Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

„Fækkum endurkomum í fangelsi“

Er yfirskrift fjölda aðgerða á sviði dönsku fangelsismálastofnunarinnar. Meðal annars er föngum gert kleift að sækja nám tengt vinnumarkaði eða svokölluð AMU námskeið (AMU er skammstöfun á Arbejdsmarkedsuddannelser).

Markmiðið er að auka færni fanganna og um leið tækifæri þeirra til þess að fá vinnu eða sækja áframhaldandi nám að lokinni vistun.  Námskeiðin eru haldin í samstarfi á milli fræðsluaðila sem bjóða upp á AMU námskeið og fangelsa.  Samið hefur verið um tilraunaverkefni um námskeiðshald til fjögurra ára.

Nánar: Uvm.dk.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Hæfari frumkvöðlar í kreppunni

Samkvæmt nýrri greiningu sem þankabankinn Dea hefur gert í samstarfi við fræðimenn við háskólann í Álaborg fækkaði frumkvöðlum umtalsvert á árunum 2001-2009. Á sama tíma hækkuðu laun og menntastig frumkvöðla auk þess sem „raðfrumkvöðlum“ með reynslu og færni í stofnun fyrirtækja fjölgaði.

Í greiningunni kemur fram að frumkvöðlarnir séu betur búnir til þess að spjara sig og að nú fjölgi nýjum hátæknifyrirtækjum í Danmörku og að það muni, þegar til langs tíma er litið, leiða til nýrra starfa og aukinna möguleikum danskra frumkvöðlafyrirtækja til að ná fótfestu. 

Nánari upplýsingar á Dea.nu:
Minnisblað um „Danske iværksættere har fået flere kompetencer under kriser“
Grunnskýrsluna „Den økonomiske krises betydning for vækstiværksættere i Danmark“

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

40 milljónir til nýsköpunar í fyrirtækjum og menntun

Danska ríkisstjórnin hefur ráðstafað 40 milljónum danskra króna til þess að styðja nýsköpun sem eflir miðlun þekkingar á milli einkarekinna fyrirtækja og opbinberra stofnana, starfsmenntaháskóla og starfsmenntastofnana.

Frumkvæðið er hluti af nýsköpunaráætlun dönsku ríkisstjórnarinnar. Verkefnin eiga að styðja þróun fyrirtækjanna, nýsköpun og veita námsmönnum tækifæri til þess að öðlast innsýn í raunveruleg verkefni sem blasa við atvinnulífinu.

Nánari upplýsingar á Fivu.dk.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Lestur og samskipti í fyrirtækjum

Liður í samkomulagi dönsku ríkisstjórnarinnar við Enhedslisten var að 25 milljónum danskra króna yrði varið til að styrkja færni þeirra sem eiga við lestrar- og skriförðugleika að stríða. Önnur svið hafa einnig vakið athygli  meðal annars ókeypis og auðveldari aðgangur að hjálpartækjum, heimsóknir í fyrirtæki og menntun þeirra sem starfa við vinnumiðlun og atvinnuleysistryggingasjóðum. Fjölmargir aðilar meðal annars fagfélög undirbúa aðgerðir á þessu sviði.

Nánar á heimasíðu atvinnumálaráðuneytisins Bm.dk.
Lesið minnisblað frá fagfélaginu 3F: PDF 

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Endurskoða á nám í menntaskólum í Finnlandi

Jukka Gustafsson, menntamálaráðherra Finna hefur skipað vinnuhóp til þess að gera tillögur um ný markmið náms og tímaskiptungu í menntskólum. Stefnt er að því að ný námsskrá taki gildi 1.8.2016.

Markmið umbótanna er að styrkja almenna menntun og auk þess að efla námsfærni í framtíðinni. Nám í menntaskólum á að vera betur samþætt, það á að veita betri yfirsýn yfir heildina og sameiginlegt nám fyrir alla. Jafnframt er stefnt að því að skapa menningu sem byggist á meiri samheldni og virkari þátttöku.
Menntaskólanám framtíðar á að veita tækifæri til aukins sveigjanleika fyrir nemendur og að hægt verði að bjóða upp á það annarsstaðar í skólakerfinu. Tryggja ber sérkenni fullorðinsfræðslunnar til framtíðar. Tillögur vinnuhópsins eiga að stuðla að jafnrétti og jafngildi menntunar í öllu  Finnlandi.

Nánar á  heimasíðu menntamálaráðuneytisins Minedu.fi.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Stefna fyrir þjóðtungu Finna mótuð

Í Finnlandi eru tvær þjóðtungur, finnska og sænska. Stefnumótunin er sú fyrsta sinnar tegundar og lýtur að bæði finnsku og sænsku sem móðurmáli, eins og aðrar þjóðtungur og sameiginleg tungumál landsins fyrir innflytjendur. Framtíðarsýnin er að tvær þjóðtungur verði í Finnlandi, og bæði tungumálin sjáist, heyrist og hljóti viðurkenningu.

Í stefnu um þjóðtungu felast praktísk verkfæri sem auðvelda aðlögun að núverandi lögum um móðurmálið í reynd. Hverju ráðuneyti ber að útnefna tengilið sem fæst við spurningar varðandi þjóðtungurnar. Þá ber sveitarfélögum þar sem bæði málin eru töluð sem og sveitarfélögum sama að tilnefna einstakling sem fjallar um spurningar er varða tungumálin.

Nánari upplýsingar á heimasíðu finnsku málnefndarinnar.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Liðsstyrkur- Átak til atvinnu 2013

Liðsstyrkur er átaksverkefni sem hefst í janúar 2013. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni.

Stefnt er að því að skapa allt að 2.200 sex mánaða starfstengd vinnumarkaðsúrræði á árinu 2013 sem munu skiptast á milli sveitarfélaga, ríkis og almenna vinnumarkaðarins . Sveitarfélög munu bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf. Til viðbótar verður þeim sem á þurfa að halda boðin starfsendurhæfing.
Auk Vinnumálastofnunar eru það velferðarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins, VIRK starfsendurhæfingarsjóður og Starf vinnumiðlun og ráðgjöf ehf., sem standa að þessu átaksverkefni.

Meira á íslensku: www.lidsstyrkur.is

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Málþing um stöðu og reynslu innflytjenda

Árlegt málþing Félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands var haldið föstudaginn 25. janúar. Yfirskriftin var Raddir og þöggun: Staðbundinn og hnattrænn margbreytileiki.

Tveir fyrirlesaranna hafa tekið þátt í starfsemi NVL: Unnur Dís Skaptadóttir prófessor í mannfræði hélt erindi undir titlinum Margbreytileg staða og reynsla innflytjenda. Fyrirlestur Guðbjargar Vilhjálmsdóttir prófessors í náms- og starfsráðgjöf bar yfirskriftina: Raddir notenda. Sagt var frá norrænni rannsókn um það hvernig fullorðnir notendur meta náms- og starfsráðgjafarþjónustu.

Nánar á www.hi.is/vidburdir/raddir_og_thoggun

sigrunkri(ät)frae.is
E-post: Sigrún Kristín Magnúsdóttir

Norway

Doktorsgráða í fyrirtækjum slær í gegn

Vísindanefnd Noregs hefur komið á nýrri námsleið til doktorsprófs , doktorsgráðu í atvinnulífinu. Í nýrri skýrslu kemur fram að tilhögunin hefur slegið í gegn. 99% fyrirtækjanna og 95% af kandídötunum kunna mjög vel að meta hana.
Fyrirkomulagið á við um starfsmenn í fyrirtækjum sem komast inn í doktorsnám. Doktorsnám í atvinnulífinu á sinn þátt í að fyrirtækin geta stefnt að langtíma þekkingaröflun og um leið öðlast kandídatinn doktorsgráðu, víðtæka reynslu og einstæða færni. Ráðstöfunin byggir einnig brú á milli atvinnulífs og rannsókna.
Nánar á heimasíðu færniráðuneytisins á slóðinni: Regjeringen.no.
Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hsg(ät)vofo.no

Fræðslusamböndin veðja á tungumál

Norsku fræðslusamböndin eru stórhuga, þau vilja verða betri og sýna heiminum fram á að hálf milljón manns sækja námskeið á þeirra vegum ár hver.

Til þess að koma þessu ferli af stað hafa forsvarsmenn þeirra ákveðið að takast á við tungumál þeirra. Fræðslusamböndin hafa tilnefnt í málnefnd með fulltrúum 9 sambanda og nefndin hvetur nú aðra til þess að leggja sitt af mörkum og koma áliti sínu á framfæri. Ef til vill hafa norrænir félagar skoðanir á því hvaða orð og hugtök virka? Nefndin hvetur alla áhugasama til þess að taka smápróf um sjálfboðaliðastörf og fullorðinsfræðslu á slóðinni: http://tjenester.aftenposten.no/quiz/quiz.htm?id=1416

Lesið alla greinina um málnefndina: Vofo.no.

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hsg(ät)vofo.no

Sweden

Kreppan hefur ekki áhrif á starfsmenntaskóla

Stofnunin um starfsmenntaháskóla hefur ákveðið að veita framlög til 8.300 nýrra nemaplássa í námi við starfsmenntaháskóla sem hefst haustið 2013 eða vorið 2014. Samtals verður boðið upp á 311 nýjar starfnámsleiðir víðsvegar um Svíþjóð.

– Það er ánægjulegt að þrátt fyrir niðursveiflu í efnahagslífinu er mikil eftirspurn eftir vinnuafli með menntun frá starfsmenntaháskólum. Meginreglan við úthlutun fjár til nýrra starfnámsleiða er að eftirspurn sé eftir náminu á vinnumarkaði. Þær 311 starfsnámsleiðir sem nú hefur verið ákveðið að boðið verði upp á, eru námsbrautir á háskólastigi sem við teljum að mæti best þörfum atvinnulífsins, segir Johan Blom, sem stýrir menntamáladeildinni við stofnun um starfsmenntaháskóla.

Nánar á Mynewsdesk.com.

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Nýlega útgefið efni frá Skólamálastofnuninni

Svið fullorðinsfræðslu í Svíþjóð hefur á síðastliðnu hálfa ári tekið stakkaskiptum. Skólamálastofnunin hefur, í tilefni breytinganna, gefið út nokkur ný rit sem varða fullorðinsfræðslu.

Á heimasíðu Skólamálstofnunarinnar er hægt að nálgast nýju ritin, eins og til dæmis: Námskrá fyrir fullorðinsfræðslu, Stuðningsgögn fyrir fullorðinsfræðslu og Einstaklingsbundnar námsskrár. Þar má einnig finna námsskrá í sænsku fyrir innflytjendur á 24 mismunandi tungumálum. Þeir sem vilja fylgjast með nýungum á sviði fullorðinsfræðslu í Svíþjóð geta einnig gerst áskrifendur að fréttabréfi.

Nánar á heimasíðu skólamálastofnunarinnar.

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Ný skýrsla um nám í sjálfbærri þróun

SWEDESD hefur gefið út skýrslu með samantekt undir yfirskriftinni „Unfolding the Power of ESD – Lessons Learned and Ways Forward“ með niðurstöðum og ráðleggingum frá alþjóðlegri ráðstefnu um nám í sjálfbærri þróun (ESD) sem haldin var í Visby í Svíþjóð dagana 24. til 26. október 2012. Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á slóðinni www.swedesd.se.

Höfundar skýrslunnar telja að ESD verði að ná fótfestu í heiminum um leið og heimurinn verði að gegnsýrst af ESD til þess að þróunin verði sjálfbær þeir eru Jeppe Læssøe við Kaupmannahafnardeild háskólans í Árósum og Frans Lenglet, framkvæmdastjóri SWEDESD, Sænsku alþjóðmiðstöðvarinnar fyrir náms í sjálfbærri þróun við Háskólann á Gotlandi.
- Í skýrslunni eru lagðar fram fjórar meginniðurstöður. Samantektinni er ætlað að veita innblástur og aðstoða við átak til þess að þróa og greiða fyrir námi um sjálfbæra þróun, segir Frans Lenglet.

Nánar á Mynewsdesk.com.

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Fjarkennsla í brennidepli

Koma verður á miðstöð fyrir fjarkennslu í sveitarfélaginu Vági á Suðurey sumarið 2013, en það er syðsta eyjan sem tilheyrir Færeyjum. Þetta var samþykkt af sveitarstjórninni í Vági þann 14. janúar.

Markmiðið með stofnun miðstöðvarinnar er að veita öllum íbúum byggðarinnar sem hafa hafið fjarnám, eða óska eftir að hefja fjarnám aðgang að velútbúnum fundarstað á heimaslóð þar sem námsmenn geta verið hluti af námsheild. Tilboðið á að veita öllum íbúum eyjarinnar sem óska eftir að hefja nám á háskólastigi eða bæta við sig námi, eða sækja færniþróunarnámskeið á mismunandi skólastigum. Flestir sem hefja nám flytja til Tórshavn eða útlanda snúa sjaldnast tilbaka. Nú gefst tækifæri til þess að vera um kyrrt á eyjunni, fá ráðgjöf og ljúka námi eða hluta af námi á netinu. Á þann hátt mun þetta frumkvæði gerbreyta möguleikum margra er haft eftir formanni sveitastjórnarinnar í Vági Dennis Holm

Meira á færeysku: Aktuelt.fo.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Nýtt tungumálanám í færeysku fyrir innflytjendur

Háskólinn í Færeyjum stendur nú í fyrsta skipti að námi fyrir innflytjendur og á sviði fullorðinsfræðslu. Um miðjan febrúar hefst nám á bakkalárstigi í færeysku fyrir íbúa af erlendu bergi brotna á Færeyjum.

Skilyrði fyrir inntöku er stúdentspróf eða sambærileg menntun. Markhópur er fullorðnir sem flestir hafa háskólamenntun eða aðra menntun og sem óska eftir að leggja stund á færeysku á öðru stigi en hægt er á námskeiðum kvöldskólanna fyrir byrjendur.  Markmiðið er að veita nemendum innsýn í færeyskt mál og málnotkun. Námið fer að hluta til fram í þriggja tíma vinnustofum aðra hverja viku á vormisseri og að hluta til sem fjarkennsla. Það er deildin fyrir færeysku og bókmenntir sem stendur fyrir náminu og kennarinn er Hjalmar P. Petersen, Dr. Phil og lektor i málvísindum.

Meira á færeysku  og á ensku.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

NMR

Svíar veita Norrænu ráðherranefndinni formennsku

Um áramótin tóku Svíar við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Norræna líkanið á nýjum tímum er meginþema formennskutímabils Svía á næsta ári og markmið þess er að efla norrænt samstarf á tímum umfangsmikilla breytinga.

Svíar munu nýta formennskuárið til þess að efla samstarf norrænu ríkisstjórnanna þess að takast á við nokkrar af þeim alveralegu áskorunum sem Norðurlandaþjóðirnar standa frammi fyrir.  Meðal annars verður reynt að sporna við myndun jaðarhópa og atvinnuleysi meðal ungs fólks. Jafnframt verður samkeppnishæfnin efld um leið og unnið er að þróun sjálfbærra samfélaga með með velferð að leiðarljósi.  Þá þarf að takast á við þær áskoranir sem fylgja breytingum á aldurssamsetningu þjóðanna, þeim fækkar stöðugt sem eiga sjá auknum fjölda farborða.
Eitt fjögurra sviða sem njóta forgangs er vinnustaðanám og markmiðið er að brúa bilið á milli menntunar og vinnu. Verkefnið nær bæði til ungs fólks og fullorðinna sem eiga að fá tækifæri til að komast í vinnustaðanám sem auðveldar þeim að komast út á vinnumarkað. Markmiðið er að auka á gæði vinnustaðanáms og þar með brúa bilið yfir á vinnumarkaðinn og auk þess að ná til nýrra nemendahópa.

Nánar um formennsku Svía á síðunni: www.regeringen.se/norden2013

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

NVL

Fangar af erlendu bergi brotnir í norrænum fangelsum – menntun, óskir og þarfir

Eðlisbundin rannsókn meðal fanga frá Írak, Póllandi, Rússlandi, Serbíu og Sómalíu, ritstjórar: Kariane Westrheim og Terje Manger, 2012

Bakgrunnur rannsóknarinnar er fjölgun erlendra fanga. Norræna tengslanetið um menntun í fangelsum hlaut ásamt Lestrarráðinu styrk frá Nordplus Voksen árið 2009 til þess að þróa aðferð til kortlagningar/viðtalsleiðbeiningar. Viðtalsleiðbeiningarnar eru tilbúnar og hafa verið þýddar á norsku, dönsku, ensku, arabísku, sóróní, badíní, sómalísku, rússnesku, pólsku og serbísku.
Útgefendur eru Norræna tengslanetið um menntun í fangelsum og Lestrarráðið með styrk frá Nordplus Voksen og Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna (NVL).

Skýrsla: PDF

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

Norden

Fundastaður fræðimanna og fræðsluaðila!

Hvert er samband fræða og fræðsluaðila á Norðurlöndunum? Hafa kenningar og rannsóknir eitthvað að segja um starfsemina eða hefur starfsemin eitthvað með háskólana að gera? Þú getur komist að þessu og tekið þátt í áhugaverðum umræðum um efnið dagana 5.-6. mars i Reykjavík.

Fimmta ráðstefna norrænna fræðimanna um nám fullorðinna (Fifth Nordic Conference on Adult Learning) verður haldin í Reykjavík í ár. Boðið verður upp á spennandi dagskrá með fyrirlestrum bæði frá þekktum fræðimönnum og ungum doktorsnemum auk starfenda sem kynna hvernig kenningar og rannsóknir hafa áhrif á starfsemina.
Þar að auki verða aðalfyrirlesarar: Andreas Fejes prófessor við háskólann í Linköping og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Bjarne Wahlgren prófessor við Kaupmannahafnardeild háskólans í Árósum, sér um samantekt og leiðir „fishbowl“ umræður. 
Velkominn á tveggja daga ráðstefnu með öflugri dagskrá og spennandi umræðum.

Líttu á heimasíðu ráðstefnunnar og fáðu allra nánari upplýsingar: www.fifth.ncoal.org

Hróbjartur Árnason
E-post: hrobjartur(ät)hi.is

DialogWeb

Greinar birtar í janúar

Á www.dialogweb.net finnur þú fjórar nýjar greinar sem birtust í janúar. Þar getur þú lesið um sveigjanleika á vinnumarkaði í Færeyjum, um bekkjarmömmupabba í sænskum skólum, um eldri borgara sem nota gagnvirka tækni á Álandi og um hæfnismat í baráttunni gegn atvinnuleysi á Íslandi. Ræðið málin og sendið LIKE á www.facebook.com/dialogweb.
E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: dialogue

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 30.1.2013

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande