Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Verkbann kennara hefur áhrif á starfsemi margra fullorðinsfræðslustofnana

Samningaviðræður á milli, danska kennarasambandsins og landssambandsins frá 2011, CO10 og sambands dönsku sveitarfélaganna, danskra héraðssambanda og fjármálaráðuneytisins sigldu í strand. Það leiddi til verkbanns á kennara sem starfa fyrir sveitarfélögin og ríkið frá 2. apríl.

Áhrifa verkbannsins gætir innan margra stofnana á sviði fullorðinsfræðslu svo sem vinnumarkaðsmiðstöðva AMU, á heilbrigðis og félagsmálasviðinu SOSU, símenntunarmiðstöðvarna og  starfsmenntaskóla.

Nánari og uppfærðar upplýsingar:
- Um ríkisráðna kennara : Modst.dk 
- Um kennara við störf hjá sveitarfélögunum http://kl.dk/konflikt

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Nýtt þekkingarsetur um alþýðufræðslu stofnað

Menningarmálaráðuneytið í Danmörku hefur stofnað nýtt þekkingarsetur um alþýðufræðslu, VIFO. Nefndin sem fjallaði um alþýðufræðslu á árunum 2009-2012 mælti með stofnun slíks seturs í lokaskýrslu sinni.

Nýja þekkingarsetrið VIFO er komið á af greiningarstofnun íþróttasambandsins, IDAN, sem fellur á sama hátt og alþýðufræðslan undir menningarmálaráðuneytið. Verkefni þekkingarsetursins verða meðal annars að fylgjast með, ræða um og gera tillögur um gæði og skjalfestingu á alþýðufræðslu fyrir fullorðna og starfsemi og frjáls barna- og unglingastarfs auk tölfræði, mat og kannanir. VIFO hefur fengið fjárveitingu til þriggja ára frá 1. Janúar 2013 upp á sex milljónir danskra króna. IDAN væntir þess að þekkingarsetrið geti kunngert vinnu- og áhersluatriði innan fárra mánaða.

Nánar:
Heimasíðu IDAN
Samband danskra fullorðinsfræðsluaðil

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Frá hugmynd að arðsemi – innblástur til betri vöruþróunar

- Að bæta samhengið á milli þekkingar og starfsemi. DEA þankabankinn hefur nýleg gefið út ritið: Leiðbeiningar um betri vöruþróun, sem er einkum ætlaður litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
Danmörk telst til þeirra landa í Evrópu þar sem fyrirtæki verja mestu til rannsókna og þróunar, en þrátt fyrir það heltast dönsk fyrirtæki úr lestinni þegar mælt er hve hæf þau eru til þess að nýta þekkinguna í veltu, útflutning og nýjar vörur. Til þess að efla beitingu nýrrar þekkingar, rannsókna og hugmynda um vöruþróun eru í skýrslunni meðal annars mælst til að fyrirtækin:
• Nái tökum á hugmyndavinnu meðal annars með því að kerfisbinda hugmyndavinnslu og eftirfylgni sem og að draga viðskiptavini inn í ferlið.
• Efla rannsóknir og þróun meðal annars með því að efla færniþróun, tengja þróun við vöru og færa rannsóknir niður á „verksmiðjugólfið“
• Skapi virðisauka með frumgerðum
Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu DEA.
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Ný samtök sænskumælandi alþýðufræðsluaðila í Finnlandi

- Þetta eflir alþýðufræðsluna. Sameining samtakanna var átakalaus en er ákaflega mikilvæg, og auðveldar okkur að styðja aðildarfélaga okkar, segir nýkosinn formaður Ann-Maj Björkell-Holm.

Nýja sambandið -Fræðslusambandið (Bildningsalliansen) hóf starfsemi í mars. Fyrir voru Félag verkalýðs- og fullorðinsfræðslustofnana í Finnlandi (FAMI) og Menntavettvangurinn. Nú hafa þeir aðilar sem starfa á sviði alþýðufræðslu fyrir sænskumælandi sameinast í einum regnhlífarsamtökum.
- Sambandið vinnur undir sömu stefnu að sameiginlegum markmiðum. Allsstaðar blasir við þörf fyrir menntun. Með kennslufræðilegu og pólitísku sambandi getum við tekist á við samfélagsleg verkefni eins og Rétt ungafólksins (Ungdomsgarantin), segir  Björn Wallén, rektor Sænsku fræðslumiðstöðvarinnar og stjórnarmaður í Fræðslusambandinu.

Nánar á: Bildningsalliansen.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Háskólinn í Åbo býður upp á menntun fyrir sænskumælandi embættismenn

Í Háskólanum í Åbo verður boðið upp á nýja þverfaglega námsleið í opinberri stjórnsýslu. Markmiðið er að mæta þörf fyrir sænskumælandi embættismenn í Finnlandi.

Námið er atvinnulífsmiðað og í því felast tímabil með verknámi og verkefnatengdu námi. Gert er ráð fyrir að þeir sem verða teknir inn í námið byggi á fyrra námi og reynslu af atvinnulífinu.
Námið tekur tvö ár, þar sem tvinnað er sama efni á sviði opinberrar stjórnsýslu og stjórnsýslulögum. Með persónulegri námsáætlun geta nemendur sérhæft sig á völdu sviði innan ramma námsleiðarinnar.

Nánar: www.abo.fi/ol

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Iceland

UNESCO á Íslandi: Vigdísarstofnun

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti frú Vigdísi Finnbogadóttur samstarfssamning íslenskra stjórnvalda og UNESCO í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti frú Vigdísi Finnbogadóttur þann 15. apríl samstarfssamning íslenskra stjórnvalda og UNESCO, menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um að Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar starfi undir formerkjum UNESCO. Stofnunin heyrir undir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Menntamálaráðherra hefur undirritað samninginn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda en Vigdís mun að ósk Irinu Bokovu, aðalframkvæmdastjóra UNESCO, verða viðstödd þegar hún undirritar samninginn síðar í vor.

Meira: Hi.is

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Morgunverðarfundir um menntun innflytjenda

Fyrirhuguð er morgunverðarfundaröð um menntun innflytjenda í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar.

Fyrsti morgunverðarfundurinn var haldinn föstudaginn 5. apríl kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík, hann bar yfirskriftina: Öflug náms- og starfsfræðsla – brú milli grunn- og framhaldsskóla - Leiðir til að tryggja aðgengi innflytjenda að fjölbreyttu framhaldsskólanámi og vinna gegn brotthvarfi.
Næstu fundir verða haldnir:
3. maí - Virkt tvítyngi - íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál og  móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna.
31. maí - Innflytjendur með takmarkaða formlega menntun.
3. júní – Samráðsvettvangur kennsluráðgjafa af öllum skólastigum.

Hægt verður að fylgjast með fundunum á netinu á vefslóðinni:
www.samband.is/um-okkur/bein-utsending/ 
Upptökur frá fyrsta fundinum eru aðgengilegar á vefslóðinni: www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/7566

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Framfarir í norska póstinum með grunnleikni!

Vox hefur birt skýrslu um árangur þriggja ára vinnu við grunnleikni í Noregspóstinum. Í skýrslunni kemur fram að þátttakendum finnst þeir hafa öðlast meiri færni í grunnleikni, aukið sjálfstraust og hvatningu til þess að sækja um önnur störf hjá fyrirtækinu.

Í skýrslunni kemur einnig fram að þátttakendum finnst þeim hafa farið fram í reikningi, tölvum, lestri og ritun og þeir nota tölvur meira að loknu námskeiðinu. Þeir segjast lesa, skrifa og nota tölvur oftar en áður en þeir byrjuðu á námskeiðinu. Þeir sem tala annað móðurmál en norsku telja sig hafa meira gagn af námskeiðinu en norskumælandi. Þetta kom sérstaklega skýrt fram í mati á eigin færni í lestri og tölvunotkun. Þar að auki kemur fram að báðir nálhópar hafa styrkt sjálfstraust sitt á námskeiðinu. Þetta hefur í för með sér að þátttakendum finnst þeir hæfari í starfi og hafa meiri tiltrú á því að sækja um önnur störf innan fyrirtækisins.

Lesið meira og sækið skýrsluna á síðu Vox HER.

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Of litlar rannsóknir á fullorðinsfræðslu

Norska ríkisstjórnin lagði nýlega fram þingsályktunartillögu um rannsóknir með titlinum „Langar línur – þekking skapar tækifæri“ Þar er varpað fram að rannsóknum á sviði fullorðinsfræðslu hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Því er lagt til að auka fjárframlög til rannsókna á sviðinu til þess að hægt verði að auka við þekkinguna.
Í inngangi skýrslunnar er því slegið fast að ríkisstjórnin beri miklar væntingar til norskra rannsókna og æðri menntunar. En í framtíðinni er þess vænst að gæði rannsókna verði aukin til þess að skapa fleiri rannsóknatækifæri á heimsvísu. Þar að auki á að leggja betri grundvöll að djörfung og nýsköpun í atvinnulífinu og i opinbera geiranum. Þriðja meginatriðið er alþjóðavæðing í hluta kerfisins og bætt samhengi á milli nýtingar á norskum og alþjóðlegum fjárveitingum, síðast en ekki síst er stefnt að enn betra samstarfi um þróun og beitingu þekkingar.
 
Lesið tillöguna á heimasíðu þekkingarráðuneytisins HÉR.
Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Sweden

Fullorðinsfræðsla á grunnskólastigi – endurskoðun til aukinnar einstaklingsmiðunar og skilvirkni (SOU 2013:20)

Í nýrri úttekt á fullorðinsfræðslu á grunnskólastigi á vegum sænsku sveitarfélaganna er lagt til að fræðslan verði einstaklingsmiðaðri og fjárhagslegar forsendur nemendanna verði bættar.

Rúmlega 30.000 manns leggja á ári hverju stund á nám fyrir fullorðna á grunnskólastigi. Hópurinn er afar misleitur, sumir hafa þegar aflað sér menntunar á háskólastigi á meðan aðrir eru án nokkurrar menntunar. Markmið námsleiðarinnar er að veita einstaklingum færni til þess að geta verið virkir samfélagsþegnar og á vinnumarkaði, námið á að miða út frá þörf og forsenum hvers og eins.
- Það er mat okkar að náms- og starfsráðgjöf leiki lykilhlutverk í einstaklingsmiðaðri og árangursríkri fræðslu. Þetta á ekki síst við um þá sem eru best menntaðir og þurfa aðeins að taka vissa hluta námskeiðanna segir matsaðilinn Geoff Erici hjá menntamálaráðuneytinu.

Meira: www.regeringen.se/sb/d/16841/a/213884

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Fræðslusamböndin njóta styrkrar stöðu meðal almennings

Árið 2013 njóta fræðslusamböndin góðs álits almennings. Níu af hverjum tíu Svíum telja hlutverk þeirra í sænsku samfélagi mikilvæg. Meirihluti þeirra hefur einnig tekið þátt í starfseminni einhvertíma.

Fyrir hönd samtaka alþýðufræðslunnar var Sifo í fjórða skipti falið, að framkvæma megindlega könnun meðal almennings í Svíþjóð. Jákvætt viðhorf almennings er forsenda þess að nýir þátttakendur bætist í hópinn. Jákvætt viðhorf er einnig viðurkenning á því að fyrir marga er reynsla og þekking sem þeir hafa aflað sér hjá fræðslusamböndunum dýrmæt. Í skýrslunni eru niðurstöður úr mati ársins og samanburður við fyrri ár.

Nánar á Studieförbunden.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Meistaranám í náms- og starfsráðgjöf hefst 2013

Færeyska menntamálaráðuneytið hefur kunngert að ráðgjöf njóti forgangs árið 2013. Námsleiðin sem verður í boði við Háskóla Færeyja verður á meistarastigi og í formi svonefndrar„blended learning“.

Í tilefni af þessu hefur vinnuhópur við háskólann lagt fram tillögu um skipulag og efni námsleiðarinnar. Vinnan hefur verið í nánu samstarfi við staðbundin félög náms- og starfsráðgjafa og fagfólks á sviðinu við Háskóla Íslands. Markhópur er fyrst og fremst þeir sem sinna náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum, menntaskólum, starfsmenntaskólum, á vinnumiðlunum og við æðri menntastofnanir. Þar að auki geta allir sem uppfylla inntökuskilyrðin sótt um námið.

Nánari upplýsingar um námsið verða uppfærðar á: www.setur.fo

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Heildaráætlun um fólksfjölgun fyrir 700 milljónir

Rannsóknir og æðri menntun eru kjarni vaxtar í nýrri skýrslu sem færeyska landsstjórnin birti og hóf innleiðingu á í byrjun apríl. Frumkvæðið að greinargerðinni átti atvinnuráðuneytið.

Fulltrúar frá atvinnuráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu og samtaka vinnuveitenda áttu fulltrúa í þverfaglegum vinnuhópi sem ritaði þessa umdeildu skýrslu. Í skýrslunni eru tilgreindar 37 aðgerðir til vaxtar, þær falla undir fimm samfélagsþemu  og beinast einkum að ungu fólki og konum. Fyrsta þemað, menntun og rannsóknir er í brennidepli. Lagt er til að miklum fjármunum verði varið til æðri menntunar, þróunar á nýjum námsleiðum við Háskólann í Færeyjum, stofnun háskólaþorps, byggingu stúdentagarða, aukinnar samvinnu við aðrar menntastofnanir og náið samstarf við atvinnulífið. 

Lesið meira um heildaráætlunina um fólksfjölgun og sækið skýrsluna á Vmr.fo.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Avalak námskeið fyrir stúdenta í Danmörku

Samtök grænlenskra námsmanna í Danmörku, – Avalak stóðu fyrir vornámskeiði með yfirskriftinni: Utanlandsferðir og praktískar upplýsingar, dagana 12.-14. apríl í Horsens, Danmörku þar sem fjallað var um menntun á Grænlandi og í Bandaríkjunum.
53 námsmenn víðsvegar að í Danmörku tóku þátt í námskeiðinu, fyrirlestrum og vinnustofum um tækifæri til náms og utanlandsferða. Meðal fyrirlesara var Travis Sevy frá bandaríska sendiráðinu en hann kynnti tækifæri til náms í Bandaríkjunum og hvatti til utanlandsferða. Þá kynntu fulltrúar frá Air Greenland og Royal Greenland starfsemi fyrirtækjanna og tækifæri á verknámi, verkefnavinnu.
Í vinnustofum var varpað fram spurningum um hversvegna menntun er mikilvæg fyrir Grænland og hvers vegna það væri fýsilegt að sækja nám í Bandaríkjunum í tilgreindum fögum, eins og t.d. námavinnslu, ferðaþjónustu, viðskiptum og stjórnmálafræði. Markmiðið var að greina hvernig Avalak og bandaríska sendiráðið geta sameinast í vinnu við að auðvelda grænlenskum námsmönnum að fara til Bandaríkjanna til náms.  Niðurstöður mats þátttakenda á námskeiðinu sýndu ánægju með námskeiðið og þeir töldu það  árangursríkt.
Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Nýr ráðherra landsstjórnarinnar á Grænlandi og formaður menntanefndar

Þann 26. mars sl. tók ný landsstjórn við völdum á Grænlandi, þá tók Nick Nielsen úr Siumut flokknum við embætti menntamálaráðherra af Palle Christiansens (Demokraterne).
Þann  8. apríl 2013 var tilkynnt um skiptingu sæta í ráðum og nefndum á grænlenska landsþinginu og þá varð ljóst að Randi Broberg í Inuita flokknum verður formaður nefndarinnar sem fer með málefni menntunar, rannsókna og kirkju.
Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Europe

Youth unemployment in Europe

The voice of adult educators should be more audible in the public debate of curbing youth unemployment. That is background for the first issue of the web-magazine LLinE produced in cooperation with InfoNet. The main article of the magazine is a unique overview of youth unemployment in 18 European countries.

Link to article in Lline.
Link to article in Infonet.

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

Nordiska rådet

Norðurlandaráð: Við eigum að fjárfesta í unga fólkinu

Það getur ekki borgað sig að verja EKKI meiru til barna og unglinga til þess að koma í veg fyrir að þau hafni ekki utan vinnumarkaðar.

Svo skýrar voru niðurstöður umræðna velferðarnefndarinnar þingi Norðurlandaráðs þegar umræður um félagslegar fjárveitingar fóru fram í Stokkhólmi þann 10. apríl sl.

Nánar: Norden.org.

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

NVL

Gögn frá málþingi á Nordvux.net

Árangursþættir fræðsluverkefna

Fimmtudaginn 4. apríl sl.  ræddu virkir þátttakendur í Osló um Árangursþætti fræðsluverkefna undir kunnáttusamlegri stjórn Ingegerd Green og Hróbjarts Árnasonar.

Krækja í Storify-skýrsluna: HTML

Norræn ráðstefna um náms- og starfsráðgjöf

Þema ráðstefnunnar dagana 14.-15. mars i Gautaborg var þróun á færni ráðgjafa á sviði fjölmenningar og breytilegs vinnumarkaðar.

Gögn frá ráðstefnunni er að finna HÉR.

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

DialogWeb

Rannsóknir, Fésbók og sveigjanleiki

Er meðal þess sem fjallað er um í greinum DialogWeb í apríl.

Á www.dialogweb.net getur þú lesið grein Þrastar Haraldssonar  um fjölsótta ráðstefnu fræðimanna í snjóstormi á Íslandi, auk viðtals við prófessor Bjarne Wahlgren Háskólann í Árósum Kaupmannahafnarlóð.
Clara Henriksdotter tók viðtal við vinstripólitíkusinn Li Andersson um virka lýðræðisþátttöku. Clara er í námi um mathandverk og í greinaröðinni Aðrar bollur er nú nýr kafli undir fyrirsögninni: Meðvituð vankunnátta er sársaukafull.  
Fésbók getur eflt nám feiminna námsmanna, segir fræðimaðurinn Fredrik Hanell sem Marja Beckman tók viðtal við.
Jaana Nuottanen, framkvæmdastjóri samtaka alþýðufræðsluaðila í Finnlandi F r.f., beinir sjónum að norrænu samstarfi. Lesið viðtal Elina Vesalainens við hana.

www.dialogweb.net
www.facebook.com/dialogweb

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: dialogue

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 23.4.2013

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande