Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Of fáir nýta sér tækifærin sem felast í starfsmenntun fullorðinna

Danska námsmatsstofnunin EVA, hefur nýlega lokið við úttekt á starfsemi grunnmenntunar fullorðinna („Grunduddannelse for voksne“ GVU).
Með GVU gefst fullorðnu ófaglærðu fólki með ákveðna starfsreynslu tækifæri til þess að sækja sér starafmenntun á styttum námstíma. Samkvæmt greiningu EVA eru það aðeins  undir tuttugu prósentum sem ljúka náminu á styttum námstíma. Flestir fullorðnir taka hefðbundna starfsmenntun ætlaða unglingum án nokkurrar starfsreynslu. GVU hefur ekki slegið almennilega í gegn, og það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið því innan örfárra ára verða skortur á faglærðu vinnuafli. 
    
Lesið skýrsluna GVU og EUD fyrir einstaklinga yfir 25 ára aldri á Eva.dk.
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Raunfærni – uppfærð þekking og innblástur

Miðstöð raunfærnimats í Danmörku, NVR, sem er staðsett í VIAUC, háskólanum hefur opnað nýja vefgátt þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um raunfærnimat í háskólanámi, bæði á móti prófgráðum og diplómagráðum.

Nýja vefgáttin bætir núverandi heimasíðu miðstöðvarinnar, þar sem nýjustu upplýsingar um raunfærnimat eru stöðugt uppfærðar.

Skoðið nýju gáttina á Viauc.dk.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Nýtt diplómanám fyrir stjórnendur frjálsra félagsamtaka

Miðstöð fyrir sjálfboðaliða í samfélagsþjónustu og Háskólinn við Litlabelti hafa þróað nýja námsleið fyrir stjórnendur og millistjórnendur í frjálsum félagasamtökum og innan sjálfboðaliðageirans.

Gengið er út í frá daglegum störfum m.a. með þemum sem tengjast stjórnun frjálsra félagasamtaka, samskiptum, breytingastjórnun, og starfsemi frjálsra félagasamtaka. Námið er áfangaskipt.

Nánari upplýsingar um menntunina og bækling um diplómanámið er að finna á slóðinni: Frillighed.dk.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Upplýsingum um kennara safnað í Finnlandi

Hagstofan í Finnlandi aflar upplýsinga um kennara með spurningakönnun sem verður send til um það bil 3.800 skóla og 60.000 þúsund kennara. Um er að ræða kennara á öllum sviðum allt frá grunnskóla til fullorðinsfræðslu.

Könnunin gegnir mikilvægu hlutverki í öflun upplýsinga við þróun kennaranáms. Þörf er á sérstakri könnun meðal annars vegna þess að ekki er unnt að afla upplýsinga um formlega  eftir öðrum leiðum.  Til viðbótar við  réttindi er upplýsingum um aldurs- og kynjadreifingu auk þátttöku kennara í símenntun aflað.  Á grundvelli þeirra upplýsinga sem aflað verður með könnuninni verður ritið Kennarar í Finnlandi 2013 gefið út í febrúar 2014.  

Meira á Oph.fi.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Fjöltyngi áskorun fyrir háskólana

Aukið vægi ensku í finnskum háskólum veldur áhyggjum af að stöðu þjóðartungumála Finna, finnsku og sænsku í vísindum og kennslu.

– Allir háskólar á Norðurlöndunum reyna að laða til sín alþjóðlega stúdenta með því að bjóða upp á kennslu á ensku, segir fræðimaðurinn Taina Saarinen frá  háskólanum í  Jyväskylä.  Auk þeirra námskeiða sem í upphafi eru skipulögð á ensku eiga ófyrirséðar breytingar sér stað á tungumálinu sem kennt er á í öðrum námskeiðum. Námskeiðið er haldið á ensku ef í ljós kemur að skiptinemar hafa skráð sig á það.
Að mati Saarinen eru það eru það einmitt finnskir stúdentar mest gagn af meistaranámi sem fer fram á ensku hvað varðar vinnumarkaðinn. Þeir afla sér reynslu á tveimur tungumálum á sama tíma og erlendir stúdentar tileinka sér hvorki finnsku né sænsku á tveimur árum. Þetta takmarkar tækifæri þeirra til þess að fá atvinnu á finnskum vinnumarkaði að loknu námi.

Meira á Helsinki.fi.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

Þörf fyrir raun-, tækni- og verkfræðimenntaða

Menntakönnun SA sem gerð var í janúar 2013 staðfestir nær helmingi meiri þörf atvinnulífsins fyrir raun-, tækni- og verkfræðimenntaða en aðra háskólamenntun.

Fram kemur að fyrirtæki, sem telja sig hafa þörf á að bæta við háskólamenntuðum starfsmönnum á næstu þremur árum, þurfa jafnmargt fólk með raun-, tækni- og verkfræðimenntun og alla aðra háskólamenntun. Tæpur helmingur fyrirtækjanna í könnuninni telja sig þurfa fleiri háskólamenntaða starfsmenn.

Meira: www.sa.is/frettir/almennar/nr/5788/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Kennarar með réttindi aldrei fleiri

Aldrei áður í mælingum Hagstofunnar hefur hlutfall kennara með kennsluréttindi mælst hærra í grunnskólum landsins.

Á árunum 1998-2008 var hlutfall réttindakennara á bilinu 80-87%. Haustið 2011 voru 95,5% kennara með kennsluréttindi og síðasta haust voru 95,9% kennara með kennsluréttindi. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 198 manns við kennslu án kennsluréttinda síðasta haust og er það mikil breyting frá haustinu 2002 þegar 931 einstaklingur án réttinda vann við kennslu í grunnskólum landsins.

Meira á íslensku: www.hagstofan.is/Pages/95?NewsID=9911

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Þrjú hundruð ráðningar: Þrettán hundruð störf

Um 1.300 störf hafa nú verið skráð í starfabanka Liðsstyrks. Þar af eru flest á almennum vinnumarkaði en einnig fjöldamörg störf hjá sveitarfélögum.

Þegar hefur verið gengið frá um 300 ráðningum langtímaatvinnuleitenda innan verkefnisins af um 1.800 sem eru skráðir í verkefnið. Mikil vinna er framundan hjá ráðgjöfum og vinnumiðlurum við miðlun hinna í þau tæplega 1.000 störf sem óráðið er í en tæplega 100 störf hafa verið afskráð úr verkefninu án ráðningar.
Jafnt og stöðugt streymi er af nýjum og fjölbreyttum störfum inn í verkefnið en frestur atvinnurekenda til að skrá inn störf með hámarksstyrk rennur út hinn 31. mars. nk. Fyrir störf skráð inn síðar lækkar styrkurinn í 90% af grunnbótum ásamt lífeyrissjóði.

Meira: www.lidsstyrkur.is/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Menningarúttekt með rými fyrir fræðslusambönd

Þann 4. mars sl. kynnti fyrrverandi ráðherra menningarmála Anne Enger, NOU NOU Fjórðu skýrsluna 2013, Menningarúttektina 2014 fyrir norsku ríkisstjórninni og menningarmálaráðherranum Hadia Tajik. Í Menningarúttektinni er farið ítarlega yfir alla þætti menningarmála í Noregi, fjármögnun og aðferðir – og þar eru fræðslusamböndin talin til grunnstoða menningarinnar, sem mikilvægir þættir í lýðræðislegri umræðu og kennslu um menningu.

Í Menningarúttektinni 2014 kemur meðal annars fram: „Alþýðuhreyfingin lagði grunn að fræðslusamböndunum sem tæki til áhrifa innan norska menntakerfisins. Starfsemin hefur smámsaman öðlast mikilvægari sess „með því meginmarkmiði að viðhalda og efla lýðræðið og skapa grundvöll fyrir sjálfbæra þróun með því að þróa virka íbúa“ að stjórnvöldu töldu sjálfsagt að styðja starfsemina með fjárframlögum. (…) Fræðslusamböndin skipa mikilvægan sess með námi og námskeiðum tengdum menningarstarfsemi. Fög tengd fagurfræði og handverk voru samtals um það bil 47 % af fræðslustarfseminni árið 2011. Í atvinnulífinu standa fræðslusamböndin fyrir um það bil 11 % af námskeiðum.[1]. Virknin beinist sérstaklega að grundvallar atvinnugreinunum. Efni sem tengjast rekstri fyrirtækja og eflingu færni fólks til þess að taka þátt í stjórnmálum og rekstri njóta einnig talsverðra vinsælda.

Hægt er að nálgast Menntaúttektina á slóðinni: Regjeringen.no
Meira um fræðslusamböndin í Menningarúttektinni á bloggi n på VOFO.

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Samvinna á dagskrá við norskukennslu

Í fyrsta skipti hafa ráðuneyti innflytjenda og fjölmenningar auk menntamála í samstarfi við VOX undirbúið ráðstefnu um alla fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélaganna í Noregi. Þar var samvinna ofarlega á dagskrá.

Þörfin fyrir samvinnu byggir á því að norskukennsla og grunnskólanám fyrir fullorðna oftast fer fram á sama stað, og er oftar en ekki veitt af sömu einstaklingunum. –  Afleiðing skorts á samvinnu getur leitt til þess að margir nota lengri tíma en nauðsynleg er til þess að afla sér færni til frekara náms eða starfa. Það er ávinningur af samþættingu fræðslunnar fyrir bæði sveitarfélögin og einstaklingana segir Bjørg Ilebekk hjá Vox. Fylkismaðurinn í Norður-Þrændalögum kynnti líkan fyrir samvinnuna sem þar hefur verið þróað. Ragnhild Sperstad Lyng sem starfar við fylkisskrifstofuna í Norður-Þrændalögum vonar að þeirra módel geti veitt öðrum sveitarfélögum og fylkjum innblástur.

Meira um málið hjá Vox.no.

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Sweden

Ríkisstyrkur til þess að ráða fyrstukennara og lektora

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita fjármagni úr ríkissjóði til þess að kennarar geti hlotið framgang í starfi – orðið fyrstukennarar og lektorar. Alls hafa 880 milljónir sænskra króna verið veittar til þess að yfirvöld geti ráðið hæfa kennara.

- Kennarinn hefur afgerandi áhrif á árangur skólans. Umbuna á færum kennurum og veita þeim tækifæri til framgangs í starfi, segir Jan Björklund, menntamálaráðherra.
Hægt er að sækja um framlag fyrir tvenns konar ráðningar:
- Fyrstikennari, getur sá orðið sem hægt er að votta að hefur starfað við kennslu að minnsta kosti í fjögur ár og hefur sýnt fram á sérstaka hæfni til þess að bæta árangur nemenda og áhuga á að þróa kennsluna.
- Lektor, getur kennari orðið eftir að hafa hafið doktorsnám og  hafa kennt í minnst fjögur ár og beitt  framúrskarandi kennslufræði.

Meira á  www.regeringen.se/sb/d/16843/a/209835

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Próf frá starfsmenntaháskóla veitir aðgang að réttu starfi

Þrátt fyrir lægð í efnahagslífinu, höfðu næstum því níu af hverjum tíu sem luku prófi frá starfsmenntaháskólum í Svíþjóð árið 2011, fengið vinnu haustið 2012. Meirihluti, eða um það bil sex af hverjum tíu, höfðu fengið vinnu sem var í samræmi við þá menntun sem þeir höfðu aflað sér.

– Árangurinn sýnir að menntun starfsmenntaháskólanna tekur  betur mið af þörfum atvinnulífsins en á liðnum árum, sem er ánægjulegt, segir Anna Berr, á greiningardeild starfsmenntaháskólastofnuninni.
Starfsmenntaháskólar eiga að veita atvinnulífinu rétta færni á réttum tíma. Menntunin er í boði vegna þess að hún er eftirspurð.
– Framboð menntunarinnar fer eftir þörfum atvinnulífsins og það getur verið skýringin á því að fleiri frá atvinnu þrátt fyrir lægð í efnahagslífinu, segir Anna Berr.
Í skýrslunni kemur einnig fram að meiri hluti stúdentanna, eða 88 prósent  er ánægður með námið.

Meira á Myh.se.

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Ný færni fyrir heilbrigðisstéttir í framtíðinni

Félag sænskra hjúkrunarfræðinga og sænska læknafélagið stóðu að gerð skýrslu sem ber heitið: Teymisvinna & úrbótaþekking „Teamarbete & Förbättringskunskap“ sem er mikilvægur áfangi í þverfaglegu samstarfi um þróunarvinnu á heilbrigðissviði.

Þetta einstæða samstarfsverkefni lýsir lykilfærni við teymisvinnu og umbótastarfi í sænska heilbrigðiskerfinu. Markmiðið er að varpa ljósi á mikilvægi þessara þátta í starfi og öryggi fagstétta á heilbrigðissviði.
Löng hefð er fyrir rannsóknum á heilbrigðissviði en innleiðing nýrrar þekkingu í þróunarvinnu og umbótastarfi á sviðinu krefst færni allra er á því starfa. Til þess varpa ljósi á hvað felst í samstarfi í teymum  og umbótastarfi eru lagðar fram kenningar með dæmum frá mismunandi heilbrigðisstofnunum og námsmarkmið.

Meira: Mynewsdesk.com

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Hlutverk háskóla í vexti jaðarsvæða

Hvernig geta Færeyingar nýtt sér æðri menntun við fólksfjölgun? Hvaða hlutverki geta háskólar gegnt í fámennum samfélögum og hvaða áhrif geta þeir haft á þróun samfélagsins?

Tveimur fræðimönnum var boðið til þess veita svör við spurningum um hlutverk háskóla sem vaxtaþætti jaðarsvæða. Fyrirlesararnir Ingi Rúnar Eðvarðsson frá  Háskóla Íslands og Peter Arbo frá Háskólanum í  Tromsø.

Meira um vettvang umræðna með 80 þátttakendum í Þórshöfn þann 26. febrúar á Setur.fo.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Fjarkennsla skapar vöxt á jaðarsvæðum

Er hægt að fjölga námstækifærum Færeyinga á sviði æðri menntunar úr 16 til 100? Hvernig má nýta fjarkennslu til byggðaþróunar og koma í veg fyrir brottflutning? Þessar spurningar voru meðal þeirra sem var varpað fram í umræðum sem háskólinn í Færeyjum stóð fyrir 7. mars sl. á Østrøm í Þórshöfn og þar sem skýrsla NVL með yfirskriftinni: „Uddannele skaber udvikling i udkantsområder“ var kynt.

Rúmlega 50 manns tóku þátt í líflegum umræðum um hvernig nýta má upplýsingatækni og fjarkennslu til byggðaþróunar. Meðal frummælenda  og þátttakenda í panel voru fræðimenn frá Háskólanum í Færeyjum og fulltrúi Færeyinga í DISTANS fjarkennsluneti NVL.

Meira á færeysku um viðburðinn á Setur.fo (1) og Setur.fo (2).

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Náms- og starfsráðgjafar á vegum heimastjórnarinnar (Piareersarfik) á Grænlandi tóku þátt í ráðstefnu náms- og starfsráðgjafa í Gautaborg

Náms- og starfsráðgjafarnir koma frá ýmsum sveitarfélögum á Grænlandi tóku þátt í ráðstefnu náms- og starfsráðgjafa í Gautaborg. Auk þess heimsóttu þeir símenntunarmiðstöðina í Gautaborg, þar sem þeir hlýddu á kynningar starfsmanna miðstöðvarinnar og vinnumiðlunarinnar.

Áður höfðu þeir heimsótt bæði  símenntunarmiðstöðina og símenntunarmiðstöðina í Lyngby í Danmörku.  Piareersarfik-ráðgjafarnir voru ánægðir með árangur heimsóknanna einkum með tilliti til náms- og starfsráðgjafar. Athygli vöktu upplýsingar um ólík kerfi og það var innblástur til daglegra starfa.  Meðal þeirra lykilatriða sem fleiri Piareersarfik-ráðgjafarnir nefndu var hvernig Svíar og einnig fulltrúar annarra landa ræddu um samhæfingu. Oftar en ekki horfum við til Dana eftir fyrirmyndum og þess vegna var gott að fá tækifæri til þess að taka þátt í norrænni ráðstefnu og ræða við félaga frá öðrum Norðurlöndum. Á næsta ári í 12. Viku verður haldin náms- og starfsráðgjafaráðstefna á Grænlandi og Piareersarfik-ráðgjafarnir líta fram til þess að geta kynnt okkar kerfi fyrir kollegum okkar á Norðurlöndunum.
Piareersarfik ráðgjafamiðstöðvar er að finna í öllum stærri bæjum og einstaka sveitarfélögum á Grænlandi og hlutverk þeirra felst í að vera miðstöð fyrir náms- og starfsráðgjöf fyrir einstaklinga sem óska eftir að hefja nám eða störf.

Nánari upplýsingar á heimasíðu þeirra: www.piareersarfik.gl.

Birgit Gedionsen og Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Kosningar til Inatsisartut (Landsþingsins) á Grænlandi

Það var Siumut flokkurinn sem hlaut afgerandi sigur í kosningum til Inatsisartut, (Landsþingsins) á Grænlandi. Siumut har hafði meirihluta í heimastjórninni frá því að henni var komið á árið 1979 og þar til þeir öðluðust sjálfsstjórnarrétt árið 2009. Nú, þegar fréttin er skrifuð hefur ný ríkisstjórn ekki verið mynduð.
Fjölmörg málefni allra flokkanna, sem voru í framboði til kosninga til Inatsisartut, í aðdraganda kosninganna tengdust menntun. Sum málefnin tengdust tungumálakennslu fyrir  eintyngda á málabraut menntaskólans og í grunnskólunum. Þá beindust sjónir einnig að menntun kennara, stofnun starfsmenntamiðstöðva, sökum skorts á nemaplássum og auknum framlögum til grænlenskra kennslubóka, námsstuðningi fyrir grænlenska námsmenn í Danmörku, menntun stjórnmálamanna svo þeir verði færir um að bæta þjónustu við íbúana með beitingu upplýsingatækni, snjallsíma, spjalda og fjarkennslu fyrir leikskólakennara og félagsráðgjafa vegna skorts á starfsfólki með slíka menntun í dreifðum bæjum og byggðum.
Þá var einnig kvartað yfir því að þeir sem leggja stund á nám erlendis öðlast ekki kosningarétt á sjálfvirkan hátt, og stúdentar sem hafa snúið heim öðlast hann ekki fyrr en þeir hafa dvalið hálft ár á landinu.
Sten Lund, stjórnmálaskýrandi og sérfræðingur á sviði forgangsröðunar kjósenda taldi að atvinna, staða hakerfisins og menntun hafi verið megin umfjöllunarefni kjósenda í aðdraganda kosninganna.  Þess ber að geta að kosningar til sveitarstjórna á Grænlandi munu einnig fara fram á þessu ári.
Minik Hansen og Birgit Gedionsen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

NMR

Samanburður á skrásetningagjöldum og stúdentum á Norðurlöndunum

Norræna ráðherranefndin hefur gefið út tvær nýjar skýrslur um háskólanám á Norðurlöndunum.

Í annarri þeirra er samanburður á upplýsingum um námsmenn á Norðurlöndunum. Í hinni er kortlagning á skrásetningagjöldum fyrir erlenda stúdenta á Norðurlöndunum og hvaða áhrif þau hafa á fjölda stúdenta.
Skýrslurnar eru hluti af verkefni sem unnið hefur verið af Norrænu ráðherranefndinni og ber yfirskriftina U-Map, kortlagning á starfsemi æðri menntastofnunum, og veitir yfirsýn yfir æðri menntun á Norðurlöndunum.

Skýrslurnar:
Stúdentar (á dönsku)
Skrásetningagjöld (á ensku)

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

NVL

Vefstofa – menntun á jaðarsvæðunum

11. apríl kl. 13.00-14.00 CET

- Í fjarkennslunetinu DISTANS undir Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna,  eru fulltrúar frá öllum norrænu löndunum. Þeir heimsóttu dreifbýlustu svæðin á Norðurlöndunum, og stóðu fyrir málþingum með fagfólki, fræðimönnum, fræðsluaðilum og stjórnmálamönnum. Niðurstöður frá málþingunum eru teknar saman og birtar í skýrslunni: „Utdanning skaper utvikling i utkantsområder“: PDF 

Tími og staður:
Vefstofna verður haldin 11. apríl kl 13.00 - 14.00 CET.

Framkvæmd
Þátttaka í vefstofunni er ókeypis og hún fer fram með Adobe Connect. Notkun forritssins krefst ekki forkunnáttu en nauðsynlegt er að hátalarar eða heyrnartól séu tengd við tölvuna. Þeir sem skrá sig til þátttöku frá senda krækju með aðgangi að fundaherberginu.

Skráning:
Skráning er á slóðinni hér á eftir, fresturinn er til 9.  apríl: HTML  

Fundarstjóri: Aina Knudsen
Erindi flytja: Aina Knudsen, Hròbjartur Àrnason, Karin Berkö, Torhild Slåtto og Jørgen Grubbe fra DISTANS-nettverket. Að loknum erindum verður tími fyrir spurningar og umræður.

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Norræn ráðstefna náms- og starfsráðgjafa

Gögn um ráðstefnuna hafa nú verið birt á heimasíðunni.

Ráðstefna um Færni náms- og starfsráðgjafa í fjölmenningu og á breytilegum vinnumarkaði var haldin dagana 14. og 15. mars í Gautaborg.
Um það bil 150 þátttakendur hvaðanæva af Norðurlöndunum og sjálfstjórnarsvæðunum tóku virkan þátt í ráðstefnunni.

Hægt er að nálgast gögn frá ráðstefnunni HÉR.

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

Árangursþættir í menntaverkefnum

Skýrsla fræðamanna „Analysis of educational projects designed to meet challenges in society“ og heftið „8 framgångsfaktorer från nordiska utbildningsprojekt som möter utmaningar i samhället“ voru kynntar á málstofu í Þórshöfn í Færeyjum þann ” 22. febrúar 2013.

Rúmlega 40 þátttakendur tóku virkan þátt í málstofunni, fulltrúar stjórnvalda, fræðimenn, leiðbeinenda, námsmanna og mismunandi verkalýðsfélaga. Frummælendur og stjórnendur hópastarfs voru  Hróbjartur Árnason frá Háskóla Íslands og Ingegerd Green frá Svíþjóð.

Meira um viðburðinn á færeysku á Setur.fo.
Skýrslurnar má nálgast HÉR.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

DialogWeb

Vettvangur færni- og starfsþróunar

Er umfjöllunarefnið í síðustu greinum í DialogWebs. Sænska ríkisstjórnin hefur falið öllum sveitarfélögum að endurskoða færni starfsmanna sinna og þarfir fyrir þróun með aðstoð færnivettvangs. Í Vermalandi hefur þetta leitt til þess að samstarf á milli vinnuveitenda, fræðsluaðila og vinnumiðlunar er markvissara en áður.
Í Noregi er starfsráðgjöf veitt einstaklingum þeim að kostnaðarlausu og er þar að auki verkfæri fyrir yfirvöld til þess að gera atvinnuþátttöku eins almenna og hægt er. –Okkur ber að aðstoða ráðþega okkar við að finna „réttu hilluna sína“ á vinnumarkaði, segir Kjersti Isachsen, sem stýrir ráðgjafamiðstöðinni í Þelamörk í Skien.

Meira á www.dialogweb.net og skrifið athugasemdir og látið í ljós ánægju ykkar á www.facebook.com/dialogweb.

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: dialogue

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 26.3.2013

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande