Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Danskir nemar í starfnámi eru eldri en nemar annarsstaðar í Evrópu

Í nýrri skýrslu frá DEA kemur fram að hlutfall nemenda í starfsnámi á framhaldsskólastigi er lægst í Danmörku.

Dönsku starfsnámsnemar eru þar að auki elstir, eða að meðaltali 21,8 år, þegar þeir hefja starfsnám. Í Austurríki er meðalaldurinn 15 ár , í Sviss 17 og 19 ár í Þýskalandi. Dönsku nemarnir eru einnig meira en sex árum eldri en nemar annars staðar þegar þeir ljúka náminu, hafa náð 28 ára aldri.  Orsakir þessa eru meðal annars að danskir nemar eru lengur að ljúka námi, skipta oftar um námsbraut og seinkar í námi vegna skorts á nemaplássum á vinnustað. Bent er á að verði  þróunin óbreytt geti það leitt til vandræða vegna þess að þá mun skorta 30 þúsund faglærða starfmenn árið 2020. Góðir fagkennarar leika lykilhlutverk í bæði framleiðslufyrirtækjum, við verslun og þjónustu sem og  í opinberum rekstri.

Lesið skýrsluna: PDF

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Myndugir borgarar og skuldbindandi samfélög

- Umræðubók, sem spáir fyrir um hlutverk alþýðufræðslunnar í samfélagi framtíðarinnar.

Í samstarfi við Marianne Jelved (núverandi menningarmálráðherra) átti Samband danskra alþýðufræðsluaðila frumkvæði að því að koma á laggirnar þankabankanum Kredsen. Markmiðið er meðal annars að veita alþýðufræðsluaðilum innblástur til þess að axla lýðræðislega ábyrgð sína í samfélagi þar sem að takast verður á við að veita almenna menntun , undir erfiðum og örgrandi kringumaðstæðum þar sem samhengi samfélagsins, sjálfbærni  er ógnað og alþjóðlega samstaða fer þverrandi. Bókinni er ætlað að leggja fram tillögur um hvernig hægt er að takast á við vandamálin, í henni eru kynntar 14 mismunandi greiningar og greinar og henni lýkur með átta afar áþreifanlegum ráðleggingum til alþýðufræðsluaðila.

Sækið bókina á: www.dfs.dk/temaer/kredsen/forside/

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Aðgengi að alþýðumenntun

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt rannsókn um aðgengi að lýðskólum og alþýðufræðslu. Aðgengi hreyfihamlaðra og fólks sem á við námsörðugleika að stríða var kannað sérstaklega.

Rannsóknin leiddi í ljós að í flestum alþýðufræðslustofnunum skorti greinilega upp á úrræði fyrir námsmenn með hreyfihömlun. Í annarri hverri stofnum hentaði aðeins helmingur kennslurýma innanhúss fólki sem þarfnast hjálpargagna eins og hjólastóla eða  göngugrinda. Tæpur þriðjungur stofnananna bauð upp á að hægt væri að nota tónmöskva.
Þeir sem svöruðu fyrir hönd stofnananna höfðu tilhneigingu til þess að dæma aðgengið á jákvæðan hátt.  Svörin frá stofnununum leiddu einnig í ljós að starfsfólkið er tilbúið til þess að taka tillit til þarfa þeirra sem eru hreyfiskertir eða eiga við námsörðugleika að stríða.

Meira á Minedu.fi.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi

Færniþróun á vinnustöðum einkennist af margbreytileika

Færniþróun á vinnustað er orðin sveigjanlegri. Þetta er niðurstaða könnunar sem finnsku atvinnurekendasamtökin vinnuveitendasamtökin, Finlands Näringsliv EK. Samkvæmt könnuninni fer færniþróun innan fyrirtækjanna fram með námi sem ekki leiðir til prófs, heldu með kynningum, ráðgjöf og ólíkra menntaviðburða.

Í öllum geirum er lögð sérstök áhersla á að þróa færni stjórnenda. Í iðnaði er meiri þörf fyrir fjöIfærni vegna þess að framleiðsuferlin og vörurnar eru orðnar fjölbreyttari. Þörfin fyrir fjölfærni er áskorun fyrir menntakerfið einkum og sér í lagi starfsmenntakerfið með kröfu um aukinn sveigjanleika.
Annað hvert fyrirtæki í þjónustugeiranum nýtir veftengt námsumhverfi við færniþróun. Algengast er það í verslun, fjármálaheiminum og þekkingarfyrirtækjum.
Samtökin Finlands Näringsliv EK kanna á hverju ári þröf fyrir starfsafl og menntun hjá meðlimum sínum. Yfir þúsund fyrirtæki með 415.000 starfsmönnum tóku þátt í könnuninni.

Meira á Ek.fi (på finska).

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi

Náms- og starfráðgjafadagar fyrir sænskumælandi Finna í Åbo

Sænski hluti héraðsstjórnsýslunnar býður til Náms- og starfsráðgjafadaga fyrir sænskumælandi Finna undir þemanu Ráðgjöf 2020, í Åbo (Turku) dagana 2. og 3. október 2013. Námskeiðið er einkum ætlað leiðbeinendum, ráðgjöfum við menntastofnanir, námsráðgjöfum og sálfræðingum á vinnumarkaðsskrifstofum, námsskipuleggjendum á miðlunum fyrir námssamninga, starfsfólki fyrirtækja sem bjóða upp á þjónustu fyrir innflytjendur, auk starfsfólks stofnana og verkstæða fyrir ungt fólk.

Þrjú meginmarkmið stefnu um ævilanga náms-og starfsráðgjöf sem mörkuð hefur verið af vinnuhópi mennta- og menningarmálaráðuneytisins er að deila beri ráðgjöfinni jafn og hún eigi að vera einstaklingsmiðuð, að starfsfólkið sem sinnir ráðgjöf hafi þá færni sem nauðsynleg telst auk þess sem ráðgjöfin á að vera samhæfð og heildræn. Hvernig er hægt að ná þessum markmiðum fyrir sænskumælandi hluta íbúanna? Hvernig, hvar og hvenær á að bjóða upp á ráðgjöf í framtíðinni? Markmið náms- og starfsráðgjafadaganna er að mynda tengslanet, miðla nýjum upplýsingum og ræða um þær áskoranir sem blasa við á sviði náms- og starfsráðgjafar.

Boð á dagana og dagskrá er á dagatali NVL.

Nánari upplýsingar: carola.bryggman(ät)avi.fi

Lesið einnig grein Clöru Henriksdotter "Lyft för vägledning" með viðtali við forstjórann Carola Bryggman.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi

Iceland

Nám er vinnandi vegur - Styrkir til að efla starfsmenntun

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til að efla starfsmenntun samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um átakið Nám er vinnandi vegur. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2013.

Styrkjunum er ætlað að efla starfstengt nám á framhalds- og háskólastigi og í framhaldsfræðslu. Veittir verða styrkir til verkefna í fjórum málaflokkum: Samstarfsverkefni aðila úr atvinnulífi og skólum til þess að þróa, koma á laggirnar og tilraunakenna námsbraut á 4. þrepi, með opnum leiðum til áframhaldandi náms á háskólastigi. Styrkir til að búa til nýjar eða endurskoða 2ja ára starfsnámsbrautir sem lýkur með lokaprófi með möguleika á frekara námi á viðkomandi sviði.Samstarfsverkefni fyrirtækja/stofnana og fræðsluaðila og styrki á sviði starfsmenntarannsókna.

Meira: www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/7607

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Stofna lýðskóla á Seyðisfirði

Nú er unnið að undirbúningi að stofnun lýðskóla, Lungaskólans á Seyðisfirði. Gert er ráð fyrir að fyrstu nemendurnir hefji nám í byrjun næsta árs.

Kennslan verður byggð á hinni klassísku hugmyndafræði lýðskóla Grundtvig. Auk þess sækir skólinn innblástur í LungA hátíðina og Kaospilot skólann í Árósum í Danmörku. Mikill stuðningur ríkir í samfélaginu.
„Við byrjum á því að opna fyrir 35 nemendur og erum í samstarfi við gistihúsin á svæðinu þar sem heimavistin verður. Þannig getum við nýtt það sem er til staðar og styrkt núverandi rekstur fyrirtækja,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn aðstandenda Lungaskólans. Skólinn verður auk þess í  samstarfi við Listaháskólann, Seyðisfjarðarbæ, Kaospilot skólann í Árósum í Danmörku, Skaftfell og Tækniminjasafnið á Seyðisfirði.

Meira http://lunga.is/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Spennandi þróun hjá netskólunum

Netskólar sem hafa hlotið viðurkenningu frá opinberum aðilum unnu alls 28 þróunarverkefni í fyrra. Verkefnin endurspegla bæði breidd og styrk, segir framkvæmdastjóri norsku samtaka fjarkennsluaðila (NFF) Sambandinu ber að skila samantekt á öllum verkefnunum í skýrslu til Vox og skýrslan fyrir 2012 liggur nú fyrir.

Efni þróunarverkefnanna spennir vítt. Dæmi um það eru:
• Námslausnir með smáforriti fyrir námsleið byggða á margmiðlun
• Vefvarp
• Hlaðvarp
• Veffyrirlestrar
• Vídeó sem startari
• «Embedding» af námsaðföngum
• Gæðabarómeter
• Eftirlit með ritstuldi frá námsgáttum
• Mikróblogg.

Lesið skýrsluna hér: PDF

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Stefnt að gæðum

- Okkur skortir heildstæð gæðaviðmið fyrir nám í grunnleikni, og tilgangurinn með verkefninu er að gera tilraun til þess að skapa þau, seigir Graciela Sbertoli hjá Vox. Hún stýrir verkefninu “A roadmap towards a quality framework for basic skills provision” sem nú er unnið hörðum höndum að.

Vinnuhópurinn hélt nýlega námskeið sem hófst með fyrirlestri Dr. John Benseman um rannsóknir á Nýja Sjálandi á grunnleikni. - Kennarar leika veigamikið hlutverk, þeir þurfa að taka þátt í bæði skipulagningunni og eftirfylgninni, sagið Benseman. Þetta var meginniðurstaða rannsókna hans. Fjölmargar áskoranir blasa við vinnuhópnum og tillögur um gæðaviðmið eiga að liggja fyrir árið 2014.  

Meira um verkefnið: www.vofo.no/content/en-vei-mot-kvalitet

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Sweden

Nýtt stefnumótandi skjal frá alþýðufræðslunni: Leiðir og vilji alþýðufræðslunnar (Folkbildningens Vägval & Vilja)

Stefnumótunarskjalið Leiðir og vilji alþýðufræðslunnar á að varpa ljósi að hlutverk alþýðufræðslunnar í samfélaginu og hvers sameinuð alþýðufræðsla er megnug. Lýðskólar og fræðslusambönd í allri Svíþjóð tóku þátt í samningu skjalsins.

Leiðir og vilji alþýðufræðslunnar beinir sjónum að fimm heildstæðum forgangsatriðum innan sænskrar alþýðufræðslu til framtíðar.
• Menntun og samhengi
• Aðgengileiki og þátttaka
• Íbúar og samfélag
• Atvinnulíf og ævimenntun
• Menning og sköpun

Megin hlutverk stefnumótunarskjalsins er að varpa ljósi á alþýðufræðsluna sem geira og sameinað afl í samfélaginu og að veita rétta og uppfærða mynd af því hvernig alþýðufræðslan lítur á meginviðfangsefni sín á öðrum áratug tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Skjalið skapar grundvöll fyrir samræður við þá sem koma að ákvarðanatöku á mismunandi stigum.

Meira: www.folkbildning.se/Vagval/

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Þörf er á átaki fyrir jafngildan skóla

Munurinn á milli skóla sem skila góðum árangri og skólum sem skila lélegum árangri hefur aukist verulega og vafalítið hefur frjálst val á milli skóla átt sinn hlut í þróuninni. Að efla jafngildinguna, styrkja kennarastarfið og marka langtíma stefnu eru þrjú mikilvægustu atriðin til þess að bæta árangur og gæði sænska skólakerfisins. Þetta er staðfest í nýrri skýrslu frá sænsku skólamálastofnuninni.

- Við snúum okkur nú til stjórnvalda með niðurstöður okkar um mat á stöðu sænska skólans og það veldur frekari áhyggjum. Eigi okkur að takast að snúa neikvæðri þróun, verðum við að einbeita okkur að þessum þremur sviðum segir framkvæmdastjóri skólamálastofnunarinnar  Anna Ekström

Meira: Skolverket.se.

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Kennslufræði fullorðinna – fjórtán hugmyndir í rannsóknum á námi fullorðinna

Kennslufræði fullorðinna – fjórtán hugmyndir um nám fullorðinna er nýútkomin bók sem meðal annars fjalla um hvað kennslufræði er, hversvegna fullorðnum er nauðsynlegt að leggja stund á nán og hvað stýrir námi fullorðinna.

Nú til dags þykir það eðlilegt og sjálfsagt að fullorðnir leggi stund á nám. Fullorðinsfræðsla á sér stað við ýmsar aðstæður í námshringjum, á vinnustað, námskeiðum í háskóla og í viðskiptalífinu. Nám fullorðinna fer ekki alltaf fram samkvæmt námsskrá heldur sprettur hún fram af öðrum hugmyndum eins og um hvað maður á að læra og hvering best sé að gera það og hvers vegna. Í bókinni Kennslufræði fullorðinna er farið vandlega yfir alþjóðlegar rannsóknir um nám fullorðinna og höfundurinn hefur meitlað fjórtán hugmyndatengsl. Markmiðið er að hugmyndirnar auðveldi kennurum, kennaranemum, stjórnendum og fræðsluaðilum að velta kennslufræði fullorðinna fyrir sér og setja val á aðferðum í samhengi.   
Um höfundinn: Staffan Larsson er fyrrverandi prófessor í fullorðinsfræði. Hann hefur varið 35 árum til rannsókna á námi fullorðinna

Meira: Mynewsdesk.com

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Åland

Nýjar aðgerðir fyrir innflytjendur

Átak með heimsóknum og upplýsingafundum fyrir nýaðflutta. Þetta er meðal þess sem heimastjórnin á Álandseyjum hefur áætlanir um að hrinda í framkvæmd á árinu til þess að bæta aðstæður nýaðfluttra. Þar að auki verður innflytjendum boðið að taka þátt í hátíðarhöldum á sjálfstjórnardaginn á Torginu í Marienhöfn þann 9. júní.
Á fjárlögum ársins er gert ráð fyrir að 800.000 evrum verið varið til þess að hvetja til aðgerða sem snúa að innflytjendum. Þá að að verja hluta framlagsins til sænskukennslu í leik- og grunnskólum og tungumálakennslu Medis.
Samkvæmt nýjum lögum um innflytjendur sem tóku gildi 1. janúar sl. ber sveitarfélögum skylda til þess að leggja fram áætlun um málefni innflytjenda, en til þessa hafa aðeins örfá sveitarfélög hafist handa við vinnuna.
E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

Färöarna

Mikill áhugi á fjarnámi

„Fjarlestrardepilin“ (Miðstöð fjarmenntunar) i Vági á syðstu ey Færeyja hóf starfsemi fyrir mánuði síðan með tilboði um tólf námsleiðir. Nú eru námsleiðirnar sem miðstöðin býður upp á orðnar 27 og þær eru frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Englandi.

Afar mikill áhugi er fyrir fjarnáminu sem „Fjarlestrardepilin“ býður upp á. Ekki aðeins meðal íbúa eyjarinnar sem eru undir 4.000 heldur einnig meðal íbúa hvaðanæva  af eyjunum. Frá því að starfsemin hófst fyrir um mánuði síðan hafa starfmenn miðstöðvarinnar aðstoðað yfir 50 áhugasama nemendur um landið allt við að finna nám. Eitt af meginmarkmiðum miðstöðvarinnar er að koma á tengslum á milli námsmanna og menntastofnananna. Þar að auki býður miðstöðin upp á búnað sem gerir námsfólki kleift að fylgjast með fyrirlestrum á netinu, taka þátt í námskeiðum sem skipulögð eru af miðstöðinni, þiggja ráðgjöf og að vera virkir í námshópum með öðrum fjarnámsnemum.

Meira um starfsemi „Fjarlestrardepilins“ á slóðinni: http://fjarlestur.fo/

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Nýtt menntaverkefni fyrir frumkvöðla og viðskiptamenn

Í undirbúningi er fullt nám fyrir frumkvöðla og kaupsýslufólk undir yfirskriftinni „YES!“. Stefnt er að hægt verði að hefja námið á næsta ári og að það valdi breytingum og skapi vöxt á Grænlandi.

Námið er þróað af félagsskapnum ChangeAgents.gl og þróunin hófst í mars 2012 í þeim tilgangi að aðstoða nemendur sem ekki voru bóknámshneigðir við að þroska hæfileika sína með því að beita verkmiðaðri kennslufræði sem felst í að takast á við raunveruleg viðfangsefni frekar en fræðileg vandamál. Með öðrum orðum að frumkvöðlarnir og kaupsýslunemarnir eru sendir í leiðangra um Grænland, í þeim tilgangi að þróa lausnir á raunverulegum viðfangsefnum í samfélaginu á sviðum félags- menningar- eða umhverfismála eða í viðskiptum.
19 grænlensk fyrirtæki styrkja verkefnið fjárhagslega og leggja þekkingu og mannafla til ráðstöfunar. Annað sem einkennir námið er að það er þróað í samstarfi og gagnkvæmum áhuga við hugsanlegan markhóp og fyrirtækjanna. Á fundum, vinnustofum og í gegnum fésbókina hafa í sífellu komið fram nýjar tillögur og hugmyndir. Hægt er að nálgast enska lýsingu á dæmum og árangur af þróuninni á slóðinni: HTML.
Námið er í þróun, það mun taka tvö ár og hefjast 2014. Gert er ráð fyrir að 20 nemendur verið teknir inn árlega.

Lítið við á YES! Facebook-gruppe: www.facebook.com/YESGreenland.

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Ný áform menntastofnana eftir stjórnarskipti

Í febrúarútgáfu af fréttabréfi NVL var frétt um sameiningu menntastofnana í höfuðborginni Nuuk. Eftir stjórnarskiptin hefur verið fallið frá áformum um sameiningu veiða- og vinnsluskólans í Norður-Grænlandi og í Suður-Grænlandi.
Enn er áform um að tengja námið í eina stofnun með sameiginlegum stjórnanda en skólarnir verða áfram reknir hver á sínum stað. Sjómannaskólinn verður áfram í Paamiut og  Uummannaq mun halda veiði- og vinnsluskólanum. Skipsstjórnarskólinn verður framvegis í Nuuk til þess að tryggja náið samstarf við sjávarútveginn. Þetta var hluti af kosningaloforði núverandi menntamálaráðherra, fulltrúa Siumut flokksins, tilgangurinn er að halda menntuninni dreifðri um allt landið til þess að stuðla að jafnari byggðaþróun.
Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Europe

EAEA’s project ARALE: Collecting awareness raising and advocacy activities for adult education in Europe

EAEA‘s project ARALE for “Awareness Raising for Adult Learning and Education” aims to collect awareness raising and advocacy activities for adult education in Europe directed at the general public, at specific target groups and at policy-makers. Its objective is to analyse common patterns between different awareness raising activities organized by civil society in order to determine what the keys to successful activities are.

If you have organised awareness-raising activities in the past, it would be very helpful if you could fill in the following questionnaire: https://www.surveymonkey.com/s/ARALE

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

NVL

Guidance and counselling for adults

Seminar in Grand Hotel Reykjavik, June 7th.

The Education Training Service Centre, (ETSC) in Iceland and NVL in Iceland invite to a seminar in Reykjavik on June 7th. Key note speakers are members of the NVL´s Expert Network on Guidance and Counselling and from the organisations cooperating with ETSC.  The main subject is related to experiences and research from the Nordic countries. Presentations will be in either English or Icelandic.

More: Program and registration  

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

DialogWeb

Brottfall, sprettigluggar og annað meðlæti

Menntakerfið og atvinnulífið verður að vinna betur saman til þess að ungt fólk fái atvinnumöguleika. Um þetta voru norrænir ráðherrar hjartans sammála þegar þeir hittust á óformlegum fundi í Stokkhólmi um vinnumarkaðinn. Lesið frásögn Marja Beckman frá JobbToppmötet, fundinum um atvinnumál, þann 16. Maí 2013.
Á Færeyjum reyna menn að komast að orsökum þess að nemendur hætta námi. Í Finnlandi er náms- og starfráðgjöf tvístruð en úrbóta er að vænta. Við höfum einnig dæmi um hvernig hægt er að spjara sig án þess að hafa lokapróf frá grunnskóla. Þema greinar Clöru Henriksdotter um mathandverk er þögul þekking. 

Meira á www.dialogweb.net og látið ykkur líka greinarnar í Dialog á fésbókinni www.facebook.com/dialogweb.

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: dialogue

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 21.5.2013

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande