Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Danska ríkisstjórnin samþykkir fjárlög fyrir 2013 að loknu samkomulagi við Einingu, enhedslisten

Meginviðfangsefnið er að tryggja atvinnuleitendum sem frá og með 1. janúar 2013 missa réttindi til atvinnuleysisbóta. Gert var samkomulag um að tryggja atvinnuleitendum bætur í sex mánuði til viðbótar ef þeir sækja nám.

Fleiri samningar, þar með talið hluti af samningum við aðra flokka hafa afgerandi áhrif á fullorðinsfræðslu. Það á við um að:
Ákveðið hefur verið að leggja til fjármagn til 13 símenntunarmiðstöðva í Danmörku, til þess að fyrirtæki og starfsfólk hafi aðgang að sí- og endurmenntun. Áhersla er lögð á starfsmenntun og ungt fólk. Efla á gæði símenntunar meðal annars með því að auka færni kennara og stjórnenda og gera kröfu um þróun kennslufræði. Tryggja á nemendum tækifæri til starfsþjálfunar annað hvort í skólum eða í fyrirtækjum til þess að þeir geti lokið námi sínu og koma skal á nýjum starfsþjálfunarmiðstöðvum.
Á sviði alþýðufræðslunnar hafa fagskólar fengið aftur framlög sem afnumin voru með endurreisnarpakkanum frá 2010, en enn verður aðhalds gætt við lýðskólana. Tungumálamiðstöðvarnar lenda ekki undir niðurskurðarhnífnum og starfsmenntaháskólarnir njóta áfram framlaga til starfsmenntabrauta. 
Við úthlutun framlaga til rannsókna verður lögð áhersla á rannsóknir á sviði matvæla, umhverfis, heilsu, rannsóknum tengdum framleiðslu auk frjálsra rannsókna og nýsköpunar árið 2013.

Nánar á heimasíðum:
Barna og unglingaráðuneytið: Uvm.dk
Dönsku alþýðufræðslusamtökin: www.dfs.dk
Ráðuneyti rannsókna, nýsköpunar og háskólamenntunar: Fivu.dk
Mandag Morgen: Mm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Framboð á starfsmenntun verður eftir þörfum landshluta og atvinnugeira

Mennta- og menningarráðuneytið í Finnlandi hefur birt tillögur sínar um svæðis- og atvinnugeirabundin markmið starfsmenntunar á árunum 2013–2016. Framboð menntunar tekur mið af þörfum þjóðarinnar og atvinnulífsins fyrir menntun.

Bæta á aðgang að starfsnámi fyrir alla aldurshópa í flestum landshlutum og einkum þar sem framboð á námi hefur verið takmarkað. Í tillögunum felst einnig fækkun nemaplássa á ótal stöðum og það mun verða ákveðin áskorun fyrir flesta fræðsluaðila.
Ráðuneytið fer þess á leit við fræðsluaðila og aðra hagsmunaaðila að þeir skili inn umsögnum um tillögurnar fyrir lok árs 2012.

Meira á  Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Skortur á sænskumælandi í heilbrigðis – og umönnunargreinum

Greinilegasta þörf fyrir sænskumælandi vinnukraft í Finnlandi fram til ársins 2025 verður á sviði félags- heilbrigðismála. Til þess að koma á móts við þarfir atvinnulífsins þyrfti að mennta um það bil 30 prósent fleiri hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, lækna og annað starfsfólk að sviðinu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í  Starfaspá 2025 sem gerð er af finnsku skólamálastofnuninni. Spáin segir til um þarfir fyrir menntun og vinnuafl á meðal sænskumælandi Finna fram til ársins 2025. Eftirspurn eftir nýútskrifuðu vinnuafli mun aukast fram til ársins 2025 vegna þess að nær helmingur þeirra sem nú er starfandi mun fara á eftirlaun. Langflestir þeirra sem fara á eftirlaun á tímabilinu eru í störfum sem krefjast starfmenntunar.

Spáin er kynnt á slóðinni: www.edu.fi/yrke2025 og á fésbókinni
Nánar á: Oph.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Ný skýrsla starfshóps um samþættingu menntunar og atvinnu

Starfshópur um samþættingu mennta- og atvinnumála skilaði skýrslu með tillögum sínum til forsætisráðherra þann 12. nóvember. Hópurinn var skipaður fulltrúum úr skólasamfélaginu, ráðuneytum og samtökum atvinnurekenda og launamanna.

Hópnum var í júní 2011 falið að móta aðgerðaráætlun sem þættir saman áherslur í mennta- og atvinnustefnu stjórnvalda með tilliti til menntunarþarfar atvinnulífsins. Tilgangurinn er m.a. að auka vægi starfsnáms í íslensku menntakerfi og þróa nýjar fjölbreyttar námsleiðir. Meðal þess sem hópurinn leggur til er:  Skilvirkari menntastefna,  efling samstarfs atvinnulífs og skóla og samráðs um þróun menntunar. Lagt er til að mennta- og menningarmálaráðuneytinu verði falið að hrinda tillögunum í framkvæmd í samráði við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og velferðarráðuneytið.

Meira: www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7412

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Átak fyrir langtímaatvinnulausa

Sveitarfélög og atvinnuleysistryggingasjóður munu á næsta ári verja fjórum milljörðum í að skapa tímabundin störf fyrir langtímaatvinnulausa. Hópi sveitarstjórnarmanna var í dag kynnt drög að nýju átaki fyrir þennan hóp. Þeim er málið skylt, um 3.700 atvinnuleitendur munu á næstunni fullnýta rétt sinn til atvinnuleysisbóta og hluta þeirra bíður ekkert annað en að fara á framfæri sveitarfélaganna. Til að fækka í þeim hópi mun 2.200 atvinnuleitendum verða tryggð tímabundin störf og stuðningur.

Meira: www.ruv.is/frett/thurfa-studning-eftir-atvinnuleysi

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Fullorðnum sem taka þátt í óformlegri menntun fjölgar

Tölur frá norsku hagstofunni fyrir árið 2012 sýna að 51 % vinnuaflsins tekur þátt í óformlegu námi á einn eða annan hátt. Fyrir árið 2011 var hlutfallið 48%.

Þetta er annað árið í röð sem greinileg fjölgun á sér stað. Fyrir 2010 fækkaði þátttakendum i óformlegu námi ár frá ári. Í hópi þeirra sem minnsta menntun hafa fjölgar mest.

Nánar á Vofo.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Alþýðufræðsluverðlaunin 2012 féllu í hlut Eldranetsins í Noregi (Seniornett Norge)

Mörg hundruð þúsund eldri borgara hafa orðið virkir í rafrænu samfélagi síðan Eldranetið hóf starfsemi sína árið 1997. Ár hvert skipuleggur netið námskeið fyrir tugþúsunda eldriborgara um allt frá grunnleikni í tölvunotkun til notkunar spjaldtölva og félagsmiðla. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við símenntunarvikuna í október 2012.
 
Meira á Vofo.no
Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Fréttir af sviði læsisvanda í Noregi

Helga Arnesen aðalráðgjafi hjá Vox, (Landsskrifstofa ævimenntunar í Noregi) og verkefnastjóri Alfarráðsins  segir að afar mikilvægt sé að leggja áherslu á lesþjálfun til þess að efla jafna þátttöku í samfélaginu. Kennsla sem byggir að móðurmálinu er forsenda þess að bæta færni í lestri og skrift, og þess vegna hyggst Vox gera tilraunir með þjálfun í lestrarfærni sem byggir á móðurmáli.

Meira á Vox.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sweden

Hvernig fjölgum við notendum Netsins?

Hver á skemmtilegustu, áhugaverðustu eða ef til vill algerlega öðruvísi hugmynd að því hvernig hægt er að fanga þá sem sem eru utan rafræna samfélagsins? Á Digidel deginum í Svíþjóð var átaki um efnið hrint af stað; verum með í Digidel og segið þið okkur frá ykkar hugmyndum um hvernig við virkjum fleiri til þátttöku í rafrænu samfélagi.

Fleira sem kom fram á Digideldeginum var tölfræði um Svía og Internet 2012, nákvæm greining á þeim sem ekki nota Internetið. Fyrir þá sem ekki sáu sér fært að mæta á staðinn hafa aðgang að öllum vinnustofunum eftir að þeim lauk.

Meira: www.digidel.se/just-nu/tack-for-fantastiska-digideldagar/
Viðfangsefnið: www.digidel.se/om-oss/utmaningen/

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Átak í lýðskólum fyrir atvinnuleitendur og fólk í löngu sjúkraleyfi

Sænska ríkisstjórnin hefur lagt til að 57 milljónum sænskra króna verði varið til þess að fjölga námsleiðum um námshvatningu svo hægt verði að bjóða eldri en 25 ára upp á námið. Þar að auki er pólitískur stuðningur við forvarnarstarf lýðskóla.

Námshvetjandi námsleiðir lýðskólanna er einkum ætlaðar fólki sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsskóla og veita tækifæri til námshvetjandi menntunar við lýðskóla í allt að þrjá mánuði.
Forvarnarstarfið er tilraunaverkefni sem lýðskólar hafa hrint í framkvæmd. Markmiðið er að gera einstaklinga sem hafa verið lengi í sjúkraleyfi hæfari til þess að sjá um eigin framfærslu.

Meira: HTML

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Meiri hluti fær vinnu að loknu námi við starfsmenntaskóla

Niðurstöður þriggja rannsókna benda allar til þess að nálægt 90 prósent stúdenta hafi fengið vinnu innan árs frá brautskráningu, og sýna fram á að nám við starfsmenntaháskóla leiði til starfa og atvinnuþátttöku.

Stofnuninni um starfsmenntaháskóla var komið á laggirnar 2009 og undir hana heyra fjölmargar námsleiðir að loknu stúdentsprófi. Starfsmenntaháskólar eru sveigjanlegir vegna þess að námsleiðirnar eru ólíkar eftir tímabilum. Námsleiðir eru reknar af mismunandi fræðsluaðilum sem verða að sækja um leyfi til að taka upp nýja námsleið.
Öllu máli skiptir að nám í starfsmenntaháskólum leiði til atvinnu. Þess vegna eru gerðar tvær kannanir á ári hverju á því hvernig stúdentum gengur að fóta sig í atvinnulífinu. Til viðbótar þessum könnunum var ákveðið að stofnunin gerði rannsókn á skráningum.

Meira um niðurstöðurnar: www.regeringen.se/sb/d/15649/a/203296

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Æfingabúðir í Þórshöfn beina sjónum að færni til nýsköpunar í norrænum sjávarútvegi

Verður framtíð sjávarútvegs borgið með aðstoð háskólastúdenta? Spurningin var meginviðfangsefni fundar 18 nema frá Færeyjum, Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð í nýsköpunarsmiðju í Þórshöfn á Færeyjum þar sem rætt var um samkeppnishæfni og keppt í lausnum á viðfangsefnum í sjávarútvegi.

Smiðjan bar yfirskriftina „Nordic Innovation Marine Marketing Project (NIMMP)“ var haldin í Færeyjum dagana 29. október til 2. nóvember 2012, var hönnuð í samstarfi norrænna fyrirtækja í sjávarútvegi. Meginviðfangsefnið fólst í þeim áskorunum sem blasa við rekstrinum. Niðurstöður vinnunnar verða birtar í skýrslu sem nýtist fyrirtækjunum til þess að takast á við áskoranirnar á frumlegan hátt. Nýsköpunartillagan sem bar sigur úr býtum var “Nordic Fish Trace”.
NIMMP er samstarfsverkefni Háskólans í Færeyjum, Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrinu Innovit á Íslandi, Stardust-CBS i Danmörku, Landbúnaðarháskólans að Ási í Noregi, Sænska landbúnaðarháskólans auk Nordic Innovation. Gestgjafi nýsköpunarsmiðjunnar var Gestur Hovgaard verkefnastjóri og lektor við Háskólann í Færeyjum.

Meira á færeysku á Setur.fo

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Greiningarnámskeið til aðstoðar atvinnuleitendum

Í Qaasuitsup sveitarfélaginu á Grænlandi hefur verið í gangi sérstakt átak fyrir atvinnulausa. Það er í framhaldi af átakinu sem grænlenska heimastjórnin hrinti í framkvæmd árið 2011.

Í október 2012 var haldið greiningarnámskeið í Illulisat með tveimur leiðbeinendum og 30 þátttakendum á aldrinum 19 – 59 ára. Þátttakendur voru á einu máli um að námskeiðið hefði verið gagnlegt. Þeir fengu bók um atvinnuleit og minnislykil með verkefnum sem þeir leystu á námskeiðinu. Hver þátttakandi sendi að minnsta kosti eina atvinnuumsókn inn til vinnustaða sem þeir gjarnan vildu vinna hjá, á meðan á námskeiðinu stóð. Þá heimsóttu þeir einnig fyrirtæki meðal annars til Pisiffik, Arctic TV, Hvide Falk hótel og Hótel Arctic. Að loknum heimsóknum, leituðu þeir á Internetinu til þess að kynna sér fyrirtæki í Illulisat og hafa sent inn umsóknir bæði óumbeðnar og eftir atvinnuauglýsingum, voru þátttakendur sammála um að þeir væru færari við atvinnuleit.

Eftir námskeiðið er þátttakendum fylgt eftir með einstaklingssamtölum um hvernig atvinnuleitin gengur. 

Námskeiðin eru haldin um allt Grænland af ólíkum ráðgjöfum sem tóku þátt í útboði er fram fór í ágúst á vegum atvinnumálaráðuneytisins. Sveitarfélögunum hafa tækifæri til þess að velja úr þeim tilboðum sem ráðuneytið hefur fengið. Talsverð óánægja hefur verið með hve stutt námskeiðstímabilið er. Þetta er annað árið sem námskeiðin eru haldin. Í mati frá árinu 2011 leiðir í ljós ánægju margra atvinnuleitenda með námskeiðin. Ekki hefur verið lagt mat á hve margir hafa fengið vinnu eftir að hafa sótt námskeið og óskandi væri að það verði gert ef boðið verður upp á greiningarnámskeið þriðja árið í röð. Þeir sem standa að námskeiðunum telja að þátttakendum fari fram í að gera umsóknir um atvinnu í fyrirtækjum sem þeir vilja vinna hjá. Einnig óumbeðnar skriflegar umsóknir.

Meira á Qaasuitsup.gl

Birgit Gedionsen
E-post: birgit(ät)suliplus.gl

Bættur aðgangur að námi í Danmörku

Að lokinni undirritun sameiginlegrar yfirlýsingar um aðgengi grænlenskra stúdenta í háskólanám í Danmörku. Skilyrði er að umsækjendur frá Grænlandi hafi lokið stúdentsprófi og uppfylli sérstaka kröfu um erlent tungumál. Yfirlýsingin var undirrituð á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki þann 30. október af samstarfsráðherra Grænlands, Palle Christiansen ráðherra mennta og vísinda og Morten Østergaard menntamálaráðherra Dana.
Samkvæmt yfirlýsingunni hafa grænlenskir stúdentar aðgang að flestum námsleiðum til BA prófum á hugvísindasviði í Danmörku. Þar eru meðal annars gerðar kröfur um að umsækjendur hafi lokið námi í ensku á B-stigi auk náms í öðru erlendu tungumáli. Í menntaskólum á Grænlandi er boðið upp á nám í grænlensku á A-stigi fyrir þá sem hafa grænlensku að móðurmáli og fyrir byrjendur og sem annað erlent tungumál.
Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Nordiska rådet

Ráðherranefnd um menntamál og rannsóknir fjallaði um samstarf háskóla

Þing Norðurlandaráðs fór fram í Helsinki dagana 30.10.-1.11.2012. Menntamálaráðherra Finna Jukka Gustafsson tók þátt í fundi ráðherranefndar um menntun og rannsóknir. Meginumfjöllunarefnið var samstarf um rannsóknir og fjármögnun norrænna rannsókna.
Á fundi ráðherranna var meðal annars rætt um oppnari fjármögnun til rannsókna þvert á landamæri Norðurlandanna  auk nánara samstarfs háskóla á Norðurlöndunum á milli ráðherranefndarinnar og samstarfsvettvangs háskólanna (NUS).
Ráðherrarnir framlengdu samning um aðgengi í háskólanám á Norðurlöndum til 2015. Samningnum er ætlað að auðvelda Norðurlandabúum að komast í nám í öðrum norrænum löndum.
 
Meira á Norden.org
E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

NVL

Norrænnar náms- og starfsráðgjafaráðstefnu

Færni ráðgjafa í menningarlegri fjölbreytni og á breytilegum vinnumarkaði, Gautaborg 14.–15.3.2013.

Á norrænni ráðgjafaráðstefnu verða spurningar um færni ráðgjafa í tengslum við fjölmenningu og breytingar á vinnumarkaði teknar til umfjöllunar. Á ráðstefnunni verður sjónum einnig beint að þátttöku ráðþega í ráðgjafaferlinu og hvernig hægt er að taka tillit til þarfa þeirra.
Á ráðstefnunni gefst ennfremur tækifæri til þess að kynnast dæmum um góða ráðgjöf fyrir fullorðna á Norðurlöndunum og skiptast á reynslu við norræna samstarfsaðila og ræða um þær áskoranir sem blasa við í ráðgjöf fyrir fullorðna og færniþróun ráðgjafa.

Anmälningsblankett (Registration): HTML

Nánari upplýsingar: HTML

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Norden

Fimmta norræna ráðstefnan um nám fullorðinna

Velkomin á fimmtu ráðstefnu norrænna fræðimanna um nám fullorðinna dagana 5. og 6. mars 2013 í Reykjavík.

Þema ráðstefnunnar er á ensku „A Theory of Practice“ eða Kenning um starf. Markmiðið er að bjóða upp á samtal milli fræðimanna og fræsðluaðila um það hvernig starfsemin hefur áhrif á fræðin, og fræðin móti starfið. Fræðimönnum er boðið að kynna rannsóknir sínar á kenningum um nám fullorðinna eða á tiltekinni starfsemi. Fólki sem starfar á vettvangi fullorðinsfræðslu (í sinni víðustu mynd) er  boðið að kynna dæmi (case) um tiltekna starfsemi þar sem þeir hafa  meðvitað beitt rannsóknum og/eða kenningum til þess að skipuleggja verkefni sem styðja við nám fullorðinna á ólíkum vettvangi,s.s. við störf, í frístundum og í skólasamhengi, skipulagt af öðrum eða þeim sjálfum.
Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að skapa umræður í tengslum við þau erindi sem verða lögð fram. Við hlökkum til líflegra umræðna um bæði fræði og framkvæmd.

Frestur til að skila inn útdráttum er til 3. janúar og frestur til að skrá þátttöku er til 10. febrúar. 

Nánari upplýsingar eru á: fifth.ncoal.org

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

DialogWeb

Þrjár nýjar greinar

Við verðum að ræða um réttlæti á milli kynslóða

Það vakti heitar umræður í Finnlandi þegar sjónvarpsþáttaframleiðandinn Osku Pajamäki  árið 2006, þá 36 ára að aldri, skrifaði bókina „Ahne sukupolvi“ (í íslenskri þýðingu Gíruga kynslóðin) ekki hvað síst á meðal flokksfélaga hans sósíaldemókratanna. Hann hafði kjark til að staðhæfa að fjölmennir árgangar, fæddir um og eftir stríðið í Finnlandi á fimmta áratug síðustu aldar, hefðu komist til álna á kostnað yngri kynslóða. Í fyrra gaf Osku Pajamäki út bók um sama efni.
Lesið grein Clara Henriksdotter með viðtali við Osku Pajamäki á www.dialogweb.net

Atvinnuleitendum boðin frí ferð – þúsund tækifæri handan við landamærin

Ókeypis ferð og dvöl á farfuglaheimili í Osló á meðan sótt er um vinnu. Þetta er tilboð til ungra atvinnuleitenda í sænska sveitarfélaginu Söderhamn. Verkefnið ber heitið „Jobbresan“ eða vinnuferðin er í samstarfi við Nordjobb og þegar hafa níu af tíu þátttakendum fengið vinnu,
Lesið fréttagrein eftir Marja Beckman og Hilde Søraas Grønhovd með viðtölum við unga fólkið á www.dialogweb.net

Stúdentarnir læra líka að kenna á vefnum

Á námsstefnu NVL í Kautokeino, í september 2012. Þar sagði þrenning fagfólks við kennaradeild Samíska háskólans frá þróun námstilboðs fyrir kennara fyrir 5.-10. bekk.  
Lesið grein eftir Torhild Slåtto á www.dialogweb.net


RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 22.11.2012

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande