmiðið er einnig að kanna hvernig samstarfi á milli bókasafna og fullorðinsfræðsluaðila er best háttað.
Með verkefninu er ætlunin að stefna að samstarfi og tengslanetum á milli fullorðinsfræðsluaðila til þess að styrkja grunnleikni fullorðinna, félagslega færni á sviði menntunar og samstarfs á milli stofnana á sviði fullorðinsfræðslu.
Markmið verkefnisins er að styrkja þverfaglegt samstarf innan alþýðufræðslu á Norðurlöndum til þess að ná meginmarkmiði um jafnan aðgang til þekkingar. Samhæfing meðal þeirra sem starfa innan alþýðufræðslunnar er mikilvægt. Þar með styrkist starfsemi bókasafna, fræðslusambanda  og annarra aðila sem vinna að því að fullorðnir geti aflað sér þekkingar á eigin forsendum.

Meira: Vofo.no

E-post: Arne.Gundersen(ät)nb.no

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 22.11.2011

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande