Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Marianne Jelved tekur við embætti menningarmálaráðherra

Uffe Elbæk hefur látið að embætti menningarmálaráðherra í Danmörku. Nýi menningarmálaráðherrann, Marianne Jelved, er úr hópi róttækra vinstrimanna og hefur langa reynslu af stjórnmálum. Hún hefur setið á danska þinginu síðan 1987, gegnt embætti fjármálaráðherra og ráðherra Norðurlandasamstarfsins.

Um leið og Marianne Jelved tók við embættinu nefndi hún að alþýðufræðslan væri starfsemi sem hún vildi efla. Samtök danskra alþýðufræðsluaðila hafa safnað röð jákvæðra ummæla ráðherrans um alþýðufræðsluna.

Meira um ráðherrann: http://kum.dk/Ministeren/CV-Marianne-Jelved/
Lesið ummæli ráðherrans á síðu alþýðufræðslusamtakanna: Dfs.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Stúdentum á sviði raunvísinda fjölgar eftir umbætur á menntaskólum

Samkvæmt nýrri könnun frá EVA – Dönsku námsmatsstofnuninni, hefur stúdentum sem hefja framhaldsnám á sviði náttúruvísinda og heilbrigðismála fjölgað eftir að umbótum á menntaskólunum lauk 2004.

Tilgangur umbótanna á menntaskólanum var að efla vídd raunvísinda í menntaskólanum, m.a. með breytingu á skyldunámsfögum. Stúdentum fjölgar þrátt fyrir að inntökukröfurnar fyrir framhaldsnám á sviðinu hafi verið hertar árið 2008.

Meira á Eva.dk 
Lesið skýrsluna á: Eva.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Verkefnið Food Observatory – er „living lab“ á sviði þjónustu

Food Observatory er raunverulegt könnunar- og þróunarumhverfi fyrir  matvæli. Agro Food Park í Skejby hefur skipulagt og endurbyggt mötuneyti fyrirtækisins til þess að prófa og þróa vörur fyrir matvælaframleiðendur. Þetta er flettað  í starfsemi mötuneytisins og það gegnir hlutverki nýsköpunareiningar þar sem hægt er að prófa vörur í gegnum allt ferlið frá afhendingu vörunnar, til meðhöndlunar fyrir framreislu annað hvort í mötuneytinu eða til neytenda. Bæði magn og gæði matvælanna eru könnuð með ýmsum aðferðum. Food Observatory er lifandi rannsóknastofa á sviði þjónustu þar sem rannsóknir, nýsköpun og neytendafærni eru samþættar í opnu og raunsönnu þróunarumhverfi.

Meira á heimasíðu Service Platform.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: innovation

Finland

Verkefnið Migration 2020 hvetur til umræðna um framtíðina

Innanríkisráðuneytið hefur innleiðingu stefnu um aðflutning til 2020. Í verkefninu er skilgreining á aðflutningi til Finnlands á næstu árum. Þar að auki eru sett markmið fyrir aðflutning, aðgerða vegna aðflutnings, vinnumarkað og háskóla. Verkefnið er meðal þeirra sem hafa forgang í stjórnarsáttmálanum.

Meginþættir stefnunnar varða hvernig hægt er að auka atvinnuþátttöku innflytjenda og hverskonar aðflutningur verður nauðsynlegur í Finnlandi árið 2020. Stefnan á einnig að stuðla að uppbyggingu umburðarlynds, öruggs og fjölmenningarlegs Finnlands og styrkja samkeppnisstöðu Finna á alþjóðamörkuðum.
„Mikilvægasti hluti ferilsins við undirbúning stefnunnar eru hugarflugsfundir með hagsmunaaðilum og samskiptin um ferlið eftir mismunandi boðleiðum“ er haft eftir verkefnastjóranum Pentti Visanen. Stefnan verður væntanlega lögð fyrir ríkisstjórnina til samþykkis á vordögum 2012.

Meira: www.intermin.fi/sv/utveckling/migration_2020

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Unglingar ögra samstarfi Norðurlandanna

Hugmyndir ykkar eru villtar, ferskar og frumlegar, sagði samstarfsráðherra Norðurlandanna Aleksander Stubb við hóp unglinga sem hann hafði skipað til þess að huga að framtíð norræna samstarfsins. Í skýrslunni sem hópurinn afhenti ráðherranum er meðal annars fjallað um birtingamynd norræna samstarfsins í lífi ungs fólks.

Í vinnuhópnum voru 25 unglingar frá ólíkum hlutum Finnlands og með mismunandi bakgrunn. Þau hafa ígrundað stöðuna og framtíð norræna samstarfsins og hlutverk þess í framtíðinni og auk þess að fjalla um hvernig samstarfið virkar og hvort markmiðum þess hefur verið náð.

Meira: Formin.finland.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Auglýsing um styrki til námskeiða í íslensku vorið 2013

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku sem ekki eru hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi.

Markmiðið með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir eru á Íslandi færi á að öðlast þá færni í íslensku að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar. Fræðsluaðilar og fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku og eru á fyrirtækjaskrá geta sótt um styrki.  Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2013.

Meira á íslensku: www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Auglysingar/allar/nr/7281

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Fyrirmyndir í námi fullorðinna 2012

Á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fimmtudaginn 29. nóvember 2012 hlutu þrír einstaklingar viðurkenninguna Fyrirmynd í námi fullorðinna. Þetta er í sjötta skipti sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir viðurkenninguna.

Í ár tengdust tilnefningar þema ársfundarins um nám og vinnumarkað. Að þessu sinni voru  það Jóhanna Sigríður Jónsdóttir tilnefnd frá Þekkingarneti Þingeyinga, Sveinn Vilhjálmsson frá IÐUNNI fræðslusetri og Sævar Gunnarsson frá Fræðsluneti Suðurlands sem fengu viðurkenninguna, ásamt blómvendi og IPAD. Í frásögnum þeirra af ferlinum kom fram að þau höfðu öll sigrast á erfiðum hindrunum í náminu og hvað þau voru þakklát fyrir hvatningu og uppörvun sem þau höfðu fengið af hálfu símenntunarmiðstöðvanna. Auk sterkari sjálfsmyndar og aukins sjálfstraust  töldu þau öll að námið hefði skilað þeim þekkingu og færni sem gerði þau hæfari starfsmenn á vinnumarkaði.

Meira á íslensku: www.frae.is/frettir/nr/412/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Framhaldsnám kennara ber árangur

Rannsókn sem Oxford Research framkvæmdi að beiðni norska menntamálaráðuneytisins leiddi í ljós að kennarar sem lokið hafa framhaldsnámi ígrunda betur um hvernig þeir kenna og þeir beita fjölbreyttari kennsluaðferðum. Aukin færni leiðir til þess að skipulag kennslunnar og árangur af henni verður betra.

Meira á Udir.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Fullorðnir velja fagnám á netinu

Tölur frá 2011 sýna að nær helmingur þátttakanda stundaði starfsmenntun sem hlutanám og fjórðungur stundaði námið á netinu eða í fjarkennslu. Aðeins þrjú prósent nemenda yngri en 20 ára voru í hlutanámi en 85 prósent þeirra sem höfðu náð 50 ára aldri. Tvö prósent af yngsta hópnum tók námið í fjarkennslu á móti næstum 40 prósentum af elsta aldurshópnum.

Lesið meira á Vox.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sweden

Nýjar tillögur um EQF/NQF í Svíþjóð

Áfram er unnið að þróun sænsks viðmiðaramma sem fellur að sameiginlegum evrópskum viðmiðaramma um menntun. Viðmiðarammanum er ætlað að auðvelda skilning og yfirfærslu menntunar og hæfi á milli mismunandi Evrópulanda. Nýlega skilaði stofnum starfsmenntaháskóla tveimur umsögnum til ríkisstjórnarinnar.

Önnur umsögnin eru um staðsetningu sænsku fyrir útlendinga og annarrar menntunar í rammanum, og hin fjallar um hæfni sem aflað hefur verið utan opinbera sænska menntakerfisins.

Lesið meira á vefnum YH-myndigheten.se.

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Afhending gæðaverðlauna Leonardo da Vinci 2012

Verðlaun fyrir fyrirmyndaverkefni innan starfsmenntaáætlunar Leonardo da Vinci 2012, féllu í skaut Furuboda samtakanna í Åhus, sænska félags náms- og starfsráðgjafa og sænska fyrirtækisins SKF Sverige AB.

SKF Sverige AB hefur hrint í framkvæmd verkefni þar sem fimmtíu og þremur nemum í starfsmenntanámi SKF:s gafst tækifæri til starfsþjálfunar erlendis á vegum fyrirtækjasamstæðunnar í Evrópu. 
Furuboda samtökin í Åhus fengu gæðaverðlaun fyrir verkefnið Youth 4 Move, en þar fengu tíu menntaskólanemar, sem sumir  þörfnuðust sérkennslu, tækifæri til fjögurra vikna starfsnáms í Þýskalandi. 
Sænska náms- og starfsráðgjafafélagið vann verkefni þar sem sextán náms- og starfsráðgjafar fóru til að afla sér reynslu í öðrum löndum Evrópu. Félagið tók jafnframt á móti 20 náms- og starfsráðgjöfum frá öðrum löndum.
Verðlaunahafarnir þrír fá nálægt 20 þúsundum sænskra króna hver, til þess að miðla árangri verkefnanna.

Lesið meira á síðu sænsku landsskrifstofunnar Programkontoret.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Samstarf á milli háskólanna á svæðinu verður að veruleika

Fróðskaparsetur Færeyja (Háskólinn í Færeyjum) tekur þátt í sameiginlegu mastersnámi á NORA-svæðinu undur nafninu „Managing Societal Development in the High North“.

Að ráði Hugmyndasmiðju fyrir Norðuratlantssvæðið (Nordatlantisk Tankesmie) verður samstarfið að veruleika. Ilisimatusarfik (Háskólinn á Grænlandi), Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Nordland Universitetet (Háskólinn í Bodø) hafa ásamt Fróðskaparsetri Færeyja fengið styrk frá Norrænu ráðherranefndinni til þess að koma á þverfaglegu námi til meistaraprófs sem  ber yfirskriftina „Managing Societal Development in the High North“. Háskólarnir lýsa meistaranáminu sem þverfaglegri námsbraut um sjálfbæra stjórnun og þróun á NORA-svæðinu. Markmiðið er að þeir sem ljúka náminu öðlist skilning á og geti tekist á við þau flóknu viðfangsefni sem blasa við á Norðurskautinu og og NORA-svæðinu. Námið veitir þekkingu um samfélagsleg, lögfræðileg, hagræn og umhverfisleg efni sem forsendur fyrir sjálfbærri þróun á svæðinu sem heild. Námið á að laða að bæði norræna stúdenta sem og námsmenn annarsstaðar frá.

Meira á færeysku á Setur.fo og á dönsku á Nora.fo.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Frá brotthvarfi frá Færeyjum yfir í fólksfjölgun

Var yfirskrift fjölmenns málþings í byrjun desember um spekilekann „brain drain“ frá svæðinu. Fleiri tækifæri til náms, aukið jafnrétti og alþjóðlegur háskóli voru meðal þess sem talið var nauðsynlegt til að mæta vandanum.

Málþingið var haldið í tilefni af útgáfu bókarinnar Exit Føroyar. Í bókinni er röð greina og innlegg um þetta afar brýna vandamál sem blasir við Færeyingum, að fjöldi fólks flytur frá eyjunum, einkum konur og snúa ekki aftur. Á málþinginu fluttu margir af höfundum bókarinnar erindi. Íbúar á Færeyjum teljast rétt rúmlega 48.000 og miklu skiptir að konur eru tveimur þúsundum færri en karlar. Flestar kvennanna sem flytja, halda til náms en vandamálið er að aðeins helmigur þeirra kemur aftur tilbaka til Færeyja.

Lesið meira um málþingið á Nora.fo.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Heimsskauta menntaráðstefna í Nunavut

Stjórnvöld í Nunavut og Grænlandi hafa í sameiningu staðið að heimsskauta menntaráðstefnu fyrir frumbyggja á Norðurskautinu. Í ár var ráðstefnan haldin í Nunavut og stóð hún í fjóra daga frá 26. Til 30. nóvember. Samstarfið hafa Eva Aariak forsætisráðherra Nunavug og Palle Christiansen mennta- og vísindamálaráðherra grænlensku heimastjórnarinnar leitt og sá síðastnefndi setti ráðstefnuna í ár.

Flestir þátttakendur voru frá Norðurlöndunum og sveitum og héruðum í Alaska, ríkjum Kanada og Rússlands. Reynslu af kennsluaðferðum sem beitt hefur verið á Norðurskautinu meðal annars fjarkennslu á vegum British Columbia háskólans  var miðlað. Þátttakendur í grænlensku sendinefndinni tóku þátt í vinnustofum sem eiga að veita innblástur til menntastefnu og nýrri menntaáætlun í Grænlandi.  Grænlendingar sögðu frá því hvernig námsmenn eru skráðir, nýjum mælitækjum og mótun menntastefnu.
Ráðstefnan nú var sú þriðja í röðinni, sú fyrsta var haldin 1977 í Nuuk og þar næst var ráðstefna í Jakútíu í Rússlandi árið 2003.  

Krækja í síðu heimastjórnarinnar og upptöku af setningarávarpi Palle Christiansen: Nanoq.gl

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Nýr samstarfssamningur við matvælaráðuneytið

Ane Hansen sjárvarútvegsráðherra í grænlensku heimastjórninni og Mette Gjerskov danski matvælaráðherrann, undirrituðu þann 4. desember samning um að Grænlendingar taki við heilbrigðiseftirliti í fiskiskipum sem fram til þessa hafa heyrt undir danska matvælaeftirlitið.
Námið er á vegum danska matvælaráðuneytisins og nú eru sex námsmenn frá Grænlandi við nám í veiðieftirliti í Danmörku. Nýi samningurinn kveður á um að námsmenn skuli hafa tækifæri til þess að leggja stund á námið sem skipulagt er af Náttúru-og atvinnustofnuninni, auk sérstaks viðauka um kringumstæður á Grænlandi. Áframhaldandi náið samstarf tryggir að grænlenskir veiðieftirlitsmenn geta framkvæmt matið eftir ströngum alþjóðlegum viðmiðum. Námið tekur tvö ár og meðal námsgreina eru örverufræði, sjávarlíffræði og efnafræði.
Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Nordic Skills Strategies

The OECD Skills Strategy, endorsed by Ministers in May 2012, sets out a coherent framework for developing national and local skills strategies based on three pillars: developing relevant skills, activating the supply of skills and encouraging the effective use of skills.

A seminar on “OECD Survey of Adult Skills (PIAAC): a foundation for reform?” held on 22 October 2012 brought together experts from governments and academia from over 10 countries to review recent experience with skills policies in Denmark, Estonia, Finland, Norway and Sweden. Participants also explored how the forthcoming OECD Survey of Adult Skills, developed by the OECD Programme for the International Assessment of Adult Skills (PIAAC), could provide new impetus for strengthening national skills systems in Nordic countries.
The seminar concluded with an open discussion of how Nordic countries could leverage their strong track record to build national skills strategies.

More information: PDF
OECD Skills Strategy: HTML

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

NVL

Nýr ritstjórnarfulltrúi frá Íslandi

Þröstur Haraldsson tekur við starfi fulltrúa Íslands í ritstjórn DialogWeb frá 1. janúar 2013. Þröstur tekur við af Sigrúnu Kristínu Magnúsdóttur sem áfram verður fulltrúi Íslands í NVL.
Þröstur Haraldsson er sjálfstætt starfandi blaðamaður með aðsetur í Reykjavíkurakademíunni.  Hann hefur langa reynslu af störfum blaðamanns og við útgáfu, við dagblöð, útvarp og fagtímarit. Hann hefur ennfremur skrifað greinar í Weekendavisen  og Information. Þröstur vann um skeið við Århus folkeblad i Danmörku og ritstýrði síðast Bændablaðinu.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Mer om: dialogue

Nýr fulltrúi frá Noregi í NVL

Samtökum fullorðinsfræðsluaðila Noregi hefur verið falið að vista NVL frá og með 1. janúar 2013. Þá mun Hilde Søraas Grønhovd taka við af fulltrúa Noregs af Petter Kjendli hjá Samtökum um fjarkennslu og sveigjanlegt nám, (NFF) en ráðningu hans sem fulltrúa í NVL lýkur þann 31. desember 2012.

Meira: www.vofo.no/content/nordisk-oppdrag-til-vofo

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Norrænnar náms- og starfsráðgjafaráðstefnu

Færni ráðgjafa í menningarlegri fjölbreytni og á breytilegum vinnumarkaði, Gautaborg 14.–15.3.2013.

Á norrænni ráðgjafaráðstefnu verða spurningar um færni ráðgjafa í tengslum við fjölmenningu og breytingar á vinnumarkaði teknar til umfjöllunar.
Fjallað verður um viðfangsefni ráðgjafar fyrir fullorðna og þörfina fyrir færniþróun náms- og starfsráðgjafa frá bæði norrænu og evrópsku sjónarhorni.

Anmälningsblankett (Registration): HTML

Nánari upplýsingar: HTML

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

DialogWeb

Fjórar nýjar greinar

- Samtalið er mikilvægast, það skapar grundvöllinn að öllu samstarfi

Segir Guðrún Eyjólfsdóttir, varaformaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Á síðastliðnum áratug hefur miðstöðin mótað stefnu í fræðslu fullorðinna, íslenska módelið. Það hefur vakið athygli.
Lesið viðtal Sigrúnar Kristínar Magnúsdóttur við Guðrún Eyjólfsdóttur á www.dialogweb.net.

Stoltur yfir alþýðufræðslunni 

Í tilefni af 30 ára starfsafmæli ABF á Álandseyjum, bauð Johan Ehn, mennta- og menningamálaráðherra til fundar þar sem hann greindi frá stefnu stjórnavalda er varðar alþýðufræðslu og fræðslusambönd. Þá voru einnig veittar upplýsingar um starfsemi ABF á Norðurlöndunum og umræður um þörf fyrir fræðslusambönd. 
Lesið grein Helena Flöjt-Josefssons á www.dialogweb.net.

Raunfærnimat, frá verkefnum til í reglubundna starfsemi

Eftir áramótin verður raunfærnimat hluti af reglubundinni starfsemi menntaskólans á Álandseyjum. Umbætur á framhaldsskólastiginu hafa leitt til þess að fullorðinsfræðsla hefur um tíma átt undir högg að sækja og erfitt hefur verið að staðsetja hana í kerfinu. Hvernig til tekst mun hafa afgerandi áhrif á fyrirkomulag raunfærnimats í framtíðinni, skrifar Helena Flöjt-Josefsson.
Lesið greinina á www.dialogweb.net.

Hrina umbóta gengur yfir Danmörku

Nú sér fyrir endann á runu umbóta á meginstoðum danska velferðarkerfisins. Sammerkt er að þær eiga að fjölga fólki á dönskum vinnumarkaði og lækka opinber útgjöld. Stjórnmálamennirnir hafa verið svo framtakssamir að nú telja sérfræðingar í efnahagsmálum að markmiðunum sé náð. Bíða verði með frekari umbætur þar til efnahagur þjóðarinnar skánar, skrifar Karen Brygmann.
Lesið greinina á www.dialogweb.net.

Lesendur geta látið í ljós skoðanir sínar á greinunum og skrifað umsagnir við þær á Fésbókinni www.facebook.com/dialogweb

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

God Jul och Gott Nytt År

Glædelig Jul og Et Godt Nytår

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Juullimi Ukiortaassamilu Pilluaritsi

Hyvää Joulua ja Onnellista Uutta Vuotta

God Jul og Godt Nyttår

Gleðilig jól og gott nýggjár

Buorit Juovllat ja Lihkolaš Oðða Jagi

Merry Christmas and Happy New Year


RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 18.12.2012

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande