Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Niðurstöður PIAAC könnunarinnar fela í sér áskorun fyrir Dani

Samkvæmt niðurstöðum í PIAAC könnunarinnar, sem OECD stendur fyrir, er árangur Dana ásættanlegur. Danir eru nokkuð yfir meðallagi í reikningi en undir því í lestri og tölvuleikni. Um það bil 600.000 Danir á aldrinum 16-65 ára eru samkvæmt niðurstöðunum slakir í lestri og það er undir meðallagi og afturför frá fyrri könnun OECD frá árinu 1998. Hvað tölvuleikni Dana varðar er frammistaða þeirra á svipuðu róli og meðaltalið í könnun OECD.

Í Danmörku hafa fullorðnir góða möguleika til þess að leggja stund á bæði almenna og faglega sí- og endurmenntun (EVU). „Danir eru í hópi þeirra þjóða þar sem þátttaka í sí- og endurmenntun er hvað hæst, en það er brýnt að tryggja betri árangur af náminu“ sagðir Christine Antorini, menntamálaráðherra um niðurstöður könnunarinnar. Danska ríkisstjórnin áformar að verja einum milljarði danskra króna aukalega á næsta ári til eflingar sí- og endurmenntunar fullorðinna.
Það var rannsóknamiðstöð velferðar (SFI) sem framkvæmdi könnunina í Danmörku undir stjórn Anders Rosdahl.

Nánara á heimasíðu menntamálaráðuneytisins
Sækið niðurstöður könnunarinnar á heimasíðu SFI

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Ráðgjöf fyrir frumkvöðla af erlendu bergi brotnu á vegum Eflingar atvinnusköpunar ber ríkan árangur

Stofnun um eflingu atvinnusköpunar fyrir innflytjendur í Danmörku hefur gefið út yfirlit yfir árangurrík og góð dæmi um fyrirtæki frumkvöðla sem stofnunin hefur átt þátt í að koma á laggirnar á árabilinu 2010 ? 2013. Tölur frá dönsku hagstofunni og Stofnun til eflingar atvinnusköpunar fyrir íbúa af erlendu bergi brotna, sýna fram á að ráðgjöf frá stofnuninni nýtist vel við stofnun nýrra fyrirtækja.

Niðurstöður könnunar sýna meðal annars að stofnun nýrra fyrirtækja getur komið í veg fyrir atvinnuleysi meðal danskra innflytjenda og að þeir skapa varanleg atvinnutækifæri bæði fyrir sjálfa sig og aðra. Ráðgjöf fyrir innflytjendur sem vilja stofna fyrirtæki ber árangur og leiðir til þess að þeir stofna fyrirtæki og það er samfélagslegur og fjárhagslegur ávinningur af því.

Lesið meira og sækið skýrsluna á:
http://startvaekst.dk/etniskerhvervsfremme.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Ný skýrsla um náms- og starfsráðgjöf í fagháskólum

Þekkingarmiðstöð fyrir náms- og starfsráðgjöf, VUE hefur gefið út nýja skýrslu um náms- og starfsráðgjöf. Skýrslan er gerð vegna þess að unnið er að þróun fagmennsku náms- og starfsráðgjafa.

Í skýrslunni eru birtar niðurstöður könnunar á því hvernig litið er á náms- og starfráðgjöf í fagháskólunum, hvernig ráðgjöfin fer fram og er skipulögð og hvaða álitamálum ráðgjafarnir þurfa að  svara. 

Skýrsluna skrifuðu Carla Tønder Jessing og Rita Buhl, og hægt er að sækja hana bæði á dönsku og ensku á: vejledning.net

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Nám með stuðningi frá atvinnuleysistryggingasjóði auðveldar ráðningu

Valfrjálst nám með stuðningi frá atvinnuleysistryggingasjóði auðveldar ráðningu. Hálfu ári eftir að námi lauk hafa rúmlega 60 prósent þeirra sem lögðu stund á nám fengið atvinnu. Valfrjálst nám leiðir til betri árangurs en til dæmis vinnumarkaðsmenntun.

Atvinnuleitendur í Finnlandi, 25 og eldri, hafa frá árinu 2010 fengið tækifæri til þess að stunda fullt nám án þess að missa atvinnuleysisbæturnar. Skilyrði þess að fá að stunda nám á bótum er að námið efli starfsfærni og at  vinnumálastofnun hafi staðfest að atvinnuleitandinn auki á atvinnumöguleika sína með náminu.
Á árunum 2010-2012 hófu rúmlega 34.800 manns valfrjálst nám. Þar af voru um 800 innflytjendur.

Nánar á Tem.fi.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi

Sparnaðartillögur gætu orðið til þess að tugir alþýðufræðslumiðstöðva verði lagðar niður

Sparnaðaraðgerðir ríkisins og sveitarfélaganna gætu bitnað á alþýðufræðslumiðstöðvunum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lagt til við fjármálaráðuneytið að framlög til miðstöðvanna verði lækkuð um 20 milljónir evra. Það ætti að leiða til 15 milljón evra sparnaðar fyrir sveitarfélögin.

„Við höfum sérstakar áhyggjur vegna litlu miðstöðvanna út á landi“ segir Ann-Maj Björkell-Holm, rektor fyrir Vasa Arbis. Þetta eru oft helstu menningastofnanirnar svæðisins og sinna þar að auki umsýslu með innflytjendur og flóttamenn. Niðurskurður á framlagi hins opinbera um 20 milljónir svarar til þess að leggja niður rekstur tíu stórra eða nítíu lítilla alþýðufræðslumiðstöðva.
Í Finnlandi eru starfræktar 189 alþýðufræðslumiðstöðvar. Meirihluti þeirra er rekinn af sveitarfélögunum.

Nánar á: Yle.fi

Iceland

Fleiri íslendingar sækja símenntun

Árið 2012 sóttu 71.900 manns á aldrinum 16-74 sér fræðslu, annað hvort í skóla eða aðra fræðslu með leiðbeinanda, 32,1% landsmanna.

Frá árinu 2003 hefur hlutfall landsmanna á aldrinum 16-74 sem stundar einhvers konar menntun heldur farið hækkandi. Hlutfallið var 28,3% árið 2003 en fór hæst í 33,1% árið 2006. Sé aðeins miðað við aldurinn 25-64 ára, sem er virkasti hópurinn á vinnumarkaði, sóttu 27,1% landsmanna sér fræðslu árið 2012, 43.700 manns, og hafa ekki verið fleiri frá upphafi þessara mælinga árið 2003. Sé aðeins miðað við aldurinn 25-64 ára, sem er virkasti hópurinn á vinnumarkaði, sóttu 27,1% landsmanna sér fræðslu árið 2012, 43.700 manns, og hafa ekki verið fleiri frá upphafi þessara mælinga árið 2003.

Meira: www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=10145

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Ný ríkisstjórn – nýr menntamálaráðherra

Þann 16. október sl. tók nýríkisstjórn við völdum í Noregi. Leiðtogi nýrra ríkisstjórnar er Erna Solberg forsætisráðherra úr Hægri flokknum og hún leiðir minnihlutastjórn sem í sitja fulltrúar frá Hægri flokknum og framfaraflokknum. Nýr ráðherra menntamála, sem einnig ber ábyrgð á fullorðinsfræðslu er Torbjørn Røe Isaksen (35 ára) einnig úr Hægri flokknum. Hann sat í atvinnu- og félagsmálanefnd Stórþingsins á síðasta kjörtímabili.

Erna Solberg sagði í aðdraganda kosninganna að eitt af því fyrsta sem Hægri myndi beita sér fyrir ef þeir fengju stjórnartaumana, væri að efla sí- og endurmenntun, einkum kennara. Þetta verður meðal áhersluatriða nýja menntamálaráherrans. Í stjórnasáttmála stjórnarflokkanna tveggja eru einnig áform um aukna áherslu á grunnleikni.

Upplýsingar um ríkisstjórnina er á her: Regjeringen.no

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Sweden

Rannsóknir á frjálsum félagasamtökum í Svíþjóð

Vísindaráðið hefur sett fram rammaáætlun um rannsóknir á þróun frjálsra félagasamtaka í Svíþjóð og á alþjóðavísu. Vinna samkvæmt áætlunin hófst 1. janúar 2011 og henni lýkur 31. desember 2015.

Rammaáætlunin nær til ellefu fjármagnaðra verkefna og nær 60 vísindamanna við níu ólíka háskóla um gervalla Svíþjóð. Þar að auki hafa fjögur verkefni hlotið úthlutanir til þarfamiðaðra rannsókna á frjálsum félagasamtökum. Eitt þeirra er undir yfirskriftinni; Evrópuvæðing frjálsra félagsamtaka í Svíþjóð, en þar munu vísindamenn við mismunandi svið félagsvísinda kanna hvaða áhrif Evrópusambandið hefur haft á starfsemi frjálsra félagasamtaka einkum þeirra sem vinna í þágu jaðarhópa (til dæmis fátækra, heimilislausra eða, án skilríkja).

Nánar á: www.regeringen.se/sb/d/12194/a/225737

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Áhersla á starfsframa í nýrri skýrslu

Mikilvæg, þýðingarmikil og skemmtileg störf. Svalar vinnuaðstæður og góðar framtíðarhorfur. En lítil tækifæri til starfsframa. Þannig er viðhorf ungs fólks til starfa á velferðar- og heilbrigðissviði. Og hvernig er hægt að bregðast við því? Í skýrslunni Vinnan og framinn – hvernig er útlitið í sveitarfélögunum, sýslunum og héraðsþingunum? eru settar fram niðurstöður á ítarlegri rannsókn á málefninu og ráðleggingar til vinnuveitendanna um það hvernig hægt er að breyta viðhorfunum.

Skýrslan um Vinnuna og starfsframann á að veita innblástur og leggja grundvöll að umræðum innan sýsla og héraðsþinga. Í henni má finna fyrirmyndardæmi um hvernig sveita- og héraðsstjórnum hefur tekist að leysa úr þessum málum á árangursríkan hátt. Þar kemur einnig fram hvernig samtök sveitar- og héraðsþinga vinna með starfsframa og lagðar eru fram tillögur og ráðleggingar um hvernig er hægt að takast á við og hvað er brýnt að taka tillit til við þróun möguleika til starfsframa.

Nánar á Skl.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Háskólamenntun, alþjóðavæðing og áhersla á rannsóknir

Í september voru haldnar tveir stórir viðburðir um menntun í Þórshöfn og báðir voru vel sóttir. Fyrri viðburðurinn var menntamessan Menntun án landamæra og sá síðari snerist um rannsóknir og var hluti af European Researchers’ Night’.

Þema hinnar árlegu menntamessu, sem fyrst og fremst er sniðin að ákveðnum markhópi, eða útskriftarárgöngum menntaskólanna, var alþjóðavæðing. Tækifæri á stúdentaskiptum voru meðal þess sem áhersla var lögð á. Bæði færeyskar og alþjóðlegar menntastofnanir  lögðu áherslu á að hægt væri að samhæfa menntun á Færeyjum  námi erlendis eða öfugt. Síðar í mánuðinum var haldin ennþá fjölmennari ráðstefna í Þórshöfn undir yfirskriftinni  Food for thought þar sem rannsóknir á matvælum voru í sviðsljósinu. Markhópurinn var fólk á öllum aldri og markmiðið var að skapa áhuga á rannsóknum og vitund um hvaða rannsóknir er verið að framkvæma.

Meira um menntamessuna á Setur.fo og um European Researchers’ Night í Þórshöfn á Gransking.fo.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Ytri úttekt á Háskólanum á Færeyjum

Færeyski menntamálaráðherrann, Bjørn Kalsø, hefur tilnefnt þrjá erlenda sérfræðinga í nefnd sem á að gera ytri úttekt á háskólanum á Færeyjum. Skýrsla með úttektinni er væntanleg haustið 2014.

Markmið ytri úttektar eru að undirbúa stofnunina undir að aðlagast Bologna sáttmálanum og að öðlast alþjóðlega viðurkenningu. Sérfræðingarnir eru frá Danmörku, Íslandi og Austurríki, og þeir eiga að meta þá hluta starfseminnar sem þeir telja að hafi þýðingu fyrir mennta- og rannsóknastofnum sem stenst fullkomlega alþjóðlegar kröfur.

Nánar um úttektina á færeysku: Mmr.fo.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Hlynnt að dreifbýlinu með góðum árangri

Markmið dreifbýlisverkefnisins Nuiki sem hófst á síðasta ári, er að veita íbúum tækifæri til þess að sækja sér menntun. Góður árangur náðist af verkefninu á fyrsta árinu en þá luku 43 af 45 þátttakendum á ólíkum aldri námsferlinu.

Námið jafngildir lokastigi grunnskólans í grænlensku, dönsku, ensku og stærðfræði og lýkur með prófi. Í ferlinu njóta námsmenn tækifæra til persónulegrar þróunar undir leiðsögn náms- og starfsráðgjafa. Kennslan fer fram í grunnskólunum með kennurum frá svæðinu eftir að hefðbundinni kennslu lýkur.
Efnt var til verkefnisins vegna þess að íbúar á dreifbýlum svæðum hafa minni menntun að baki en meðaltal íbúa landsins. Fyrst var einu verkefni hrint í framkvæmd í  Itilleq við Sisimiut og nú eru þessi eins árs byggðaverkefni orðin 12, með um það bil 15 námsmönnum í hverju verkefni. Verkefnið felst ekki einungis í menntun. Á landsbyggðinni eiga íbúar oftar við ýmis félagsleg vandamál og neyslu að etja. Persónulegri þróun er beitt við stuðning og sem hvatningu til þess að halda áfram, mottóið er: Það er eðlilegt að lenda í vandræðum, engin kemst hjá því, en það er ekki í lagi að aðhafast ekkert til þess að leysa þau. Áætlanir eru um að verkefninu ljúki ekki fyrr en 2017.

Nánar um verkefnið: www.nuiki.gl.

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Þróun á námi í náttúruvísindum á Grænlandi

Innan tíðar verður í fyrsta skipti hægt að leggja stund á nám í líffræði á háskólastigi á Grænlandi. Þetta verður gert í samstarfi Náttúrustofnunar, Háskólans í Árósum og Manitoba háskóla í Kanada, en þar er samstarf eftir Artek-líkaninu þegar hafið.
Heimastjórnin hefur áform um að taka frá rekstrarfé frá Ilisimatusarfik (Háskólanum á Grænlandi) þar sem menntunin á að fara fram og Náttúrustofnuninni á Grænlandi. Með því að tengja saman náttúruvísindi og heilbrigðisrannsóknir er ætlunin að leggja grunn að nýskapandi kennslu- og rannsóknaumhverfi. Með samstarfi um þverfaglegar rannsóknir á mikilvægum sviðum eins og lýðheilsu, næringarfræði og umhverfi á að efla rannsóknaumhverfi samfélagsins, á sviði heilbrigðismála, náttúruvísinda og umhverfismála. Frumkvæðið að verkefninu átti stjórn Náttúrustofnunarinnar og þegar hefur verið sótt um framlög frá ýmsum sjóðum til þess að hægt verði að opna nýja byggingu árið 2015.
Minik Hansen
E-post: mh(ä)suliplus.gl

NMR

Lögbundnar iðngreinar og velferðarstarfsgreinar

Þverfagleg greining.

EK-U (Norræna embættismannanefndin um menntun og rannsóknir) fól DAMVAD að kanna hreyfanleika innan lögbundinna iðngreina og starfgreina á sviði velferðar á Norðurlöndunum. Meðal meginniðurstaðna skýrslunnar er að kerfi lögbundinna iðngreina virki almennt vel á Norðurlöndunum og stuðli reyndar að hreyfanleika á Norrænum vinnumarkaði. En hinsvegar kom einnig fram að enn væri hægt að bæta norræna samstarfið á mörgum sviðum. Meðal niðurstaðanna eru níu tillögur um hvernig hægt er að efla norrænt samstarf til þess að auka á hreyfanleika á norrænum vinnumarkaði.

Meira á: Norden.org

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no
Mer om: mobility

NVL

Educational background, preferences and needs

A qualitative study of prisoners from Iraq, Poland, Russia, Serbia and Somalia. Published 2013

In all the Nordic countries, the composition of the prison population has changed in recent years. One sees a huge increase in prisoners of foreign nationality and this can present challenges for the education and training provided in prisons. The Nordic Prison Education Network wanted to know more about the educational background and motives for education for foreign nationals in order to learn more about how each country’s education system can better meet the education and training needs of the prisoners.
Each of the Nordic countries has conducted a qualitative study of a group of prisoners of a selected nationality. This has led to national reports in each of the Nordic countries, which form the basis of this Nordic report. This report is a translation of the first edition in Scandinavian languages published in December 2012.

Link to the report: PDF

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

DialogWeb

Greinar þessa mánaðar

...fjalla um ný tækifæri fyrir ungt fólk og innflytjendur.

Skraddarasaumað nám opnar innflytjendum ný tækifæri

Þú segir skilið við fyrra líf, flytur úr landi, verður að aðlagast framandi samfélagsgerð, menningu og tungumáli. Engin trygging gefst fyrir að þú getir haldið sama starfi. Ef til vill opnast gátt að atvinnulífinu í gegnum tungumálanámskeið. En eftir það, lætur þú þér nægja að sækja um vinnu? Eða viltu auka á samkeppnishæfni þína á vinnumarkaði? Svör við þessum spurningum er að finna í grein Helenu Flöjt.

Erfitt fyrir unga menn í jaðarbyggðum Danmerkur að komast í nám fyrir ungt fólk

Í fjölmörg ár hefur verið rætt um vaxandi vandamál vegna þess að karlar á landsbyggðinni mennti sig ekki og þeir búi áfram í sveitunum á sama tíma og konurnar flytja þaðan meðal annars til þess að afla sér menntunar. Í verkefni á vegum Háskólans í Álaborg  hefur verið kannað hvað hefur áhrif á væntingar ungra karla til menntunar og tækifæri þeirra til þess að afla sér hennar.
Tinne Geiger tók viðtal við Stine Thidemann Faber, lektor.

Löng hefð fyrir lærlingum veitir ungu fólki tækifæri til starfa

Á sama tíma og ungt fólk annarsstaðar í Evrópu líður fyrir atvinnuleysi geta Þjóðverjar státað sig af mettölum um lágt atvinnuleysi meðal ungs fólks. Leyndardómurinn liggur í langri hefð fyrir lærlingakerfi: þar sem atvinnurekendur greiða laun fyrir starfsþjálfum á vinnustað. DialogWeb hefur kannað nánar hvernig lærlingakerfið í Þýskalandi virkar. Getum við á Norðurlöndunum lært eitthvað um kerfið af Þjóðverjum? Spyr Marja Beckman

Norrænna þekkingargrunnur um brottfall úr námi

Nýlega var ný norræn vefgátt opnuð, kunskapsbanken.org, þar er ætlunin að safna upplýsingum um góðar aðferðir og dæmum um hvernig hægt er að koma í veg fyrir að ungt fólk flosni úr námi. Fjöldi ungs fólks sem er utangátta samfélagsins og ungs fólks sem hverfur úr námi er vaxandi vandamál á Norðurlöndunum öllum. Bæði stjórnmálamenn og yfirvöld horfast nú í augu við að hætta er á að heil kynslóð tapist ef ekkert er aðhafst og ef ekki verður gripið til víðtækra forvarna.
Með grein Clöru Henriksdottur hefst röð um ungt fólk á Norðurlöndunum sem birt verður á sænsku í  DialogWeb og á finnsku í www.sivistys.net.

www.dialogweb.net
www.facebook.com/dialogweb

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: dialogue

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 22.10.2013

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande