Förstora eller Förminska
NVL Uutisia/Fréttir/Nytt/News - Nordiskt nätverk för vuxnas lärande

Denmark

Ný miðstöð fyrir nýsköpun í opinbera geiranum

Danska ríkisstjórnin hefur í samstafi við bandalag háskólamanna, danska héraðssambandið, stéttarfélag opinberra starfsmanna (FTF), Samband danskra sveitarfélaga (KL) og sambandi opinberra starfsmanna (OAO) ákveðið að stofna til Miðstöðvar fyrir nýsköpun í opinbera geiranum. Miðstöðin á að safna og miðla reynslu innan opinbera geirans og veita starfsfólki sveitarfélaga og ríkisins innblástur við nýsköpunar verkefni og til þess að nýta sér reynslu annarra.

Viðfangsefnin eru mörg, til dæmis varðandi stjórnun byggða á trúnaði, nýsköpun starfsfólks, velferðartækni, virkjun íbúa eða nýjar leiðir vinnutilhögunar.  Miðstöðin á að safna og miðla þekkingu um nýsköpunarverkefni þvert á opinbera geirann. Rekstur Miðstöðvar nýsköpunar var liður á fjárhagsáætlun sveitarfélaga og héraða fyrir árið 2014. Þar var gert ráð fyrir að 28 milljónum danskra króna yrði veitt til reksturs miðstöðvarinnar á þriggja ára tímabili (2014? 2016). Miðstöðin verður til húsa hjá KORA (Greiningarmiðstöð sveitarfélaga og landshluta) með vísu til samkomulagsaðilanna.

Nánar á heimasíðu ráðuneytisins eða vef KORA.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Yfirfærsla á milli menntunar og vinnu

Yfirfærsla sí- og endurmenntunar – Tólf þættir sem tryggja að maður nýti það sem maður lærir er auðlesinn bæklingur um hvernig hægt er að efla yfirfærslu á milli náms og starfs.

Miðstöð færniþróunar, NCK, í Danmörku hefur áður safnað niðurstöðum rannsókna á yfirfærslu, þ.e.a.s. þekkingu um hvaða tengsl ákvarða hvort einstaklingur nýtir það sem hann hefur lært. Afraksturinn er birtur í þemaheftinu Transfer mellem uddannelse og arbejde.
NCK hefur í samstarfi við símenntunarmiðstöð verslunarskólans í Friðrikshöfn safnað þekkingu og reynslu um yfirfærslu í notendavænum bæklingi. Í honum er tólf þáttum lýst sem hvetja til yfirfærslu. Þar eru einnig dæmi um verkfæri sem hægt er að nýta til þess að bæta gæði og nýtingu þess sem maður lærir.

Sækið heftið.
Nánar um yfirfærslu á vef NCK.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Ráðgjöf og staðfesting færni í dönskum fangelsum – dæmi og ráðleggingar

NCK hefur að beiðni dönsku fangelsismálastofnunarinnar kortlagt fræðslustarfsemi og á grundvelli þess lagt fram tillögur um hvernig rétt sé að haga ráðgjöf og mati á raunfærni fanga. Kortlagningin nær einnig til símenntunar og færniþróunar starfsfólks stofnananna.

Markmið fangelsismálastofnunar er að nám í fangelsum eigi að vera færnimiðaðra, auka þurfi gæði námsins og stefna beri að stöðluðum námstilboðum. Skýrsluna rita Rie Thomsen, Charlotte Mathiassen og Bjarne Wahlgren.

Hægt er að sækja hana á www.nck.au.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Aðlögun í Finnlandi

Atvinnu- og efnahagsmálaráðuneytið í Finnlandi hefur birt skýrslu þar sem í fyrsta skipti er veitt heildaryfirlit yfir aðlögun í Finnlandi. Í skýrslunni er meðal annars umfjöllun um störf innflytjenda, þátttöku í samfélaginu, húsnæðismál þeirra og brottfall úr námi.

Í skýrslunni kemur fram að því lengur sem innflytjendur hafa búið í Finnlandi þeim mun líkari eru lífshættir þeirra innfæddra finnskra íbúa. Jafnframt að talsverður munur er á milli ólíkra hópa innflytjenda og að það eru unglingar sem eiga erfiðast uppdráttar. Hætta á að hafna í jaðarhópum, og atvinnuleysi er nær sexfalt hærri fyrir unglinga af erlendum uppruna sem lokið hafa grunnskóla í samanburði við aðra unglinga.

Námar á Tem.fi.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi

Fleiri erlendir stúdentar í finnskum háskólum

Stefnt er að því að minnsta kosti 60.000 stúdentar af erlendum uppruna ljúki prófum frá finnskum háskólum árið 2025. Nú eru þeir um það bil 20.000.

Þetta er tillaga aðgerðahóps sem falið hefur verið að leggja drög að aðgerðaráætlun menntaútflutnings. Aðgerðahópurinn afmarkaði vinnu sína við menntun á háskólastigi, en hægt væri að aðlaga meirihluta tillagnanna að starfsmenntun. Aðgerðaráætlunin byggir á því að menntaútflutningur verði arðbær starfsemi.

Nánar á Minedu.fi.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi

Iceland

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins 10 ára

Markmiðið með starfseminni er að veita fólki á vinnumarkaði, sem ekki hafa lokið prófi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði.

Þann 5. desember næstkomandi verður tíundi ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, FA haldinn í Reykjavík. Við lok tíunda starfsárs er viðeigandi að líta yfir farin veg og taka saman það sem áunnist hefur. Markviss vinna hefur farið fram eftir þremur megin leiðum: mótun nýrra námleiða, náms- og starfráðgjöf og raunfærnimati. Samtals hefur á fjórða tug námsleiða verið lýst, og á tímabilinu hefur þátttakendum fjölgað mjög ört, voru 55 árið 2003 en voru orðnir 2.760 árið 2012. Rúmlega 20.000 manns hafa sótt nær tvö þúsund kynningarfundi náms- og starfsráðgjafa, 25.000 manns sótt einkaviðtöl í 48.000 skipti. Frá árinu 2007 og fram á mitt ár 2013 hafa 2.014 einstaklingar lokið raunfærnimati.

Nánar á vef FA: www.frae.is/frettir/nr/448/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Fækkun í hópi þeirra sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 30% þjóðarinnar á aldrinum 25-64 ára aðeins með grunnmenntun árið 2012.

Árið 2012 hafa 47.100 manns á aldrinum 25-64 eingöngu lokið grunnmenntun, þ.e. styttra námi en framhaldsskólastigi, samkvæmt  niðurstöðum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Það eru 29,3% íbúa og hefur fækkað úr 34,6% árið 2003. Alls hafa 35,8% íbúa mest lokið starfs- og framhaldsmenntun, þ.e. lokið námi á framhaldsskólastigi sem er a.m.k. tvö ár að lengd eða lokið námi á viðbótarstigi, 57.600 manns. Þá hafa 56.300 manns lokið háskólanámi, eða 35,0% íbúa á Íslandi á þessu aldursbili. Háskólamenntuðum hefur fjölgað nokkuð frá árinu 2003, þegar þeir voru 27,7% íbúa.

Nánar á vef Hagstofu Íslands.

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norway

Kennarar ánægðir með símenntun

Norræna vísindastofnunin fyrir nýsköpun, rannsóknir og menntun (NIFU) hefur gert könnun meðal norskra kennara sem sóttu símenntun árið 2013.

Langflestir þátttakendur voru ánægðir með tilboð um símenntun, 90% töldu gæðin mikil eða mjög mikil. Margir gátu hugsað sér að sækja frekari símenntun. Greining NIFU sýnir að vinnuumhverfi hefur afgerandi áhrif á hvernig þátttakaendur upplifa námið. Kennarar við skóla þar sem viðhorf til þekkingarmiðlunar er jákvætt eru líklegri til þess að taka upp nýungar í starfi sínu.

Nánar um skýrsluna á vef menntamálaráðuneytisins.  
Sækið skýrslun: PDF

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Ný ríkisstjórn eflir og útvíkkar BKA –áætlunina

Nýja ríkisstjórnin í Noregi leggur til í endurskoðuðu frumvarpi til fjárlaga að útvíkka og efla áætlunina um grunnleikni í atvinnulífinu (basiskompetanse i arbeidslivet, BKA).

Framlög til BKA verða hækkuð um samtals 45 milljónir norskra króna fyrir 2014. Veittar verða 20 milljónir aukalega til þess að halda áætluninni áfram á sama plani og árið 2013. Þar að auki er gert ráð fyrir að 25 milljónum verði veitt til þess að efla áætlunina og gera kennslu í talaðri norsku fyrir minnihlutahópa með annað móðurmál en norsku að hluta hennar og í tengslum við kennslu grunnleikni í öðrum sviðum. 

Nánar um útvíkkun BKA-á vef Vox
Aðrar fréttir um fjárlagafrumvarpið á vef VOFO.

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Sweden

Ráðning lærlinga við framhaldsskóla

Til þess að auðvelda umskiptin frá skóla og út í atvinnulífið hefur sænska ríkisstjórnin skapað nýja ráðningarleið fyrir lærlinga á framhaldsskólastigi, framhaldsskólalærlingaráðningu. Hugmyndin er að með því að tengja starfsmenntun betur við vinnumarkaðinn fái fleiri ungmenni atvinnutækifæri að skólagöngunni lokinni.

Allir lærlingar í framhaldsskólanum eiga að hafa ráðningarsamning, á milli nema, vinnustaðs og skóla. Vinnuveitandi getur þegar ráðið lærlinga, en eins og lögin eru nú eru reglur um samninga ekki aðlagaðar því að ráðning nemanna tengist námi. Því hefur ríkisstjórnin lagt fram til umsagnar drög að frumvarpi um breytingu á lögunum sem leiðir til nýs ráðningarforms fyrir lærlinga, þ.e. nema með námssamning.
Nýir samningar verða gerðir í kjölfar sérstakra laga sem ganga eiga í gildi 1. júlí 2014.

Nánar: www.regeringen.se/sb/d/16834/a/227710

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Einni milljón sænskra króna veitt í þróunarverkefni með rómakonum

Vefnámskeið, jafnréttistarf og menntun leiðbeinenda í námsflokkum eru dæmi um verkefni sem lýðskólar og fræðslusambönd fá stuðning við að ná til fleiri rómakvenna. Alþýðufræðsluráðið hefur úthlutað einni milljón sænskra króna til sex verkefna sem eiga að bæta tækifæri rómakvenna til að sjá fyrir sér eða til frekari menntunar.

„Alþýðufræðslan leikur mikilvægt hlutverk í því að efla tækifæri ólíkra minnihluta í samfélaginu. Í þetta skipti höfum við beint sjónum að rómakonum“, segir Britten Månsson-Wallin, framkvæmdastjóri Alþýðufræðsluráðsins.

Nánar á Folkbildning.se.

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Málþing um grunnleikni fullorðinna í læsi

Í tengslum við heimsókn norræna læsisráðsins (Alfarådet) til Færeyja þann 28. September sl. var haldið málþing um grunnleikni í læsi og aðlögun. Um 60 manns sóttu þingið.

Kynning á færnilýsingu læsisráðsins fyrir læsiskennara sem til er á tveimur tungumálum, sænsku og ensku var meginviðfangsefni málþingsins. Auk umfjöllunar um færni læsiskennara var kringumstæðum á Færeyjum lýst, en þar búa einstaklingar af 80 ólíkum þjóðernum og í kjölfarið spunnust umræður um kennslu í færeysku fyrir innflytjendur.  Þá héldu tveir fræðimenn frá Háskólanum á Færeyjum áhugaverð erindi. Í erindi sínu fjallaði Hjalmar Petersen um álitsgerð stjórnarinnar  um tvítyngi og kennslu í færeysku fyrir innflytjendur. Kalpana Vijayavarathan veitti þátttakendum innsýn  í eigin reynslu og hugleiðingar um aðlögun í erindinu Leiðin til aðlögunar – reynsla af tungumálanámi í reynd.

Nánari  upplýsingar um viðburðinn og krækjur í fyrirlestra eru á vef  NVL.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Umræður um menntastefnu og áskoranir sem blasa við ríkjasambandinu

Opinber sendinefnd undir forystu grænlenska mennta- og menningarmálaráherrans Nick Nielsen, sótti færeyska menningarmálaráðuneytið heim um mánaðarmótin október/nóvember.

Markmið heimsóknarinnar var meðal annars að sækja innblástur við mótun menntastefnu. Auk þess var umfjöllun um málstefnu og sameiginlegar áskoranir á sviði menntamála í Grænlandi og á Færeyjum. Á dagskránni voru einnig námsheimsóknir til grunn-, starfsmennta- og sjómannaskóla.

Nánar um heimsóknina á vef ráðuneytisins á Mmr.fo.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Ráðleggingar um þverfaglegt samstarf á milli skóla og stofnana á sviði heilbrigðis- og félagsmála

Dagana 8.-10. október var haldin ráðstefna um færni barna og unglinga, þróun og nám. Þar var sjónum beint að ábyrgð og hlutverki starfsmenntunar í því samhengi.
Ráðstefnan var haldin í miðstöð þroskaþjálfa og félagsliða  í Illulisat og hana sátu 65 þátttakendur frá opinberum stofnunum á Grænlandi. Fyrirlesara voru meðal annars frá VIA fagháskólanum og fræðasetri félagsvísinda í Danmörku, háskólanum í Lillehammer í Noregi og þroskaþjálfaraskólanum, umræðuefnið var sameiginlegt, þ.e. efla þroska og nám barna og  unglinga. Í fréttatilkynningu um viðburðinn er haft eftir Kåre Halvorsen, stjórnanda rannsókna- og þróunardeild þroskaþjálfaskólans „að á ráðstefnunni hefði komið fram að samstarf á milli rannsókna, menntunar og starfa leiði til meiri árangurs og geti stuðlað að auknum skilningi og heildstæðra aðgerða. Rannsaka þyrfti þekkingu og sjálfsvirðingu barna og gera að hluta tilraunaverkefna og náms í þroskaþjálfun.“ Ráðstefnunni lauk með ráðleggingum og tillögum meðal annars um nánara samstarf á milli skóla og heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Samfélagsábyrgð undir þróun

Í Samtökum um samfélagsábyrgð, CSR Grænland er nú hugað að þema næsta árs sem er menntun og aðlögun á vinnumarkaði. Til undirbúnings var haldin námsstefna 5. nóvember sl. fyrir stærri fyrirtæki innan samtakanna þar sem haldnir voru fyrirlestrar og verkstæði um aðlögun á vinnumarkaði.
Starfsemi CSR Grænlands hófst í upphafi árs 2010  með því markmiði að skapa öflugara og betra Grænland, bæði efnahagslega, umhverfislega og félagslega. Samtökin hafa aðstoðað fyrirtækni við mótun samfélagsstefnu með þjálfun, miðlun á reynslu og ýmsum verkefnum. Á þann hátt eflt getu og skilning á sjálfbærni í ólíkum fyrirækjum, stofnunum og frjálsum félagasamtökum. Meðal annars hjá Clean Greenland – Green Companies, með þriggja ára samstarfi WWF og sjö fyrirtækja um umhverfisstjórn í því augnamiði að auka meðvitund um umhverfismál með því að nýta verkfæri og þekkingu WWF.  Ennfremur hafa 20 nýútskrifaðir CSR-sérfræðingar sem snúið hafa tilbaka til Grænlands. Þeir hafa numið CSR stjórnun við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Þeir hittast næst á grænlenskri CSR ráðstefnu á alþjóðlegum mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna  og degi gegn spillingu 9. og 10 desember.
Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Estland

Exchanging Practices on RPL – Learning from Nordic-Baltic Experiences

16th to 17th December, Tallinn, Estonia

Nordic-Baltic region is one that has emerged recently as one of the forerunners in discussions about recognition in tertiary education. There are countries in the region that have tried to approach challenges from different perspectives and created new knowledge in the process.
This seminar is the first attempt to approach recognition of prior learning (RPL) from Nordic-Baltic perspective – to bring together experts and developers from academic and non-academic world to share and discuss their experiences, so we would be better prepared to meet the challenges that we face ahead.
Members in the NVL Network on Validation are sharing the Nordic knowledge and experience on the seminar.

Program and more information

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi

NMR

Menntun fullorðinna

Kortlagning á samræmi milli og mismun á námstilboðum fyrir fullorðna á 3. ISCED þrepi á Norðurlöndunum og Grænlandi, Álandi og Færeyjum.

Á norrænu löndunum dregur hratt úr eftirspurn eftir ófaglærðu starfsfólki, til þess að efla færni ófaglærðra fullorðinna standa þeim ótal námsleiðir á 3. þrepi ISCED  til boða. Námsleiðir á löndunum öllum verða bornar saman í samanburðargreiningu þar sem áhersla verður lögð á eftirfarandi þætti:   
• Námstilboð sérstaklega ætluð fullorðnum
• Sveigjanleika og aðgengi að æðri menntun
• Beiting raunfærnimats
• Skólagjöld
• Fjárhagslegur stuðningur á námstíma
• Pólitískar umræður um menntun á þriðja þrepi ISCED

Markmiðið er að skapa og skjalfesta grundvöll fyrir miðlun á reynslu og námi í norrænu löndunum.

www.norden.org/sv/publikationer/publikationer/2013-575

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

NVL

NVL opnar nýtt vefsetur fyrir nám fullorðinna á Norðurlöndunum

- Það er markmið okkar að verða fyrsti valkostur allra sem vilja fylgjast með þróuninni á sviði fullorðinsfræðslu, segir Antra Carlsen sem stýrir starfi NVL – Norræna tengslanetsins fyrir nám fullorðinna.

Á aðlaðandi hátt mun nýja vefsetrið birta  rannsóknarskýrslur, greinar, fréttir og umfjöllun um ráðstefnur og fundi um hin fjölmörgu málefni sem varða nám fullorðinna.

- Á vefnum er hægt að nálgast fréttaefni frá Norðurlöndunum og annarstaðar frá í Evrópu.
Við viljum vera hvetjandi með því að miðla reynslu og þekkingu frá sérfræðingum innan náms fullorðinna, segir Antra Carlsen.

old.nordvux.net

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

Webinar on open democracy

NVL Distans is about to explore the topic “Social and digital media, democracy and learning”. You are now invited to join us in this webinar on “Open democracy” with Antti Poikola. At: Wednesday December 4th at 14.00 – 15.00 CET

Transparency, participation and collaboration: Countries around the world are unlocking their data to enable new ways for citizens to understand and participate in official decision-making processes. Different methods, both physical and web based, from participatory budgeting to participatory urban planning are developed in order to engage people more. Some experiments have been more successful than others. In worst case participation may create pseudo democracy without any real impact on the outcomes. In best cases the participation leads to better decisions.

The webinar is based on case studies about physical and digital participation in Finland. We will discuss around the basic question like: What is active citizenship? When and why people participate? What kind of skills and experiences pave the way for better democracy?

About Antti Poikola:
Antti Poikola works as a community coordinator for the Open Knowledge Finland network as part of his day job at Otavan Opisto (Open Networks foe Learning project AVO2 2012-2013). His expertise is in developing solutions for the open collaboration between citizens and the public sector organizations. Poikola is active in e-Participation- and Open Data movements in Finland and Europe. about.me/apoikola

Join!
The webinar is free, but we need to register all participants.
REGISTRATION HERE  before December 2nd
The webinar takes place in Adobe Connect. No installation needed – just click the link to join. For more information about how it works, CLICK HERE.

Hilde Søraas Grønhovd
E-post: hilde.soraas.gronhovd(ät)vofo.no

Kæri áskrifandi að fréttabréfi NVL

Í desember verður hægt að lesa fréttir á nýrri heimasíðu NVL,old.nordvux.net þær eru uppfærðar reglulega. Í byrjun árs 2014 hefst útsending á fréttabréfinu aftur, þá í nýrri  útgáfu.

Óskum lesendum gleðilegra jóla, fréttastofa NVL!

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

RSS
old.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 2.12.2013

Til baka á forsíðu NVL

Ansvarig utgivare: Antra Carlsen • Redaktör: Larry Kärkkäinen
© Nordiskt Nätverk för Vuxnas Lärande