Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Ný greinagerð með yfirliti yfir rannsóknir á verkmenntun

Í skýrslunni Greinargerð með niðurstöðum rannsókna á verkmenntun 2013 („Notat om resultater af forskning i erhvervsuddannelserne 2013“) er samantekt nýrrar þekkingar á viðveru og brottfalli, skiptum á milli námsleiða í skólakerfinu, þróun og breytingum á verkmenntun.
Greinargerðin byggir á niðurstöðum rannsókna sem hafa verið birtar og sendar inn til ráðuneytisins frá því í  september 2011 fram til desember 2012. Skýrslan er gefin út af ráðuneyti barna og unglinga og markmiðið er að hvetja til frekari rannsókna og þróunar verkmenntunar.
 
Meira: Sækið skýrsluna á: Uvm.dk.
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Danska ríkisstjórnin hefur lagt fram nýja áætlun til eflingar skapandi greina og hönnunar

Markmiðið er að þróa skapandi greinar og hönnun og nýta skapandi færni í samstarfi við aðra faghópa og starfsgreinar.

Í áætluninni eru lagðar fram samtals 27 aðgerðir sem beinast að fyrirtækjum á sviði skapandi greina og fyrirtækja sem beita hönnun til þess að þróa og aðgreina vörur sína frá annarra.  Meðal aðgerða, sem lagt er til að gripið verði til, er að styrkja viðskiptafærni og aðgengi að fjármagni, hraða markaðssetningu nýrra skapandi vara og hönnunarlausna og síðast en ekki síst efla menntun og rannsóknir.

Meira á Fivu.dk.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Tvö tungumál og tveir menningarheimar styrkja viðskipti hárgreiðslustofunnar

Tveir ungir hárgreiðslusveinar 20 og 21 árs sem luku námi árið 2010 i Vejle, notfæra sér tyrkneskar rætur sínar sem sérstaka auðlind í samskiptum við viðskiptavini. Auk fastra viðskiptavina með dönsku að móðurmáli eiga þær líka marga fasta viðskiptavini af erlendu bergi brotna, sem kjósa hárgreiðslukonu sem hægt er að tjá sig við án þess að eiga á hættu að verða misskilin.

Meira á Startvaekst.dk.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

25 milljónum evra varið til ungs fólks á prófa

Finnska mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið, í tengslum við færniáætlunina, að veita 25 milljónum evra til starfsmenntmiðarar viðbótarmenntunar.

Færniáætlun unga fólksins er hluti af áætluninni, Réttur unga fólksins, og veitir ungu fólki á aldrinum 20-29 ára, sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, tækifæri til þess að afla sér starfsmenntunar. Færniáætluninni verður hrint í framkvæmd á árunum 2013-2016.
- Færniáætlun fyrir ungt fullorðið fólk er eitt meginverkefni sitjandi ríkisstjórnar á sviði menntunar. Ég tel það afar mikilvægt að geta veitt þessu unga fólki annað tækifæri til þess að þróa starfhæfni sína, segir Jukka Gustafsson menntamálaráðherra.
Af framlaginu verður 20 milljónum veitt til starfsmiðaðrar viðbótarmenntunar og fimm milljónum til menntunar iðnnema. Þar að auki hafa tvær milljónir verið lagðar til hliðar en þær eru ætlaðar til ráðgjafar og leiðsagnar. 

Meira: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Tækifæri launþega til náms á vinnustað hafa batnað

Á síðastliðnum tíu árum hafa tækifæri launafólks til náms og taka þátt í menntun á vinnustað batnað til muna. Meirihluti launþega telur að þeir starfi á vinnustað þar sem þeir geta sífellt lært meira.
Árið 2012 tók meira en helmingur launþega (57 %) þátt í menntun sem vinnuveitandi greiddi fyrir. Hlutfallið hefur hækkað um tíu prósent frá upphafi aldarinnar. Dögum sem varið er til menntunar hefur hins vegar fækkað talsvert.  
Meiri áhersla er lögð á nám í starfi og þátttöku í menntun hjá hinu opinbera en í einkageiranum. Hærra settir embættismenn telja tækifæri sín mun betri en lægra settir eða verkamenn.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í bráðabirgðatölum úr Atvinnubarómetranum 2012. Barómeterinn lýsir þróun á gæði atvinnu hefur verið út frá sjónarhorni launþega. Mælingar vegna hans hafa verið gerðar síðan 1992. Umfangsmeiri skýrsla með nákvæmari niðurstöðum verður birt síðar á vordögum 2013.
 
Meira: Tem.fi
E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

EQM gæðavottun

Nú hafa allar símenntunarmiðstöðvar á Íslandi sem sinna fræðslustarfi gengið í gegnum gæðavottun og fengið viðurkenningu samkvæmt gæðakerfinu EQM. EQM stendur fyrir European Quality Mark eða Evrópska gæðamerkið og er gegnsætt matsferli fyrir fræðsluaðila til að meta starfshætti sína út frá viðurkenndum gæðaviðmiðum.

EQM er hannað til að mæta síauknum kröfum um gagnsemi náms og sameiginleg gæðaviðmið fyrir fræðsluaðila utan hins formlega skólakerfis. Tilvist innra gæðakerfis er eitt af skilyrðum þess að fræðsluaðilar geti sótt um viðurkenningu  mennta- og menningarmálaráðherra til þess að annast framhaldsfræðslu  samkvæmt lögum nr. 27/2010. EQF gæðakerfi fræðsluaðila fullnægir skilyrðum IV. kafla laga um framhaldsfræðslu um mat og eftirlit með gæðum.

Meira um EQF (með krækjum í nánari upplýsingar á IS, DK, NO og EN): www.europeanqualitymark.org/home/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Mímir-símenntun og ABF bjóða til norrænnar ráðstefnu á Íslandi 2013

Mímir-símenntun stendur að skipulagningu og framkvæmd norrænnar ráðstefnu ABF- i Norden árið 2013þ

Meginþema ráðstefunnar er: Menntun, lýðræði og jafnrétti. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Ion, (www.ioniceland.is) Nesjavellir,  15. -16. apríl 2013. Aðalfyrirlesarar verða: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og Anna Guðrún Edvaldsdóttir, doktorsnemi.

Meira: www.mimir.is/frettir/nr/134

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Grunnleikni fyrir 104 milljónir norskra króna

Menntaáætlun fyrir grunnleikni í atvinnulífinu (BKA) veitir fjármagni til námskeiða í grunnleikni í lestri, ritun, reikningi og tölvufærni í atvinnulífinu. Nýlega hefur 104 milljónum norskra króna verið úthlutað til samtals 244 verkefna í öllum fylkjum Noregs. Fyrirtækjum á sviði verslunar fjölgar mest, en á því sviði fengu helmingi fleiri fyrirtæki úthlutun árið 2013 en 2012.

Meira um BKA 2013 hjá VOX.

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Fyrsta fagskólamenntun á sviði heilsu, umhverfis og öryggis á Norðurlöndunum

Fræðslusambandið AOF í Noregi hefur fengið nýja fagmenntun viðurkennda.

Það er námsmatsstofnunin í Noregi, NOKUT sem hefur samþykkt fyrstu fagskólamenntunina á sviði heilbrigðis-, umhverfis- og öryggismála. Það er AOF i Þelamörk og Vestfold sem býður upp á námsleiðina, en nám á henni hefst haustið 2013 og tekur tvö ár í hlutanámi.  
Viðbrögðin á félagsmiðlunum hafa verið afar jákvæð.

Meira á HMS – gáttinni HÉR.

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Sweden

Námshvatningarnámskeið lýðskólanna leiða til frekara náms og vinnu

Af næstum 4.000 unglingum sem tóku námhvatningarnámskeið lýðskólanna á síðasta hafa nærri 41 % haldið áfram námi eða fengið atvinnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Lýðskólaráðinu (Folkbildningsrådet).

Námshvatningarnámskeið lýðskólanna eru átak samkvæmt vinnumarkaðsstefnu sem hrint var í framkvæmd af lýðskólum í nánu samstarfi við atvinnumiðlanir. Lýðskólarnir skipulögðu þriggja mánaða námskeið í því skyni að hvetja til áframhaldandi náms. Þá er einnig athyglisvert að fleiri karlar hafa sótt námshvatningarnámskeið lýðskólanna en annað nám sem í boði er hjá lýðskólunum.

Meira á Folkbildning.se.

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Þátttaka í framtíðinni – áskoranir fyrir jafnrétti, lýðræði og aðlögun Ds 2013:2

Framtíðarnefndin var skipuð árið 2011 til þess að greina hvaða áskoranir Svíar þurfa að takast á við þegar til langs tíma er litið. Í greinargerðinni eru lagðar fram þrjár mikilvægar áskoranir sem blasa við sænsku þjóðinni, jafnrétti, lýðræði og aðlögun. Markmið greinargerðarinnar er að lýsa aðstæðum eins og þær eru í dag og þeim áskorunum sem blasa við á þessum sviðum.

• Í Svíþjóð hefur tekist að auka jafnrétti á milli kynjanna betur en í flestum örðum löndum. En ennþá skortir nokkuð upp á að konur og karla njóti sömu ítaka eða fjárhagslegs sjálfstæðis. 
• Að allir taki á virkan hátt þátt í lýðræðislegum ferlum er mikilvægt fyrir ákvarðanatöku. Lýðræði á sér djúpar rætur í Svíþjóð en ekki er hægt að taka það sem sjálfsagðan hlut.
• Meira að segja aðlögun leikur mikilvægt hlutverk. Innflytjendur í Svíþjóð hafa lagt sitt ríkulega af mörkum við þróun samfélagsins og hafa áhrif á velferð framtíðarinnar. Það byggir á því að áfram ríki umburðarlyndi í Svíþjóð þar sem aðlögun þeirra sem af erlendu bergi eru brotnir er árangursríkari en í dag. 

Höfundur greinargerðarinnar er Patrick Joyce, sérfræðingi í Framtíðarnefndinni.  

Meira á Regeringen.se.

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Á næstunni verður umbótum á starfsmenntaskólanum og menntaskólanum hrint í framkvæmd.

Unglingar á Færeyjum sem sækja um nám í framhaldsskóla frá 15. mars nk. sækja um annaðhvort nýtt bóknám eða nýtt starfsnám. Nám eftir umbætur hefst í ágúst 2013.

Endurskoðun á menntaskólanámi leiðir til þess að allar námsleiðir verða jafngildar. Hægt er að velja á milli sex mismunandi námsleiða, allar með almennum fögum, kjarnafögum og valfögum. Fimm námsleiðir felast í þriggja ára námi en sú sjötta er tveggja ára undirbúningur undir háskólanám sem einkum er ætluð þeim sem eru eldri en 18 ára. Endurskoðun á starfsmenntun felur í sér að iðnnámið er skipulagt á svipaðan hátt og bóknámið og þar eru átta námsbrautir í boði. Endurskoðun á báðum námsformum beinist einkum að færni.

Meira um umbæturnar á bóknámsbrautunum á færeysku: http://breyt.net/ og á starfsnámsbrautunum á Mmr.fo.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Síðustu niðurstöður manntalsins

Við teljumst öll með, „Øll telja við“ er yfirskrift bæklings sem færeyska hagstofan gaf út og sendi inn á öll heimili á Færeyjum um mánaðarmótin janúar/febrúar á þessu ári. Í bæklingnum eru mikilvægar tölfræðiupplýsingar um síðasta manntal en henni svöruðu yfir 98%.

Bráðabirgðaniðurstöður veita yfirlit yfir margt í færeysku samfélagi árið 2011 og sýna fram á margvíslegar breytingar á samfélaginu hafa átt sér stað síðan síðasta mantal var gert, en það var árið 1997. Tölurnar gefa meðal annars innsýn í menntun Færeyinga, aldurssamsetningu og ævinám. Menntun kvenna og unglinga er umtalsvert meiri nú en þegar síðasta manntal fór fram.

Meira á færeysku og ensku á: http://manntal.fo/forsida/ og www.hagstova.fo.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Þrír skólar verða fluttir og stofna á nýja símenntunarmiðstöð

Fyrirhuguðum flutningi skóla hefur verið mótmælt og hrint af stað víðtækum umræðum.
Grænlenska heimastjórnin hefur ákveðið að flytja Veiði- og fiskveiðiskólann frá Uummannaq i Norður-Grænlandi og Sjómannaskólann frá Paamiut í Suður-Grænlandi til Nuuk. Þar verður nýrri menntastofnun á sviði sjómennsku komið á laggirnar þar sem hægt verður að nýta fjármagn og auðlindir betur. Flutningurinn sér einnig í aukinni hagkvæmni í rekstri stofnunarinnar því hægt verður að samnýta kennara sem skapar betra faglegt umhverfi. Þar að auki verður bæði ein sameiginleg skólastjórn sem og náms- og starfsráðgjöf . Í staðinn verður ný símenntunarmiðstöð stofnuð í Uummannaq á sviði óendurnýjanlegra náttúruauðlinda, þar sem boðið verður upp á umskólun, færniþróun, og námskeiðahalds einnig í fjarkennslu. 
Járn- og málmskólinn í Nuuk á að flytja til Sisimiut í Norður-Grænlandi þar sem fyrir eru Bygginga- og mannvirkjaskólinn, Námavinnslumenntun og Artek-samstarfið (Miðstöð um Norðurheimsskautstækni, í samstarfi grænlenskra yfirvalda og Danska Tækniháskólans i Lyngby). Þannig á að sameina tæknimenntun á einum stað um leið og veittur er aðgangur að umhverfi fyrir þróun menntunar og rannsókna með sama markmiði um að samnýta kennara, fjármagn og auðlindir betur og efla hagkvæmni við rekstur stofnananna.
Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Ný heimasíða til þess að miðla þekkingu fyrir þá sem starfa á vistheimilum

Nýlega var opnuð heimasíða sem heitir uupi.gl og sem er skammstöfun fyrir grænlenska orðið yfir vistheimilisdeildina (DA/UUPI), sem heyrir undir ráðuneyti, fjölskyldu, menningar, kirkju og jafnréttis.

Markmiðið með heimasíðunni er að bæta samskipti og efla miðlun þekkingar sem er til staðar um vistheimili á Grænlandi. Á heimasíðunni eru meðal annars upplýsingar um öll vistheimili, eftirlitsskýrslur, stofnanalýsingar, tilheyrandi lög, reglugerðir og viðtektir. Jafnframt er að finna upplýsingar um nám á sviði félagsráðgjafar. Vinnu við síðuna er ekki lokið en þar er nú þegar hægt að finna margvíslegar upplýsingar.

Länk: www.uupi.gl (Sitet er under udarbejdelse)

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Styrkur frá Danmörku til menntunar vísindamanna á Grænlandi

Náttúrufræðastofnunin á Grænlandi hefur fengið 9,7 milljónir danskra króna frá dönsku ríkisstjórninni og 2,1 milljón króna frá ráðuneyti heimastjórnarinnar fyrir menntun og rannsóknir. Styrkirnir eru ætlaðir doktorsnemum og þeim sem hafa lokið doktorsnámi. Nýta á fjármagnið til þess að þróa rannsóknir og ráða vísindamenn til Grænlands, gert er ráð fyrir að styrkirnir nægi fyrir 4 doktorsnema og einn styrk til nema sem lokið hefur doktorsnámi.
Um leið og Grænlenska vísindanefndin var lögð niður um sl. áramót fluttist stjórn fjármagns til vísindarannsókna til Náttúrufræðastofnunarinnar á Grænlandi. Af fjárlögum dönsku ríkisstjórnarinnar eru veitt framlög til rannsókna á Norðurskautinu. Hægt er að sækja um styrki til rannsókna á öllum vísindasviðum, frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. apríl.
Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

NVL

Menntun leið til byggðaþróunar ný skýrsla frá Distans netinu

Á árunum 2011 og 2012 var Distans-netinu falið af NVL, að kortleggja hvernig hægt er að nýta upplýsingatækni og sveigjanlegt nám til þess að hvetja til náms, opna ný tækifæri og hækka menntunarstig í dreifbýlum jaðarbyggðum á Norðurlöndunum.

Netið skipulagði sex viðburði á mismunandi stöðum á Norðurlöndunum, vettvang þar sem einstaklingar og fræðsluaðilar sem nýta sér upplýsingatækni sem lið í byggðaþróun komu saman. Í skýrslunni er gerið grein fyrir reynslu þessara aðila af því að nýta aðferðir og tæki upplýsingatækninnar til þess að auðvelda aðgengi að námi og hver áhrifin eru á byggðaþróun.

Hægt er að nálgast skýrsluna: PDF 

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Árangursríkt ár fyrir NVL

Niðurstöður af starfsemi NVL árið 2012 sýna fram á virkt og árangursríkt samstarf á sviði fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum.

NVL hefur lagt þunga áherslu á að víkka út og efla árangurinn af miðlun netstarfseminnar og hefur notið aðstoðar stamstarfsaðila og þeirra neta löndunum. Á árinu hefur NVL eignast yfir 70 nýja samstarfsaðila á Norðurlöndunum öllum. Á árinu 2012 töldu samstarfaðilar NVL alls rúmlega 200 mismunandi stofnanir. Á árinu var útgáfu rafræna tímaritsins DialogWeb breitt og þær eru nú birtar jafnt og þétt um leið og þær eru skrifaðar. Þar að auki eignaðist netið eigin Fésbókarsíðu og þar fara fram samskipti og umræður um greinarnar. Í ritinu hefur sjónum verið beint að þemu formennsku Norðmanna fyrir Norrænu ráðherranefndina og þemaárs Evrópusambandsins um virkni á efri árum og samstöðu á milli kynslóða. Sérrit Dialog „Innovation“ kom út í tengslum við ráðstefnu um nýsköpun í Osló 4. – 5. júní. 

Ársskýrsla NVL og starfsáætlun fyrir 2013 er að finna HÉR.

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

DialogWeb

Fjórar greinar birtar í febrúar

Svíar taka við formennskuhlutverkinu af Norðmönnum og þeir leggja áherslu á aukna þátttöku. Eitt meginþema á formennskuári þeirra fyrir Norrænu ráðherranefndinni er að draga úr myndum jaðarhópa.
Á Íslandi er unnið að afar áhugaverðu verkefni um raunfærnimat fyrir styrk frá ESB. Stefnt er að því að þróa vefgátt þar sem notendur geta meðal annars sótt náms- og starfsráðgjöf.
Á Færeyjum aðstoðar ALS, færeyski atvinnuleysissjóðurinn við mat á raunfærni til þess að koma atvinnuleitendum aftur út á vinnumarkaðinn.
Finnski fulltrúinn í ritstjórn DialogWebs leggur stund á nám fyrir þá sem sinna matvælahandverki  og hún greinir frá náminu í rafræna tímaritinu og í blogginu sínu.

Meira á www.dialogweb.net og skrifið athugasemdir og látið í ljós ánægju ykkar á www.facebook.com/dialogweb.

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: dialogue

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 26.2.2013

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande