Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Þeim fjölgar sem ljúka námi úr framhaldsskóla

Samkvæmt tölfræði frá danska menntamálaráðuneytinu (profilmodellen) er þess vænst að ungu fólki sem lýkur námi úr framhaldsskóla fjölgi.
Með tölfræðinni  er hægt að fylgjast með því hvort danska ríkisstjórnin nær markmiðum um menntun, en þar eru upplýsingar um árganga, tímabil fyrir spár um framgang, kyn og þjóðerni. Tölurnar sýna árangur á öllum sviðum.
 
Meira: HTML
Meira um tölfræðina: HTML
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Ný fjárlög

Aukin framlög til rannsókna

Breið samstaða náðist um samkomulag um að veita einum milljarði danskra króna til rannsókna og nýsköpunar. Fénu skal bæði veitt til frjálsa og stefnubundinna rannsókna. Sérstök áhersla verður lögð á rannsóknir á sviði orku- og umhverfismála en einnig matvælarannsókna og nýsköpunar.
Meira: HTML  
Samningurinn: PDF

Sparnaður í alþýðufræðslunni og auknar fjárveitingar

Í aðdraganda síðustu þingkosninga var því haldið fram að sparnaðaraðgerðum endurreisnarpakkans fyrir lýðskólana yrðu dregnar tilbaka. Það hefur ekki gerst og forstöðumenn 55 lýðskóla hafa mótmælt því og þeir hvetja dönsku ríkisstjórnina til þess að finna og skila aftur því sem sparaðist, eða um 40 milljónum danskra króna. 
Lesið mótmælin: HTML
Eftirskólarnir hafa fengið fjárframlög, og þess vegna er ódýrara að nema eitt ár við eftirskóla
Fréttatilkynning: HTML

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

„Poverty walks? í Kaupmannahöfn með heimilislausa sem leiðsögumenn

Í tengslum við 2010 sem ár fátæktar í ESB hrinti Fonden af stað verkefninu UDENFOR (utan við) þar sem boðið er upp á upplifun sem beinir sjónum að útskúfun og jaðarhópum.

Markmiðið er að draga úr fordómum og efla sambúð og auka rými innan borgarinnar með því að kynnast þeim hlutum borgarinnar og íbúum sem eiga undir högg að sækja. Leiðsögumennirnir eru heimilislausir en hafa fengið þjálfun. 

Skýrsla með mati á verkefninu er aðgengileg á slóðinni: HTML
Hægt er að skrá þátttöku í „Poverty walks?: www.udsatsen.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: equality, culture

Finland

Internetþjónusta til stuðnings við ævinám

Internetþjónusta fyrir námsmenn er rafræn menntamiðstöð og þar sem framvegis verður boðið upp á þjónustu fyrir bæði íbúa sem og fræðslu- og menntunaraðila allt frá grunnskóla til framhaldsfræðslu. Aðgengileg heimasíða þar sem hægt er að sækja þjónustu í tengslum við nám, inntökuskilyrði, og starfsferil samkvæmt þeim tækifærum sem felast eiga í ævimenntun.

Internetþjónustan byggir á þjónustu sem þegar er fyrir hendi auk nýrrar þjónustu og upplýsingakerfum sem styðja hana. Þjónustan er veitt samkvæmt þörfum viðskiptavinanna og hagsmunaaðilum sem eru virkir í skipulagningu og innleiðingu þjónustunnar.
Það er mennta- og menningarmálaráðuneytið sem stendur fyrir verkefninu og aðföngum í það. Heimasíðan er gerð af stofnun menntamála. Internetþjónusta fyrir násmenn verður tekin í notkun á tímabilinu 1.1.2011–31.12.2013.

Meira: PDF

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Málefni innflytjenda flytjast yfir í atvinnu- og iðnaðarráðuneytið

Frá og með byrjun ársins 2012 flytjast málefni innflytjenda flytjast frá innanríkisráðuneytinu yfir í atvinnu- og iðnaðarráðuneytið. Flutningurinn grundvallast á ósk finnsku ríkisstjórnarinnar um að fleiri innflytjendur verði virkir á opnum vinnumarkaði.

Með flutningnum vil ríkisstjórnin tryggja að yfirvöld á sviði vinnumarkaðs og atvinnumála geti beint þjónustu sinni til þess að bæta aðlögun og atvinnuþátttöku innflytjenda. Innanríkisráðuneytið mun áfram fjalla um málefni sem varða innflutning, alþjóðlega vernd útlendinga og brottvísun. 

Meira: HTML

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Fjárlög 2012

Alþingi samþykkti fjárlög fyrir 2012 þann 7. desember. Meðal þess sem þingið samþykkti voru svokallaðir IPA styrkir. Markmið IPA-styrkja (Instrument for Pre-Accession Assistance) er að styrkja innviði umsóknarríkja ESB.

Heildarfjárhæðin sem ætluð er Íslandi í IPA-styrki eru 30 milljónir evra eða nærri fimm milljarðar króna. Upphæðin dreifist á árin 2011 til 2013. Bætt hagskýrslugerð, aukið matvælaöryggi, þróun raunfærnimats og þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið eru meðal verkefna sem stjórnvöld vilja að Evrópusambandið styrki vegna umsóknar landsins um aðild að ESB. Í tillögu Íslands að IPA-landsáætlun 2011 er m.a. lagt til: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fái styrk til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun með því að þróa raunfærnimat.

Nánar: Althingi.is

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Læra meira á skyldunámskeiðum en valnámskeiðum

Af tölum frá 2010 má sjá að skyldunámskeið sem greidd eru af vinnuveitanda reynast launþegum vel sem leið til fræðslu.  Áhugi og þörf fyrir að styrkja grunnleikni reynast sterkari meðal þátttakenda á skyldunámskeiðum heldur en á valnámskeiðum.

Meira: Vox.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Ævimenntun ber vott um pólitískan metnað

Nýjar tölur sýna fram á að afar fáir lýðskólar veita undanþágur vegna raunfærnimats.

Mat á raunfærni auðveldar aðgengi að námi og allir eiga rétt á að læra alla ævi. Í ræðu sem Tora Asland ráðherra menntamála hélt nýlega sagði hún að með því að meta færni sem fengin væri í gegnum reynslu til jafns við bóknám opnuðust fleirum tækifæri til ævimenntunar.

Meira: Vox.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sweden

„A World Worth Living In“ - lokaskýrsla

Sænska alþýðufræðsluráðið hefur lagt fram lokaskýrslu frá heimsráðstefnunni „A World Worth Living In“ sem haldin var dagana 14. – 17. júní 2011 i Malmö. Stýrihópur alþýðufræðsluráðsins staðfestir m.a. í samantekt sinni að heimsráðstefnan hafi verið árangursrík bæði hvað varðar innihald og skipulag.

Þátttakendur, skipuleggjendur  og samstarfsaðilar báru lof á ráðstefnuna. Mikilvægt er talið að alþýðufræðslan styrki stöðu sína til langs tíma innan Evrópusambandsins sem og í öllu alþjóðlegu starfi. Eitt af markmiðum ráðstefnunnar var að raungera og styrkja vægi alþýðufræðslunnar í þróunarsamvinnu.

Nálgast má skýrsluna sem PDF á slóðinni: Folkbildning.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Fræðsla fullorðinna á grunnskólastigi á vegum sveitarfélaganna

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela sérstökum úttektaraðila að kanna grunnmenntun sveitarfélaganna fyrir fullorðna. Úttektaraðilinn á að kortleggja að hve miklu leyti menntunin nái settum markmiðum um einstaklingsmiðaða kennslu auk þess að veita ráðgjöf um aðgerðir til þess að bæta menntunina svo hún uppfylli sett skilyrði og markmið.

Úttektaraðilinn á meðal annars að greina hvers vegna fjölmargir vel menntaðir fullorðnir eru við nám sveitarfélaganna á grunnskólastigi. Ennfremur að greina og eftir þörfum að leggja til hvaða aðgerðum er hægt að beita til þess að efla náms- og starfsráðgjöf og þróa einstaklingsmiðaða námsskrá fyrir námsmenn á öllum sviðum framhaldsfræðslu. Þá á úttektaraðilinn einnig að kortleggja fjárhagslega afkomu fullorðinna sem leggja stund á grunnnám á vegum sveitarfélaganna.

Verkefninu á að vera lokið fyrir 2. apríl 2013.

Meira: Regeringen.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

NMR

Nordplus Voksen, nú er hægt að skrá sig á námskeið um ritun umsókna fyrir 2012!

Skráðu þig strax á námskeiðið og fáðu aðstoð við að skrifa umsókn um styrk frá Nordplus Voksen áætluninni fyrir næsta umsóknarfrest sem er 1. mars 2012 – og ekki gleyma fartölvunni!

Stjórn Háskóla og alþjóðasamstarfs heldur í samstarfi við skrifstofu Nordplus áætlunarinnar í Litháen, „Education Exchanges Support Foundation“, námskeið fyrir þá sem hyggjast sækja um styrki úr menntaáætluninni Nordplus Voksen  fyrir næsta umsóknarfrest þann 1. mars 2012.
Námskeið um ritun umsókna um Nordplus Voksen styrki verður haldið þann 20. janúar 2012 í Vilníus, Litháen, kl. 10 – 16 (koma og skráning frá kl. 9.30).

Meira: HTML | PDF
Umsóknareyðublað: HTML | WORD

NVL

Námsstefna um hæfni fullorðinsfræðarans

NVL í Danmörku og á Íslandi stendur í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir námsstefnu þann 12. janúar 2012 á Hilton Reykjavik Nordica.

Þar verður fjallað, frá ýmsum sjónarhornum, um hæfnikröfur sem gerðar eru til þeirra sem skipuleggja nám fyrir fullorðna og kenna þeim og hvaða nám stendur þeim til boða. Íslenskir fyrirlesarar munu fjalla um málið frá íslensku sjónarhorni og þrír erlendir gestir gera grein fyrir nýlegum rannsóknum á sviðinu:  Maria Marquard, fulltrúi Dana í NVL mun kynna niðurstöðu kortlagningar á kröfum sem gerðar eru til þeirra sem koma að námi fullorðinna á Norðurlöndunum. Prófessor Bjarne Wahlgren, Miðstöð færniþróunar í Danmörku, DPU, mun fjalla beint um þema dagsins: Hæfni sem fólk sem starfar við nám og kennslu fullorðinna þarf til að starfið beri árangur og prófessor Per-Erik Ellström, Linköbing University mun fjalla um rannsóknir sínar á vinnustaðanámi og afleiðingar þeirra fyrir skipulag fræðslu  og færniþróunar í fyrirtækjum. Áhersla verður lögð á líflegar samræður og skoðanaskipti.

Nánar: HTML

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Breytingar á DialogWeb

Útgáfu á veftímariti NVL DialogWeb, verður breytt frá og með janúar 2012.

Greinar í tímaritið verða að jafnaði gefnar út á slóðinni www.dialogweb.net og úrval greina einnig á Fésbókinni. Stefnt er að því að blogg og greinar endurspegli starfsemi undirneta NVL. Á árinu mun DialogWeb beina sjónum að þeim þemum sem verða í forgangi á formennskutímabili Norðmanna fyrir Norrænu ráðherranefndinni og þema Evrópusambandsins um samfélagsþátttöku eldri borgara og samstöðu kynslóða.

NVL mun ekki gefa út prentaða útgáfu með úrvali greina frá síðasta ári. Hægt er að lesa greinarnar á Internetinu. Næsta prentaða útgáfa af ritinu verður með sama þema og norræn ráðstefna um nýsköpun sem haldin verður dagana 4. og 5. júní í Osló.

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no
Mer om: dialogue, media

God Jul och Gott Nytt År

Glædelig Jul og Et Godt Nytår

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Juullimi Ukiortaassamilu Pilluaritsi

Hyvää Joulua ja Onnellista Uutta Vuotta

God Jul og Godt Nyttår

Gledilig Jól og Gott Nyttár

Buorit Juovllat ja Lihkolaš Oðða Jagi

Merry Christmas and Happy New Year


RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 20.12.2011

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande