Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Atvinnulausum nýútskrifuðum fjölgar gríðarlega

Samkvæmt nýrri greiningu frá starfsmenntaráði launþegahreyfingarinnar hefur atvinnuleysi meðal nýútskrifaðra vaxið um 13.000 einstaklinga síðan 2008 en það er kostnaðarsamt bæði fyrir einstaklingana og samfélagið.

Atvinnuleysið hefur talsverðar fjárhagslegar afleiðingar fyrir einstaklinga, sem munu verða fyrir launaskerðingu í samanburði við þá sem fá vinnu þegar að námi loknu. Fyrir samfélagið tapast skatttekjur og útgjöld aukast vegna aukinna atvinnuleysisbóta. 

Lesa má skýrsluna frá starfsmenntaráði launþegasamtakanna á Arbejderbevægelsens Erhvervsråd.    
Lesið um greininguna í vefmiðlinum Mandag Morgen.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Greinileg fjölgun þeirra sem starfa við iðnað og leita sér menntunar

Umsóknir um endurmenntun frá þeim sem starfa við iðnað hefur fjölgað um helming á milli áranna 2012 – 2013. Þetta kemur fram í greiningu sem byggir á tölum frá Færniþróunarsjóði iðnaðarins (IKUF).

Tölurnar sýna, að á fyrri hluta ársins voru samtals 6.769 umsóknir samþykktar. Á síðasta ári höfðu 2.927 umsóknir borist – með öðrum orðum meira en tvöföldun umsókna. Fjölgunin er meðal annars rakin til að skrifræði hefur verið einfaldað. Tölurnar sýna ennfremur að launþegar vilja mennta sig og áhuginn á námi er vaxandi. 

Meira í Ugebrevet A4.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Sjónum beint að tækifærum og áhrifum áhugamennskunnar í samfélaginu

Áhugamennska (Amatørkultur) er heitið á nýju vefriti um áhugamennsku sem áhrifa þátt í námi og virkni fyrir einstaklinginn og samfélagið. Þar er meðal annars að finna dæmi um hvað áhugamaður er og hvað einkennir nám, þekkingu og menntun áhugafólks. Lýsingar á einstökum dæmum og fjölmargar viðeigandi krækjur.

Útgáfan er er í samstarfi DATS- landssamtök leikrænnar virkni og AKKS  Samráðs áhugafólks um listir og menningu, með fjárhagsstuðningi  DFS – Samtökum danskra alþýðufræðsluaðila og  úr sjóði danska menntamálaráðuneytisins fyrir alþýðufræðslu 2012.

Sækið vefmiðilinn: www.amakult.dk/FORORD/forord.html

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Í leit að færniþörfum í framtíðinni

Upplýsingar úr spám um framtíðarþarfir atvinnulífsins fyrir færni eru notaðar í starfsmenntun meðal annars þegar kröfur um námslok eru endurskoðaðar. Þá nota háskólarnir einnig upplýsingar úr spám þegar innihald menntunar er skipulagt og þróað.

Finnska menntamálastofnunin  hrinti i framkvæmd verkefni sem fól í sér umfangsmiklar spár um starfsmiðaðar færniþarfir (2008-2012) sem leiddi til heildstæðs líkans fyrir slíkar spár. Nú hefur verkefnið og líkanið gengist undir ytra mat.
Niðurstöður matsins sýna að líkanið samræmir gæðaupplýsingar spánna betur, samþættir ólíka hagsmuni og styrkir framtíðarmiðaða starfsemi. Að verkefninu kom breiður hópur sérfræðinga til þess að huga að hverjar framtíðaráskoranirnar verða og hvernig unnt er að mæta þeim.

Meira á heimasíðu  Menntamálastofnunarinnar: Ubs Fréttabréf | Ubs: Framtíð & umhverfi 

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi

Nýjar leiðir til sérhæfingar langskólagenginna

Nýjar leiðir til sérhæfingar langskólagenginna eiga að byggja á færni innan háskólanna í rannsóknum og þróun ásamt sérsviðum. Stefnt er styrku samstarfi við atvinnulífið og nánu samstarfi við vísindarannsóknir og þróunarstarf háskólanna.

Menntun til sérhæfingar á að byggja á þörfum háskólamenntaðra í atvinnulífinu, felast í að minnsta kosti 30 einingum. Námið, og hvernig hægt er að sýna fram á að ákveðinni sérhæfingu hafi verið náð, á að fara fram í náinni samvinnu við atvinnulífið.  
„Ég tel afskaplega mikilvægt að allt háskólamenntað fólk hafi tækifæri til framgangs, sem stutt er af fyrsta flokks menntun. Það á að vera unnt að nýta betur rannsóknir og hæfni  innan háskólanna. Nýjar leiðir til sérhæfingar veita einmitt einstök tækifæri til þess“, segir menntamálaráðherra Krista Kiuru.

Meira á Minedu.fi.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi

Iceland

Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum á Íslandi

Ný ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við völdum á Íslandi í maí síðastliðnum. Nýr mennta- og menningarmálaráðherra er Illugi Gunnarsson. Á fundi ríkisstjórnarinnar þann 16. ágúst, var Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, falið að vera í fyrirsvari fyrir ríkisstjórnina gagnvart norræna ríkisstjórnarsamstarfinu og sjá um það fyrir hönd forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnarssonar. Íslendingar gegna formennsku í Norðurlandasamstarfinu árið 2014.

Nánar: www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7663

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Raunfærnimatskerfi í hraðri uppbyggingu – 47 nýjar leiðir

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stýrir í samstarfi við Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands verkefninu „Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun“ sem fjármagnað er að hluta til með IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance styrk. Verkefnið er til þriggja ára og það hófst árið 2012.
Markmið verkefnisins er að hraða uppbyggingu raunfærnimatskerfis á Íslandi og opna aðgengi að upplýsingum um störf og nám í sérstökum gagnagrunni. Fjölga á námsskrám á framhaldsskólastigi sem hægt er að raunfærnimeta á móti um 40, raunfærnimeta á móti færnikröfum 6 starfa og framkvæma 6 verkefni á móti viðmiðum um almenna starfshæfni. Undirstaða gagnagrunnsins verða lýsingar á 500 störfum og færnikröfum þeirra ásamt tengingar við náms- og starfsráðgjöf.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Nýtt fræðslusamband!

Þann 9. Ágúst sl. hlaut fræðslusambandið KOR viðurkenningu. Þá hafa samtals 16 fræðslusambönd í Noregi verið viðurkennd. Það er kórasamband Noregs sem sagði sig úr fræðslusambandinu Folkeuniversitetet og stofnaði þess í stað nýtt fræðslusamband.

Framkvæmdastjóri Kórasambandi Noregs, Rune Bergmann telur óskir um aukið eftirlit með framkvæmd eigin námskeiða og öruggara reksturs og hæstu styrkja til meðlima.

Meira: www.vofo.no/content/studieforbundet-kor-etablert

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

9000 kennarar á námskeið

Kennarar á unglingastigi frá 250 skólum hefja í haust endurmenntun í bekkjarstjórn og praktískum kennsluaðferðum í lestri, ritun og reikningi. Samkvæmt áætlun norsku ríkisstjórnarinnar eiga allir kennarar á unglingastigi að fá tilboð um slíkt nám á næstu fjórum árum.

Skolapólitík og aukin færni kennara verða áberandi málefni í kosningabaráttunni. Kosningar til norska Stórþingsins munu fara fram 9. September nk. „Við stöndum frammi fyrir umfangsmikilli færniþróun kennara í norskum skólum. Nálægt 9000 kennarar hefja í haust endur- og símenntun, og ríkisstjórnin eflir kennslu á unglingastiginu“, segir Kristin Halvorsen (SV) menntamálaráðherra. Ef breytingar verða á stjórninni að loknum kosningum, óskar Erna Solberg (Höyre) að 10.000 kennurum standi til boða á eftirmenntun í stærðfræði. 

Nánar á heimasíðu menntamálaráðuneytisins: Regjeringen.no
Eða lesið fréttina á vefmiðlinum: Nettavisen.no.

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Sweden

Miðháskólinn (Mittuniversitetet) leggur áherslu á þróun tæknistudds-náms

Ný stefna í rannsóknum á tæknistuddu námi á að bæta enn gæði menntunar Miðháskólans. Sex milljónum sænskra króna verður varið til þess að þróa nýjar kennsluaðferðir og ný tækifæri sem tækninýungar og Veraldarvefurinn hafa opnað.

Nám sem stutt er af viðeigandi kennslufræði og tækni er hefur verið kallað tæknistutt-nám. Miðháskólinn stendur fyrir öflugum og umfangsmiklum rannsóknum  á sviðinu og það er afar mikilvægt fyrir þróun háskóla til langs tíma. Þess vegna hefur stjórn háskólans ákveðið að verja sex milljónum sænskra króna til þess að þróa tæknistutt nám bæði í fjarkennslu og staðnámi. Markmiðið er að Miðháskólinn verði í forystu hvað varðar kennslufræði og aðferðir tæknistudds náms og nýjustu tækni. Fjárveiting til nýrra rannsókna tengist tveimur  hópum vísindamanna á þessu sviði við Miðháskólann.

Meira á Mynewsdesk.com

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Nýjar námsleiðir í iðnaði á framhaldsskólastigi

Þróun í iðnaði gerir auknar kröfur til aukinnar færni og tæknimenntun á framhaldsskólastigi og það er brýnt að þróa tilboð til þess að mæta kröfunum. Nú þegar eru tvær námsleiðir í boði sem leiða til starfa í iðnaði, annarsvegar aðfaranám að tækninámi á háskólastigi, (TE) og iðntækninámið (IN). Til þess að mæta færnikröfum fyrir iðnað í framtíðinni þarf að þróa TE námsleiðina og efla hana með nýjum námsleiðum sem leiða til lokaprófa til starfa.

Af þessum sökum mun sænska ríkisstjórnin láta framkvæma mat á TE námsleiðunum til þess ákveða hvaða áherslur á að leggja í náminu á næstunni. Um leið verður TE námsleið möguleiki fyrir nemendur sem vilja fara út á vinnumarkaðinn að loknu námi á framhaldsskólastigi. Aðgangskröfur að náminu eiga áfram að vera þær sömu óháð því hvor nemandinn stefnir á nám til undirbúnings tækninámi á háskólastigi eða starfsmenntapróf. Verði þróun TE náms á þennan veg er talið líklegt að IN- áætlunin verði hætt.

Meira: www.regeringen.se/sb/d/16837/a/221322

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Raunfærnimat í fullorðinsfræðslu

Skólamálastofnunin í hefur samið nýtt stuðningsefni fyrir raunfærnimat. Fullorðnir hafa aflað sér reynslu, þekkingar og færni á ólíkan hátt, t.d. í menntun, á vinnumarkaði, á heimilinu eða í viðskiptalífinu. Mat á raunfærni felst í því að meta og sýna fram á þá þekkingu sem einstaklingur býr yfir. Með því að byggja á því sem fullorðnir hafa í farateskinu er koma í veg fyrir að námstíminn verði óþarflega langur.

Stuðningsefnið felst í grundvallarupplýsingum um markmið og tilgang raunfærnimats, upplýsingar um hvernig vinna við raunfærnimat hefur þróast, og um lög og reglur sem gilda fyrir fræðslu fullorðinna og stuttri lýsingum á raunfærnimatsferlinu, auk ráðlegginga um lesefni og krækjur. Þá fylgir eyðublað sem dæmi um hvernig hægt er skjalfesta kortlagninguna.

Meira á vef skólamálastofnunarinna: Skolverket.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Grönland

Eldri borgarar i Maniitsoq venjast spjaldtölvum

Samtök eldri borgara í Maniitsoq hafa hrint í framkvæmd verkefni sem gengur undir heitinu Senior-Surf. Markmið þess að venja eldri borgara við að nota upplýsingatækni og veita ungu fólki í sveitarfélaginu tækifæri til þess að kenna hinum eldri að nota tæknina. Verkefnið tengist öðrum sjálfbærniverkefnum í sveitarfélaginu Qeqqata (á Vestur-Grænlandi) og samtökin hafa unnið að því að útvega fimm spjaldtölvur og eina borðtölvu. Velux-sjóðurinn hefur veitt 27.000 dönsku krónum til verkefnisins.
Tölvunum á að koma fyrir á dægradvöl fyrir eldri borgara í Maniitsoq, þar sem meðlimirnir geta nálgast  iPada og notað eina tölvu en einn iPad verður til útláns. Meðal þess sem eldriborgararnir eiga að geta er að hafa samband við fjölskyldu sína í öðrum bæjum og byggðum með myndsímtali um vefsamband, talsvert hefur ræst úr þróun vefsambands á Grænlandi á síðustu árum og þróunin er enn í jákvæða átt.
„Meðal tækifæra til þess að fá aðstoð frá ungu fólki til þess að sjá um leiðsögnina er í gegnum samvinnu við vinasambandið eða polkadansfélagið. Það er gert til þess að auka samheldni á milli kynslóða með því að skiptast á reynslu af upplýsingatækni annars vegar og lífsreynslu, sem getur falist í öðruvísi uppvexti, trú eða hvað eina sem hinum ungu liggur á hjarta, hins vegar“ segir Margrethe Lyberth, stjórnarmaður í Samtökum eldri borgara í Maniitsoq.
Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Þekking um jarðlög Grænlands í höfuðstaðnum

Til aðstoðar við erlenda jarðfræðinga, fólk sem vill vita meira um og vinna með jarðlög á Grænlandi mun GEUS (Jarðfræðirannsóknir Danmerkur og Grænlands) verða veitt aðstaða í höfuðstaðnum Nuuk í september. Um leið verður upplýsingamiðlun GEUS á Grænlandi staðbundin. Meðal þess sem liggur fyrir er að taka þátt í menntun á Grænlandi og þróa kennslu um námavinnslu.
Aðgerðir mun verða samkvæmt þeim þörfum sem lagðar verð fram af þátttakendum. Fyrsta námskeiðið um jarðlög á Grænlandi mun fara fram á Norður- Heimskautstæknimiðstöðinni í Sisimut, og leiðbeinandi verður  Majken Djuurhus Poulsen kennari í væntanlegri jarðfræðideild við stöðina. Til að byrja með mun kennslan fara fram í húsakynnum Náttúrfræðastofnunarinnar og þar mun opnunarmóttakan einnig fara fram 26. september nk. Skrifstofustjóri er Kisser Thorsøe.
Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Nordiska rådet

Nýr framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs

Britt Bohlin, landshöfðingi í Jämtland í Svíþjóð, tekur við stöðu framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs um næstu áramót. Britt Bohlin verður þar með æðsti embættismaður ráðsins og mun starfa á skrifstofu ráðsins í Kaupmannahöfn. Sem framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs er Britt Bohlin ætlað að koma brýnum verkefnum, einnig til framtíðar, á dagskrá norrænna þingmanna.

Britt Bohlin býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af stjórnmálum og leiðtogahæfni og hún hefur náð góðum árangri“, segir Marit Nybakk, sem talaði máli hennar þegar forsætisnefnd Norðurlandaráðs fjallaði um ráðningu nýs framkvæmdastjóra á síðasta fundi. Sem landshöfðingi í Jämtlands léni hefur Britt Bohlin fengist við málefni landamærahéraðanna í Noregi og Svíþjóð og hún telur samstarf landanna vera gott og þróttmikið.

Nánar á Norden.org

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

Efnahags- og viðskiptanefnd vill efla Nordjobb

Fjölgun ungs fólki í vinnu, samhæfing á tilskipunum og gangkvæmar greiðslur á skilagjaldi voru meðal mála sem rædd voru á sumarfundi efnahags- og viðskiptanefndar Norðurlandaráðs í lok júní.

Efnahags- og viðskiptanefndin lagði á sumarfundi sínum til að Norðurlandaráð myndi hækka framlag sitt til Nordjobb/Jobbresan til þess að veita sem flestu ungu fólki tækifæri til atvinnu. Nefndin leggur einnig til að verja fé til þess að gera forkönnun á því hvort þróa beri vefgátt, Halló Viðskipta-Norðurlönd, með ráðum til þeirra sem vilja stofna lítil og meðalstór fyrirtæki og til að ráða fólk og selja þjónustu sína þvert á landamæri.
„Það er öllum til framdráttar að unga fólkið fái vinnu. Framlag okkar er umtalsvert, og vonum að sveitarfélög og aðrir sem standa að aðgerðum gegn atvinnuleysi ungs fólks hvetji ungt fólk til að flytja á milli Norðurlanda til að fá vinnu. Vinnumarkaður á Norðurlöndunum hefur um árabil verið sameiginlegur fyrir alla íbúana", segir formaður nefndarinnar Cecilie Tenfjord-Toftby.

Nánar á Norden.org

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

NMR

Auglýst eftir umsóknum á tengslaráðstefnu Nordplus 2013

Hefurðu áhuga á að fara í norrænt menntasamstarf? Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, býður völdum þátttakendum á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum á tengslaráðstefnu í Stokkhólmi dagana 29.-31. október. Flug og gisting innifalið.
Markmið tengslaráðstefnunnar er að leiða saman áhugasama og hæfa þátttakendur til að koma á fót Nordplus samstarfsverkefnum. Þar sem færri munu komast að en vilja, hvetjum við umsækjendur að kynna sér Nordplus, hafa hugmynd um hvers konar verkefni þau vilja gera, og vanda umsókn sína vel. Ath. að ekki er hægt að sækja um sem einstaklingur, vinnustaður viðkomandi (stofnun eða fyrirtæki) verður að standa að baki umsókninni.
 
Kynnið ykkur málið með því að lesa auglýsinguna í heild sinni (.pdf). Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Vignisdóttir (sigridur.vala.vignisdottir(ät)rannis.is, s: 515 5843)
 
Umsóknarfrestur er 15. september og sótt er um í rafræna umsóknarkerfinu Espresso (espresso.siu.no)
E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

NVL

Færni kennara

Hvaða þekkingu verður faglærður kennari í grunnleikni í lestrarfærni að búa yfir?

Svar við spurningunni veitir norræna lestrarráðið í skýrslunni „Kompetansebeskrivelse av lærere“ (Lýsing á færni kennara) Skýrslan er á formi bæklings og er árangur umfangsmikils ferils umræðna bæði innan lestrarráðsins og á fundum með fræðimönnum á sviðinu. Síðast en ekki síst hefur ráðið farið fram á og fengið ráð frá kennurum sem fást við kennslu. .
Qarin Franker, lektor í sænsku sem öðru máli við háskólann í Gautaborg í samstarfi við Lilly Christensen, sem kennir dönsku sem annað mál við símenntunarmiðstöð á Friðriksbergi sömdu textann. 

>>> Skýrslan

E-post: Helga.Arnesen(ät)vox.no

8 Árangursþættir á fimm tungumálum

Heftið um 8 árangursþætti - í norrænum menntaverkefnum hönnuðum til að mæta samfélagsáskorunum var ritað á sænsku, er vinsælt og hefur verið notað við ýmsar aðstæður til að meta verkefni, starfsemi og áætlanir. Til þess að mæta þörfum lesenda hefur heftið verið þýtt á dönsku, ensku, grænlensku og íslensku.

Heftið er ritað af Ingegerd Green og er samantekt af skýrsluinni „Analysis of Nordic educational projects designed to meet challenges in society. Defining the success factors“ , sem tekin var saman af Jyri Manninen (Háskólanum í Austur-Finnlandi), Hróbjartur Árnason (Háskóla Íslands), Anne Liveng (Háskólanum í Hróarskeldum) og Ingegerd Green (sjálfstæðum ráðgjafa í Svþíþjóð) en þessi hópur fræðimanna var hluti af færniþróunarverkefni NVL 2009–2012.

Nánar á Nordvux.net

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

DialogWeb

Náms- og starfsráðgjöf og fjarkennsla

Eru umfjöllunarefni í DialogWeb í ágúst útgáfunni.  Net náms- og starfsráðgjafa um gervallt Grænland og þvert á menntun eflir og gerir ráðgjöfina sýnilega um landið. Lesið grein Anne Roennes með viðtali við Beth Krogh, stjórnanda Ráðgjafamiðstöðvarinnar á Grænlandi (CVG).
Þrátt fyrir að Noregur hafi um langt skeið verið sýnlegt á heimskorti fyrir fjarnám eru vefskólarnir ennþá frekar óþekktir. En það getur breyst með útkomu nýrra skýrslu. Lesið einnig viðtal Torhild Slåtto við Anders Nome, stjórnanda norska bréfaskólans .

Slóð í vefritið: www.dialogweb.net

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: dialogue

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 27.8.2013

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande