Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Meiri og breiðari fullorðins- og símenntun er einn af meginþáttum áætlunar dönsku ríkisstjórnarinnar um aukinn hagvöxt

Danmörk er hluti alþjóðlegs hagkerfis og hnattræns vinnumarkaðar og það gerir miklar kröfur bæði til fyrirtækja og starfsfólks. Að viðhalda og þróa færni er brýnt til þess að halda fast í framleiðslu og störf í Danmörku.

Samkvæmt áætluninni á að fjárfesta  samtals um 75 milljörðum danskra króna  til ársins 2020 í sterkum fyrirtækjum og fleiri störfum.  Liður í samkomulaginu sem ríkisstjórnin hefur gert við Venstre , Danska þjóðarflokkinn,  Samtök frjálshyggjumanna og Íhaldsflokkinn felur í sér að lögð verður áhersla að að viðhalda og þróa færni starfsfólks. Aðilar að samkomulaginu einhuga um að verja samtals einum milljarði danskra króna á árunum 2014-2017 til aukinnar og breiðari fullorðinsfræðslu og símenntunar. Það á að efla færni vinnuaflsins og styðja þróun starfa og tryggja að þau haldist í Danmörku.

Meira: Áætlun um aukinn hagvöxt Vækstplan DK 
Samkomulag

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Sjónum beint að gæðum starfsmenntunar

Of fátt ungt fólk sækir um starfsnám og of margir hætta námi án þess að ljúka því. Þess vegna kom danska ríkisstjórnin starfsmenntanefnd á laggirnar árið 2012 í henni sátu fulltrúar aðila vinnumarkaðaris, samtakra danskra sveitarfélaga, dönsku héraðssambandanna og embættismenn í menntamálaráðuneytinu.

Nefndin skilaði áfangaskýrslu til ríkisstjórnarinnar í október 2012 með fjölda tillagna um úrbætur, sem lögðu grunn að breiðu pólitísku samkomulagi um betri starfsmenntun og traustari menntatryggingu. Starfsmenntanefndin hefur nú lokið öðrum hluta verkefnisins, án þess þó að komast að samkomulagi um tillögur. Í A4 vikuritinu kemur fram að fulltrúar í nefndinni séu ekki sammála stjórnmálaflokkunum. 

Meira á heimasíðu danska menntamálaráðuneytisins
Vikubréfið A4

Námsmatsstofnunin í Danmörku, EVA hefur á grundvelli kannana og greininga lýst 5 megináskorunum sem blasa við starfsmenntaskólunum.
Lesið um þær á: Eva.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Þjóðfundur og lýðræði á Borgundarhólmi dagana 13.-16. júní 2013

Þriðja árið í röð er haldinn þjóðfundur í Allinge á Borgundarhólmi. Þjófundurinn er  viðburður sem ekki er haldinn í hagnaðarskyni af héraðsskrifstofu Borgundarhólms. Aðalmarkmið þjóðfundarins er að efla lýðræði og samræður í Danmörku.

Meira um þjóðfundinn og dagskrána
www.brk.dk/folkemoedet/Sider/Folkemoedet.aspx

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Ný vefgátt fyrir nám í finnsku og sænsku fyrir innflytjendur

Yfirvöld menntamála í Finnlandi hafa á árunum 2008–2013 stýrt verkefni sem fjármagnað er af Félagsmálasjóði Evrópu sem snérist um að skapa nýtt námsumhverfi fyrir innflytjendur. Vefgáttin veitir innflytjendum aðgang að námi í finnsku eða sænsku í gegnum opið námsumhverfi.

Skólar geta nýtt sér námsefnið við kennslu og fært það yfir í eigið námsumhverfi. Með því að beita tólinu geta kennarar aðlagað kennsluefnið að þörfum mismunandi nemanda og nemandahópa.
Kennsluefnið er fjölbreytt og hægt er að nýta það bæði til þess að tileinka sér hversdagslegt orðfæri sem og orðfæri á vinnumarkaði. Nemendur geta einnig þjálfað lestrar- og ritunarfærni sína og auk þess prófað þekkingu sína á tungumálinu í gáttinni.

Nánar: Oph.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi

Nýr menntamálaráðherra

Flokkur jafnaðarmanna hefur ákveðið ráðherraskipti á miðju stjórnartímabilinu. Þeir hafa útnefnt þingmann úr sínum röðum, Kristu Kiuru magister i stjórnmálafræði.

Krista Kiuru tekur við embætti menntamálaráðherra eftir að hafa sinnt embætti sem ráðherra heimilis- og samskiptamála. Þetta er annað tímabil Kiuru á finnska ríkisþinginu. Áður en hún var kjörin á þing vann hún meðal annars sem kennari og námsráðgjafi.
Sem menntamálaráðherra fer Kiuru með málefni menntamála og vísinda við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Nánar: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi

Iceland

Hæfniþrep

Með lögum um háskóla, framhaldsskóla og framhaldsfræðslu eru námslok innan formlega menntakerfisins og námskrár innan framhaldsfræðslu tengdar við hæfniþrep.

Lýsing á hæfniþrepum er birt í aðalnámskrá framhaldsskóla og í Viðmiðum um æðri menntun og prófgráður, en þessi skjöl hafa reglugerðarígildi. Hæfniþrepum er ætlað að tryggja stígandi í námi og eru leiðbeinandi fyrir skóla- og fræðslukerfi við gerð námslýsinga, námsbrauta og námskráa. Þau eru einnig upplýsandi fyrir hagsmunaaðila, s.s. nemendur, skóla og atvinnulíf um þá hæfni sem búast má við hjá nemendum að námi loknu og geta verið hvatning til frekara náms. Hæfniramminn er tengdur við evrópskan hæfniramma (European Qualifications Framework).
Mennta- og menningarmálaráðuneytið leitar eftir umsögnum um íslenska hæfnirammann frá  háskólum, framhaldsskólum, starfsgreinaráðum, fræðsluaðilum í framhaldsfræðslu og samtökum á vinnumarkaði um rammann, umsagnir skulu berast fyrir til 14. júní.

Á slóðinni: www.menntamalaraduneyti.is/menntamal/haefnirammi/ er að finna ítargögn um rammann.

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Menntun fanga

Á nýliðinni vorönn voru 59 fangar í tveimur fangelsum skráðir í eitthvert nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fangarnir 59 luku samtals 162 einingum.

Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur séð um kennslu á Hrauni og á Sogni undanfarin ár, en kennslan fer ýmist fram í gegnum fjarnám eða innan veggja fangelsana. Átta kennarar frá skólanum kenndu í  fangelsunum sjálfum, en  fleiri komu að fjarnáminu. Auk þeirra voru starfandi kennslustjóri ásamt náms – og starfsráðgjafa. Tekið er fram að námsárangur hafi almennt verið góður hjá þeim föngum sem luku áföngum.

Meira á www.sunnlenska.is/frettir/12193.html

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Fleiri fullorðnir á námskeið

Þann 4. júní sl. voru tölur úr starfsemi norsku fræðslusambandanna árið 2012 birtar opinberlega. Tölurnar sýna að þátttakendum á námskeiðum fræðslusambandanna fjölgaði um 7000 manns í fyrra. Mest fjölgaði þátttakendum á námskeiðum Fræðslusambandsins Funkis, samtök 57 fræðsluaðila fyrir hreyfiskerta, króníska sjúklinga og aðstandendur þeirra. Fjölgun þátttakenda í námskeiðum þeirra nam um 6.600 manns á milli áranna 2011 og 2012!

- Frjáls fræðslustarfsemi fræðslusambandanna er vanmetinn þáttur í norska menntakerfinu sagði Kristin Halvorsen í ræðu í síðustu viku. Námskeið í fagurfræðilegum greinum og handverki tróna efst á listanum yfir vinsælustu fögin, hlutfall þeirra árið 2012 var 51.9 %. Námskeiðum á sviði heilbrigðis- og félagsmála fjölgaði mest, um meira en tíu þúsund nemendastundir eða 9%. Sé litið til landsvæða bar nyrsta fylkið, Finnmörk af öðrum.  – Í fylkinu þarf að takast á við fjölþætta færniþróun, þar fjölgaði þátttakendum um 20 % öllum til mikillar ánægju segir Sturla Bjerkaker framkvæmdastjóri Fullorðinsfræðslusamtakanna VOFO í Noregi.

Nánar um tölfræðina hjá VOFO
Lesið einnig grein norsku hagstofunnar: HER

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

100 síðan konur fengu kosningarétt

Þann 11. júní 2013 héldu Norðmenn upp á að hundrað ár voru liðin síðan konur fengu kosningarétt til jafns við karla. Haldið verður upp á það á ýmsan hátt.

Vox skipuleggur ásamt TV2 Skólanum ókeypis þemaútsendingu um kosningarétt sem lið í norskukennslu. Þar verður veitt yfirlit yfir sögulega þróun og bakgrunninn fyrir almennum kosningarétti og mikilvægi kosningaréttar fyrir jafnrétti. Þar að auki verður yfirsýn yfir stöðu kosningaréttar í öðrum löndum. Fullorðinsfræðslusamtökin skipuleggja námsstefnu með yfirskriftina Konur, völd og þekking. Aðalfyrirlesari er Torild Skard kvenréttindakona, kennari, sálfræðingur, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri kvenréttindasviðs UNESCO.

Hátíðahöld í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar vera víðsvegar um Noreg.  Þeim er stýrt af ráðuneyti barna, jafnréttis og félagslegrar aðlögunar (inkludering) og hægt er að nálgast ítarefni á síðu ráðuneytisins á slóðinni: www.stemmerettsjubileet.no.

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Sweden

Tillögur um hvernig styrkja megi starf kennara

Verkkunnátta kennara og gæði kennslunnar hafa afgerandi áhrif á hve mikla þekkingu nemendur öðlast. Kennarastarfið er mikilvægt starf. Sænska ríkisstjórnin, Kennarasambandið, Landssamband kennara, Samband sænskra sveitarfélaga og landssamtök einkaskóla hafa komið saman og rætt um eftirfarandi tillögur um aðgerðir til þess að styrkja kennarastarfið:

Hækkun launa og aðstoð við starfsþróun, minni stjórnunarskyldur, skilríki og aðild, auknar kröfur fyrir inntöku í m.a. kennaranám, hæfnipróf við inntöku í kennaranám, efling kennslufræða, koma ætti á æfingaskólum fyrir verknám kennaranema (verksamhetsförlagda utbildning, VFU), þróa á VFU svo hægt sé að fylgja eftir, meta og prófa kennaranema, þróa á reynsluárið og koma ætti á skólarannsóknastofnun.

Meira: www.regeringen.se/sb/d/16839/a/218601

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Rannsóknahringur – leið til þekkingarþróunar í skólum

Rannsóknahringur, sem felst í samstarfi á milli skóla og háskóla til þess að leita svara við spurningum kennara er ein leið til þess að koma á stöðugri þekkingar- og skólaþróun. Þetta kemur fram í skýrslu sem Tore Otterup lektor, Sören Andersson, aðjúnkt og Ann-Marie Wahlström, aðjúnkt sem öll kenna sænsku sem annað tungumál.

Markmiðið með skýrslunni er margþætt. Að hluta til er henni ætlað að lýsa hvað rannsóknahringur er, og hvernig starfið virkar, auk þess að veita sögulegan grundvöll fyrir rannsóknum í rannsóknahringjum. Skýrslan er samantekt á tveimur meistaraprófsritgerðum sem skrifaðar voru á meðan rannsóknahringur gerði rannsóknir á fullorðinsfræðslu í sveitarfélaginu Falköping. Þá er skýrslunni einnig ætlað að gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknanna sem fóru fram í rannsóknahring í símenntunarmiðstöðinni í Falköping.  

Nánar: Svenska.gu.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Máltíðavistfræðingur – ný námsleið við Háskólann í Örebro

Um þessar mundir er fyrsti árgangur af máltíðarvistfræðingum að ljúka prófum við Háskólann í Örebro. Stúdentarnir hafa lagt stund á einstakt nám sem beinist að meðhöndlun matvæla og verða sennilega frumkvöðlar á fræðasviði sínu.

Matvælavistfræðinámið veitir yfirsýn á þekkingu á heildarferli matvæla frá bónda á borð að þeirri upplifun sem máltíðin er segir sem Jesper Johansson, kennslustjóri við Hótel- og veitingaskólann í Grythyttan.
Styrkur námsins liggur í heildrænni nálgun – allt sem varðar framleiðslu, vistfræði og endingu að matreiðslusjónarmiða og fagurfræði. Það veitir heildarfærni sem fram til þessa hefur skort í framboði náms sem síaukin þörf er fyrir í samfélaginu.

Nánar: Mynewsdesk.com

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Nýr vísindagarður opnaður Þórshöfn

Föstudaginn 31. maí var opnað garðurinn sem ber heitið Rannsóknasetrið Inova”. Inova, stendur fyrir nýsköpun og nýja hugsun og skapar ramma fyrir þverfaglegar og atvinnumiðaðar rannsóknir.

Inova er verkefni sem á að skapa vettvang fyrir nánara samstarfs á milli opinberra- og einkarekinna rannsókna, á milli rannsóknastofnana, háskóla og atvinnulífsins. Helstu hluthafar í Inova eru meðal annars stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á Færeyjum, yfirvöld, Háskólinn á Færeyjum og aðrar vísindastofnanir.

Nánar um Rannsóknarsetrið Inova á færeysku: Oljan.fo, Gransking.fo og på Setur.fo.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Æðri menntun með árlegri menningarnótt

Föstudaginn 7. júní var menningarnótt í Þórshöfn. Meðal aðstandenda viðamikillar menningardagskrár, sem laðaði að þúsundir íbúa, var Háskólinn á Færeyjum.

Það var námsráðgjafateymið sem stóð að dagskráratriði Háskólans, sem samanstóða af stuttum kynningum á ýmsum námstækifærum, skapandi menntaverkefnum, stúdentar héldu erindi, fluttu tónlist, kennaranemar sýndu handverk og auk þess gafst tækifæri til þess að veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf. Í haust hefst kennsla á nýjum námsbrautum, BSc. í orku- og umhverfisverkfræði, MA í lögfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf. 

Nánar um viðburðinn á: Setur.fo og um inntöku í nám við háskólann á: http://setur.fo/upptoeka-2013/

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

„Meeqqerivitsialak“ hefur sí- og endurmenntun starfsmanna á landsvísu

„Meeqqerivitsialak“ góða dagvistunin er þriðja og síðasta skref uppbyggingar dagvistun barna á Grænlandi og það felst í sí- og endurmenntun starfsfólks á leikskólastigi. Fyrsta skrefið var tekið með setningu laga sem tóku gildi 1. Janúar 2009. Þá voru gerðar breytingar á bakkalárnámi leikskólakennara auk þess sem aðgengi að námi fyrir leikskólaliða var aukið eftir reynslu og mat tilraunastofnana í mismunandi sveitarfélögum.

Átakinu „Meeqqerivitsialak“ eða góða dagvistunin var hrint í framkvæmd árið 2007, 4 árum eftir átakinu um „Atuarfitsialak“ góða grunnskólann. Markmiðið er að undirbúa börn í leikskólum undir næsta skref í grunnskólanum. Bæði leik- og grunnskólastig lúta sömu lögmálum sem eiga rætur að rekja til kenninga   Vygotskys: (1) sameiginlegt árangursríkt nám, (2) tungumál, ritunar- og lestrarfærni, (3) skapa samhengi, (4) fjölbreytt hugsun, (5) námssamræður, (6) mótun og (7) barnamiðað starf. Gengið er út frá menningu og umhverfi við þroska barnsins og framþróun nemenda.
Skýrslur um Meeqqerivitsialak pg þróun starfsfólk hafa verið birtar í þremur hlutum og þær er hægt að finna á slóðunum hér fyrir neðan.

Del 1
Del 2
Del 3

Nánar um Meeqqerivitsialak: Nanoq.gl

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Námskeið á vegum kennaraháskólans

30 þátttakendur frá strandsvæðum á Grænlandi sem vinna með einstaklingum með ADHD og einhverfu tóku þátt í námskeiði á vegum kennaraháskólans við færniþróunarmiðstöðina í Ilulissat.
Markmiðið með námskeiðinu var að skapa sameiginlegan skilning á fræðilegri umgjörð um ADHD og ASF, auk þess að viðhalda þekkingunni sem var miðlað á námskeiðinu og um efni tengdu sameiginlegum lausnum, samstarfi við foreldra, fræðslu foreldra, hvatningu og úrlausn vandamála. Á námskeiðinu var farið yfir greiningu og samfélagslegan grundvöll, sjúkdómsgreiningar og meðferðir, sálfræðilegar útskýringar, kynning á og íhugun á fræðum og hugtökum, samfélagssýn, lyfjagjöf og meðferð, félags sögur, teiknimyndasamræður og hugrænar kennsluaðferðir eins og KAT-kassa.
Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Europe

Dani kjörinn forseti evrópskra samtaka

Formaður dönsku alþýðufræðslusamtakanna (DFS), Per Paludan Hansen, hefur verið kjörinn forseti evrópskra alþýðu- og fullorðinsfræðslusamtaka. „Á tímum efnahagskreppu er svið okkar enn mikilvægara til þess að efla lýðræði borgaranna og vinna gegn ofstæki“ sagði hann á aðalfundi EAEA (The European Association for the Education of Adults). Per Paludan Hansen hefur setið í stjórn EAEA í tvö tímabil og hann gaf kost á sér og var kjörinn forseti samtakanna án mótframboðs.

Nánar á heimasíðu DFS

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

NMR

UI í Danmörku aðalskrifstofa fyrir Nordplus

Alþjóðaskrifstofa háskólanna (UI) í Danmörku hefur verið falin yfirumsjón með Nordplus á tímabilinu 2014 til 2016.

UI tekur við verkefninu frá SIU, Miðstöð alþjóðavæðingar menntunar í Noregi sem hefur haft yfirumsjón síðan árið 2008.

Meira: www.nordplusonline.dk

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

NVL

Ráðstefna um námsumhverfi og fullorðinsfræðslu

Ert þú búin/n að skrá þig á ráðstefnuna um áhrif námsumhverfis á námshvatningu og nám fullorðinna? Enn er pláss. Frestur til þess að skrá þátttöku rennur út 1. september.

Tími 24. 10. til 26.10.2013
Staður: VUC deildin á Suður- Jótlandi, í Haderslev, Danmörku
Þema: Á ráðstefnunni verður fjallað um áhrif arkitektúrs og kennslufræðilegs námsumhverfis á námshvatningu og nám fullorðinna.
Markhópur: Stjórnendur fræðslustofnana, embættismenn, stjórnmálamenn og aðrir áhugasamir um námsumhverfi fullorðinna á Norðurlöndunum.

Nánar á  NVL:s Kalender-sida.

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Líkan fyrir gæði í raunfærnimati á Norðurlöndunum – Þróunarverkefni 2012-13

Mikill munur er á skipulagningu og framkvæmd raunfærnimats á Norðurlöndunum, en það er gagnkvæmur áhugi á því að matið sé framkvæmt eins vel og hægt er. Gæðatrygging raunfærnimats nýtur forgangs hjá þjóðum bæði norrænum og evrópskum.

Norðurlöndin hafa í gegnum Nord Plus verkefni stigið fyrsta skrefið við skjalfestingu vinnu við raunfærnimat. Næsta skref fólst í að þróa líkan fyrir gæðastarf. Líkanið felst í átta gæðaviðmiðum sem snúa öll að einstaklingnum. Sérfræðinganet NVL í raunfærni stýrði verkefninu.
Líkanið var kynnt á norrænni ráðstefnu sem fór fram í Skólamálastofnuninni í Stokkhólmi (Svíþjóð) 29. maí sl. Auk yfirferðar yfir líkanið hélt kanadíski fræðimaðurinn Joy Van Kleef fyrirlestur og endaði með hugleiðingu um líkanið. Verkefnið hlaut afar jákvæðar viðtökur og þess er vænst að ótal stofnanir taki það upp.
Áframhaldið felst í vinnu bæði í löndunum og á norrænum vettvangi með kynningu á líkaninu og e.t.v. með því að fylgjast með innleiðingu þess hjá nokkrum stofnunum. Sérfræðinganetið mun vinna úr mismunandi tækifærum.

Meira: Viauc.dk

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

DialogWeb

Ráðgjöf og aðlögun innflytjenda

Í DialogWeb geturðu lesið um skoðun Grænlendinga á ráðstefnu náms- og starfsráðgjafa sem haldin var í Gautaborg í mars sl. Yfirskrift EDEN ráðstefnunnar sem fór fram í Osló í júní var námsgleði og þar var einnig fjallað um ráðgjöf. Við bjóðum upp á grein með viðtali við Anna Kirah sem var aðalfyrirlesari.
Á Færeyjum er reynt af fremsta mætti að nýta þá færni sem útlendingar sem flytja til eyjanna búa yfir. Það sama gildir á Álandi, til þess að mæta þörfum atvinnulífsins og ferðaþjónustunnar  fyrir leiðsögumenn sem tala erlend tungumál hefur sérstöku löggiltu leiðsögunámi fyrir innflytjendur verið komið á laggirnar, Álandsleiðsögumenn, í samstarfi við önnur lönd.
 
Njótið sumarlesturs! www.dialogweb.net & www.facebook.com/dialogweb
E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: dialogue

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 25.6.2013

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande