Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Alþýðufræðslan og kaupfélögin hefja samstarf

Samtök danskra kaupfélaga, FDB og Samtök danskra lýðskóla, FFD hafa hafið samstarf.

Men nýju samstarfi á milli FFD og FDB á að greiða fyrir sameiginlegum viðburðum í nærumhverfi. Bæði samtökin eru stofnanir sem byggja á gildum og eflingu alþýðufræðslu, lýðræðislegri almennri menntun, og virkri samfélagsþátttöku. Samtökin eiga það einnig  að sameiginlegt að starfsemin grundavallast á skipulögðum viðburðum í nærumhverfinu.

Lesið meira um samstarfið og samtökin tvö:
http://ffd.dk/paedagogisk-udvikling/fdb-samarbejdet

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Færni innflytjenda ekki nýtt sem skyldi

Ný rannsókn í Kaupmannahöfn leiðir í ljós að færni innflytjenda er ekki nýtt sem skyldi.

Kora – Rannsóknastofnum sveitarfélaganna í Danmörku hefur nýverið gert kortlagningu fyrir Kaupmannahafnarborg sem sýnir meðal annars að 47 % langskólagegnginna innflytjenda frá löndum utan vesturlanda, sem búa í Kaupmannahöfn, og hafa öðlast menntun sína í heimalandinu eru launþegar í Danmörku.  Ennfremur að af þeim sem hafa atvinnu eru 63 % með meiri menntun en starfið sem þeir sinna krefst. Skortur á kunnáttu í dönsku er meðal þess sem hefur árhrif á stöðu þessara íbúa. Það er óhagkvæmt bæði fyrir samfélagið sem og einstaka borgara að nýta færni á þennan hátt. 

Lesið meira um rannsóknina á Kora.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Persónulegur áhugi er forsenda alþjóðlegrar starfsemi í landshlutum

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Miðstöð alþjóðlegs samstarfs og hreyfanleika hefur nýlega birt. Í könnuninni kemur einnig fram að háskólarnir eru drifkraftur alþjóðavæðingar og að nemendaskipti eru mikilvæg leið til að öðlast alþjóðlega reynslu.

Mikilvægustu þættir sem hvetja til alþjóðavæðingar er þróun menntunar og alþjóðlegra viðskipta. Til hindrana teljast þættir eins og lítil tungumálakunnátta og lélegar samgöngur.  
Stefnumótun stjórnvalda getur liðkað fyrir alþjóðavæðingu í miðlægri starfsemi landshluta. En þátttaka í alþjóðlegu samstarfi byggir fyrst og fremst á áhuga og virkni einstaklinga.

Lesið meira: PDF með samantekt skýrslunnar á sænsku  bls.46

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Ráðherrar kynna Rétt unga fólksins um allt land

Um þessar mundir fer fram kynning á Rétt unga fólksins til virkni víðsvegar í Finnlandi. Fimm ráðherrar koma að verkefninu um Rétt unga fólksins, en það hefst í árbyrjun 2013. Markmiðið er að virkja svæðisbundna framkvæmdaaðila til þess að ná markmiðunum og hrinda nauðsynlegum aðgerðum í framkvæmd til þess að verkefnið nái tilætluðum árangri um allt Finnland.

Réttur unga fólksins á að tryggja öllum yngri en 25 ára og nýútskrifuðum yngri en 30 ára tækifæri til atvinnu, náms, nema- og starfsþjálfunar eða til endurhæfingar innan þriggja mánaða frá því að þeir verða atvinnulausir.  
Nú eru 110 þúsund manns í Finnlandi á aldrinum 20 til 29 ára sem aðeins hafa lokið grunnskóla og rúmlega 70 þúsund eru atvinnuleitendur. Um það bil 40 þúsund manns á þessum aldri teljast hvorki vera í námi né atvinnu. Kostanaður finnska ríkisins vegna þessa unga fólks er talinn vera um það bil 300 milljónir evra á ári. 

Meira: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Úthlutun styrkja til vinnustaðanáms

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lokið úthlutun styrkja til vinnustaðanáms haustið 2012.

Veitt voru vilyrði fyrir styrkjum til 116 fyrirtækja og stofnana, sem taka nemendur í vinnustaðanám á grundvelli aðalnámskrár framhaldsskóla, samtals að fjárhæð 91,4 millj.kr. Hér er um að ræða fyrirtæki í löggiltum iðngreinum og stofnanir sem bjóða upp á vinnustaðanám í heilbrigðis-, félags- og umönnunargreinum.

Meira: HTML

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Fullorðnir takapróf í framhaldsskólum á ný

Tölfræði sýnir að nú ljúka margir fullorðnir Norðmenn framhaldsskólanámi eða taka próf í einstökum fögum. Vinsælustu fögin eru á sviði heilbrigðis- og félagsmála, bygginga- og mannvirkjagerð auk þess sem margir ljúka námi til undirbúnings háskólanáms. 40 % hópsins eru eldri en 40 ára. Hlutfall þeirra sem standast prófin hækkar með aldrinum. Samtals 66 % þeirra sem eru eldri en 50 ára standast prófin. 

Meira á slóðinni:
www.vox.no/no/Aktuelt/Voksne-tar-videregaende-om-igjen/

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Fjárframlög til lýðskóla í Noregi hækka

Í fjárlögum norska ríkisins fyrir 2013 er gert ráð fyrir að fjárframlög til lýðskóla hækki um tíu milljónir NOK. Þetta veitir skólunum aukinn stöðugleika en starfsemi þeirra hefur eflst talsvert á undanförnum árum, bæði á styttri og lengri námsbrautum. Kristin Halvorsen menntamálaráðherra telur lýðskólana vera tilvalinn kost til þess að hvetja ungt fólk til að ljúka námi.

Meira:
http://nkf.folkehogskole.no/nkf/2012/mer-penger-til-folkehogskolene/

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Gerist áskrifendur að fréttabréfi VOX

Fréttabréfið veitir upplýsingar um nám fullorðinna í Noregi.

Hægt er að velja á milli mismundandi tegunda upplýsinga:
– Tölur og staðreyndir um nám fullorðinna
– Nám í atvinnulífinu
– Þjálfun í gunnleikni
– Norskukennslu
Fréttabréf Vox koma út um það bil einu sinni í mánuði.

Krækja í skráningu áskriftar: vox.no/nyhetsbrev

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

Sweden

Starfsþróun kennara og ríkisframlag til hækkunar kennaralauna

Tvö ný stig starfsþróunar kennara hafa verið innleidd; yfirkennari og lektor. Ríkisstjórnin leggur til allt að 880 milljónir SEK í styrki til sveitarfélaga sem ráða kennara með slíka færni. Gert er ráð fyrir að þetta geri um það bil tíu þúsund kennurum fært að hljóta framgang í starfi. Umbæturnar ná til grunnskóla og framhaldsskóla og tilsvarandi skóla.

Innleiða á tvö ný stig í starfsþróun kennara:
- Færir kennarar eiga að fá tækifæri til þess að verða yfirkennarar, þeir eiga að halda áfram kennslu en einnig þjálfa samstarfsmenn, bæta kennslu og vera aðalkennarar í ákveðnu fagi eða bera ábyrgð á kennaranemum.
- Einstaklingar sem hafa grunnmenntun í einu kennslufagi eða kennslufræði eiga að geta orðið lektorar. Lektorar eiga auk þess að kenna að miðla fagþekkingu eða gera rannsóknir sem gagnast í kennslu.
Umbæturnar eiga að taka gildi 1. júlí 2013 og hafa verið innleiddar til fulls árið 2016.

Meira: www.regeringen.se/sb/d/15615/a/200035

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Lifa allt lífið

Ellilífeyrisþegar í dag eru hraustir og virkir. Margir óska ekki að hætta störfum við 65 ára aldur. Samtímis vilja margir vinna áfram á nýjan hátt frekar en að sitja fastir í gömlum hjólsförum. Nýútkomin bók, Lifa allt lífið (Leva hela livet), er hugsuð sem grundvöllur umræðna um nýja tegund öldrunar. Nánar tiltekið er bókinni ætlað að veita innblástur til íhugunar um hvaða þýðingu atvinna og nám hafa fyrir hinn svo kallaða þriðja aldur.

Cecilia Bjursell og Svante Hultman ritstýrðu bókinni og hún er árangur samstarfs tengslanetsins
ActivAge við háskólann í Jönköping. Í tengslanetinu sitja fulltrúar  Encell – Miðstöð símenntunar við Háskóla náms og samskipta, Stofnun öldrunarfræða við Háskólann í heilbrigðisfræðum og Miðstöð þróunar á sviði heilbrigðis og ummönnunar.
Encell er miðstöð símenntunar sem sænska ríkisstjórnin átti frumkvæðið að. Encell er sjálfseignarstofnun í umsjón háskólans í Jönköping og með aðsetur við Háskóla náms og samskipta. Encell er ein af átta rannsókna- og þróunarmiðstöðvum í Svíþjóð. 

Meira um tengslanetið www.activage.se
Meira um Encell  www.encell.se
Krækja í bókina: www.ssmab.se/shop/product.asp?cat=95&prod=

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Færeyska verður jöfn öðrum Norðurlandatungumálum

Samkvæmt nýjum samningi veitir færeyska sömu réttindi og önnur Norðurlandatungumál til aðgangs í háskólanám í Danmörku.

Fulltrúar menntamálaráðuneytanna í Danmörku og Færeyjum hafa undirritað samning um aðgangskröfur fyrir Færeyinga sem sækja um háskólanám í Danmörku. Fram til þessa hefur þess verið krafist að Færeyingar, sem sækja um að komast í nám við danska háskóla, hafi lokið lokaáföngum í dönsku í framhaldsskóla. Sömu kröfur hafa ekki verið gerðar til umsækjenda sem hafa norsku, sænsku, eða íslensku að móðurmáli. Með samningnum verður tryggt að færeyska stendur jafnfætis öðrum Norðurlandatungumálum við umsókn um nám við háskóla í Danmörku.

Meira á færeysku: Mmr.fo

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Menntasýning í tíunda skipti

Menntasýningin “Markleys Útbúgving” (menntun á landamæra), sem einkum er ætluð nemendum í framhaldsskólum og örðu áhugafólki um menntun, var haldin í tíunda skipti í september 2012. Aðstandendur sýningarinnar upplýsa að um 750 gestir í leit að menntun hafi tekið þátt í viðburðinum sem haldinn var í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn.

Markmiðið er að veita upplýsingar og ráðgjöf um tækifæri til framhaldsnáms á Færeyjum, Norðurlöndunum og annarsstaðar í veröldinni. Þar að auki er stefnt að því að veita þeim sem velta framhaldsmenntun fyrir sér sem besta undirstöðu undir ákvörðun um menntun og val á landi til menntunar. Auk fyrirlesara frá Færeyjum, Norðurlöndunum, Þýskalandi, Frakklandi, Póllandi, Bretlands, Bandaríkjanna og Ástralíu var Kína sem námsland nýr liður í dagskránni. Á sýningunni gátu gestir hlýtt á fjölbreytta fyrirlestra og auk þess rætt við náms- og starfsráðgjafa, eldri stúdenta sem numið höfðu í ólíkum löndum og notfært sér einstaklingsbundna ráðgjöf með því að heimsækja fjölbreytta og litríka sýningarbása.

Lesið meira um viðburðinn á færeysku á Setur.fo

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Áætlanir um menntun og atvinnuþátttöku til 2025

Heimastjórnin á Grænlandi, Naalakkersuisut, hefur gefið út áætlun um velmegun og velferð í Grænlandi fram til ársins 2025, undir yfirskriftinni „Okkar framtíð – mín og þín ábyrgð. Á leið til 2025“.

Megin áhersla er lögð á menntun og atvinnuþátttöku. Markmið menntunar er að 2025 hafi 70 % af hverjum árangi ungs fólks lokið menntun sem veitir starfsfærni. Undir liðnum atvinnuþátttaka beinast sjónir að þeim sem eru á aldrinum 15-64 ára, en tölur frá árinu 2010 sýna fram á að 62 % af vinnuaflinu á aldrinum 25-64 ára tilheyrðu hópi ófaglærðra. Það kallar á aðgerðir sem miða að því að veita fleirum atvinnu, m.a. með styrkjum til atvinnulausra til menntunar, langtímamarkmið er að efla þátttöku í atvinnulífinu og þróa velferð.   

Krækja í áætlunina „Okkar framtíð – mín og þín ábyrgð“ heimastjórnina Naalakkersuisut: Nanoq.gl

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Grænlendingar hljóta 200 milljónir danskra króna í styrk frá ESB til menntunar

Í tengslum við OLT-leiðtogafundinn í Ilulissat dagana 25.-27. september, þar sem Saint Pierre and Miquelon tók við formennsku af Kuupik Kleist fulltrúa heimastjórnarinnar í Grænlandi, var undirritaður samningur um styrki frá ESB til menntunar að upphæð 200 milljónir danskra króna.

Með samningnum er tryggt að veittir verði styrkir samkvæm í fjárlögum heimastjórnarinnar til sérstakra aðgerða til menntunar. Grænlendingar gerðu árið 2007 samstarfssamning við ESB sem gildir til 2013 og hefur verið innleiddur í nánu samstarfi mennta- og vísindaráðuneytisins fjármálaráðuneytisins og fulltrúa Grænlands í Brussel.  

Krækja í: Heimastjórn Grænlands - http://dk.nanoq.gl

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

NMR

Æðri menntun á Norðurlöndum kortlögð

Nú er hægt að bera saman háskóla á Norðurlöndum og í Evrópu. Þann 22. október verður stóra U-Map kortlagningin kynnt, en í henni eru bornar saman rúmlega 100 æðri menntastofnanir á Norðurlöndum.

Norræna kortlagningin er hluti af ESB-verkefninu (U-Map) sem felst í því að kortleggja æðri menntastofnanir. Lýsingar á rúmlega 100 háskólum á Norðurlöndum eru nú skráðar og aðgengilegar í evrópskum gagnagrunni. „Kortlagningin gerir námsmönnum kleift að bera saman menntun í norrænum háskólum við menntun í evrópskum háskólum.   Fleiri evrópskir námsmenn geta nú fundið menntun á Norðurlöndum sem hentar þeim“, segir Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Meira: Norden.org

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

NVL

Norrænnar náms- og starfsráðgjafaráðstefnu

Færni ráðgjafa í menningarlegri fjölbreytni og á breytilegum vinnumarkaði, Gautaborg 14.–15.3.2013.

Á norrænni ráðgjafaráðstefnu verða spurningar um færni ráðgjafa í tengslum við fjölmenningu og breytingar á vinnumarkaði teknar til umfjöllunar. Á ráðstefnunni verður sjónum einnig beint að þátttöku ráðþega í ráðgjafaferlinu og hvernig hægt er að taka tillit til þarfa þeirra.
Á ráðstefnunni gefst ennfremur tækifæri til þess að kynnast dæmum um góða ráðgjöf fyrir fullorðna á Norðurlöndunum og skiptast á reynslu við norræna samstarfsaðila og ræða um þær áskoranir sem blasa við í ráðgjöf fyrir fullorðna og færniþróun ráðgjafa.

Nánari upplýsingar: HTML

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

DialogWeb

Greinar um menntun í fangelsum

Tvær nýjar greinar eftir Clara Henriksdotter frá ráðstefnu um menntun í norrænum fangelsum sem haldin var í Finnlandi í september sl. hafa nú verið birtar á www.dialogweb.net.  Fleiri greinar frá ráðstefnunni eru á síðu Fangelsisnetverksins.
ViðtaI Marja Beckmans við Lenu Axelsson, fræðslustjóra við fangelsismálastofnunina í Svíþjóð og fulltrúa Svía í norræna fangelsisnetinu fjallar um sama efni. Í greininni er umfjöllun um ábendingar fyrir fangelsin.

Látið skoðanir ykkar í ljós á Fésbókarsíðunni

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 23.10.2012

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande