Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Dvöl í lýðskóla hefur greinileg jákvæð áhrif á unglinga með rofna skólagöngu

Niðurstöður greiningar sem gerð var fyrir Samband lýðskóla í Danmörku af Greiningastofu Lange sýna að nám við lýðskóla hefur greinileg jákvæð áhrif á nemendur sem hætt hafa í framhaldsskóla.

Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er  talið að líkur á því að einstaklingur hefji aftur nám í framhaldsskóla aukist um 17 % ef hann stundar nám við lýðskóla eftir að hann hætti námi í menntaskóla. Fyrir þá sem hætta í starfsnámi eru tölurnar hærri eða á milli 25 og 30 %. Jákvæðu áhrifin eru sterkari hjá ungmennum sem alast upp á heimili þar sem ekki er rík hefð fyrir námi. Gerð skýrslunnar er fjármögnuð af getraunafé danska menningarmálaráðuneytisins.

Hægt er að sækja skýrsluna: PDF
Og nánari upplýsingar á Ffd.dk.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Brottfall úr starfsmenntaskólum eykst hefur nú náð 48 % samkvæmt nýjum tölum

Til samanburðar er brottfall frá bóknámsdeildum framhaldsskólanna nokkuð stöðugt eða um 13 %. Af þeim nemendum sem hætta á milli grunnnáms og starfsnáms eru þrír af hverjum fjórum ekki í námi. Færri en tíundi hver hefur nám á annarri grunnnámsbraut og enn færri hefja nám á bóknámsbraut, eða á iðnnámsbraut.

Danska ríkisstjórnin er að vinna við umbótum á starfsmenntun sem verð kynntar á haustdögum.

Lykiltölur má nálgast í skýrslu: Statweb.uni-c.dk
Og nánari upplýsingar á Uvm.dk.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Kennarar fá aðstoð við kennslu minnihlutahópa í starfsnámi

Misskilningur getur auðveldlega skapast við kennslu tvítyngdra starfsnámsnema, misskilningurinn getur e.t.v. varpað ljósi á hvers vegna brottfall drengja sem ekki eru af dönskum uppruna er mun hærra en meðal nema sem eru af dönsku bergi brotnir. Um það bil helmingur allra starfsnámsnema hætta í námi en aðeins einn þriðji nema af erlendu bergi brotnir lýkur starfsnámi.

Nú geta kennarar sótt sér innblástur og góð ráð í nýju hefti sem gefið er út af hópi sem fer með brottfall í danska menntamálaráðuneytinu. Góð ráð til þeirra sem kenna tvítyngdum nemendum í starfsnámi.  Nemendur við iðnskóla sem tilheyra minnihlutahópum deila reynslu sinni og væntingum til kennara og í heftinu eru einnig góð ráð um hvernig kennarar við starfsnámsskóla geta lagt sitt af mörkum við jákvæðar umræður.

Sækið skýrsluna á:
http://bfau.dk/Paedagogik-og-undervisning/Gode-raad

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Erfitt fyrir borgara frá – öðrum löndum en Vesturlöndum að rata aftur til starfa eftir veikindaorlof

Það reynist borgurum frá öðrum löndum en Vesturlöndum erfiðara en þeim sem eru af dönskum uppruna að hefja aftur vinnu. Þess vegna hafa fjórar vinnumálaskrifstofur í Danmörku reynt nýjar aðferðir sem auðvelda eiga borgurum, annarsstaðar frá en Vesturlöndum,að snúa aftur á vinnumarkaðinn.

KORA, rannsókna og greiningastofnum sambands danskra sveitarfélaga, hefur lagt mat á verkefnið og niðurstöðurnar sýna fram á að það eru ekki til neinar einfaldar aðgerðir til þess að koma á varanlegri þátttöku á vinnumarkaði fyrir þennan hóp. En í sveitarfélögunum fjórum kom í ljós að hægt er að innleiða með góðum árangri þætti eins persónuleg viðtöl, markmiðssetning, og að beina sjónum að getu boraranna í stað vandamála var sem og að efla samstarf við deildina fyrir aðlögun. Þá kom í ljós að aðgerðir sem fólust í heilsuvottorðum og starfsþjálfun á vinnustað báru minni árangur.    

Nánar á Kora.dk.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Ætlast er til nánara samstarf á milli starfsfræðsluaðila

Starfsfræðsluaðilar eru hvattir til þess að efla svæðisbundið samstarf sín á meðal sem og við atvinnulíf og stjórnsýslu á starfssvæði sínu. Markmið samstarfs og verkaskiptingar er að samhæfa námsframboð betur að svæðisbundinni þörf fyrir þekkingu og að yfirmarkmiðum Finna fyrir menntun.

Yfirvöld starfsmenntunar hafa þróað líkan sem ætlað er að styðja við svæðisbundna þróun grunnáms starfsmenntunar og starfsmiðaðrar fullorðinsfræðslu. Með svæðisbundinni þróun starfsmenntunar er hvatt til nánara samstarfs sem tekur mið af svæðisbundinni stefnu menntunar og atvinnulífs, þörfum fyrir starfsfólk og menntun auk fagþekkingu fræðsluaðila á svæðinu. Áætlanir um sameiginleg þróunarmarkmið eiga einnig að auka hagnýtingu fjárveitinga.

Lesið fréttatilkynninguna:
www.oph.fi/meddelanden/2013/045
Þróunaráætlunina: PDF

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi

Atvinnufærni í starfsmenntaháskólunum efld

Ríkisstjórnin hefur í viðauka við fjárlög fyrir árið 2013 lagt fram tillögu um að hækka fjárframlög til kennslu-, rannsókna- og þróunarstarsemi starfsmenntaháskóla um tíu milljónir evra. Markmiðið er meðal annars að hraða miðlun sérþekkingar á milli atvinnulífsins, háskóla og rannsóknastofnana.

Áætlað er að fénu verði einkum veitt til iðnaðar- og þjónustugeirans og velferðargeirans. Forsendur fjárveitingarinnar eru að starfsfólk háskólanna hafi réttindi sem hæfir starfseminni,rannsókna- og þróunarstofnanir eigi náið samstarf við menntastofnanirnar og að víðtækt samráð sé á milli starfsmenntaháskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs.

Nánar á síðum mennta- og menningarráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins.  

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi

Iceland

Aukið framlag til framhaldsfræðslunnar

Við upphaf haustannar 2013 veitti mennta- og menningarmálaráðuneytið á Íslandi 235 milljóna aukafjárframlag til framhaldsfræðslunnar. Fjármagnið kemur í gegnum átakið Nám er vinnandi vegur sem byggir á tillögum frá samráðshópi ráðuneyta, allra þingflokka, aðila vinnumarkaðarins og hreyfinga námsmanna.

Fjármögnun átaksins var tryggð með samráði fyrri ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga 2011 en í heild verða framlög til menntamála með átakinu aukin um sjö milljarða króna til þriggja ára. Aukaúthlutunin var sérstaklega ætluð til vottaðra námsleiða og raunfærnimats, og skyldi veitt vottuðum fræðsluaðilum og samstarfsaðilum FA. Alls bárust umsóknir frá 10 fræðsluaðilum um samtals 223 milljónir ISK. Stjórn Fræðslusjóðs úthlutaði 203 milljónum króna til 10 aðila.
Hluti upphæðarinnar var sérstaklega ætlaður til þess að lækka nemendagjöld í námsleiðinni menntastoðir.  Menntastoðir eru krefjandi nám fyrir einstaklinga, 23 ára og eldri, ætlaðar þeim sem hafa ekki lokið framhaldsskóla. Menntastoðir geta verið aðfararnám frumgreinadeilda háskóla. 

Um menntastoðir á YouTube á íslensku:
www.youtube.com/watch?v=cDO3Orza6m8 

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Von er á nýrri ríkisstjórn

Í þingkosningum í Noregi þann 9. september sl. tapaði rauð- græna ríkisstjórnin sem setið hefur við völd meirihluta og því er útlit fyrir breytingar . Umleitanir og stjórnarmyndunarumræður eru hafnar á milli Hægri, Framsóknarflokksins, Kristilega framsóknarflokksins og Vinstri og þess er vænst að ný stjórn taki við völdum um miðjan október. Of snemmt er að spá fyrir um hvaða áhrif það hefur á fræðslu fullorðinna.

„Við getum  vænst þess að áætlunin um grunnleikni í atvinnulífinu haldi áfram og líklega verður hún styrkt“, telur framkvæmdastjóri samtaka fræðslusambanda Sturla Bjerkaker. Hvort það verða breytingar á norskukennslu og réttindum ríkir enn nokkur óvissa. Hið sama á við um fjárveitingar til lýðskóla, netskóla og fræðslusambanda. „Þegar fyrir liggur hvaða flokkar verða með í samsteypustjórninni munu kringumstæðurnar skýrast“ segir Bjerkaker.  “Þegar stjórnarsáttmálinn liggur fyrir munum við sjá fleiri merki og þegar frumvarp til fjárlaga verður lagt fyrir í desember munum við vita enn meira“ segir hann að lokum.

Niðurstöður kosninganna er hægt að nálgast hér:
http://valg.nrk.no/valg2013/valgresultat

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

28 milljónir til rannsókna

Fjórar rannsóknastofnanir hafa hlotið úthlutanir frá Vísindaráði Noregs til rannsókna á fullorðinsfræðslu. Allir aðilarnir áætla að notfæra sér tölfræði frá PIAAC könnuninni sem birtar verða þann 8. október nk. Tvö rannsóknarverkefnin, NIFU (Norræna rannsóknastofnunin um nýsköpun, rannsóknir og nám) og Háskólinn Storð/Haugasund, hafa norrænan fókus.

Stofnanirnar sem hafa hlotið styrki eru  Fafo (Stofnun fyrir hagnýtar alþjóðlegar rannsóknir), NIFU, Miðstöð hagrannsókna og Háskólinn Storð/Haugasund. Verkefnin fengu samtals 28 milljónir norskra króna frá Vísindaráði Noregs. Alls bárust 14 umsóknir um 99,8 milljónir króna.

Nánar hjá Vox.no

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

FuN fyrir sveigjanlegt nám

Samtök fjarkennsluaðila í Noregi hefur tekið upp nýtt nafn: Sveigjanleg menntun Noregi (Fleksibel utdanning Norge) og skammstöfunina FuN. Þann 10. September var nafnið gert opinbert og nýtt útlit kynnt í nafnaveislu.

FuN sjá fram á að í framtíðinni aukist þarfir okkar fyrir nýtt nám og um leið óskir fólks um að stýra sjálft þeim tíma sem það ver til að afla sér þekkingar.  „Sífellt þróun á tækni, félagsmiðlum og þarfa á að nýta tímann betur veita mikla möguleika á skipulögðu en sveigjanlegu námi og menntun“ segir Torhild Slåtto framkvæmdastjóri samtakanna.

Nánar á síðu FuN.

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Sweden

Lýðskólar nýttir til þess að taka á móti nýaðfluttum 2014-2017

Sænska ríkisstjórnin hyggst nýta færni innan lýðskólanna til þess að bjóða upp á námskeið fyrir nýaðflutta.Í frumvarpi til fjárlaga ársins 2014 mun vinnumálastofnun verða falið að endurgreiða lýðskólum sem bjóða upp á námskeið sem eru sérsniðin að þörfum nýaðflutta kostnað sem hlýst af námskeiðshaldinu.

-Við erum afar ánægð með að ríkisstjórnin telur að lýðskólarnir séu mikilvægur þáttur í fræðslustarfi í samfélagin“ seigir Britten Månsson-Wallin, framkvæmdastjóri sænska alþýðufræðslusambandsins. 
„Lýðskólarnir hafa í hartnær 150 ár aðstoðað kynslóð fram af kynslóð til þess að fá atvinnu í nám og samfélagið. Með þessu átaki eru þeim fengin verkfæri til þess að mæta þeim áskorunum sem fylgja hinum mikla fjölda innflytjenda“ segir Maria Arnholm, ráðherra jafnréttismála og starfandi menntamálaráðherra. Á árunum 2014 til 2017 er gert ráð fyrir að 260 milljónum sænskra króna verðir varið í átakið.

Meira: Folkbildning.se.

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Raunfærnimat á dagskrá ráðuneytis

Bjørn Kalsø menntamálaráðherra var afhent nýtt nefndarálit í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 23. ágúst sl.

Þverfaglegur vinnuhópur stóð að samningu nefndarálitsins og í honum sátu fulltrúar frá ráðuneytum, aðilum atvinnulífsins og iðnskóla Eyðun Gaard, framkvæmdastjóri iðnmenntaráðs og fulltrúi í raunfærnimatsneti NVL var formaður og stjórnandi hópsins.  
Meginmarkmið nefndarálitsins er að gera pólitískum yfirvöldum grein fyrir hvernig hægt er að koma á kerfi fyrir raunfærnimat og færniþróun á Færeyjum. Markhópurinn sem vinnuhópurinn beindi einkum sjónum að eru ófaglært fullorðið fólk. Stefnt er að því hægt verði að hefja vinnu við raunfærnimat sumarið 2014.

Nánar á færeysku á Mmr.fo og á Yrkisdepilin.fo og sækið nefndarálitið HÉR.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Stór dagur fyrir náms- og starfsráðgjafa á Færeyjum

Við upphaf haustannar í lok ágúst hófu 42 nemar nám á nýrri námsbraut fyrir náms- og starfsráðgjafa við Háskólann í Færeyjum. Menntunin er skipulögð sem hlutanám á meistarastigi á formi blandaðs náms.

Á fundi þar sem nemar voru boðnir velkomnir þann 29. ágúst sl. sagði Hanna Jensen, formaður félags náms- og starfsráðgjafa á Færeyjum meðal annars að þetta væri stór dagur fyrir náms- og starfsráðgjafa á Færeyjum. Óskir allra virkra náms- og starfsráðgjafa á öllum skólastigum í tengslum við menntun, færniþróun og fagmennsku náms- og starfsráðgjafa við ráðgjöf um áratugabil hafa nú ræst.  
Námsleiðin er árangur að bæði svæðisbundnu og norrænu samstarfi. Kennslustjóri er doktor Sif Einarsdóttir, dósent  við Háskóla Íslands og stjórnandi Nordplusverkefnisins VALA, og meðlimur í evrópska NICE-tengslanetinu sem byggir á samstarfi um þróun og fagleiðingu náms- og starfsráðgjafa í allri Evrópu. Í hópi kennara eru sérfræðingar frá Fræeyjum og öðrum Norðurlöndum.

Nánar um fundinn á færeysku á Setur.fo og um  námsleiðina HÉR

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Norður-Jósk menntamessa til sjós við Suður-Grænland

Í átta daga frá 5. til og með 2. september var haldið Arctic Sea Show á Suður-Grænlandi. Arctic Sea Show er mennta og atvinnukaupstefna sem haldin er um borð á skipinu Sarfaq Ittuk, ásamt eftirskólum (heimavistarskóli 14-18 ára með námsefni úr grunnskóla) á Norður-Jótlandi. Skipið kom við í Narsarsuaq, Narsaq, Nanortalik, Qaqortoq og Paamiut á Suður-Grænlandi og að lokum í Nuuk á Vestur-Grænlandi.
Fyrir utan að bjóða fólki um borð voru skipulagðir viðburðir í hverjum bæ, eins og heimsóknir til stofnana og fyrirtækja. Farið var í heimsókn til menntastofnannanna matvælaskólans INUILI, menntaskólans GU Suður, HHX, Sjómannaskólans á Grænlandi, Piareersarfiit (miðstöð símenntunar og náms- og starfsráðgjafar), Háskólans á Grænlandi – og einnig voru einnig fyrirtækja: Narsarsuaq Bigård, Great Greenland, sauðfjárræktarbúið Tassiluk, Rannsóknastofnum Landbúnaðarins Upernaviarsuk, rækju og krabbavinnslu Royal Greenland og heimastjórn Grænlands, Tele Greenland og yfirstjórn Norðurskautsins. Þá voru einnig haldin erindi um borð í skipinu meðal annars um námavinnslu og að endingu var haldinn netfundur ásamt Viðskiptaneti Norðurskautsins. Frumkvæðið að Arctic Sea Show er frá Grænlendingahúsinu í Álaborg og þetta er í annað skipti sem því er hrint í framkvæmd. Í fyrstu ferðinni  árið 2011 heimsótti skipið sveitarfélög á mið Grænlandi og við Diskóflóann.
Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Meiri aðstoð við námskeið fyrir þjálfara og leiðtoga

Íþróttasambandið á Grænlandi (GIF) og flugfélagið Air Greenland hafa eftir 8 mánaða hlé gert samninga fram til ársloka 2014. Air Greenland hefur ákveðið að styðja áfram við íþróttir á Grænlandi með fjárframlagi upp á 1,5 milljónir danskra króna. Markamiðið er meðal annars að veita öflugan stuðning við þjálfara- og leiðtogaþjálfun.
Markhópurinn eru iðkendur íþrótta á Grænlandi, þjálfarar, liðstjórar og dómarar frá bæjum og sveitarfélögum sem þurfa að ferðast til þess að komast á námskeið og leiki. Samkomulagið er afar mikilvægt vegna þess að fjarlægðir eru miklar á Grænlandi og það er kostnaðarsamt að ferðast á milli staða, samningurinn veitir tækifæri til frekari þróunar íþróttastarfs á Grænlandi.
Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Europe

The 2013 Education, Training and Youth Forum

organised by the European Commission will take place on 17-18 October in Brussels.

It promotes the idea of “Working together for Reforms” and emphasises the need for policy makers and key stakeholders to work in partnership, in order to foster the successful implementation of reforms at national and regional level, in particular through the opportunities offered by the new  “Erasmus+” programme. To prepare an open and rich discussion at the Forum, all stakeholders are called upon to take part in the online consultation set up by EUCIS-LLL and make their voice heard.

Please read EUCIS-LLL’s INFONOTE in Erasmus+ and partnerships, and take part in the SURVEY: Erasmus+: new opportunities for partnerships?  before 4 October 2013.

E-post: Antra Carlsen(ät)vox.no

NVL

Er hægt að tileinka sér nýsköpun?”

Sækið innblástur til þess að örva nám, hvatningu og nota verkfæri sem efla frumkvöðla og nýsköpun. Málþing á Borgundarhólmi 3. október.

Í Danmörku sem og á öðrum Norðurlöndum er rík áhersla á nýsköpun, frumkvöðla og nám. Þar að auki beinast sjónir að sérstökum áskorunum og tækifærum sem blasa við á afskekktari svæðum. Að breyta afskekktum svæðum  í fyrirmyndarsamfélag krefst nýrrar hugsunar, þróunar og samstarfs þvert á geira, fög, menntunar og atvinnu. 
Borgundarhólmum er meðal þeirra svæða sem þurfa að takast á við áskoranir sem blasa við eyjasamfélögum. Samtímis er ýmislegt í gerjun á Borgundarhólmi sem getur opnað íbúum tækifæri til þess að verða fyrirmyndarsamfélag. Til þess að styðja við þá þróun hafa Hönnunarskólinn, Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Kennaraháskólinn á Borgundarhólmi, í samstarfi við Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, NVL, skipulagt málþing um nýsköpun, frumkvöðla og nám. Málþingið er fyrsti viðburðurinn í norrænu samstarfi á milli Borgundarhólms, Gotlands og Álands.

Nánari upplýsingar og dagskrá á dagatali NVL.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Málþing um grunnleikni fullorðinna í læsi

Málþingið verður haldið á Østrøm 28.10.2013 í Þórshöfn.

Mánudaginn 28. október nk. býður NVL til málþings í Þórshöfn á Færeyjum um aðlögun og grunnleikni í læsi fyrir fullorðna. Markhópurinn eru kennarar og leiðbeinendur fullorðinna námsmanna, fræðimenn, námsfólk, stjórnvöld og allir þeir sem áhuga hafa á viðfangsefninu.  Öll erindi á málþinginu verða flutt á dönsku, norsku eða sænsku og ensku. Um leið verður nýr bæklingur norræna lestrarráðsins:  Færnilýsing kennara (Kompetencebeskrivelse  av lærere) sem lýsir færni  sem talið er að faglærðir læsiskennarar þurfi að búa yfir gefinn út.

Dagskrá: PDF

Elisabeth Holm
E-post: ElisabethH(ät)setur.fo

Fjölmenning í faglegri ráðgjöf

NVL 2013

Markmið skýrslunnar er að dýpka þekkingu um reynslu og skoðanir náms- og starfsráðgjafa á fjölmenningarlegri ráðgjöf. Í skýrslunni eru skoðanir  náms- og starfsráðgjafanna kynntar og hvernig ráðgjafarnir telja að þeir geti þróað færni sína sem og líkan fyrir fjölmenningarlega náms- og starfsráðgjöf.
Skýrslan byggir á kortlagningu og niðurstöðum umræðna sem ráðgjafanet NVL hefur aflað á fundum með náms- og starfsráðgjöfum sem veita fullorðnum rágjöf á Norðurlöndunum öllum.

Rapport: PDF

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi

DialogWeb

Lífsgæði og aukið sjálfstraust

Eru meðal umfjöllunarefna síðustu greina í i DialogWeb.

Ný bók eftir Kristínu Aðalsteinsdóttur, prófessor í kennslufræði fullorðinna við Háskólann á Akureyri, byggir á viðtölum við 20 einstaklinga sem luku meistaraprófi sínu á aldrinum 34-61 árs. Hugmyndina að bókinni kviknaði að lokinni námsdvöl Kristínar í Bristol í Englandi þar sem hún lauk doktorsprófi sínu í kennslufræði fullorðinna. Þröstur Haraldsson tók viðtal við Kristínu Aðalsteinsdóttur.

Niðurstöður könnunar frá 2012 sýna fram á að það er algengt að innflytjendur í Danmörku séu ofmenntaðir. Menntun í Danmörku og starfsreynsla eru þættir sem skipta meginmáli við að finna starf við hæfi þeirri færni sem innflytjandinn býr yfir. Tinne Geigers skrifaði fréttapistil um þetta málefni.

Annika Turunen er doktorsnemi í kennslufræði við menntavísindasvið háskólans í Åbo, hún hefur skrifað um ferð til veðurguðanna. Lesið pistil hennar um norræna ráðstefnu um fullorðinsfræðslu þar sem sem snerist um samspil fræða og praxís og haldin var á Íslandi snemma á þessu ári.  

Símenntun á vinnustað leiðir ekki aðeins til aukinnar þekkingar starfsfólks heldur einnig til aukins sjálfstrausts og vilja til áframhaldandi náms. Við lok verkefnisins StarfSemi (ArbetSam) í Svíþjóð kom einnig fram að símenntun nýtur forgangs hjá stjórnendum. Marja Beckman kynnti sér verkefnið.

Hefur aðgengi að menntun fullorðinna nokkru sinni verið betra á Norðurlöndunum? Það úir og grúir af tækifærum til fræðslu og þjálfun á öllum sviðum.  Menntun utan hins opinbera menntakerfis sem stendur íbúum Noregs og öðrum norrænum löndum til boða kostar peninga. Fyrir nokkrum árum fóru viðurkenndir amerískir háskólar að bjóða upp á ókeypis námskeið á Netinu. Fyrirbrigðið gengur undir heitinu mooc, sem er skammstöfun fyrir “massive open online course“. Torhild Slåtto fór á námskeið ...
 
Njótið lestursins á www.dialogweb.net  og látið álit ykkar í ljós á  www.facebook.com/dialogweb

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: dialogue

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 26.9.2013

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande